Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar við fluttum heim til Ís-lands árið 1996 var yngri dótt-ir mín 12 ára gömul og hafði verið í bandarískum ríkisskóla frá upphafi skólagöngu. Ég get fullyrt að sá tími, sem hún eyddi í skóla í Bandaríkjunum var helmingi lengri en sá tími, sem hún eyddi í skóla á Ís- landi. Sömuleiðis er ég handviss um að í íslensku skólakerfi er margt gott að finna, m.a. fullt af fínum kennurum, en það er að mörgu leyti mjög dapurlegt miðað við það sem ég þekki frá Bandaríkjunum. Þegar farið er að rýna í tölur, sést að Ís- lendingar verja töluvert minni hundraðshluta af sínum þjóð- artekjum í skólamálin en nágranna- þjóðirnar og þá fer maður að efast um að við séum á réttri leið. Þetta er síður en svo nýtt vandamál núver- andi stjórnvalda. Það hefur verið að síga í þessa átt í mjög mörg ár. Þar sem við erum nú að sigla inn í mun tæknivæddara samfélag og harðari samkeppni en við höfum hingað til þekkt, snýst þetta ekki aðeins um að þegnarnir geti staðið sig í flókinni vinnu, heldur er þetta ekki síður spurning um að geta notið þeirra lífsgæða, sem standa til boða ef við menntum okkar fólk þokkalega. Það er mjög erfitt að vera fullgildur ein- staklingur í nútímasamfélagi án þess að búa yfir ákveðinni tækni- kunnáttu, sem veitir aðgang að þekkingu í því þekkingarþjóðfélagi, sem við nú lifum og hrærumst í,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, í samtali við Morgunblaðið. „Ég er alls ekki að lýsa sviðinni jörð,“ segir Kári og bætir við að kominn sé tími til þess að samfélagið sem heild fari að velta því fyrir sér af alvöru hvernig það vilji fjárfesta fyrir framtíðina með það að leið- arljósi hvað komi til með að auka mest líkurnar á því að við getum bú- ið í þolanlegu samfélagi í framtíð- inni. „Viljum við setja peningana okkar í göng í gegnum fjöll og undir firði eða viljum við fjárfesta í mennt- un barnanna okkar?“ – Hvaða leiðir eru færar, að þínu mati, til að bæta skólakerfið? „Það má nota ýmsar leiðir til að bæta skólakerfið og menntun barna okkar. Ég get t.d. bent á að bestu skólar, sem ég þekki í Bandaríkj- unum, eru einkaskólar. Á Íslandi eru hinsvegar mjög fáir einkaskólar þar sem menn eru svo hræddir um að þeir séu eingöngu til þess fallnir að minnka jafnrétti í aðgangi að mennt- un. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi án þess að það þurfi að vera algilt. Til dæmis mætti hugsa sér svokallað miðakerfi að bandarískri fyrirmynd sem þýðir að nemandi í einkaskóla fengi greidda frá hinu opinbera ákveðna upphæð, sem samsvaraði kostnaði við að fara í ríkisskóla. Síðan er það spurning hvort við eigum að leyfa þeim for- eldrum, sem eiga fé, að fjárfesta í menntun barna sinna eða hvort við eigum bara að leyfa þeim að kaupa bíla fyrir börnin sín. Ef samfélagið kemst að þeirri niðurstöðu að það sé allt í lagi, fínt og siðlegt að leyfa fólki, sem á fé, að kaupa fullt af jepp- um, en það sé ósiðlegt að leyfa því að fjár- festa í menntun barnanna sinna, þá er ég búinn að missa öll tengsl við þetta sam- félag. Ég held því á hinn bóginn fram að það sé geysilega mik- ilvægt að skipuleggja menntakerfið þannig að allir eigi sér jafna möguleika því mín til- finning fyrir „póet- ísku réttlæti“ er sú að við eigum að leyfa öll- um að nýta hæfileika sína til að læra eins mikið og hægt er því ég tel að okkar sam- félag hafi æv- intýralega mikla möguleika í upp- byggingu á atvinnu, sem byggir ekki á neinu nema hæfileikum fólks.