Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Stapafell fer í dag. Vol- stad Viking kemur á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Romnes kemur í dag. Avenes Tunsnes, Polar Siglir, Viking og Lag- arfoss koma á morgun. Hvítanes fer á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félags- vist, kl. 12.30 baðþjón- usta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Ferð á Þingvöll þriðjudaginn 10. apríl, Komið við í Eden, Hveragerði á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilk þátttöku fyr- ir 9. apríl. Skráning í síma 568-5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun mánudag verða púttæfingar í Bæj- arútgerðinni kl. 10– 11.30, tréútskurður í Flensborg kl. 13, félags- vist kl. 13.30. Á þriðju- dag bridge kl. 13:30 og saumur kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Þjóð- leikhúsið miðvikudaginn 11. apríl kl. 20. Rúta frá Kirkjulundi kl. 19.15. Miðar afgreiddir mánu- daginn 9. apríl kl. 11–13 í Kirkjulundi. Næst verður spilað í Kirkju- lundi 17. apríl kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Dansleikur kl. 20. Capri-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda, fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Silf- urlínan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Af- greiðslutími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun. kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur opinn, kl. 15.30 almennur dans hjá Sigvalda. Allir vel- komnir. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga kl. 13–15, kaffi. Miðviku- dagar kl. 11–16 bæna- stund, súpa í hádeginu, spilað frá kl. 13–15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un verður fótaaðgerða- stofan opin kl. 9–14, bókasafnið opið kl. 12– 15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing, kl. 12.15 danskennsla, framhald, kl. 13.30 dans- kennsla, byrjendur, kl. 13. Sýning á vatns- litamyndum Erlu Sig- urðardóttur verður frá 30. mars til 4. maí virka daga frá kl. 9–16.30. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu í Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 9. apríl kl. 20. Upplestur. Félagsvist. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju. Páska- eggjabingó verður hald- ið í safnaðarsal Grafarvogskirkju mánu- daginn 9. apríl kl. 20. Fjöldi páskaeggja í vinning. Allir velkomnir. Kvenfélag Grensás- sóknar. Fundur í safn- aðarheimilinu mánudag- inn 9. apríl kl. 20. Spilað verður páskaeggja- bingó. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist spiluð á sunnudögum kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Þriðji dagur í þriggja daga keppni. Frístundahópurinn Hana-nú Kópavogi Kráarferðin á mánu- dagskvöld á Players – Sport kaffi, Bæjarlind 4 Kópavogi. Magnús Randrup mætir með nikkuna. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 18 en Gullsmára kl. 18.10. Spjallstundin á lesstofu bókasafnsins fellur nið- ur á mánudag vegna kráarferðainnar. Mið- arnir eru komnir á söng- leikinn „Syngjandi í rigningunni“. Þeir sem þegar hafa pantað ganga fyrir. Örfáir miða lausir. Fólk er einnig minnt á bókmennta- klúbbsfund á miðviku- dag. Verið er að finna ljóð, kvæði og sagnir um mat og matarást. Allar nánari upplýsingar í félagsheimilunum í sím- um 554-3400 í Gjábakka og 564-5260 í Gullsmára. Kvenfélag Hreyfils. Kökusala verður í Kringlunni miðvikudag- inn 11. apríl. Svdk. Hraunprýði. Vor- gleði verður í húsi deild- arinnar í Hjallahrauni 9 þriðjudaginn 10. apríl kl. 20. Happdrætti, grín og glens, ferðakynning og veislukaffi. Allar konur velkomnar. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Í dag er sunnudagur 8. apríl, 98. dagur ársins 2001. Pálma- sunnudagur. Orð dagsins: Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. (II. Tím. 4, 7.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. NÚ ER lokið málþinginu „Fátækt og einsemd á Ís- landi“, sem haldið var í Laugarneskirkju, laugar- daginn 24. mars sl. Þar kom margt fram, sem mætti svo sannar- lega bæta úr í þjóðfélag- inu. Ýmsum spurningum var velt upp sem bæði var svarað og sem á eftir að svara. Spurt var t.d. hvað margir á höfuðborgar- svæðinu byggju nánast á götunni og hvaða úrræði væru í þeim efnum. Eitt var það hvað væri til ráða þegar elli- og örorkubæt- ur dygðu ekki til fram- færslu. Bent var á að félagsþjónusta sveitar- félaga ætti að leysa úr því, en það kom fram að þar væri brotalöm. Eftir svona ráðstefnu má öllum vera ljóst að það þarf að taka á þessum vanda- málum, ekki bara að tala um þau heldur líka fram- kvæma. Nú þegar þessi umræða er komin á fullt í þjóðfélaginu þurfa þeir sem telja sér málið skylt að fara að gera eitthvað í málinu, ekki svæfa það í einhverri nefnd. Hjá einni ríkustu þjóð í heimi þarf ástandið ekki að vera eins og fram kom á þessu málþingi, þökk sé séra Bjarna Karlssyni. Umræðunni um þessi mál er svo sannarlega ekki lokið. Gunnar G. Bjartmars- son, Hátúni 10. Þakkir til Hjól- barðaverkstæðis Vesturbæjar MIG langar að þakka Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar fyrir frá- bæra þjónustu. Ég lenti í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði samband við þá og það skipti engum togum að þeir sendu mann heim til mín til þess að skipta um dekk. Þetta finnst mér al- veg frábær þjónusta og langar að senda þeim mínar bestu þakkir fyrir alla hjálpina. Eyvör Baldursdóttir, Meistaravöllum 23. Veðurfréttir á Akureyrarsíðu MÁNAÐARLEGA birt- ist á Akureyrarsíðu veð- urspá frá veðurklúbbnum á Dalvík. Spáin er alltaf sett upp sem frétt, en þetta er spá. Mér finnst alveg vanta ábendingu um að spáin sé ekki byggð á traustum grunni og skuli lesast sem slík. Stjörnuspáin er til dæmis dægradvöl og skal lesast sem slík og tekið er fram að hún sé ekki byggð á traustum grunni. Mér finnst menn eigi að bera virðingu fyrir veðrinu og Morgunblaðið tekur þetta of alvarlega. Veðrið er enginn leik- ur. Veðuráhugamaður. Tapað/fundið Lamy-penni hvarf frá eiganda VANDAÐUR svartur Lamy-kúlupenni hvarf frá eiganda sínum. Í pennann er grafið nafn og símanúmer. Penninn er vinargjöf. Vinsamleg- ast látið vita í símanúm- erið sem er á pennanum. Grár kvenmannsjakki afhentur í misgripum á Skuggabar 31. MARS sl. var afhent- ur hálfsíður grár kven- mannsullarjakki, lokaður að framan með frönskum rennilás og opnum hlið- arvösum, í misgripum á Skuggabarnum, en við erum með svipaðan jakka á Skuggabarnum með rennilás á vösunum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551-1247 eða komi með flíkina á Brasserie Borg. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND með múrsteinamynstri tapað- ist fyrir utan Íslands- banka í Hafnarfirði, íbúð- armegin, föstudaginn 24. mars sl. Upplýsingar í síma 553- 3713. Silfureyrnalokkur tapaðist Silfureyrnalokkur, þrí- hyrndur í laginu, tapaðist í eða við Kringluna 17. febrúar sl. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 862-1819. Dýrahald Brandur er týndur BRANDUR er níu mán- aða gamall og á heima á Kirkjubraut 11 á Sel- tjarnarnesi. Hann er brúnbröndóttur og með fjólubláa hálsól með rauðu merki. Ef einhver veit um ferðir hans eða veit hvar hann er niður- kominn vinsamlegast haf- ið samband í síma 899- 1218, 551-8190 eða 899- 2827. