Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 1/4–7/4  RÍKISSÁTTASEMJARI sleit á fimmtudag við- ræðum sjómanna og út- vegsmanna. Mikið bar á milli og var ekki boðað til annars fundar. Sjávar- útvegsráðherra segir að deiluaðilar fái ekki enda- lausan tíma til að semja.  FORRÁÐAMENN Norð- uráls stefna nú að því að stækka álverið á Grund- artanga um 90 þúsund tonn. Því stefnir ekki í að framleiðslugetan verði 300 þúsund tonn eins og áður hafði verið miðað við. Ástæðan er dráttur á svör- um frá stjórnvöldum.  RÍKISSKATTSJÓRI segir hlutfall svartrar at- vinnustarfsemi, t.d. í bygg- ingarvinnu, veitinga- starfsemi og ferða- þjónustu, skipta tugum prósenta.  KARLMAÐUR og kona létust í bílslysi á Suður- landsvegi laugardaginn 31. mars sl. Um nóttina lést ís- lensk stúlka í bílslysi á Jót- landi. Daginn eftir lést pilt- ur í bílslysi á Þorláks- hafnarvegi.  VÍSITALA íslensku krónunnar fór í 129,40 á fimmtudag og hefur krón- an aldrei verið lægri. Gengi dollarans fór upp í 93,18 sem er hæsta gildi hans til þessa.  JÓN Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, segir að í ljósi mikils tapreksturs á innanlandsflugi verði ein- ungis flogið reglubundið áætlunarflug til 3-4 staða innanlands. Samsæri gegn neytendum SAMKEPPNISRÁÐ hefur sektað Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mötu um samtals 105 milljónir króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið bann samkeppnislaga við verð- samráði og markaðsskiptingu. Fyrirtækin annast heildsöludreif- ingu á grænmeti og ávöxtum. Að mati samkeppnisráðs felur hegðun fyrir- tækjanna í sér samsæri gegn neytend- um. Þau hafi myndað nokkurs konar einokunarhring með það að markmiði að draga úr samkeppni sín á milli og hækka verð á þessum vörum. Á sama tíma hafi stjórnvöld veitt innlendum grænmetisframleiðendum vernd gagn- vart erlendri samkeppni í formi hárra innflutningstolla. Tollarnir hafa verið gagnrýndir mjög þar sem þeir stuðli að háu verði. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, segir í athugun að leggja niður verndartolla á innfluttu grænmeti gegn því að teknir verði upp fram- leiðslustyrkir til greinarinnar í staðinn. Lokaskýrsla RNF talsvert breytt frá frumdrögum TF-GTI sem hrapaði í Skerjafjörðinn hinn 7. ágúst sl. var ekki sögð lofthæf í frumskýrslu rannsóknarnefndar flug- slysa. Gagnrýni á Flugmálastjórn fyrir að gefa út lofthæfisskírteini fyrir flug- vélina er ekki að finna í lokaskýrslu nefndarinnar. Í frumdrögunum eru lík- legir orsakaþættir flugslyssins sagðir 11 en fækkar í 5 í lokaskýrslunni. Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, hefur tilkynnt að fenginn verði sérfræðingur frá Alþjóðaflugmála- stofnuninni að rannsókn flugslyssins. Heilbrigðis- og samgönguráðuneyt- in hafa samið við LÍO um lok samninga um áætlunar- og sjúkraflug. Félaginu voru greiddar 9,7 milljónir í bætur. INNLENT Áhöfn bandarískrar njósnavélar í haldi í Kína LAUSN á deilu Bandaríkjamanna og Kína vegna áreksturs bandarískrar njósnaflugvélar og kínverskrar her- flugvélar virtist í sjónmáli í vikulok. Flugvélarnar rákust saman sl. sunnudag með þeim afleiðingum að sú kínverska fórst og sú bandaríska varð að nauðlenda á Hainan-eyju í Kína. Kínverjar fóru fram á formlega afsök- unarbeiðni Bandaríkjamanna sem þeir segja valdir að árekstrinum en því höfnuðu Bandaríkjamenn. Áhöfn bandarísku vélarinnnar var haldið fanginni af Kínverjum við hörð mótmæli Bandaríkjamanna. Að sögn Bandaríkjamanna voru engar vísbend- ingar um að áhöfn vélarinnar hefði ver- ið yfirheyrð. Ljóst þótti að Kínverjar væru áfjáðir í að kynna sér tæknibún- að vélarinnar en sagt er að áhöfnin hafi eyðilagt megnið af honum áður en hún nauðlenti. Deilan vegna árekstursins er síðasti atburðurinn í röð margra deilumála milli Kínverja og Banda- ríkjamanna á undanförnum vikum. Framsals Milosevic til stríðsglæpadómstóls- ins í Haag krafist EMBÆTTISMENN stríðsglæpadóm- stólsins í Haag afhentu dómsmálaráð- herra Júgóslavíu, Momcilo Grubac, handtökuskipun á hendur Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgó- slavíu, á föstudag. Dómstóllinn krefst framsals Milosevic vegna stríðsglæpa í Kosovo. Milosevic var handtekinn að- faranótt sl. sunnudag eftir eins og hálfs sólarhrings umsátur um hús hans. Stjórnvöld í Júgóslavíu hafa hafnað framsalsbeiðni stríðsglæpadómstóls- ins og segja að Milosevic verði látinn svara til saka í heimalandi sínu.  