“ – Á hvað eigum við að leggja áherslu í skólakerfinu? „Ég hef ef til vill eilítið aðrar skoðanir á þessu en ýmsir aðrir, en ég held því fram að það skipti í raun ekki meginmáli hvað það sé sem við erum að kenna börnunum okkar á fyrstu stigum og fram undir há- skóla. Ég er mikill stuðningsmaður almennrar menntunar, er mikið á móti sérhæfingu mjög snemma og tel að mikil áhersla á vísinda- og stærðfræðimenntun sé svolítill mis- skilningur. Ég held því fram að við eigum að kenna okkar fólki að lesa góðar bókmenntir og nota og beita tungumálum, ekki síst móðurmál- inu. Northrup Fry, vel þekktur kan- adískur bókmenntafræðingur, sem skrifaði meðal annars tímamótaverk um William Blake, lagði mjög mikla áherslu á mikilvægi þess að við átt- uðum okkur á því að Plató hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að tungu- málið væri það tæki, sem við hugs- uðum með. Hann hélt því fram að eina aðferðin til þess að þjálfa hugs- un væri sú að láta fólk lesa góðar bókmenntir. Þetta væri í raun tungumálaleikfimi og á þann hátt mætti ala í börnum sköpunargáf- una,“ segir Kári og bætir kíminn við að vonandi sé þetta ekki bara aðferð hjá sér til að réttlæta það fyrir sjálf- um sér hvað hann eyði miklum tíma í lestur bóka þótt vissulega megi gera ráð fyrir að sá möguleiki sé fyrir hendi að einhverju marki. – Hvað segir þú um samfélagsaga íslenskra skólabarna? „Aginn hér er ævintýralega lítill og stórvandamál í sjálfu sér vegna þess að samfélagið er alltaf að fresta því að setja nauðsynleg og skýr mörk. Til dæmis eru til lög um úti- vist barna, sem ekki er framfylgt af neinum og brotin af öllum, sem setur mann sem foreldri í mjög erfiðar að- stæður. Í sjálfu sér er ég ekki dóm- bær á það hvort bein tengsl séu á milli agaleysis og slælegs árangurs íslenskra skólabarna, en hef vissu- lega af því áhyggjur að svo kunni að vera. Að sama skapi tel ég að það sé línulegt samband milli gæða og magns, þ.e. eftir því sem nemandinn eyðir meiri tíma í skóla, þeim mun meira tekur hann inn af lærdómi. Hafa ber jafnframt í huga þá þjóðfélagsþró- un, sem átt hefur sér stað í vestrænum sam- félögum á seinni árum, þar sem báðir foreldrar vinna nú orðið mikið ut- an heimilis sem leitt hef- ur af sér minni stuðning fyrir börnin heima en ella væri. Íslensku börn- in eyða því ekki aðeins minni tíma í skólanum en þar sem ég þekki til í Bandaríkjunum og Evr- ópu, heldur eykst að sama skapi sá tími, sem þau eyða utan skóla og án umsjár foreldra. Góð- ur félagsskapur er því mjög mikils virði nú á tímum.“ – Hverja viltu kalla til ábyrgðar? „Ég vil ekki kalla stjórnmálamenn til ábyrgðar. Engu er um það logið að núverandi menntamálaráðherra hefur staðið sig mjög vel að mörgu leyti þótt hann sem ráðherra geri ekki meira en það eldsneyti leyfir sem hann fær. Það hlýtur hinsvegar að vera mjög erfitt fyrir hann að standa andspænis þeirri gagnrýni sem uppi hefur verið að undanförnu um hið íslenska menntakerfi. Í öllu falli ættum við aldrei að halda því fram að skólakerfið sé gott, hvað þá að það sé fullkomið. Það má alltaf setja slána aðeins hærra við hvert það markmið sem næst. Til að nefna dæmi um klaufaskap í íslensku skólakerfi, er nærtækt að taka leik- fimikennslu við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar ég byrjaði í MR haustið 1966, var verið að opna MH í fyrsta skipti þar sem nemendur voru látnir hlaupa um Öskjuhlíðina í leik- fimitímum þar sem skólinn var svo nýr og ekki búið að byggja leikfimi- hús. Nákvæmlega 34 árum síðar byrjaði dóttir mín í MH, og var þá sama staða uppi. Leikfimin fólst í hlaupum um Öskjuhlíðina þar sem íþróttaaðstaða er engin ennþá og nú er hún í bóklegri leikfimi, hvað sem það annars þýðir. Hér er um að ræða fjölmennan menntaskóla, sem hýsir unglinga, sem eru að móta afstöðu til hreyfingar og íþróttaiðkunar til lengri tíma litið. Það þarf varla að hafa mörg orð um það hvað það