Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 41 NÝTT Í SÖLU DALHÚS - PARHÚS + BÍLSKÚR Glæsilegt 211 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Eldhús með glæsilegum innréttingum, borðstofa og stofa með parketi. Flísalagt bað með baðakri og sturtuklefa. 4 svefnh. á efri hæð og eitt mjög stórt á neðri hæð. Stórar suðursvalir. Góð afgirt útiverönd. Frábær staðsetning. Öll þjónusta í næsta nágrenni. Áhv. 6,5 millj. Verð 22,9 millj. Tilv.27360-1 RAUÐALÆKUR - HÆÐ + BÍLSKÚR Tæplega 140 fm hæð auk 23 fm bílskúrs. Stór stofa og borðstofa með parketi. Rúmgott eldhús. Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Tvö til þrjú barnaherbergi. Sérþvotthús á hæðinni. Tvennar svalir. Áhv. 7,8 millj. Verð 15,9 millj. Tilv.15622-2 SÓLHEIMAR - LYFTUHÚS Vorum að fá í einkasölu fallega 3ja herbergja 85,2 fm íbúð á 11. hæð. Íbúðin er mikið endurnýjuð, nýtt eldhús og bað, parket, skápar o.fl. Stórfenglegt útsýni yfir borgina. Verð 11,5 millj. Tilv - 28029-1 Bæjarflöt Glæsilegt nýlegt hús fyrir atvinnustarfsemi eða fjárfesta og þá með leigusamningi Vorum að fá í sölu ákaflega vandað og nýlegt atvinnu- húsnæði við Bæjarflöt í Graf- arvogi. Um er að ræða u.þ.b. 1.440 fm húsnæði sem skiptist í 1.100 fm lager- skemmu með allt að 8 m lofthæð og þrennum inn- keyrsludyrum, 330 fm sýn- ingarsal og skrifstofur og 87 fm kaffistofu og starfsmannaað- stöðu. Húsið er byggt úr límtré og er klætt að utan með málm- klæðningu og með álgluggum. Húsið stendur á stórri malbikaðri hornlóð með góðri aðkomu og góðu athafnasvæði. Getur hentað undir ýmiss konar atvinnustarfsemi. Fjárfestar geta ath. þessa eign því að seljandi er jafnvel tilbúinn að gera langtímaleigusamn- ing um eignina og greiða markaðsleigu. Gott áhvílandi lán. Allar nánari upplýsingar gefur Stefán Hrafn. V. 125,0 m. 1411 Vilhjálmur Bjarnason sölumaður Haraldur R. Bjarnason sölumaður Elvar Gunnarsson sölumaður Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir skjalafrágangur Nanna Dröfn Harðardóttir ritari Salómon Jónsson löggiltur fasteignasali - heilshugar um þinn hag Suðurlandsbraut 50  108 Reykjavík  sími 533 4300  Fax 568 4094 Gullsmári 2 - Kópavogi Mjög falleg 93 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í snyrtilegu og vel byggðu litlu fjölbýli. Eikarparket, vandaðir eikar- skápar og eikarinnréttingar. Þvottahús innan íbúðar. Góðar ca 12-13 fm flísalagðar suðursvalir. Laus 1. 6. 2001. Mjög falleg og góð íbúð. Áhv. 5,2 m. Verð 13,9 m. Bryndís og Heiðmundur sýna ykkur íbúðina frá kl 12–15 í dag, sunnudag. Verið velkomin. Opið hús Smárarimi 52 Sérbýli á tveimur hæðum með bílskúr. Mjög falleg og fjölskylduvæn íbúð á mjög rólegum stað. 4 góð svefnherbergi. Fallegt eldhús með náttúru- flísum á gólfi, gashellur, amerískur ísskápur fylgir, öll tæki stállituð. Góð stofa og borðstofa með parketi. Þórunn og Jón Árni sýna í dag milli kl. 14 og 17. FÉLAG FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is 530 1500 TIL SÖLU EÐA LEIGU VIÐ FISKISLÓÐ Til sölu eða leigu er þessi glæsi- lega bygging, sem að hluta til verð- ur á tveimur hæðum með steyptu millilofti og að hluta til á einni hæð með allt að 9 metra lofthæð. Húsið er samtals 1.770 fm. Byggingarreit- ur hússins er 25x40 metrar þannig að grunnflötur hússins er u.