Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT lögum semsett voru á miðju síðasta áriverður að fara fram mat áumhverfisáhrifum þegarum stórframkvæmdir er að ræða hér á landi, svo sem virkjanir, hafnarframkvæmdir og lagningu þjóðvega í þéttbýli og dreifbýli auk framkvæmda þar sem hætta er á mengun, en ekkert slíkt mat þarf að koma til þegar ákvarðanir eru teknar um byggingu verslunarmiðstöðva eins og Smáralindar eða stækkun Kringlunnar. Á fundi norrænu um- hverfisráðherranna, sem haldinn var sl. haust, voru sett fram samnorræn markmið í skipulagsmálum með áherslu á staðsetningu smásöluversl- ana og verslunarmiðstöðva en nokkuð hefur borið á nýjum verslunarmið- stöðvum við landamæri ríkjanna. Danir, Norðmenn og Finnar hafa ný- lega breytt skipulagslögum landanna og Svíar hafa sett fram tilmæli um hvar setja á niður verslanir. Í niðurstöðu fundarins kemur með- al annars fram að í meginatriðum er verið að fást við sömu vandamálin í skipulagsvinnu allra landanna. Hvernig hægt er að tryggja íbúum gott aðgengi að verslunum og gott vöruúrval. Hvernig verslanir geta stuðlað að viðhaldi og þróun bæja og hvernig þær geta best lagt sitt af mörkum og betrumbætt umhverfið. Og að síðustu hvernig skipulag og fjárfestingar í verslun geta stuðlað að þróun bæja og sveitarfélaga. Umhverfisráðherrarnir sam- þykktu að vinna að þremur markmið- um. Í fyrsta lagi að íhuga hvernig setja má fram sameiginlegar kröfur í skipulagsmálum og umhverfismati og grenndarkynningu á landamærum landanna við skipulagningu verslun- arhverfa og stórra verslunarmið- stöðva. Í öðru lagi að undirbúa um- ræður um jákvæða þróun versl- unarmiðstöðva í þéttbýli og áhrif á almenningssamgöngur og skýra þannig skipulag og hlutverk verslun- armiðstöðva í norrænum borgum. Að frumkvæði Dana Danir eiga frumkvæðið að þessari umræðu en þeir eru lengst komnir allra Norðurlandaþjóða með að setja lög um staðsetningu þessara versl- ana. Samkvæmt dönskum lögum verður að fara fram mat á umhverf- isáhrifum ef byggja á verslun, sem er stærri en þrjú þúsund fermetrar, en Smáralind og Kringlan eru hvor um sig um 63 þúsund fermetrar. Reynsl- an á Norðurlöndum sýnir að þegar verslunarmiðstöðvar eru settar niður í útjaðri byggðar dregur verulega úr verslun í nágrannabæjum og hefur hún víða jafnvel lagst niður. Í Dan- mörku er ákvörðun um staðsetningnu verslunarmiðstöðva tekin þegar svæðisskipulag er unnið og um leið fer fram mat á umhverfisáhrifum. Með mati á umhverfisáhrifum er meðal annars reynt að meta hvaða áhrif aukin bílaumferð að verslunum hefur á aðliggjandi götur, mengun af völdum umferðarinnar, hvaða áhrif verslunarmiðstöðvar hafa á nærliggj- andi verslanir sem fyrir eru og ekki síst hvernig aðgengi er fyrir aðra en þá sem koma akandi. Hinar Norður- landaþjóðirnar hafa einnig verið að marka sína stefnu þar sem ríkisvaldið reynir að fá sveitarfélögin til þess að draga úr þeirri þróun undanfarinna ára að setja niður verslunarmiðstöðv- ar fyrir utan eða í jaðri bæja en leggja þess í stað fremur áherslu á að versl- anir séu settar niður í bæjarkjörnum. Í Finnlandi hafa nýlega verið sett lög um staðsetningu verslunarmið- stöðva sem eru stærri en tvö þúsund fermetrar og er áhersla lögð á að þær séu í miðkjörnum bæja og borga en ekki í útjaðri byggða. Jafnframt er gert ráð fyrir að mat á umhverfis- áhrifum liggi