TONY Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, stað- festi sl. mánudag að fyr- irhuguðum kosningum yrði frestað til 7. júní, vegna gin- og klaufa- veikifaraldursins sem herjað hefur í Bretlandi undanfarið.  ÁTÖK milli Ísraela og Palestínumanna hörðnuðu í vikunni eftir að Ísraelar kynntu áætlanir um efl- ingu landnemabyggða gyðinga á palestínskum landsvæðum. Erlend ríki, þ. á m. Bandaríkin, gagn- rýndu áformin harðlega.  FRÉTTAMENN óháðu rússnesku sjónvarpsstöðv- arinnar NTV mótmæltu yfirtökutilraunum Gazpr- om harðlega í vikunni. Gazprom er stórfyrirtæki að mestu í ríkiseigu og segja fréttamenn að yf- irtakan sé tilraun Kreml- arvaldsins til að ritskoða fréttaflutning stöðv- arinnar.  FORSETI Þýskalands, Johannes Rau, lagði til að Evrópusambandinu verði sett stjórnarskrá sem gæti orðið grundvöllur að ríkjasambandi þjóðríkja fremur en því evrópska ofurríki sem sumir óttast.  NORSKA sjónvarps- stöðin TV2 hafði það eftir rússneskum þingmanni, Grígorí Tomtsjín, að það væri á allra vitorði að kjarnorkuvopn hefðu ver- ið um borði í kafbátnum Kúrsk þegar hann sökk. Rússar vísa fullyrðing- unni á bug. ERLENT 4 B SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvað eru mörg „r“ í því? O STRA okkar Íslend-inga má segja að sékræklingurinn, eðakrákuskelin, sem hef-ur verið stórlega vanmetin afurð af Íslendingum til margra ára. Það er vissulega dá- lítil fyrirhöfn að verða sér úti um hann, en svo sannarlega þess virði. Kræklinginn má einungis tína í þeim mánuðum sem hafa stafinn r í nafni sínu. Það er gott að muna með því einungis að fara með orð- ið kræklingur nokkrum sinnum. Hann er rrrosalega ljúffengur en það er smákúnst að elda hann, en einföld þó. Aðalvinnan liggur í verkuninni og þrifunum á skelj- unum. Margar af fjörum landsins eru vaðandi í kræklingi. Það er t.d. oft mikið af honum í Hvalfirði, eins víða á Norðurlandi og Vest- fjörðum. Er ekki tilvalið að skella sér í kræklingatínslu um páskana með vinum eða vandamönnum? Þá þurfa stígvél að vera við höndina, eins fötur til að tína í. Eins er mikilvægt að athuga í dagbókum dagblaðanna hvenær sé fjara, þannig að ekki sé farin fýluferð. Þegar heim er komið þarf að skrúbba skeljarnar vel og skola með köldu vatni. Kræklingurinn geymist ekki lengi, þó jafnvel í nokkra daga og skal ekki geyma hann í vatni, en í samfloti við þara og einnig er gott að láta hann liggja í ísmolum í fötu úti á svölum eða öðrum köld- um stað. Bragð hans dofnar þó alltaf eitthvað við geymslu. Einföld kræklingasúpa Súpa þessi er sáraeinföld en al- gjört sælgæti. Mjög mikilvægt er að nota frek- ar stóran pott með þéttu loki. Hit- ið tóman pottinn á mesta straum þar til hann er orðinn „hættulega“ heitur má segja. Þetta er mikilvægt til þess að gufan nái að vinna strax á kræk- lingnum. Fyllið um 1⁄4 af pottinum með kræklingaskeljum (má ekki vera meira því eftir að skeljarnar opn- ast hækkar í pottinum). Stráið slatta af fíntsöxuðum lauk, hvít- lauk og sellerírót yfir skeljarnar og hellið vænum slurki af þurru hvítvíni yfir allt saman. Setjið lok- ið þétt yfir pottinn á hellunni og látið gufuna vinna á kræklinga- skeljunum í um 2 mín. Takið pott- inn af hellunni. Þeim skeljum sem ekki hafa opnast skal henda en leggja hinar til hliðar. Síið hið kraftmikla soð sem myndast hefur í botni pottsins frá í annað ílát. Nú er komið að því að búa til grunninn fyrir súpuna. Blanda skal venjulegu fisksoði saman við kræklingasoðið, því það er mjög sterkt. Hér fylgir uppskrift að mjög kraftmiklu fisksoði. U.þ.b. ½ kg fiskur, bein og hausar, 1–2 púrrur eða 1 stór laukur, e.t.v. 1–2 sellerístönglar 1 gulrót, 1–2 msk. vínedik eða sítrónusafi, salt og heil piparkorn, 1 lárviðarlauf, nokkrir steinselju- og dillkvistir. 1. Hreinsið og skolið fiskhaus- ana og setjið í pott ásamt jurt- unum, ediki (sítrónusafa), nið- ursneiddu grænmetinu, salti, pipar og lárviðarlaufi. Hellið 1½ l af vatni yfir, setjið lok á pottinn og hitið þar til suðan kemur upp. 2. Takið pottinn af hellunni og minnkið hitann. Ef froða hefur myndast fjarlægið hana. Sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 30 mín. 3. Síið soðið í gegnum fínt sigti og þá er það tilbúið til notkunar. Hellið kræklingasoðinu ásamt fisksoði í pott (miðið við 2–3 dl af súpu á mann), kryddið með nokkr- um saffranþráðum, salti, pipar og timian og látið í sjóða í rúman Lífið er krákuskel William Shakespeare líkti heiminum við ostru og það sama mætti með segja um lífið. Lífið er líkt og ostran dýrmætt og safaríkt og kunni maður að meta það og lifa því fer maður að finna ýmislegt nýstárlegt bragð af því