þ.b. 1.225 fm. Húsið býður upp á fjölbreytta nýting- armöguleika og er mjög vel staðsett við sjávarkantinn. Til afhendingar í sumar. Uppl. veitir Brynjar á skrifstofu Eignasölunnar Húsakaupa. Glæsileg 103 fm lúxusíbúð á götuhæð með sérinngangi í þessu fallega húsi. Stórar stofur, 2 rúmgóð svefnherb. Vandaðar innréttingar, merbau-parket og flísar á gólfum. Þvottahús í íbúð. Sérverönd út af stofu í suðvestur. Íbúðin hentar eldri borgurum mjög vel, örstutt í þjónustu- miðstöð. Áhv. 5,1 millj. húsbréf. Eign í algjörum sérflokki. Aflagrandi - sérhæð Híbýli, fasteignasala, Suðurgötu 7, sími 585 8800, gsm 864 8800. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Lundarbrekka 4 - Kópavogi, íbúð 201. Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þessa fallegu 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð. Sérinn- gangur er af svölum. Íbúðin er til afhendingar fljót- lega. Áhv. 5,0 millj. Verð 10,9 millj. Helga og Baldur bjóða ykkur velkomin. Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Ég get ekki orða bundist. Við vinirnir vorum að minnast Bobba og allar sög- urnar sem í hugann komu, skemmtileg at- vik, hver og einn okk- ar hefði getað ritað sína eigin minningargrein með sínum eigin minningum. En ekki eru þær til- komnar vegna þess að Bobbi hafi borist svo mikið á eða leitað í sviðs- ljósið heldur eiginlega þvert á móti, því hæglátur er orð sem lýsti honum vel. Með því að vera sá sem hann var markaði Bobbi djúp spor í huga þeirra sem hann þekktu. Hegðun hans, framkoma og viðmót við aðra voru þannig að ég hef engum öðr- um hans líkum kynnst. Aldrei sá ég hann reiðast, aldrei heyrði ég hann segja ljótt orð við nokkurn mann eða tala illa um aðra. Það var eins og svo margar neikvæðar hlið- ar sem ég þekki í mér sjálfum og öðrum væru ekki til í honum. Hann fékk heldur aldrei nokkurn mann upp á móti sér og í raun voru einu skiptin sem mönnum ekki þótti vænt um Bobba augnablikið þegar hann var nýbúinn að sóla þá upp úr skónum eða verja frá þeim skot sem þeir reiknuðu inni. Því reiði, sært stolt, svekkelsi, allt að því öf- und, þetta var ekki til hjá Bobba en okkur hinum, og við hefðum mátt vera duglegri að læra af hon- um að gera bara betur ef eitthvað gekk ekki og að vera ekki að svekkja okkur þegar aðrir gerðu vel. Samt verður að viðurkennast að töfrarnir í tánum á Bobba hlutu að vekja viðbrögð af öllu tagi, ekki að- eins aðdáun. Ég varð sjálfur oft fyrir barðinu á honum og skil því hvernig menn gátu svekkt sig. Og eitt lítið dæmi af æfingu hjá Knatt- spyrnufélagi Hraustra Íslendinga; Bobbi er með boltann á eigin punktalínu og leggur af stað upp völlinn og klobbar fyrsta mótherj- ann sem mætir honum, líka þann næsta og loks þann þriðja og send- ir loks boltann á milli fóta mark- varðarins í netið. Menn hlógu mik- ið á bekknum, samherjar Bobba auðvitað og, er þeir höfðu náð sér, þeir sem hann fór svona illa með líka. Menn hristu