skiptir geysilega miklu máli að menn venji sig á hreyfingu þegar hugsað er út í heilsu og vinnuhæfni fram á fullorðinsár. Ég vil kalla samfélagið allt til ábyrgðar. Samfélagið verður að fara að horfast í augu við sjálft sig og spyrja þeirrar spurningar hvort ekki sé skynsamlegt að fjárfesta meira í skólakerfinu. Í því sambandi megum við ekki láta kjarasamninga við kennara vera eitt af þeim öflum, sem ákvarða stefnu í íslenskum menntamálum ef við viljum hysja það upp til jafns við það sem best þekkist annars staðar. Ástæða þess að sigið hefur niður á við, er sú að við sem samfélag höfum leyft því að gerast án þess að segja neitt. Brýnt er að búa til umhverfi og hreyf- anlega menningu í kringum skólana sem krakkarnir geta síðan gert að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Kalla þarf samfélagið allt til ábyrgðar Kári Stefánsson leggja grunn að framtíðarsókn og uppbyggingu í menntamálum til að efla menningu, auka hagvöxt og bæta lífskjör landsmanna. Skapast hafa nýir möguleikar í miðlun þekkingar með aðgengi í verald- arvefinn þannig að öflug sókn í menntamálum er ekki einungis mikilvæg heldur einnig möguleg. Aðrar þjóðir í kringum okkur eru að setja menntamál í forgrunn, m.a. til þess að undirbúa nemendur fyrir framtíðaratvinnusköpun og mannlíf í flóknu alþjóðlegu um- hverfi. Leiðtogar víða um heim benda á nauðsyn þess að kenna ungum börnum heimspeki, sið- fræði, sköpun, þá bæði listsköpun og nýsköpun í atvinnulífi, tungumál og samfélagsleg fræði í samhengi við raunverulega samfélagsupp- byggingu. Samfélagsleg fræði eru því kennd þannig að nemendur, jafnvel mjög ungir nemendur, skapa „smásamfélög“ með menn- ingar- og atvinnulífi, löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi, sköttum, skyld- um og umferðarreglum svo fátt eitt sé nefnt. Sókn í uppbyggingu skólastarfs skapar tækifæri til að efla enn frekar íslenskt samfélag í víðtækum skilningi. Við megum ekki dragast aftur úr. Við verðum að vera í hópi þeirra bestu. Við þurfum að kenna nemendum að verða sterkir greinendur og skapendur. Við þurfum að mennta þá til að verða víðsýnir heimsbúar og jafnframt þátttakendur í að byggja öflugt íslenskt samfélag. Við viljum útskrifa þroskaða ein- staklinga sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, kunna góð almenn gildi, þekkja gleðina sem fylgir því að ná árangri í listum, íþróttum og námi almennt, eru til- búnir að leggja af mörkum til sam- félags og fjölskyldu og geta höndl- að þann veruleika sem við búum við í nútíð og byggt upp til fram- tíðar,“ segir Guðfinna og bætir við að sér þyki eðlilegt að skoða öll skólastigin og spyrja hvort ekki megi nýta tímann betur og útskrifa nemendur með framhaldsskólapróf einum til tveimur árum fyrr en nú er gert. Íslenskir nemendur byrji síðar en jafnaldrar þeirra, t.d. í Bandaríkjunum, að fást við nokkra mikilvæga þætti menntunar, svo sem í ákveðnum greinum stærð- fræðinnar og í tungumálum. Einnig ljúki okkar nemar framhaldsskóla- göngu síðar en jafnaldrar í öðrum löndum og því hljóti námið að vera dýrara í okkar samfélagi en annars staðar, bæði hvað varði tíma og fjármagn. Skortur á tæknimenntuðum Frosti Bergsson, stjórnarfor- maður Opinna kerfa, segir að það sé atvinnulífsins að skapa tæki- færin, en ríkisins að skapa rétt skilyrði. Á sama tíma og heimurinn sé að verða eitt markaðssvæði, þurfi Íslendingar að skilgreina sig betur og tileinka sér nýja hugsun þó ætla megi að íslensk tunga, ís- lenskar bókmenntir, sagan og land- ið myndi áfram sterkan grunn til að standa á. „Tungumál alþjóða- viðskipta er enska og því ber okkur að hefja enskukennslu eins fljótt og hægt er svo við fáum út í at- vinnulífið einstaklinga