Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                 !"                             !  " !#  GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 LAUGARNESVEGUR 86 - 4. hæð HÆÐ OG RIS Vorum að fá í sölu nýl. gegnumtekna 4ra herb. 101 fm endaíbúð á 4. hæð t.v. ásamt óinnr. ca 26 fm rislofti (mælt yfir 1,80, er ca 50 fm að gólffleti). 3 rúmg. herb. og stór stofa sem nýtist einnig sem borðstofa. Í risi er mögul. að útb. 3 stór herb. og sjónvarpshol. Glæsilegt útsýni af suðursvölum. Séð um þrif á sameign ásamt losun á sorpi. Mjög barnvænt um- hverfi. Stutt í alla þjónustu og skóla. Íbúð með mikla möguleika. Áhv. húsbréf 5,6 millj. 5,1%. Verð 12,9 millj. Brunabótamat 13 millj. Birna og Benedikt taka á móti ykkur frá kl. 13-15. Raðir dugmikilla kvenna er settu mark á starf Kvenréttinda- félags Íslands (KRFÍ) upp úr miðri seinustu öld hafa tekið að þynnast í áranna rás. Hér er kvödd ein úr hópnum, Lóa Kristjánsdóttir. Hún var orðin háöldruð en sótti til skamms tíma fundi og annað er var á döfinni hjá félaginu. Lóa gekk í Kvenréttindafélagið árið 1958, hún átti sæti í stjórn þess 1961–1972 og þá sem gjald- keri mestan þann tíma. KRFÍ, nærri aldar gamalt félag, stofnað 1907, hefur lengst af verið samtök með mikil verkefni en takmark- aðar tekjur. Það sópaði að Lóu í starfi gjaldkera; hún var ótrauð við að finna leiðir til fjáröflunar fyrir félagið og útsjónarsöm við rekstur þess. Sjálf var hún at- hafnamaður að upplagi og þaulvön við störf að eigin fyrirtækjum í veitingarekstri. Ásamt eiginmanni sínum, Friðsteini Jónssyni bryta, rak hún fleiri en eina veitingastofu hér í borg og á annan áratug var hún rómaður gestgjafi sumarhót- elsins á Búðum á Snæfellsnesi. Auk gjaldkerastarfsins tók Lóa drjúgan þátt í innra starfi KRFÍ. Hún sat í ýmsum nefndum er störfuðu að afmörkuðum málefn- um og er sérstök ástæða til að nefna starf hennar í þriggja kvenna nefnd um ættleiðingar sem komu á dagskrá félagsins 1962 og til umfjöllunar á landsfundum sem haldnir voru fjórða hvert ár. Ófáa slíka fundi sótti Lóa og lét þar til sín taka. Stuðlaði KRFÍ að því að gildandi lög um ættleiðingar frá 1953 voru tekin til endurskoðunar á Alþingi með það að markmiði að draga úr rótleysi og óöryggi í upp- eldi barna er þurftu á fósturvist að halda svo og auka réttindi fóstur- eða kjörforeldra. Innra skipulag KRFÍ er miðað LÓA S. KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Lóa S. Kristjáns-dóttir fæddist í Dalsmynni í Eyja- hreppi 29. ágúst 1909 og hún lést á Landspítalanum á Landakoti 23. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 30 mars. við að í félaginu sé pólitískt jafnvægi. Þeir flokkar er hverju sinni eiga kjörna full- trúa á Alþingi tilnefna konur í stjórnina og starfa þar saman kon- ur úr öllum flokkum að sameiginlegum málum. Hefur mörg- um þeirra orðið það bæði lærdómsríkt og gefandi. Í þeim hópi var Lóa Kristjánsóttir en hún kom fyrst í stjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins; reynsla hennar og þjálfun, létt og jákvætt geðslag hennar gerði hana einstaklega hæfa í hinu þverpóli- tíska samstarfi þar sem áhersla var á það sem sameinaði krafta félagskvenna en ekki það sem sundraði. Slíkt jafnvægi í meðferð einstakra mála gat iðulega ráðið úrslitum um farsæl málalok. Þegar KRFÍ hélt hátíðlegt 80 ára