Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 50

Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Stapafell fer í dag. Vol- stad Viking kemur á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Romnes kemur í dag. Avenes Tunsnes, Polar Siglir, Viking og Lag- arfoss koma á morgun. Hvítanes fer á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félags- vist, kl. 12.30 baðþjón- usta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Ferð á Þingvöll þriðjudaginn 10. apríl, Komið við í Eden, Hveragerði á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilk þátttöku fyr- ir 9. apríl. Skráning í síma 568-5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun mánudag verða púttæfingar í Bæj- arútgerðinni kl. 10– 11.30, tréútskurður í Flensborg kl. 13, félags- vist kl. 13.30. Á þriðju- dag bridge kl. 13:30 og saumur kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Þjóð- leikhúsið miðvikudaginn 11. apríl kl. 20. Rúta frá Kirkjulundi kl. 19.15. Miðar afgreiddir mánu- daginn 9. apríl kl. 11–13 í Kirkjulundi. Næst verður spilað í Kirkju- lundi 17. apríl kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Dansleikur kl. 20. Capri-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda, fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Silf- urlínan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Af- greiðslutími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun. kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur opinn, kl. 15.30 almennur dans hjá Sigvalda. Allir vel- komnir. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga kl. 13–15, kaffi. Miðviku- dagar kl. 11–16 bæna- stund, súpa í hádeginu, spilað frá kl. 13–15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un verður fótaaðgerða- stofan opin kl. 9–14, bókasafnið opið kl. 12– 15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing, kl. 12.15 danskennsla, framhald, kl. 13.30 dans- kennsla, byrjendur, kl. 13. Sýning á vatns- litamyndum Erlu Sig- urðardóttur verður frá 30. mars til 4. maí virka daga frá kl. 9–16.30. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu í Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 9. apríl kl. 20. Upplestur. Félagsvist. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju. Páska- eggjabingó verður hald- ið í safnaðarsal Grafarvogskirkju mánu- daginn 9. apríl kl. 20. Fjöldi páskaeggja í vinning. Allir velkomnir. Kvenfélag Grensás- sóknar. Fundur í safn- aðarheimilinu mánudag- inn 9. apríl kl. 20. Spilað verður páskaeggja- bingó. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist spiluð á sunnudögum kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Þriðji dagur í þriggja daga keppni. Frístundahópurinn Hana-nú Kópavogi Kráarferðin á mánu- dagskvöld á Players – Sport kaffi, Bæjarlind 4 Kópavogi. Magnús Randrup mætir með nikkuna. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 18 en Gullsmára kl. 18.10. Spjallstundin á lesstofu bókasafnsins fellur nið- ur á mánudag vegna kráarferðainnar. Mið- arnir eru komnir á söng- leikinn „Syngjandi í rigningunni“. Þeir sem þegar hafa pantað ganga fyrir. Örfáir miða lausir. Fólk er einnig minnt á bókmennta- klúbbsfund á miðviku- dag. Verið er að finna ljóð, kvæði og sagnir um mat og matarást. Allar nánari upplýsingar í félagsheimilunum í sím- um 554-3400 í Gjábakka og 564-5260 í Gullsmára. Kvenfélag Hreyfils. Kökusala verður í Kringlunni miðvikudag- inn 11. apríl. Svdk. Hraunprýði. Vor- gleði verður í húsi deild- arinnar í Hjallahrauni 9 þriðjudaginn 10. apríl kl. 20. Happdrætti, grín og glens, ferðakynning og veislukaffi. Allar konur velkomnar. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Í dag er sunnudagur 8. apríl, 98. dagur ársins 2001. Pálma- sunnudagur. Orð dagsins: Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. (II. Tím. 4, 7.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. NÚ ER lokið málþinginu „Fátækt og einsemd á Ís- landi“, sem haldið var í Laugarneskirkju, laugar- daginn 24. mars sl. Þar kom margt fram, sem mætti svo sannar- lega bæta úr í þjóðfélag- inu. Ýmsum spurningum var velt upp sem bæði var svarað og sem á eftir að svara. Spurt var t.d. hvað margir á höfuðborgar- svæðinu byggju nánast á götunni og hvaða úrræði væru í þeim efnum. Eitt var það hvað væri til ráða þegar elli- og örorkubæt- ur dygðu ekki til fram- færslu. Bent var á að félagsþjónusta sveitar- félaga ætti að leysa úr því, en það kom fram að þar væri brotalöm. Eftir svona ráðstefnu má öllum vera ljóst að það þarf að taka á þessum vanda- málum, ekki bara að tala um þau heldur líka fram- kvæma. Nú þegar þessi umræða er komin á fullt í þjóðfélaginu þurfa þeir sem telja sér málið skylt að fara að gera eitthvað í málinu, ekki svæfa það í einhverri nefnd. Hjá einni ríkustu þjóð í heimi þarf ástandið ekki að vera eins og fram kom á þessu málþingi, þökk sé séra Bjarna Karlssyni. Umræðunni um þessi mál er svo sannarlega ekki lokið. Gunnar G. Bjartmars- son, Hátúni 10. Þakkir til Hjól- barðaverkstæðis Vesturbæjar MIG langar að þakka Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar fyrir frá- bæra þjónustu. Ég lenti í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði samband við þá og það skipti engum togum að þeir sendu mann heim til mín til þess að skipta um dekk. Þetta finnst mér al- veg frábær þjónusta og langar að senda þeim mínar bestu þakkir fyrir alla hjálpina. Eyvör Baldursdóttir, Meistaravöllum 23. Veðurfréttir á Akureyrarsíðu MÁNAÐARLEGA birt- ist á Akureyrarsíðu veð- urspá frá veðurklúbbnum á Dalvík. Spáin er alltaf sett upp sem frétt, en þetta er spá. Mér finnst alveg vanta ábendingu um að spáin sé ekki byggð á traustum grunni og skuli lesast sem slík. Stjörnuspáin er til dæmis dægradvöl og skal lesast sem slík og tekið er fram að hún sé ekki byggð á traustum grunni. Mér finnst menn eigi að bera virðingu fyrir veðrinu og Morgunblaðið tekur þetta of alvarlega. Veðrið er enginn leik- ur. Veðuráhugamaður. Tapað/fundið Lamy-penni hvarf frá eiganda VANDAÐUR svartur Lamy-kúlupenni hvarf frá eiganda sínum. Í pennann er grafið nafn og símanúmer. Penninn er vinargjöf. Vinsamleg- ast látið vita í símanúm- erið sem er á pennanum. Grár kvenmannsjakki afhentur í misgripum á Skuggabar 31. MARS sl. var afhent- ur hálfsíður grár kven- mannsullarjakki, lokaður að framan með frönskum rennilás og opnum hlið- arvösum, í misgripum á Skuggabarnum, en við erum með svipaðan jakka á Skuggabarnum með rennilás á vösunum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551-1247 eða komi með flíkina á Brasserie Borg. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND með múrsteinamynstri tapað- ist fyrir utan Íslands- banka í Hafnarfirði, íbúð- armegin, föstudaginn 24. mars sl. Upplýsingar í síma 553- 3713. Silfureyrnalokkur tapaðist Silfureyrnalokkur, þrí- hyrndur í laginu, tapaðist í eða við Kringluna 17. febrúar sl. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 862-1819. Dýrahald Brandur er týndur BRANDUR er níu mán- aða gamall og á heima á Kirkjubraut 11 á Sel- tjarnarnesi. Hann er brúnbröndóttur og með fjólubláa hálsól með rauðu merki. Ef einhver veit um ferðir hans eða veit hvar hann er niður- kominn vinsamlegast haf- ið samband í síma 899- 1218, 551-8190 eða 899- 2827. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lofsvert málþing 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hörfar, 4 kroppur, 7 hitasvækja, 8 skottið, 9 rödd, 11 forar, 13 hlífa, 14 óhræsi, 15 á skipi, 17 mjög, 20 brodd, 22 skerpt, 23 æviskeiðið, 24 virðir, 25 toga. LÓÐRÉTT: 1 hafa stjórn á, 2 skaut, 3 kyrrir, 4 brjóst, 5 þáttur, 6 vitlausa, 10 önuglyndi, 12 hnöttur, 13 borða, 15 jarðvöðull, 16 með miklu grjóti, 18 segl, 19 skrika til. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kennimann, 8 eldur, 9 getan, 10 tía, 11 dorma, 13 rændi, 15 hlass, 18 sakna, 21 tún, 22 auðnu, 23 ættin, 24 handriðið. Lóðrétt: 2 endar, 3 narta, 4 mágar, 5 nótan, 6 held, 7 unni, 12 mýs, 14 æfa, 15 hrat, 16 auðga, 17 stund, 18 snæði, 19 ketti, 20 asni. Víkverji skrifar... VINI Víkverja var nýverið boðiðút að borða á Hótel Holt á laug- ardagskvöldi. Það eitt og sér er vita- skuld ekki í frásögur færandi og veit- ingastaðurinn brást ekki vonum, hvorki í mat né drykk og hvað þá í þjónustu, sem þar er ævinlega eins og maturinn, fyrsta flokks. Þá spillir einstakt umhverfið heldur ekki fyrir. En eitt átt vinurinn erfitt með að sætta sig við: Óhófleg farsímanotkun margra gesta setti mjög leiðinlegan svip á kvöldstundina. Eilífar hring- ingar í farsíma gesta staðarins drógu satt að segja verulega úr ánægju kvöldsins að mati viðkomandi og þeirra sem með honum voru og höfðu slökkt á farsímum sínum. Sífelldar símhringingar glumdu í eyrum gesta þær klukkustundir sem staldrað var við. Ekki bætti úr skák þegar á kvöldið leið og sumir gestanna hækk- uðu róminn þegar þeir töluðu í síma sína auk þess sem hringingum fjölg- aði frekar en hitt á sama tíma. Að mati vinar Víkverja er það lág- markskurteisi að draga niður í hring- ingum á farsímum á stöðum sem þessum ef ekki er mögulegt að vera án þessara annars ágætu tækja endrum og sinnum. Að vera á góðri stund á Hótel Holti er svo sannarlega ólíkt því að sitja á skyndibitastað í amstri daganna. Ef fólk getur ekki fundið slíka kurteisi hjá sjálfu sér verður veitingastaður í slíkum gæða- flokki, sem Hótel Holt er, að grípa í taumana og leiðbeina gestum sínum. Það er lágmarkskrafa að þeir sem vilja njóta veitinga og þjónustu þessa eins allra besta veitingahúss landsins fái tækifæri til þess í ró og næði. x x x VÍKVERJI heyrir íþróttafrétta-menn, sérstaklega hjá Ríkis- sjónvarpinu, stundum tala um silfur- meistara og bronsmeistara. Vala Flosadóttir er, þar á bæ, bronsmeist- ari frá því á Ólymíuleikunum í Syd- ney. Þetta hlýtur að teljast hæpið. Í hverjum flokki getur ekki orðið nema einn meistari, sá sem hlýtur gull- verðlaun. Þeir sem næstir koma geta verið silfur- eða bronsverðlaunahaf- ar, en ekki meistarar. Annað þessu tengt sem Víkverji á erfitt með að sætta sig við er þegar talað er um að lið hafi orðið Íslands- meistari í 2. deild eða 3. deild í ein- hverri greininni. Liðið getur orðið sigurvegari í viðkomandi deild, en Ís- landsmeistarinn er aðeins einn, liðið sem sigrar í efstu deildinni. x x x ÞAÐ vakti athygli um daginn aðkarlalið Keflavíkur í körfu- knattleik skoraði aðeins 19 stig í heil- um hálfleik á heimavelli gegn Tinda- stóli í undanúrslitum Íslandsmótsins. Víkverji sá á spjallvef KKDÍ að vangaveltur voru á lofti um að þetta væri líklega Íslandsmet, en rámaði þá í að þetta hafði að minnsta kosti gerst einu sinni áður. Og það reynd- ist rétt. Það gerðist í lokaúrslitum Ís- landsmótsins vorið 1992 þegar Valur og Keflavík mættust, að Valsmenn gerðu aðeins 19 stig í fyrri hálfleik á heimavelli sínum á Hlíðarenda. Þetta var 9. apríl og staðan í hálfleik 19:40. Svo fóru leikar að Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.