sem í fyrstu virtist ekki til staðar. Ljósmyndir/Áslaug Snorradóttir Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Willm með kræklingi M EÐ kræklingi á ekkert bet-ur við en þurrt, kalt hvítvín,nema ef vera skyldi þurrtkalt kampavín. Fyrir sígilda kræklingarétti eru Muscadet- og Chabl- is-vín tilvalin en einnig á það við eins og alltaf að það er til vín frá Elsass er hæfir nær hvaða rétti sem er. Á sérlista eru nú fáanleg vín frá framleiðandanum Willm, sem öll ná að endurspegla hin dæmi- gerðu einkenni Elsass-vína og eru auk þess á mjög hagstæðu verði. Þannig er hægt að fá Riesling Grand Cru 1996 á 1.660 krónur. Það er þykkara og feitara en hið hefðbundna Riesling-vín Willm (sem er þó alls ekki slæmt), með súrsæt- um keim, angan af sítrónumarmelaði og steinolíu. Fyrir þyngri og kryddaðri rétti kæmi Willm Gewurztraminer sér vel en það kostar 1.450 krónur. Sígildur ilmur af blómum og lychée-ávexti, bragðið þétt og langt. Það er þó þrúgan Pinot Gris sem er í hvað mestu uppáhaldi hjá mér enda eru þau vín einstaklega sveigjanleg og má bera fram með mjög fjölbreyttum mat. Willm Pinot Gris 1998 er feitt og smjörkennt, rjómakaramella og ávextir í nefi. Vínið er þægilegt í alla staði en hefði jafnvel gott af 1–2 árum í viðbót í þroska. ferðalögPáskaegg og messabílarÚlfur í sauðargærubörnVissuð þið...bíóFramtíðarvonin? Sælkerar á sunnudegi Lífið er krákuskel Einföld kræklinga- súpa og hvítlauks- og tómatmariner- aðar krákuskeljar Sunnudagur 8. apríl 2001 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ragnar Ingibergsson hefur lært listina að bíða en vera þó ævinlega í viðbragðs- stöðu. Hann er einn fárra Íslendinga í her- mennsku og er að ljúka 7 mánaða vist með sænska hernum í Kosovo. Kjartan Þorbjörnsson (Golli) og Urður Gunnarsdóttir fylgdust með Ragnari og félögum hans í þessu stríðshrjáða héraði. 10 Biðstaða á Balkanskaga myndahúsanna ásamt þættinum bíóin í borginni, sem verið hefur í Bíóblaðinu, verður framvegis á listasíðum í Morgunblaðinu á föstu- dögum Ný og aukin matar- og vínumfjöllun Ný og aukin matar- og vín- umfjöllun verður í sunnudags- blaðinu undir yfirskriftinni Sælker- ar á sunnudegi. Uppröðun efnis í sunnudagsblaði breytist og verður í fastari skorð- um. BREYTINGAR verða á sunnudags- útgáfu Morgunblaðsins frá og með deginum í dag. Barnaefni og efni um bíla, kvikmyndir og ferðalög verða fastir efnisþættir í sunnu- dagsblaðinu. Um leið verða sérblöðin Ferðalög og Bílar, sem komið hafa út á sunnudögum, felld inn í sunnudags- blaðið. Sama á við um Myndasögur Moggans, sem komið hefur út á miðvikudögum, og Bíóblaðið sem gefið hefur verið út á föstudögum. Umfjöllun um frumsýningar kvik- Breytingar á sunnudags- útgáfu Morgunblaðsins Mick Casale handritshöfundur um íslensk kvik- myndahandrit Skrifað fyrir lesanda en ekki áhorfanda SKÍFAN frumsýnir í júlí banda- rísku gamanmyndina Joe Dirt með grínleikaranum David Spade í aðalhlutverki. Með önnur hlutverk fara Christopher Walken, Dennis Miller og Brittany Daniel. Leik- stjóri er Dennie Gordon en myndin fjallar um Joe nokkurn, leikinn af Spade, sem er heldur lánlaus ein- staklingur, og ævintýrin sem hann lendir í, í leit að foreldrum sínum. Eymdarlíf Jóa tryggði Gallenberger óskarinn, var lokaverkefni hans við skólann. Myndin segir frá tveimur götu- strákum í Mexíkóborg sem ganga á milli kaffihúsa og spila og syngja. Þá dreymir um að komast burt frá ömurleika götulífsins og eignast eigin blöðrusölubás. Þeg- ar Jorge verður ástfanginn stelur hann úr sameiginlegum sjóði þeirra og kaupir sér nýja skyrtu ÞÓTT Gallenberger hafi komiðí limósínu og klæðst jakka-fötum frá þýska hönnuðin- um Wolfgang Joop hafði hann þó litlar forsendur til að veita við- brögðum Júlíu Róberts harða sam- keppni. Þrátt fyrir að ungi leik- stjórinn hafi gert sér upp undrun þegar úrslitin lágu fyrir hafði hann þó litla ástæðu til þess. Mynd hans hafði þegar hlotið 14 verðlaun, þar á meðal ameríska námsmanna-óskarinn. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem stuttmynd eftir Gallenberger gerði það gott á alþjóðavettvangi. Hann var ekki nema 25 ára þegar mynd hans Tango Berlin var í samkeppninni á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum. Myndin, sem byggist á vangaveltum um hlut- verk kvikmyndarinnar í svefni og vöku, vakti athygli fyrir fleira en það eitt að Wim Wenders léki aðal- hlutverkið. Líkt og Wenders hóf Gallenberger feril sinn sem heim- spekinemi og árið 1992 hóf hann síðan nám við Kvikmyndaháskól- ann í München. Quiero Ser, sem Þótt Florian Gallenberger sé aðeins 29 ára gamall á hann að baki reynslu sem fáir þýskir kvikmyndagerð- armenn geta státað af. Á nýafstað- inni óskarsverðlaunaafhendingu fékk hann að standa í 45 sekúndur á svið- inu með Óskarinn í höndunum og deila gleði sinni með amerísku stjörnunum og nokkur hundruð millj- ónum sjónvarpsáhorfenda. Fæstir kunnu þó deili á unga leikstjóranum, hvað þá að þeir hefðu séð stuttmynd hans, Quiero Ser. Gallenberger með óskarinn: Byrjaður á fyrstu bíómyndinni. til að ganga í augun á stúlkunni. Juan getur ekki fyrirgefið bróður sínum stuldinn, slítur sambandi við hann og reynir fyrir sér upp á eigin spýtur. Þessa dagana er framtíðarvon þýsku kvikmyndar- innar fjarri dýrðarljóma Holly- wood. Gallenberger er á Indlandi þar sem hann vinnur að fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, ást- arsögunni Skuggar tímans. Framtíðarvonin? BERLÍN Davíð Kristinsson Reuters Exit Wounds: DMX og Seagal gegn spillingunni. NÝJASTA mynd Stevens Seag- als, Exit Wounds, verður frumsýnd í Bíóhöllinni, Kringlubíói og Nýja bíói Akureyri hinn 11. maí. Með hlutverk auk Seagals fara DMX og Isaiah Washington en leikstjóri er kvikmyndatökumaðurinn Andrzej Bartkowiak. Segir myndin af bar- áttu heiðarlegrar löggu gegn spill- ingu innan lögreglunnar. Skotsár Seagals  Þeir gefast ekki upp. Í undirbúningi er fram- leiðsla á fjórðu myndinni um Særingamanninn, sem William Friedkin gerði greinilega ódauðlegan á átt- unda áratugnum. Höfundurinn, William Peter Blatty, sagði reyndar á sínum tíma, eftir þriðju myndina, að sú fjórða yrði aldrei gerð, en eins og kunnugt er skyldi maður aldrei segja aldrei í draumaverksmiðjunni. Áætlað er að myndin verði tilbúin til sýninga árið 2002 en Tom McLaughlin mun leikstýra. Særingamaðurinn 4  Lítið hefur spurst til leikstjór- ans Barrys Levinsons sem náði miklum hæðum með Rain Man á sínum tíma. Hann mun nú stýra áströlsku leikkonunni Cate Blanchett í mynd sem heitir Bandits og verður tilbúin seinna á þessu ári. Mótleikari hennar er Bruce Willis og ann- ar góðkunningi kvikmyndanna, áðurnefndur Billy Bob Thorn- ton, fer einnig með hlutverk. Myndin verður tilbúin síðar á þessu ári en um gaman-spennumynd er að ræða. Bruce og Blanchett Blanchett leikur hjá Levinson. Í LOK apríl frumsýna Há- skólabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Ak- ureyri spennu- myndina Mexíkóann eða The Mexican með Julia Ro- berts og Brad Pitt. Leikstjóri er Gore Verb- inski en Julia og Brad leika par sem lendir í miklum ógöngum þeg- ar glæpamaður rænir Julia til þess að fá Brad til þess að af- henda sér forláta byssu sem kall- ast Mexíkóinn. Brad og Julia The Mexican: Roberts og Pitt í ógöngum. BÍÓHÖLLIN, Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna 25. maí nýja mynd með Keanu Reeves sem heitir Sweet November eða Ljúfi nóvember. Leikstjóri er Pat O’Connor en mótleikari Keanus er Charlize Theron. Myndin fjallar um konu, sem á skammt eftir ólifað, er kynnist kaupsýslumanni nokkr- um, sem mjög er upptekinn af starfi sínu. Ljúfi nóvember TÖKUR á kvikmyndinni Nóialbinói eftir Dag Kára standa nú yfir á Vest- fjörðum og hafa m.a. farið fram í Bolungarvík, á Þingeyri og Ísafirði. „Þessi mynd þarf á tölu- verðum snjó að halda og þremur dögum fyrir tök- ur kom hann fyrir vest- an,“ segir Skúli Fr. Malmquist hjá Zik Zak kvikmyndum sem er framleiðandi mynd- arinnar. „Veðrið hefur ver- ið mjög gott við okkur, eig- inlega fullkomið.“ Nóialbinói fjallar um „vandræðaunglinginn“ Nóa sem áhöld eru um hvort er úrhrak eða undra- barn og lendir í voveiflegri atburðarás. Titilhlutverkið er í höndum Tomas Lemarquis sem er menntaður í leiklist frá Frakklandi og lék í síðustu mynd Zik Zaks, Villiljós. Föður hans, Kidda beikon, leikur Þröstur Leó Gunnarsson og önnur hlutverk eru leikin af Önnu Friðriksdóttur, Elínu Hauksdóttur, Pétri Einarssyni, Greip Gíslasyni, Sveini Þ. Geirssyni, Þorgeiri Guðmundssyni, Hjalta Rögnvaldssyni, Kjartani Bjargmundssyni og Þorsteini Gunnarssyni. Tökum á að ljúka 6. maí og frumsýning ráðgerð á næsta ári. Albinói tekinn í snjónum Tomas Lemarquis  Sigourney Weaver fær fimmtán milljónir dollara fyrir að leika í fimmtu Alien- myndinni, sem búist er við að verði frumsýnd sumarið 2004. Hún mun að sjálfsögðu leika geimfarann Ripley, sem klónuð var einhvern tímann á leiðinni til jarðar, en í þetta sinn fer bar- áttan við skrímslin fram á jörðu niðri. Það er langþráður draum- ur Weavers (og margra aðdá- enda seríunnar). „Mig langaði alltaf að gera eina mynd þar sem við lentum á jörð- inni,“ er haft eftir leikkonunni. Weaver í Alien 5 Weaver geimfari á jörðu niðri.  