til grundvallar þegar skipulag er unnið. Í Svíþjóð eru það sveitarfélögin, sem ákveða landnýt- ingu innan sinna marka. Í könnun sem þar var gerð fyrir þremur árum kemur fram að sífellt fleiri stórversl- anir hafa flust úr miðkjörnum borga og bæja á síðustu árum og út fyrir þéttbýli eftir lagabreytingu árið 1996 en lögin áttu að auðvelda sveitar- félögum að skipuleggja hvar verslan- ir eru settar niður. Mörg sveitarfélög hafa nú mótað stefnu um staðsetn- ingu verslana og hefur sú vinna oftast verið í samvinnu við íbúa og versl- unareigendur. Norðmenn hafa farið þá leið að banna byggingu stærri verslunarmiðstöðva en þrjú þúsund fermetra næstu þrjú árin en að þeim tíma liðnum verða komnar leiðbein- ingar fyrir allt landið um hvar setja má niður verslunarmiðstöðvar. Miðað verður við að verslanir verði leyfðar í miðkjarna í þéttbýli og að nýjar versl- anir verði aðgengilegar fyrir gang- andi. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fleiri verslunarmiðstöðv- ar verði reistar utan við þéttbýli eins og raunin hefur verið síðustu ár. Hér á landi eru það sveitarfélögin sem hafa það í hendi sér hvar versl- unarmiðstöðvar rísa. Í aðalskipulagi sveitarfélaganna eru markaðir reitir fyrir verslun og þjónustu en í deili- skipulagi, sem tekur við af aðalskipu- lagi, kemur fram nánari staðsetning og umfang byggingarinnar. Rétt er að taka fram að skylt er að auglýsa deiliskipulagstillögur og þá gefst al- menningi og þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta færi á að koma með athugasemdir en íslensk lög gera ekki ráð fyrir að fram fari mat á um- hverfisáhrifum þegar verslunarmið- stöðvar eiga í hlut. Ekki gert ráð fyrir mati Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri skipulags- og landnýtingardeildar í umhverfisráðuneytinu, segir að ekki sé í undirbúningi að setja reglur eða lög um mat á umhverfisáhrifum Áhrif verslunarmiðstöðva Íslensk lög gera ekki ráð fyrir að fram fari mat á umhverfisáhrifum þegar um stórbyggingar eins og verslunarmiðstöðvar er að ræða en slíkar bygg- ingar hafa vissulega áhrif á umhverfi sitt. Kristín Gunnarsdóttir hefur kynnt sér hvernig hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa brugðist við og hvort breytinga er að vænta hér á landi.  Verslunarmiðstöðin hefur auðvitað mjög mikil áhrif á öll byggingaráform svæðis- skipulagsins og þýðir í raun að þarna verður svæðis- kjarni sem nær yfir allt höf- uðborgarsvæðið. Það hafði því gífurleg áhrif á alla upp- byggingu að Kópavogsbær var búinn að ákveða þessa framkvæmd. Sigurður Einarsson arkitekt  Verslunarmiðstöðvar eru stórar og miklar byggingar sem ekki væri óeðlilegt að meta með tilliti til áhrifa á umhverfið en íslensk lög gera ekki ráð fyrir mati á umhverfisáhrifum stórbygg- inga nema þegar til dæmis um stórfellda iðnaðarstarf- semi er að ræða. Hrafn Hallgrímsson deildarstjóri  Umferðin mun því leita meira á gatnamót Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar í stað gatna- mótanna við Fífuhvammsveg, sem verða örugglega mjög ásetin og ég er illa svikinn ef þarna verða ekki veruleg umferðarvandamál þegar Smáralindin verður opnuð. Sérstaklega vegna þess að Reykjanesbraut verður ekki full- byggð og mislæg gatnamót ekki komin á Arnarnesveg. Gunnar Ingi Ragn- arsson, skipulags- og umferðarfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.