Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 35
unda frá álvinnslu yrði sama sem 0, sparnaður af álnotkun yrði einnig sama sem 0 og nettólosunin þar með sömuleiðis 0. Ef við berum þá tölu saman við nettólosunina sam- kvæmt töflunni kemur í ljós að núllkosturinn er hagstæðari en ál- vinnsla ef rafmagnið til vinnslunnar er framleitt með eldsneyti en óhag- stæðari ef rafmagnið er framleitt úr öðrum orkugjöfum. Hvað eiga Íslendingar að gera? Vatnsorka á Íslandi tilheyrir vatnsorku (1) í töflunni. Hvert kg af áli sem unnið er með íslenskri vatnsorku sparar þannig andrúms- loftinu 4,1 kg losun koltvísýrings borið saman við að ál væri alls ekki framleitt og notað. Þessi niðurstaða sýnir ljóslega að það er beinlínis í þágu markmiðs Loftslagssáttmálans og Kyoto-bók- unarinnar að auka álvinnslu á Ís- landi sem mest má verða. Hvort menn telja slíkt óæskilegt af öðrum ástæðum er allt annað mál sem ekkert hefur með Kyoto- bókunina að gera. Ef við gerum ráð fyrir að raf- magn til álvinnslu á Íslandi verði í framtíðinni framleitt að 90% úr vatnsorku og að 10% úr jarðhita nemur sparnaður andrúmsloftsins umfram núllkostinn 3,97 kg á kg af áli. Heildarlosun Íslendinga innan- lands 1999 frá annarri starfsemi en álvinnslu nam 2,930 milljónum tonna að koltvísýringsígildi og 0,527 milljón tonnum í flutningum Íslendinga milli landa, eða samtals 3,457 milljón tonnum. Með því að framleidd væru árlega á Íslandi 3,457/3,97 = 0,87 milljón tonn af áli sparast andrúmsloftinu jafnmikil losun. Til þess þyrfti 12,9 TWh af rafmagni árlega. Eigum við að láta þar staðar numið eða ganga lengra? Spara andrúmsloftinu með álvinnslu meira en við losum sjálf vegna alls annars? Það mætti skoða sem einskonar „sameiginlega fram- kvæmd“ Íslendinga og þeirra sem nota íslenskt ál í samgöngutæki. Með því tækjum við heimsforystu í viðleitninni til að hemja gróður- húsaáhrifin, reiknað á hvern íbúa. Hvaða ímynd af Íslandi myndi það skapa í heimi þar sem sívaxandi uggs gætir við afleiðingar gróður- húsaáhrifanna? Og eitt í viðbót til umhugsunar: Ísland er langsamlegasta ríkasta land veraldar að efnahagslegri vatnsorku, reiknað á hvern íbúa, eins og meðfylgjandi súlurit sýnir. Fyrir utan allan jarðhitann! Legg- ur slík yfirmáta gjafmildi forsjón- arinnar á hreinar orkulindir okkur einhverjar siðferðilegar skyldur á herðar í samfélagi heimsþorpsins? Hvaða máli skiptir losun í einstökum löndum? Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að framan eru raktar eiga íslensk stjórnvöld í basli með álvinnslu á Íslandi vegna Kyoto-bókunarinnar. Það basl er ekki stjórnvöldum að kenna heldur á það rót sína í nú- verandi útfærslu bókunarinnar, sem í reynd vinnur sumpart gegn markmiðum Loftslagssáttmálans. Sú útfærsla er eingöngu til komin vegna þess að menn náðu ekki samkomulagi um neitt annað. Hún sýnir í hvaða ógöngum menn lenda þegar þeir ætla að leysa hnattræn vandamál hver í sínu horni. Hún vekur líka upp þá spurningu hvaða þýðingu losun gróðurhúsaloftteg- unda í einstökum löndum hafi í heimi hnattrænna viðskipta, um- fram þá að gera mögulegt að reikna heimslosunina, sem ein skiptir máli. Vegna viðskipta og verkaskiptingar milli landa getur aukin losun í landi A hæglega leitt til samdráttar í losun í landi B sem er meiri en aukningin í A. Hvað á A þá að gera? Samkvæmt Kyoto- bókuninni í núverandi mynd á A að kappkosta að draga úr sinni losun án nokkurrrar hliðsjónar af B. Hann kynni að vísu að geta keypt kvóta af B. En á að þurfa að borga fyrir að stuðla að markmiðum Loftslagssáttmálans? Eru þetta vit- ræn vinnubrögð? Þjóna þau mark- miðum sáttmálans? Höfundur er verkfræðingur og fyrrverandi orkumálastjóri.            ! "  #! $%& ' ()* *+%,    !  * - ! . # $ & ! /0    * !*& 1 *  #* 2 )*%/, .,/& (*/+ )%/( )%/, ))/% +/' */& */- ./- ./* ./. %/) (/. )/* )/. )/% )/) )/, ,/& 4! .    +-6&.*-         !"  # !  $% -& 7 - * -% -&%& -  &  , 8  -  &  6 & 8  -%. 9 :9 ;9 9<4 *7  =    7>. ! *    &  6 :9<4 *7  =    7>  &  ?@&  ;9<4 *7  =    7>  &  A@&  &"  ' %"  # #! !       #  "   ! " (   "  #  B* !&& *C& 9 &  666 4 * 7  3   &  " ,(   )'/& )(/% -/, )/& )/& %/+ %/( */, */, */, */, */, */, */, 0+/& 0*/% 0)/, '/) '/) (/( (/+ SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 35 Göngugötunni Mjódd Símar 867 3284 - 588 8881 Yfirbreiðsla fylgir öllum pottum til páska Tilbúnir í garðinn, engra lagna þörf. Á kjörhita allan sólar- hringinn, orkukostn. aðeins 1.000 kr. á mánuði. Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara næsta haust í eftirtaldar námsgreinar: • Stærðfræði • Eðlisfræði • Viðskiptagreinar • Íþróttir stúlkna Aðstoðarskólastjóri og deildarstjórar viðkomandi deilda veita nánari upplýsingar um starfið. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans í síðasta lagi 23. maí 2001. Laun samkvæmt sérstökum samningi við skólanefnd VÍ. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS, Ofanleiti 1, 103 Rvík, sími 5900 600, verslo@verslo.is KENNARAR! Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.