Coenbræður, Joel og Ethan, vinna við nýja mynd þessa dagana sem heitir The Barber Proj- ect. Frances McDormand, eiginkona Joels, fer með eitt aðalhlutverkanna en hún hefur ekki leikið í mynd frá þeim bræðrum síðan hún var í Fargo. Aðrir leikarar eru Billy Bob Thornton og James Gandolfini. Segir myndin af eiginkonu rakara nokkurs sem á sér leynilegan elskhuga og finnst hann dauður áður en langt um líður. McDormand, Thornton og Gandolfini hjá Coen-bræðrum  Pólski leikstjórinn Roman Polanski gerir hverja myndina af annarri í Evrópu. Sú nýjasta er Píanist- inn eða The Pianist og rekur hún ævi tónlistar- mannsins sem var í felum í gyðingagettói í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni. Með hlutverk píanistans fer Adrien Brody sem lék síðast í Summer of Sam og fer með aðalhlutverkið í Love the Hard Way á móti Charlotte Ayanna. Píanisti Polanskis TVÖ tilboð bárust í rekstur leik- skóla í Hafnarfirði og eitt í rekstur grunnskóla í Áslandi en tilboðin voru opnuð í fyrradag. Skipaðar hafa verið matsnefndir til að fara yfir tilboðin og sagði Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, að stefnt væri að því að niðurstaða þeirra lægi fyrir ein- hvern næstu daga. Bæjarstjórn mun síðan afgreiða málið. Aðeins í öðru tilboðinu í leik- skólarekstur, frá RV ráðgjöf, var boðið í svonefnt dvalargildi eins og krafist var en það er mælieining fyrir umfang umönnunar barna. Nam tilboð RV-ráðgjafar 5.037 kr. á dvalargildi á mánuði. Hitt til- boðið, frá Íslensku menntasamtök- unum, fól ekki í sér tilboð í dval- argildi. Eitt tilboð barst í rekstur grunnskóla í Áslandi. Það var frá Íslensku menntasamtökunum og nam rekstrarkostnaður á nemanda samkvæmt tilboðinu 368.160 kr. á ári. Magnús segir að í fyrstunni sé gert ráð fyrir um 150 börnum í Ás- landsskólann en þegar hann verð- ur orðinn fullsetinn nemendum í 1. til 10. bekk verði fjöldi þeirra um 550. Magnús fagnar tilboðunum sem bárust og segir tímann hafa verið nauman og því vart við því að búast að mörg tilboð bærust. Í frétt á heimasíðu Hafnarfjarð- arbæjar er þess getið að unnið sé að skráningu Íslensku menntasam- takanna. Talin eru upp nöfn þeirra sem sitja í ráðgjafanefnd samtak- anna: Herdís Egilsdóttir kennari, Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík, Jón Baldvin Hannesson skólaráðgjafi, Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla, Kristrún L. Birg- isdóttir, skólastjóri á Flateyri, Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, Jónína Bjartmarz, alþingismaður og for- maður samtakanna Heimili og skóli, Andri Ísaksson, fyrrv. pró- fessor við Háskóla Íslands, Jó- hanna G. Kristjánsdóttir, forstöðu- maður fræðslumiðstöðvar Vest- fjarða, Böðvar Jónsson lyfja- fræðingur og Sunita Gandhi, stofnandi og starfsmaður samtak- anna ,,The Council for Global Education“. Eitt tilboð í rekstur grunnskóla í Áslandi NEYTENDASAMTÖKIN hafa ákveðið að gangast fyrir undir- skriftasöfnun á Netinu þar sem skorað verður á stjórnvöld að bregð- ast við framferði grænmetisheildsal- anna með því að afnema alla tolla á grænmeti. Í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum á föstudag segir að ljóst sé að verndarstefna stjórnvalda sé meginorsök þess að grænmeti er miklu dýrara á Íslandi en í grann- löndunum enda er neysla þessara hollustuvara mun minni hér en með- al nágrannaþjóðanna og mun minni en skynsamleg manneldismarkmið segja til um. Þá hafi innflutningstoll- arnir auðveldað samráð heildsölu- fyrirtækjanna á grænmetismark- aðnum. „Það er sjálfsagður réttur neyt- enda að eiga þess kost að kaupa brýnustu lífnauðsynjar á hagstæðu verði. Stjórnvöld mega ekki komast upp með að hunsa þennan rétt neyt- enda,“ segir enn fremur í fréttatil- kynningunni. Hægt verður að taka þátt í undir- skriftasöfnunni í www.ns.is. Neytendasamtökin vilja afnema tolla á grænmeti Undir- skriftasöfn- un á Netinu  HUNANGSFLUGAN á myndinni getur valið um þrjá runna þar sem nóg er af hunangi – en þó mismikið magn. Eitt blóm í runna B hefur í sér tvöfalt meira magn hunangs en bló runna A og blóm runna C innihalda sama og blóm runna A og B til samans. Nú vandast málið, kæru lesendur, þið þurfið að grípa til stærðfræðikunnáttu ykkar til þ ss að leysa þes a þraut. Þar sem ekki er um jafn örg blóm að ræð á hverju runnanna er ekki nóg að telja blómin. Leggið heilann í bleyti og sannið til, niðurstaðan