afmæli sitt 1987 var Lóa kjörin heiðursfélagi þess. Hún er nú að leiðarlokum kvödd með virðingu og þökk fyrir langt og árangurs- ríkt starf að velferð Kvenréttinda- félags Íslands. Fyrir hönd Kvenréttindafélags Íslands, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður. Mér varð nokkuð undarlega við þegar ég heyrði í Ríkisútvarpinu tilkynnt andlát þessarar ágætu og með bestu vinkonum mínum frá fyrstu árum mínum á Snæfells- nesi. Ég hafði í upphafi mánaðar- ins heimsótt hana á Landakot og hún tekið mér með sínu blíða brosi og við rifjað upp svo margt frá samverustundum okkar á Snæ- fellsnesi og hún látið að því liggja að við myndum ef til vill hittast í sumar fyrir vestan ef guð gæfi. Það var sem sagt ekkert fararsnið á henni þótt hún hefði eytt rúmum 92 árum hér í heimi. Það er af svo mörgu að taka þegar ég læt hugann reika til ár- anna sem Lóa og maður hennar, Friðsteinn, stýrði Hótel Búðum á Snæfellsnesi af þeirri kostgæfni og hlýju sem einkenndi allt þeirra starf. Það var svo gaman og gott að heimsækja þau og eins þegar ég var með skemmtiefni á sam- komum sem félög og þau sjálf stóðu fyrir. Og margir komu þá í dvöl sér til heilsubótar og hressingar og alltaf var hópur manna sem kom þar við á fögrum sumardegi að heilsa upp á þau hjón og fá sér hressingu um leið. Ég man að þar hitti ég Kjar- val fyrst og gleymi þeirri stund ekki. Þau hjónin voru samtaka í því að láta gestum sínum líða vel og margur fór þaðan með hýrri há eins og við sögðum stundum og ánægður eftir dvölina og kom svo aftur og aftur í heimsókn og gist- ingu. Þótt húsakynni væru ekki eins vegleg og síðar varð fann eng- inn fyrir því og hvernig hún Lóa tók á móti stórum hópum og gat haft allt til reiðu var mörgum hul- in ráðgáta. Skemmtanir voru þarna í stóru tjaldi ekki langt frá hótelinu og þar var harmonikkan í öndvegi enda margir góðir harm- onikkuleikarar sem þar voru og minnisstæðir. Þeir léku oft fyrir mig þegar ég söng þar gamanvísur og þá var ekki um hátalara að ræða, maður þurfti að brýna raustina í byrjun en viðbrögð fólksins við þessum vísnasöng voru alveg sérstök og við Lóa minnt- umst svo vel á þetta þegar við hitt- umst um daginn. Þá sagði hún mér að ennþá ætti hún í fórum sínum marga af þessum brögum og tæki þá oft til minningar um þessa góðu daga og þá opnaðist þessi unaðs- legi heimur eldri minningar sem væri svo gott að ylja sér við. Og sannarlega ætluðum við í tómi seinna að rifja þetta upp. En svona fór það nú og við verðum að geyma þetta til betri tíma og nýrra heimkynna. Og minningarn- ar um Lóu streyma um huga minn þegar ég set þessar fáu línur á blað. Hún var mér sérstök og það var hollt að kynnast henni og eiga með henni góðar stundir sem mást ekki úr huga hvernig svo sem ann- ars allt annað breytist. Ég á Lóu margt að þakka og því kveð ég hana að sinni með inni- legri þökk fyrir öll góðu kynnin, brosin og hlýju handtökin. Blessuð veri minning hennar og góður guð fylgi henni og ástvinum hennar. Ég veit að hún á mikilli blessun að fagna í nýjum heimkynnum. Ljósið var alltaf á vegi hennar þegar eitthvað þyngdist róðurinn og það mun aldrei yfirgefa hana. Hún var sönn og góð. Ég bið henni blessunar og sendi ástvinum henn- ar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. Á kveðjustund koma margar minningar upp í hugann. Guðríður var ákaflega lítillát kona og er það ekki í hennar anda að halda um hana lofræðu. Hún gerði litl- ar kröfur til annarra og naut þess framar öllu að láta öllum líða vel í kringum sig. Hún var fyrst og fremst fjölskyldukona, eiginkona, móðir og amma, enda missir þeirra og sökn- uður mikill. Það tómarúm sem nú kemur í hennar stað verður aldrei GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR ✝ Guðríður Gísla-dóttir fæddist á Hellissandi 5. sept- ember 1933. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 15. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. fyllt, en minningarnar lifa og standa sem vörn andspænis þeim bitra veruleika sem ótíma- bært brotthvarf hennar er. Eftir situr söknuð- urinn og skilningur á því hversu dýrmætar þessar stundir voru, því ætíð naut hún þess að ýta öllu til hliðar og gefa allan sinn tíma og eftirtekt vinum sínum og vandamönnum. Í góðra vina hópi var hún hrókur alls fagnaðar, glaðlynd og spaugsöm og eftirlæti skyldmenna og vina. Hún var stálminnug og hafði ótal skemmtilegar sögur af sér og sam- ferðafólki sínu á reiðum höndum. Oft undraðist ég hvað hún mundi vel í smáatriðum löngu liðna atburði og þá naut sín frásagnargáfa hennar. Fyrir þessar stundir og alla okkar sam- fylgd vil ég þakka að leiðarlokum. Hvíl þú í friði. Þín einlæg systir, María. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum hennar Gauju, mikillar vinkonu minnar, sem nú er látin. Við kynntumst fyrir nokkrum áratugum á veitingastaðnum Vega, Skóla- vörðustíg 3. Þar ráku með miklum myndarbrag Lóa Kristjánsdóttir og Friðsteinn Jónsson, stað sem vinsæll var hvort sem var í mat eða kaffi og meðlæti. Síðan hefur okkar vinskap- ur haldist. Gauja var alveg einstök, hún var svo vakandi yfir sínu fólki, svo um- hyggjusöm vegna veikinda eða erf- iðleika annarra. Eitt sinn hittumst við á förnum vegi og hún segir: Gurrý mín, ég kem milli jóla og nýárs. Þá vissi hún að eitthvað væri ekki nógu gott. Hún kom og saman fórum við í bænina. Þetta var svo fallegt og lýs- andi fyrir hana. Þó að hún væri orðin alvarlega veik héldu þau hjónin t.d. áfram að fylgjast með veikindum mannsins míns af sínum mikla hlýhug og alltaf uppörvandi. Siggi minn, þér og aðstandendum ykkar votta ég mína innilegustu sam- úð og bið góðan Guð að styðja ykkur og styrkja. Gauja mín, þú varst besta vinkona mín og ég sakna þín svo sárt. Guð geymi þig og varðveiti um alla eilífð. Guðríður Ásta Björnsdóttir. Elsku langafi, við söknum þín mjög mikið og það er erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Þú varst mjög góður maður og vildir alltaf hjálpa okkur ef eitthvað var að. Þú gafst ERLINGUR EYJÓLFSSON ✝ Erlingur Eyjólfs-son fæddist 31. júlí 1924 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á hjartadeild Landsspítalans í Fossvogi 15. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 22. mars. þér alltaf tíma til þess að tala við okkur, hlusta á okkur og vera með okkur. Síðast þegar við sáum þig varstu inni á spítala mjög veikur. Þú gast lítið talað en þú hélst í hendurnar á okkur og þá fundum við svo vel hvað þér þótti vænt um okkur. Við biðjum Guð að vera með þér og við vitum að þú passar okkur og verður hjá okkur áfram þótt við sjáum þig ekki. Guðrún Eyja og Lilja Dögg. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.