sem eru bet- ur tilbúnir að taka þátt í sam- keppni hvar sem er í heiminum. Þróun fjarskipta og tölvutækninn- ar er mjög ör og mikil vöntun er á hæfu tæknimenntuðu starfsfólki. Þess vegna þarf skólakerfið okkar að taka tillit til þessara breytinga. Við eigum að gera meiri kröfur því grunnskólabörn hafa einfaldlega ekki nóg að gera. Það á að lengja skólaárið og útskrifa stúdenta a.m.k. ári fyrr en nú er gert. Bjóða þarf upp á þriggja til fjögurra ára hagnýtar námsbrautir á háskóla- stigi og fá unga, vel menntaða starfskrafta fyrr út á atvinnumark- aðinn. Boðið er upp á góða sí- menntun og geta menn því bætt við sig að eigin vali námsefni sam- hliða sinni vinnu alla ævi,“ segir Frosti. Halda þarf í mannauðinn Þjóðartekjur Íslendinga hafa meira en fjórfaldast á undanförn- um fimmtíu árum og eru nú, miðað við mannfjölda, með því hæsta sem gerist í heiminum eða um 2,5 millj- ónir kr. á mann. Þennan mikla vöxt má m.a. rekja til aukins frjálsræðis í viðskiptum, tæknivæðingar og aukinnar nýtingar fiskimiða hring- inn í kringum landið, en þar sem ólíklegt er að auðlindir hafsins komi til með að standa undir enn frekari margföldun þjóðartekna á næstu áratugum, hafa augu manna í vaxandi mæli beinst að þeim auði, sem býr í fólkinu sjálfu. Til þess að umbreyta Íslandi í þekkingarþjóð- félag, eru stófelldar endurbætur á íslenska menntakerfinu óumflýjan- legar, að margra mati. Að öðrum kosti munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar sam- keppnishæfni. Samkeppnisstyrkur lands gefur vísbendingar um hve mikill vaxtarbroddur er fólginn í efnahagslífi þess. Á meðan Banda- ríkin og Singapúr hafa vermt efstu sætin á undanförnum árum, hefur Ísland verið í tuttugasta sætinu, samkvæmt niðurstöðum World Economic Forum og IMD sem gefa árlega út skýrslur um samkeppn- isstyrk þjóða. Þetta þýðir að ís- lenskt efnahagslíf er ekki nema hálfdrættingur á við þau bestu. Eitt af megineinkennum þekk- ingarþjóðfélags er að þar verður meirihluti útflutningstekna til við sköpun og nýtingu þekkingar. Kappið snýst öðru fremur um að halda í mannauðinn með því að gera Ísland sem eftirsóknarverðast fyrir þekkingarfólk að búa og starfa í. Um miðjan síðasta áratug varð mikil vakning meðal ríkja heims um mikilvægi og tækifæri þekkingarþjóðfélagsins og hafa ýmsar nágrannaþjóðir, t.d. Finnar, Írar, Svíar, Þjóðverjar og Bretar, sett mikinn kraft í verkefnið. Ís- lensk stjórnvöld kynntu síðla árs 1996 „framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið“ þar sem fram kom það markmið að Íslendingar yrðu í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýs- ingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. Samkeppni illa þokkuð Bogi Pálsson, formaður Versl- unarráðs Íslands, telur að þekk- ingin sé í dag lykillinn að velgengni og grundvöllur nútímaþjóðfélags- kerfis. Eitt af því sem kæmi til með að leggja grunninn að vel- gengni í náinni framtíð væri hæfi- leiki manna til að nýta þær upplýs- ingar, sem upplýsingasamfélagið byði upp á, með því að breyta þeim í nothæfa þekkingu. Menntastofn- anir gegndu lykilhlutverki og þær yrðu að geta brugðist hratt og örugglega við síbreytilegum kröf- um þeirra sem nota þjónustu þeirra. Þetta leiddi óneitanlega hugann að skipulagi menntamála og þeirri almennu miðstýringu og ríkisforsjá sem einkenndi þetta svið. „Samkeppni milli skóla hefur verið afar takmörkuð og oftar en ekki álitin af hinu illa. Samkeppni milli kennara og samkeppni milli nemenda er ekki síður illa þokkuð og varla til staðar. Ríkið er í senn helsti fjármögnunaraðili menntun- ar og veitir bróðurpart hennar einnig. Aðrir aðilar hafa lítið fengið að koma þarna að málum eða lítið orðið ágengt í tilraunum sínum, sökum þeirra laga sem skilgreina ekki aðeins markmið menntunar, heldur einnig allt niður í leikreglur um framboð hennar.