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lofsvert málþing 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hörfar, 4 kroppur, 7 hitasvækja, 8 skottið, 9 rödd, 11 forar, 13 hlífa, 14 óhræsi, 15 á skipi, 17 mjög, 20 brodd, 22 skerpt, 23 æviskeiðið, 24 virðir, 25 toga. LÓÐRÉTT: 1 hafa stjórn á, 2 skaut, 3 kyrrir, 4 brjóst, 5 þáttur, 6 vitlausa, 10 önuglyndi, 12 hnöttur, 13 borða, 15 jarðvöðull, 16 með miklu grjóti, 18 segl, 19 skrika til. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kennimann, 8 eldur, 9 getan, 10 tía, 11 dorma, 13 rændi, 15 hlass, 18 sakna, 21 tún, 22 auðnu, 23 ættin, 24 handriðið. Lóðrétt: 2 endar, 3 narta, 4 mágar, 5 nótan, 6 held, 7 unni, 12 mýs, 14 æfa, 15 hrat, 16 auðga, 17 stund, 18 snæði, 19 ketti, 20 asni. Víkverji skrifar... VINI Víkverja var nýverið boðiðút að borða á Hótel Holt á laug- ardagskvöldi. Það eitt og sér er vita- skuld ekki í frásögur færandi og veit- ingastaðurinn brást ekki vonum, hvorki í mat né drykk og hvað þá í þjónustu, sem þar er ævinlega eins og maturinn, fyrsta flokks. Þá spillir einstakt umhverfið heldur ekki fyrir. En eitt átt vinurinn erfitt með að sætta sig við: Óhófleg farsímanotkun margra gesta setti mjög leiðinlegan svip á kvöldstundina. Eilífar hring- ingar í farsíma gesta staðarins drógu satt að segja verulega úr ánægju kvöldsins að mati viðkomandi og þeirra sem með honum voru og höfðu slökkt á farsímum sínum. Sífelldar símhringingar glumdu í eyrum gesta þær klukkustundir sem staldrað var við. Ekki bætti úr skák þegar á kvöldið leið og sumir gestanna hækk- uðu róminn þegar þeir töluðu í síma sína auk þess sem hringingum fjölg- aði frekar en hitt á sama tíma. Að mati vinar Víkverja er það lág- markskurteisi að draga niður í hring- ingum á farsímum á stöðum sem þessum ef ekki er mögulegt að vera án þessara annars ágætu tækja endrum og sinnum. Að vera á góðri stund á Hótel Holti er svo sannarlega ólíkt því að sitja á skyndibitastað í amstri daganna. Ef fólk getur ekki fundið slíka kurteisi hjá sjálfu sér verður veitingastaður í slíkum gæða- flokki, sem Hótel Holt er, að grípa í taumana og leiðbeina gestum sínum. Það er lágmarkskrafa að þeir sem vilja njóta veitinga og þjónustu þessa eins allra besta veitingahúss landsins fái tækifæri til þess í ró og næði. x x x VÍKVERJI heyrir íþróttafrétta-menn, sérstaklega hjá Ríkis- sjónvarpinu, stundum tala um silfur- meistara og bronsmeistara. Vala Flosadóttir er, þar á bæ, bronsmeist- ari frá því á Ólymíuleikunum í Syd- ney. Þetta hlýtur að teljast hæpið. Í hverjum flokki getur ekki orðið nema einn meistari, sá sem hlýtur gull- verðlaun. Þeir sem næstir koma geta verið silfur- eða bronsverðlaunahaf- ar, en ekki meistarar. Annað þessu tengt sem Víkverji á erfitt með að sætta sig við er þegar talað er um að lið hafi orðið Íslands- meistari í 2. deild eða 3. deild í ein- hverri greininni. Liðið getur orðið sigurvegari í viðkomandi deild, en Ís- landsmeistarinn er aðeins einn, liðið sem sigrar í efstu deildinni. x x x ÞAÐ vakti athygli um daginn aðkarlalið Keflavíkur í körfu- knattleik skoraði aðeins 19 stig í heil- um hálfleik á heimavelli gegn Tinda- stóli í undanúrslitum Íslandsmótsins. Víkverji sá á spjallvef KKDÍ að vangaveltur voru á lofti um að þetta væri líklega Íslandsmet, en rámaði þá í að þetta hafði að minnsta kosti gerst einu sinni áður. Og það reynd- ist rétt. Það gerðist í lokaúrslitum Ís- landsmótsins vorið 1992 þegar Valur og Keflavík mættust, að Valsmenn gerðu aðeins 19 stig í fyrri hálfleik á heimavelli sínum á Hlíðarenda. Þetta var 9. apríl og staðan í hálfleik 19:40. Svo fóru leikar að Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.