fæst fyrr en varir. Spurningin er semsagt þessi: Hvaða runna á býflugan að velja til þess að fá sem mest magn hunangs? Lausnin: Runni sá sem fyrstur var nefndur, B, er sá rétti en ekki runnar A og C. Hvar er mest af hunangi? ... að næstum því öll fjöll í Ástralíu eru flöt að ofa ?... að jarðsko p n er ekki þykk borið saman við eggjaskurn? Jarðskorpan er á milli 6 og 70 kíló etrar á þykkt en eggjaskurn er hlutfallslega miklu þykkari. BRYNDÍS Torfadóttir, 8 ára, Lynghaga 3, 107 Reykjavík, teiknaði og litaði þessa fallegu mynd af páska eggi, páskakan- ínu, konfektmolum og súkkulaðihúsi. Við óskum ykkur, kæru lesendur, gleðilegrar páskahátíðar. Gleðilegapáska!  HÆ, hæ! Ég heiti Gréta Björg og er 11 ára. Ég er að leita að pennavini á aldrinum 11–12 ára. Áhugamálin mín eru: badminton, ferðalög, Netið og tónlist. Mynd fylgi með fyrsta bréfi ef hægt er. Ég reyni að skrifa fljótt. Gréta B. Björnsdóttir Furugrund 13 300 Akranes Pennavinir Vissuð þið... 14 B SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BIFREIÐAR og landbúnaðar- vélar kynna um næstu helgi nýja gerð Renault Laguna. Stærstu tíðindin við þennan bíl eru ýmsar tækninýjungar, eins og t.d. lyk- ilkort sem bíllinn er gangsettur með og gefur ökumanni haldgóð- ar upplýsingar um ástand bílsins, m.a. loftþrýsting hjólabarða. Lykilkortið stýrir ýmsum tækni- búnaði og í minni kortsins má færa upplýsingar á borð við still- ingu á sætum. Loks eru í minni kortsins upplýsingar um skrán- ingardag, verksmiðjunúmer, ástand bílsins og nauðsynlegt viðhald, sem lesa má úr á þjón- ustuverkstæði umboðsins. Mjög vel búinn Bíllinn kemur jafnt sem fimm dyra langbakur og fjögurra dyra hlaðbakur og verður í boði með 1,6 lítra og 2,0 lítra vélum. Bíllinn er breiðari og lengri en áður. Hann er búinn sex loftpúðum og með pedölum sem falla niður í gólf við harðan árekstur sem dregur úr líkum á meiðslum á fótum. Hann er með diskaheml- um á öllum hjólum, ABS-kerfi, ESP-stöðugleikastýringu og spólvörn. Við gangsetningu sér ökumaður m.a. loftþrýsting í dekkjum og er honum tilkynnt ef breyting verður á loftþrýstingn- um meðan á akstri stendur. Hann er með Xenon-framlugtum og blinduvörn í speglum og í aft- ursætum eru Isofix-festingar fyrir barnabílstóla. Í yfirbyggingu bílsins voru notuð meira en 70 kg af hástyrkt- arstáli sem er 2,5 sinnum stífara en hefðbundið stál. Bíllinn gleyp- ir því við meiri orku við árekstur en áður. Þetta kom berlega í ljós í nýrri árekstrarprófun Euro NCAP þar sem Laguna varð fyrsti bíllinn til að fá fimm stjörnur. 1,6 lítra bíllinn er 110 hestafla og kostar 1.850.000 kr. Renault Laguna fékk fimm stjörnur fyrstur bíla í árekstrarprófi Euro NCAP. Morgunblaðið/Jim Smart Bíllinn er gangsettur með korti. Kort í stað lykils í nýrri Laguna                         !"  # $                                                                               %&' (() )*+ )(+ ),% &) -' -' *. *' '+ '- '' %. %) %) ()&                       NÝR Toyota Corolla kemur á markað snemma á næsta ári og verður hann frumsýndur á bíla- sýningunni í Frankfurt í haust. Bíllinn verður stærri og betur búinn en jafnframt notadrýgri en fyrri gerð. Ljóst er að bíllinn verður boðinn í þrennra, og fimm dyra hlaðbaksgerðum og jafnframt verður í boði stór lang- bakur sem fær viðaukanafnið Verso. Núverandi gerð Corolla er 4,10 m á lengd en nýi bíllinn verður 4,39 m. Um leið verður hjólhafið 13 cm meira, alls 2,60 m. Corolla Verso verður, eins og Saab 9-5 og BMW 5 Touring, með gólf í farangursrými sem hægt er að draga úr til að auð- velda hleðslu og affermingu. Auk þess munu aftursætin leggjast al- veg niður í gólf þegar ekki er þörf fyrir þau. Aflrásirnar verða allt frá 1,4 lítra, 97 hestafla til 2,0 lítra 190 hestafla vélum. Einnig verður í boði samrásardísilvél. Ný Corolla kemur á markað í Evrópu snemma á næsta ári. Gjörbreytt Corolla á næsta ári  TJÖRUÞVOTTUR með til þess gerðu leysiefni verður auðveldari sé leysiefninu úðað á blautan bíl en þurran. Sé efninu úðað, í stað þess að bera það á með tvisti, verður verkun þess mun öflugri. Sé mikil tjara á bílnum borgar sig að bleyta hann og úða leysiefni tvisvar með þriggja til fjögurra mínútna millibili. Þá verður þvotturinn auðveldari. Tjöruþvottur Úlfur í sauðargæru Subaru Impreza WXR er með 218 hestafla vél og fjórhjóladrifi  FORD ætlar að bjóða nýja gerð bílbelta í bíl m sínum sem blása út eins og loftpúði. Bílbeltið kall- ast SmartBelt og er hannað af BF Goodrich í Bandaríkjunum. Það hefur vakið athygli