“ Á vettvangi hins opinbera hefur verið lagt í mikla vinnu við endur- skoðun skólastarfs á undanförnum árum. Að mati Boga er nauðsyn- legt að auka svigrúm annarra aðila en ríkis og sveitarfélag til þess að standa fyrir rekstri skóla. Jafnmik- ilvægt sé að skólar geti ráðið til sín kennara þar sem hinir frjálsu samningar hins nýja hagkerfis fái notið sín til fullnustu. Aðeins þann- ig gætu skólarnir keppt við önnur fyrirtæki um hæfustu einstak- lingana til starfa. Megináherslu ætti að leggja á að samkeppni hug- mynda og aðferða fái að njóta sín í skólastarfinu þannig að notendur þjónustunnar fái betri möguleika til að velja. Aukin samkeppni og minni afskipti opinberra aðila á þessu sviði ykju líka möguleika notenda þjónustunnar til þess að gera meiri kröfur til hennar. Morgunblaðið/Ásdís ÞEGAR við fluttu heim til Ís-lands árið 1996 var yngri dótt-ir mín 12 ára gömul og hafði verið í bandarískum ríkisskóla frá upph fi skólagöngu. Ég get fullyrt að í Bandaríkj num va helmi gi lengri en sá tími, sem hún yddi í skóla á Ís- landi. Sömuleiðis er ég handviss um að í íslensku skólakerfi er margt gott að finna, m.a. fullt af fínum kennurum, en það er að mörgu leyti mjög dapu legt miðað við þ sem ég þekki frá B ndaríkjunum. Þegar farið er að rýna í tölur, sést að Ís- lendingar verja töluvert minni hund aðshluta af sínum þjó ar- tekjum í skólam lin en nágranna- þjóðirnar og þá fer maður að efast um að við séum á réttri leið. Þetta er ður en svo nýtt vandamál núver- andi stjórnvalda. Það hefur verið að síga í þessa átt í mjög mör ár. Þ e við erum nú að sigla in í mun tæ nivæddara samfélag og harðari samkeppni en við höfum hingað t l þekkt snýst þ tta ekki aðeins m að þegnarnir geti staðið sig í flókinni vinnu, heldur er þetta ekki síður spur ing um að geta n tið þ irra lífsgæða, sem standa til boða ef við menntum okkar fólk þokk lega. Það er mjög erfitt að vera fullgildur ein- stakling r í nútímasamféla i án ss að búa yfir á veðinni tækni- kunnáttu, sem veitir aðgang að þ kkingu í því þekki garþjóðfélagi, s m við nú lifum og hrærumst í,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskra erfðagreiningar, í samtali við Morgunblað ð. „Ég er alls ekki að lýsa viðinni jörð,“ segir Kári og bætir við að kominn sé tími til ess að samfélagið sem heild fari að v lta því fyrir sér f alvöru hvernig það vilji fjárfesta fyrir framtíðina með það að leið- arljósi hvað komi til með að auka mest líkurnar á því að við getum bú- ið í þolanlegu samfélagi í framtíð- inni. „Viljum við set a p ningana okkar í gö g í gegnum fjöll og undir firði eð viljum við fjárfesta í me nt- un barnanna okkar?“ – Hvaða leiðir eru færar, að þínu ma i, til að bæta skólakerfið? „Það má nota ýmsar lei ir til að bæt skólakerfið og men tun barna okkar. Ég get t.d. bent á að bestu skólar, sem ég þekki í Bandaríkj- unu , eru inkaskólar. Á Íslandi eru hinsvegar mjög fáir einkaskólar þar sem menn eru svo hræddir um að þeir séu eingöngu til þ ss fallnir að m nnka jafnrétti í aðgangi að menntun. Sá öguleiki er vissulega fyrir hendi án þess að það þurfi að ve a algilt. Til dæmis mætti hugsa sér svokallað miðakerfi ð banda- rískri fyrirmynd sem þýðir að nem- andi í einkaskóla feng greidda frá hinu opinbera ákveðna u phæð, sem samsvarað kostnaði við að fara í ríkisskóla. Síðan er það spurning hvort við eigum að leyfa þeim for- ldrum, sem eiga é, að fjárfesta í menntun a a sinna eð hvort vi eigum bara að leyfa þeim að kaupa bí a fyrir börnin ín. Ef samfélagið kemst að þeirri niðurstöð að það sé