Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 53 Lögmenn Skeifunni Hef opnað lögmannsstofu í Skeifunni 19, 4. hæð, 108 Reykjavík. Þórey Aðalsteinsdóttir hdl., sími 550 3700, fax 550 3701, netfang thorey@logmenn.is Almenn lögfræðiþjónusta m.a í málum er varða:  Slysabætur  Fasteignakaup  Samkeppnisrétt  Hjónaskilnaði  Erfðarétt  Stofnun fyrirtækja ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um verfkallsboðun háskóla- kennara: „Félag háskólakennara hefur samþykkt að boða til verkfalls 2. maí nk. hafi samningar ekki náðst í viðræðum félagsins og samninga- nefndar ríkisins. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun stóð í viku og mikill meirihluti samþykkti verkfall- ið eða 83,7% þeirra sem greiddu at- kvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar er skýr vísbending um sterkan vilja félagsmanna um að ekki verði hvikað frá kröfum þeirra. Báðir deiluaðilar þurfa að sýna mik- inn samningsvilja til þess að sættir náist og ekki þurfi að koma til verk- falls. Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á stjórnvöld að beita sér fyr- ir farsælli lausn deilunnar þannig að samningar takist og háskólakenn- arar fái eðlilega leiðréttingu launa sinna. Það má ekki gerast að í fyrsta sinn í sögunni sjái háskóla- kennarar sig knúna til að fara í verkfall til að ná fram kjarabótum með hörmulegum afleiðingum fyrir nemendur skólans. Í húfi eru hags- munir á sjöunda þúsund stúdenta sem búa við mikla óvissu um fram- kvæmd prófa og afgreiðslu náms- lána. Verkfall mun lama alla starf- semi skólans og brýnt er að stjórnvöld leiti allra leiða til að slíkt gerist ekki í æðstu menntastofnun þjóðarinnar.“ Hagsmunir á sjöunda þúsund stúdenta í húfi OLÍSUMBOÐIÐ í Njarðvík hefur flutt sig um set og opnað í nýjum og glæsilegum húsakynnum á Fitja- bakka 2–4 í Njarðvík. Þar á planinu hefur einnig verið opnuð ný ÓB-stöð sem þegar er farin að selja mjög vel. Þess má geta að ÓB í Njarðvík er 10. ÓB-stöðin sem opnuð er frá því að hafinn var rekstur á þessum sjálfvirku bensínstöðvum í október 1996. Nýja umboðshúsnæðið í Njarðvík samanstendur af 400 fm lagerhús- næði og 200 fm verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Tveir stærstu verk- takarnir sem komu að fram- kvæmdunum voru Meistarahús í Njarðvík sem sá um húsbygginguna og Einar Svavarsson og synir og Malbikunarstöð Suðurnesja sem sáu um lóðaframkvæmdir. Verkfræði- stofa Suðurnesja sá um hönnun og eftirlit með framkvæmdunum ásamt Raftæknistofunni og Fjarhitun. Umboð Olís í Njarðvík var form- lega stofnað árið 1958 og var stað- sett að Hafnarbraut 6 þar til nú. Umboðsmaður í Njarðvík er Steinar Sigtryggsson. Nýju húsakynni Olísumboðsins í Njarðvík á Fitjabakka 2–4. Ný ÓB-stöð opnuð í Njarðvík Á FUNDI bæjarstjórnar Sandgerð- isbæjar þann 4. apríl sl. var eftirfar- andi tekið fyrir og bókað: „Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að fella út ákvæði laga um krókabáta sem koma á til fram- kvæmda 1. september 2001. Það rekstrarumhverfi sem skap- aðist með tilkomu útgerðar á smærri bátum hefur gert það að verkum að fjölmörg fyrirtæki hafa sprottið upp og rennt stoðum undir byggðir við sjávarsíðuna. Þessa þróun má rekja til þess að stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leita sátta við smábátaeigendur í viðkvæmu en afar alvarlegu máli fyr- ir umræddar byggðir. Öflug smábátagerð er einn helsti lykillinn að aukinni sátt um fyrir- komulag fiskveiða ásamt því að gegna fjölþættu hlutverki í atvinnu-, félags- og efnahagslífi smærri út- gerðarstaða. Bæjarstjórn telur einnig rétt að benda stjórnvöldum á að Sandgerð- isbær hefur þurft að horfa á eftir nær öllum kvóta frá einni af öflug- ustu útgerðarstöð landsins. Bæjar- félagið á því nú meira en nokkru sinni undir því að smábátaútgerð haldist á svæðinu og eflist frekar frá því sem nú er.“ Vilja fella út ákvæði um krókabáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.