fyrir nota- gildi sitt í árekstrarprófunum. Það blæs upp á auga- bragði við árekstur og kemur ekki aðeins í veg fyrir að bílbeltin slasi þá sem í bílnum eru heldur sjái þau einnig til þess að þeir skorðast betur af í sætunum þannig að hefðbundinn líknarbelgur ver þá betur. Þetta er mikilvægt með tilliti til lágvaxinna og barna sem eru í slysahættu þegar þeir eru of nærri líknarbelg þegar hann blæs út. Ford ætlar að bjóða bílbeltin sem aukabúnað innan tveggja ára. Belti sem blásast út  SKODA setur á markað innan fáeinna vikna nýja gerð Octavia sem kallast RS. Þetta er aflmesti götubíll sem Skoda hefur nokkru sinni framleitt. Hann er með 1,8 lítra, 20 ventla vél með forþjöppu sem skilar að hámarki 180 hestöflum. Hámarks- hraðinn verður 235 km á klst. Bíllinn er með efn- ismikinn fremri stuðara og loftinntak á honum. Sportlegar álfelgur eru undir bílnum með grænlökk- uðum bremsudælum. Að aftan er hann með vind- skeið og breiðu púströri úr ryðfríu stáli. Sportsæti eru að innan með leðurbryddingum, stálpedalar, mælar með stálramma og handbremsa, gírstöng og stýrihjól klædd leðri. Staðalbúnaður verður ABS-hemlakerfi og spólvörn. Skoda Octavia RS 180 hö Skoda Octavia RS, 180 hestöfl.  INNAN skamms geta ökumenn hlaðið hugbúnaði inn í vélartölvu bílsins og gert húðlatan fjölskyldubíl um stundarsakir að alvörusportbíl. Því meira sem þeir greiða fyrir þessa þjónustu því lengur heldur aflaukningin sér. Tæknin gerir einnig kleift að draga úr vélarafli bíls með einföldum aðgerðum á heim- ilistölvunni sem gæti komið sér vel ef unglingur á heimilinu er kominn með ökuréttindi. Kjarni þessa búnaðar er tölvukubbur sem Live Devices í York fann upp. Hann byggist á hugbúnaði sem fyrirtækið forritaði upphaflega fyrir bílaframleiðendur og not- aður var til þess að stjórna vélum við framleiðslu. Framleiðsla á kubbnum hefst í Englandi í júní. Aflið aukið eða minnkað með heimilistölvunni 6 B SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN 1. júní næstkomandi verð- ur opnað nýtt gistiheimili við Að- algötu á Suðureyri við Súganda- fjörð sem ber heitið VEG-gisting. Ekkert gistiheimili hefur verið á Suðureyri undanfarin ár. Í húsinu verða fimm herbergi, þar af eitt stúdíóherbergi með eldhúskrók. Morgunmatur verð- ur í boði og eldunaraðstaða fyrir gesti. Sjónvarp er í öllum her- bergjum, ókeypis símanotkun og nettenging. Húsráðendur hyggjast m.a. lána þeim gestum sem vilja reið- hjól og veiðistangir, auk þess sem þeir fá frímiða í sund. Morgunblaðið/Þorkell VEG-gistiheimili verður eina gistihúsið á Suðureyri. Nýtt gistiheimili á Suðureyri  Nánari upplýsingar um gistiheimilið fást á slóðinni www. sudureyri.is/ gistiheimili eða í síma 4566666. Verð fyrir fjöl- skylduherbergið er 6.900 krónur og fyrir einstaklings- herbergi 2.500 krónur. MATREIÐSLUMEISTARAR í New York hafa enduruppgötvað saltið. Fiskréttir eru skreyttir með svörtu hraunsalti frá Hawaii á Esca á Manhattan, múslingar með óhreinu salti frá Afríku á Aquavit og matargerðarmeistararnir á Red Cat og Gramercy Tavern skreyta suma rétti með leirsalti. Það er einnig frá Hawaii og var áð- ur notað við helgiathafnir heima- manna. Matreiðslumeistarar safna sölt- um og keppast við að finna frum- legar tegundir. Nokkrir ferðast um heiminn í saltleit og aðrir búa til sín eigin, eins og til dæmis salt úr þurrkaðri skinku, steyttri í duft. Yfirkokkurinn á Heartbeat notar bleikt sjávarsalt úr Andesfjöllum sem hann fræddist um í heimild- armynd í sjónvarpinu. Söltin geta kostað allt upp í 7.000 krónur hálft kíló. Mörgum þykir það óþarfa dýrt skraut á matinn. Þeir láta sér nægja fram- andi sölt í matinn sjálfan, eins og „Sel gris“, gráleitt, rakt sjávarsalt, og „Fleur de Sel“ frá Brittaníu og Normandí og Maldon-sjávarsalt frá Essex í Englandi. Það síðast- nefnda eru pýramídalagaðir krist- allar sem glitra skemmtilega á matnum. Jafnvel súkkulaðitertur eru skreyttar með saltkornum í New York, alla vega í Petrossian Boutique and Cafe.  