allt í lagi, fínt og siðlegt að leyfa fólki, sem á fé, að kaupa fullt af j ppum, það sé ósiðlegt ð leyfa ví að fjárfesta í menntun barnanna sinn , þá er ég búinn að missa öll te gsl við þett sam- félag. Ég he d því á hinn bóginn fram að það sé geysileg mik- ilvægt að skipuleggja enntakerfið þannig að allir eig sér jafna möguleika því mín til- finning fyrir „póet- ísku réttlæti“ er sú ð við eigum að leyfa öll- um a nýta hæfileika sína til að læra eins mikið og h gt er því ég tel að okkar samfé a haf ævintýraleg mikla möguleika í uppbyggingu á atvinnu, sem byggir ekki á neinu nema hæfi- leikum fólks.“ – Á hvað eigum við að leggja áherslu í skólakerfinu? „Ég hef ef til vill eilítið aðra skoðanir á þessu en ýmsir aðrir, en ég held því fram að það skipti í raun kki meginmáli hvað það sé sem við erum að kenna bö nun m okkar á fyrstu stigum og fram undir há- skóla. Ég er mikill stuðningsmaður almenn ar menntunar, er ikið á móti sérhæfingu mjög nemma og tel a mikil áhersla á ví inda- og tærðfræðimenntun sé svolítill mis- skilningur. Ég held því fram að við eigum að ken a okkar fólki að les góðar bókmenntir og nota og beita tungumálum, ekki síst móðurmál- inu. Northrup Fry, vel þekktur kan- adískur bókmen t fræðingur, sem skrifaði meðal annars tí amótaverk um Willia Blake, lagði mjög mikla áherslu á mikilvægi þess að vi átt- uðum okkur á því að Plató hafði rétt fyrir sér þeg r hann agði að t ngu- málið væri það tæki, sem við hugs- uðum m ð. Hann hélt því fram að eina aðferðin til þess að þjálfa hugs- un væri sú að lá a fólk lesa góðar bókmenntir. Þetta væri í raun tungumálaleikfimi og á þann hátt mætti ala í börnum sköpunargáf- una,“ segir Kári og bæt r kíminn vi að vonandi sé þetta ekki bara aðferð hjá til réttlæta það fyrir sjálf- um sér hv ð hann eyði miklum tíma í lestu bóka þótt vissulega megi g ra rá fyrir að sá möguleiki sé fyrir hendi að einhverju arki. – Hvað egir þú um samfélagsaga íslenskra skólabarna? „Aginn hér er ævintýralega lítill og stórvandamál í sjálfu sér vegna ess að samfélagið er alltaf að fresta því að setja nauðsynleg o skýr mörk. Til dæ is eru til lög um ú i- vist barna, sem ekki er framfylgt af nei um og b otin af öllum, sem set- ur mann sem foreldri í mjög erfiðar aðstæður. Í sjálfu sér r ég ekki dómbær á það hvort b in tengsl séu á milli agaleysis og slælegs árangurs íslenskra skólabarna, en hef vissu- leg af því áhyggjur að svo kunni að vera. Að sama skapi tel ég ð það sé línulegt samband milli gæða og magns, þ.e. eftir því sem ne andinn eyðir meiri tíma í skól , þeim un meira tekur hann inn af lærdómi. Hafa ber jafnframt í huga þá þjóð- félagsþróun, sem átt hefur sér stað í ve træn- um sa félögum seinni árum, þar sem báðir fo - eldr r vinna nú orðið mikið utan h imil s sem leitt hefur af sér mi ni stuðning fyrir börni heima en el a væri. Ís- lensku börnin eyða því ekki aðeins minni tíma í skól num en þar sem ég þekki til í Bandaríkj- un m og Evrópu, heldur eykst að sama skapi sá tími, sem þau eyða utan skóla og án umsjár for- eldra. Góður félags- skapur er því mjög mikils virði nú á voru látnir hlaupa um Öskjuhl ðina í leikfi ití um þar sem skólinn var svo nýr og ekk búið að byggja leik fimihús. Nákvæmlega 34 árum síðar ræða fjölmenna menntaskóla, sem hýsir unglinga, sem eru að móta af- stöðu til hreyfingar og íþróttaiðk- unar til lengri tím litið. Það þarf v rla að hafa mörg orð um það hvað það skiptir geysilega miklu máli að an- lega menningu í kringum skólan veislu í farangri sínum það sem eftir er ævinnar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Kalla þarf samfélagið allt til ábyrgðar Kári Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.