Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 19
Fermingartilboð
Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta
Pantið tímanlega
Stúdíó Brauð,
Arnarbakka 2 - sími 577 5750
Búnaðarbankinn Verðbréf býður til fundar um þróun krónunnar
og stöðu efnahagsmála. Í framsöguerindum verður leitað svara við
ýmsum áleitnum spurningum og boðið til umræðu á eftir.
Erindi flytja:
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar:
Samræmist spá Þjóðhagsstofnunar um 70 ma.kr. viðskiptahalla og
5% verðbólgu væntingum um stöðugt gengi? Hvert telur Þjóð-
hagsstofnun vera jafnvægisgengi krónunnar miðað við núverandi
efnahagsástand? Hvað á Þjóðhagsstofnun við þegar hún
bendir á að auka þurfi aðhald opinberra fjármála?
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands:
Hver er hinn nýi rammi peningastefnunnar? Hvert telur Seðlabankinn
vera jafnvægisgengi krónunnar miðað við núverandi efna-
hagsástand? Voru efnahagslegar forsendur fyrir mikilli styrkingu
krónunnar á síðasta ári? Var rétt að lækka vexti samhliða breyttum
markmiðum peningastefnunnar? Hvernig geta stjórnvöld beitt
verkfærum ríkisfjármála svo gagn sé að?
Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneytisins:
Hvernig túlkar fjármálaráðuneytið ábendingar um að auka þurfi
aðhald í opinberum fjármálum? Má gera ráð fyrir að sveiflur á gengi
íslensku krónunnar dragi enn úr áhuga erlendra aðila á að fjárfesta
hér á landi? Hefur trúverðugleiki Seðlabankans og krónunnar sem
gjaldmiðils beðið hnekki við það að peningastefnunni sé breytt
um leið og reynir á vikmörk krónunnar?
Fundarstjóri: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar
Búnaðarbankans
Skráning á fundinn fer fram á vef Búnaðarbankans www.bi.is/verdbref.
Fjöldi fundarmanna er takmarkaður.
Þriðjudagurinn 10. apríl kl. 16:30 til 18:30
Hótel Saga, fundarsalur A
Hvert stefnir
íslenska krónan?
FAGOTTKVARTETTINN Fagott-
erí heldur tónleika í Fríkirkjunni
í Reykjavík annað kvöld, mánu-
dagskvöld, kl. 20:30.
Fagotterí var formlega stofnað
haustið 2000 og er skipað fjórum
konum sem allar leika á fagott:
Annette Arvidsson, Joanne Árna-
son, Judith Þorbergsson og Krist-
ínu Mjöll Jakobsdóttur.
Þær hafa að markmiði að koma
á framfæri tónlist fyrir fjögur
fagott, bæði alvarlegs eðlis og af
léttara taginu en töluvert hefur
verið skrifað og útsett fyrir þessa
hljóðfæraskipan.
Fyrri hluti efnisskrárinnar
verður á ljúfum nótum, tileink-
aður barokk- og kirkjutónlist eftir
J.S. Bach, Boismortier og Corr-
ette. Á síðari hluta efnisskrár-
innar verða fyrst og fremst verk í
léttum dúr eftir Grieg, Prokofiev,
Dubois og Gordon Jacob.
Fagottsveitin Fagotterí leikur á tónleikum annað kvöld.
Fjögur fagott í Fríkirkjunni
Tímarit
TÍMARIT Máls og menningar er
komið út. Blaðið hefur fengið and-
litslyfingu, verið stækkað á alla
kanta, viðfangsefnum þess fjölgað og
efnistökum breytt. Ritstjóri TMM er
Brynhildur Þórarinsdóttir. Í tímarit-
inu er þjóðmenningin til umræðu og
þjóðmenning Svía er einnig til skoð-
unar. Ásgrímur Sverrisson fjallar
um tengsl listsköpunar og pólitíkur.
Margrét Tryggvadóttir skrifar um
tilbúna leikfangaheima, Playmo,
Legó o.fl. Nýjar íslenskar kvik-
myndir eru teknar til athugunar,
rætt er við leikkonuna, Sigrúnu
Eddu Björnsdóttur, og fjallað um
nútímadans og Íslenska dansflokk-
inn.
Í þessu tölublaði er að finna ljóð
eftir Braga Ólafsson, verk úr vænt-
anlegu ljóðasafni Pálma Arnar Guð-
mundssonar, sem bróðir hans, Einar
Már, hefur tekið saman, og grein
Raymonds Carvers um fyrstu kynni
hans af ljóðabókum.
Framhaldssaga hefur göngu sína
en höfundar eru jafnmargir og kafl-
arnir og þurfa að leysa litla þraut
með skrifum sínum. Bjarni Hinriks-
son hefur skapað teiknimyndaheim
fyrir TMM og íslenskar glæpasögur
eru sendar í lögreglurannsókn. –
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn ber þær saman við
raunveruleikann.