Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 29 Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland ...ferskir vindar í umhirðu húðar Courteney Cox hefur lengi notað súrefnisvörur Karin Herzog. Nú hefur hún komið öllum í „Friends“á bragðið. Hefur einhver komið þér á bragðið? (Úr ensku pressunni) Norræna félagið, Þjóðræknisfélag Íslendinga í samvinnu við Un- ited Icelandic Appeal, og Íslendingadagurinn, bjóða ungu fólki á aldrinum 18-23ja ára upp á áhugaverða 6 vikna sumardvöl á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Boðið verður upp á skemmtilega og fróðlega dagskrá sem sam- anstendur af kynningu á menningu og sögu Íslendinga í Vestur- heimi, skemmtilegu sjálfboðastarfi í Gimli, Árborg og Riverton, dvöl hjá vestur-íslenskri fjölskyldu, tækifæri til að bæta ensku- kunnáttuna, þátttöku í hátíðarhöldum Íslendingadagsins o.fl. Farið verður út þann 30. júní og komið heim þann 11. ágúst. Þátttökugjald er kr. 180.000 og er allt innifalið, þ.e.: Ferðir til og frá Winnipeg, Manitoba, fullt fæði og húsnæði allan tím- ann, tryggingar, vasapeningar, fjölbreyttar skoðunarferðir og menningardagskrá. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Allar nánari upplýsingar fást hjá Norræna félaginu, Bröttugötu 3b, sími 551 0165, netfang snorri@norden.is Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á www.snorri.is, undir Snorri West. Frábært tækifæri til að sameina sumarfrí og áhuga á sögu og menningu Vestur-Íslendinga! Ævintýri á Nýja-Íslandi kirikou og galdrakerlingin með íslensku tali Óskar Völundarsson sem Kirikou, Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem galdrakerlingin. Einnig eru raddir þeirra Stefáns Karls Stefánssonar, Guðmundar Ólafssonar, Sigrúnar Wagge, Arnars Jónssonar og fleiri. Verzlunarskóli Íslands leitar að ritara sem þarf að geta hafið störf 1. ágúst eða fyrr • Starf ritara er einkum fólgið í þjónustu við skólastjórn og kenn- ara auk sjálfstæðra verkefna á skrifstofu skólans. • Lögð er áhersla á góða íslensku- og ritvinnslukunnáttu (Word for Windows). • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er nauðsynleg þar sem starfið krefst góðrar þekkingar á íslensku, ensku og einhverju Norðurlandamálanna. • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt við margvísleg krefj- andi verkefni. Einnig er óskað eftir starfskrafti í símavörslu og afgreiðslu. Starfið er einkum fólgið í þjónustu við nemendur og kennara. Umsóknir skulu berast skólastjóra fyrir 1. maí nk. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS, Ofanleiti 1, 103 Rvík, sími 5900 600, verslo@verslo.is RITARI/SÍMAVARSLA ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR fær aukna heimild til að rýmka fyrir fólki í greiðsluerfiðleikum ef nýtt laga- frumvarp Páls Péturssonar félags- málaráðherra nær fram að ganga. Þá er í frumvarpinu tekið á vanda sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða sem þau hafa orðið að leysa til sín. Páll kynnti frumvarpið, sem fel- ur í sér breytingu á lögum um hús- næðismál, á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Að hans sögn taka helstu breytingarnar til fjögurra atriða. Í fyrsta lagi er í frumvarp- inu rýmkað fyrir fólki í greiðslu- erfiðleikum. Samkvæmt núgildandi lögum eru til tvö úrræði fyrir Íbúðalánasjóð til að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum. Annars vegar er mögulegt að breyta vanskilum í lán til 15 ára og hitt er að fresta afborgunum á lánum í þrjú ár og þyngjast þá greiðslurnar eftir að frystingunni lýkur. Í nýja frum- varpinu er að sögn Páls heimild til að lengja lánið sem frystingunni nemur og ekki verður lengur nauðsynlegt að menn séu komnir í greiðsluerfiðleika til að þeir geti fengið skuldbreytingu og lengt lánið sitt. Páll segir sanngirnismál að hjálpa fólki á þennan hátt ef það lendir í vandræðum: „Það þurfa auðvitað að vera til- greindar ríkulegar ástæður, t.d. heilsuleysi eða að eitthvað hafi komið upp á hjá viðkomandi til að þessu úrræði sé beitt. En það er gaman að geta þess að skil við Íbúðalánasjóð eru miklu betri en þau hafa nokkru sinni verið því ár- ið 1995 var eitt prósent af lánum í vanskilum en nú er það komið nið- ur í 0,3 prósent sem er ótrúlega lítið á svona löngum og miklum lánum.“ Lán afskrifuð ef veð eyðileggst Annað atriði í frumvarpinu segir Páll vera lykil að því að bjarga sveitarfélögum sem sitja uppi með mikið af félagslegum íbúðum sem þau hafa orðið að innleysa af fólki úr gamla húsnæðiskerfinu. Fólk sem festi kaup á íbúð í félagslega kerfinu gat samkvæmt eldri lögum skilað henni til sveitarfélagsins sem varð þá að leysa hana til sín. Að sögn Páls varð þetta til þess að sveitarfélögin sitja uppi með mikið af íbúðum sem þau geta hvorki komið út sem félagslegum eignaríbúðum né selt. Samkvæmt eldri lögum þurftu þau að borga upp lánið og fá nýtt lán til 50 ára á hærri vöxtum ef breyta átti íbúð- inni í eignaríbúð og t.d. leigja hana út. Verði frumvarpið að lögum geta sveitarfélögin yfirtekið íbúð- ina og það lán sem á henni hvílir þann tíma sem eftir er af því en vextir þessara lána eru mun lægri en nú tíðkast. Páll er ekki í vafa um að þetta muni skipta sköpum fyrir fjölda sveitarfélaga enda seg- ir hann þau víða eiga í miklum erf- iðleikum vegna félagslegu íbúð- anna. Í þriðja lagi er Íbúðalánasjóði fengin heimild til að afskrifa lán ef veðið hefur eyðilagst. „Það eru t.d. hús sem veggjatítlur eyðileggja og eru ónýt. Eins hefur komið upp dæmi í Hveragerði þar sem hver opnaðist í kjallaranum með þeim afleiðingum að húsið eyðilagðist. Í slíkum tilfellum verður heimilt að afskrifa lánið,“ segir Páll. Loks eru í frumvarpinu skýrari ákvæði um hvað sé kæranlegt til kærunefndar húsnæðismála. Frumvarp til laga um breytingu á húsnæðislöggjöfinni Mögulegt að lengja lán sem hafa verið fryst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.