Heartbeat 149 E 49th St New York, NY 10017  Aquavit 13 W 54th St # 1, New York, NY 10019  Red Cat 227 10th Ave, New York, New York 10011 Keppast við að finna frumlegt salt Frá Blöndu til Reykjavíkur Valdimar Örn Flygenring, leikari og hjólasveinn  Í STAÐ þess að sitja spenntur við flugbarinn hvernig væri að bregða sér í nudd eða snyrtingu á meðan beðið er eftir flugi? Á alþjóðlega flugvellinum í Vancouver hefur verið komið á fót þremur fullkomnum heilsulindum þar sem flugfarþegar geta látið líða úr sér þreyt- una. Farþegum í milli- landaflugi gefst m.a. kostur á fimmtán mín- útna nuddi á um 900 krónur, flýti-handsnyrt- ingu á um 1.200 kr. og nýtísku „steinanuddi“ á sama verði. Þeir sem eru í lengra stoppi geta tekið lyftuna á næstu flugvallarhótel og látið dekrað enn meira við sig. Þeir sem ekki eiga leið um Vancouver þurfa ekki að örvænta því á næstunni verður fullkomin heilsu- lind opnuð á Heathrow-flugvelli í London og í júlí er gert ráð fyrir sams konar aðstöðu á JFK-flugvelli í New York. Hugsað um heilsuna á flugvöllum „VIÐ ætlum að vera með páska- stemmningu í fjallinu, spilum Týrólamúsík alla dagana og verð- um með ókeypis göngu- og svigskíðakennslu,“ segir Viggó Jónsson, starfsmaður á skíða- svæðinu Tindastóli í Skagafirði. Þá verða leikjabrautir settar upp þar sem foreldrar og börn geta leikið sér saman og síðan eru ról- ur á svæðinu og vegasalt þar sem börnin geta hvílt lúin bein.“ Viggó segir að páskaegg leynist á svæð- inu en farið verður í páskaeggja- leik þar sem allir fá að launum egg. Á svæðinu er veitingasala þar sem hægt verður að kaupa kakó, kaffi, brauð og bakkelsi. Ekki er boðið upp á gos og sælgæti en börnin geta keypt safa eða fengið vatn. Þá verður boðið upp á grill- veislu fyrir gesti skíðasvæðisins sem kjósa. Þegar Viggó er spurður um gistiaðstöðu segir hann að margir gististaðir séu í næsta nágrenni eins og í Varmahlíð, á Bakkaflöt, Tindastóli, Miklagarði og Keldu- dal. Síðan er einnig hægt að fá inni í golfskálanum. „Þegar fólk vill hvíla sig á skíð- unum erum við með frábært göngusvæði í næsta nágrenni, 7 km leið sem er troðin. Tindastóls- gangan verður haldin á laugar- deginum en hún er ætluð fólki á öllum aldri, líka börnum.“ Viggó segir að boðið verði upp á lifandi tónlist á Sauðárkróki og veitingahúsin verði með páska- matseðil alla dagana. „Skíðasvæðið er í 15 km fjar- lægð frá Sauðárkróki og í fyrra tókum við í notkun 1.110 metra langa lyftu sem er í 445 metra hæð yfir sjó og endar í 690 metra hæð. Neðst á svæðinu, fyrstu 300 metrana sem lyftan fer, er flöt- sem er ætluð byrjendum og krökkum. Það eru því brekkur við allra hæfi í Tindastóli þó svo að þar sé einungis ein lyfta. Hún tek- ur 900 manns á klukkustund. “  Skíðaveislan stendur yfir frá 12.-16. apríl. Aðgangs- eyrir að skíðasvæðinu er 650 krónur fyrir fullorðna á dag en 350 krónur fyrir börn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 899-9073. Dagskrá skíðaveislunnar er einnig á slóðinni www.- skagafjordur.com. Fyrstu 300 metrana sem lyftan fer er flöt sem er ætluð byrjendum. Týróla ónlist, páskaegg og me sað í brekkunum  AÐ FRUMKVÆÐI breskra flugfélaga hefur emb- ætti umboðsmanns flugfarþega verið sett á stofn sem gæta á hagsmuna þeirra í hvívetna. Stofnað var til embættisins til að uppfylla óskir Evr- ópusambandsins um að gæta réttinda flugfarþega innan ESB. Ekki þykir vanþörf á en kvartanir á hendur bresk- um flugfélögum hafa aukist um 30% sl. tíu mánuði í samanburði við árið þar á undan, skv. frétt í The Daily Telegraph Flestar kvartanir lúta að týndum farangri eða seinkun á flugi. Bretar fá umboðsmann flugfarþega  MESTA flugumferð í heimi í fyrra var um Harts- field-flugvöllinn í Atlanta en yfir 915.000 flugtök og lendingar áttu sér stað þar á síðasta ári. Þetta kemur fram á norska netfréttavefnum Nettavisen sem byggir á nýlegum niðurstöðum könnunar sam- takanna Airport Council International. Bandaríski flugvöllurinn O’Hare í Chicago var í öðru sæti og þriðja fjölfarnasta flugvöllinn er einnig að finna þar í landi en það er flugvöllurinn í Los Angeles. Heathrow-flugvöllurinn rétt fyrir utan London var síðan í fjórða sæti. Í könnuninni var einnig tekið saman til hvaða borgar flestir ferðamenn fóru með flugi og þar hafði heimsborgin London vinninginn. Alls komu rúmlega 108 milljónir farþega í gegnum Heathrow-, Gatwick- og Stanstead-flugvellina til samans. Mesta flugumferð í heimi ♦ ♦ ♦ Á LÖGREGLUVEFNUM hefur verið sett upp ný síða þar sem lög- reglan mun koma á framfæri og leita upplýsinga um stolna muni, sem hún leggur hald á eða leitar að. Á síðunni verða birtar myndir og upplýsingar um verðmæta og sér- stæða muni sem tengjast málum sem lögreglan vinnur að. Síðuna má nálgast af vef lögregl- unnar í Reykjavík, www.lr.is. Þar lýsir lögreglan nú eftir eiganda að handhægri rafsuðuvél af DRAP- ER-1600T-gerð. Lögreglan telur að henni hafi verið stolið og er sá sem saknar hennar beðinn um að hafa samband við lögreglu. Stolið og eftirlýst á vefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.