hausinn: Hvernig var þetta hægt? Hláturinn sem þessi töfrabrögð Bobba vöktu staf- aði fyrst og fremst af undrun, vantrú, viðbrögðum við því óvænta og ómögulega sem menn sáu þarna gerast, en líka af aðdáun og hrifn- ingu. Ekki eins og svo oft er með hlátur að maður hlær að óförum annarra heldur eins og barnið hlær því lífið er enn ekki hætt að koma því á óvart og barnið sér þær skemmtilegu hliðar sem svo oft glatast með sakleysinu. Þannig var Bobbi, hann laðaði fyrirhafnarlaust fram það besta í mönnum og sýn hans á lífið auðg- aði þá sem fengu að njóta hennar. Ég minnist þeirra skipta sem hann bauð mér með sér á rúntinn, við spjölluðum saman um heima og geima og þó orðaflaumurinn í mér væri meiri var kannski meira vit í því sem Bobbi lagði til málanna, og mikið var hlegið þessi skipti. Stundum brugðum við okkur í bíó, ef myndin reyndist léleg hafði ég allt á hornum mér en Bobbi sagði bara: Ég verð að velja mynd næst. Eitt slíkt skipti áttaði ég mig á því að það var hann sem hafði valið þessa lélegu mynd og hafði orð á því við hann. Allt og sumt sem hann svaraði því var: Ég verð þá að velja betri mynd næst. Bobbi í hnotskurn, ekkert röfl bara gera ÞORBJÖRN EIRÍKSSON ✝ Þorbjörn Eiríks-son fæddist á Ísa- firði 20. maí 1959. Hann lést á Land- spítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. apríl. betur. Bobbi var traustur vinur og áreiðanlegur, ég lét ósjaldan reyna á það, og hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa öllum. Til dæms veit ég ekki til þess að nokkur vina okkar hafi flutt búferlum án þess að Bobbi hafi verið þar mættur til að bera út og inn þvottavélar og píanó og skápa. Eins treysti hann vinum sínum, ég kynntist því vel þau tvö skipti sem ég dvaldi með hon- um utan lands. Bobbi var ekki sleipur í erlendum tungumálum og verandi alltaf á sínum eigin bíl hér heima gaf ekki mikið fyrir að ætla að læra á almenningssamgöngu- kerfi eins og þau gerast í erlendum stórborgum. En hann fór með hvert sem farið var, að nóttu sem degi, og ef hann sá eitthvað sem hann vildi skoða betur, eitthvað sem hann vildi kaupa, eitthvað sem vakti athygli hans, hnippti hann í mig: Einar Þór, bíddu aðeins ... Ekki löngu fyrir jól fórum við í smábíltúr og ég auðvitað spurði hvernig hann hefði það og Bobbi sagði: Ég sagði það við þig að ég ætlaði að koma aftur til að sparka í þig í boltanum og ég sagði það við mömmu að ég myndi sigrast á þessu. Svo mörg voru þau orð, eng- ar langar sögur um þá þrauta- göngu sem hann gekk eða hvað hann leið, heldur ákveðni og festa og ákveðinn húmor, því þótt hann væri hæglátur þá gaf hann ekkert eftir og alltaf þessi innilega hlýja og einlægni. Bobbi kom aftur þó ekki spark- aði hann í mig og hann sigraðist um stund á sínu meini en meinið tók sig upp í nýrri mynd og eftir það var baráttan erfið. Fyrir fjöl- skyldu og vini er það lítil huggun að dauðinn hafi að lokum verið honum líkn en hvað grípur maður ekki í til að hugga sig við. Eins veit ég að ég þarf ekki að hafa fyrir því að varðveita minningarnar um Bobba, þær geyma sig sjálfar; svo greyptar í huga mér eru þær. Ein- ar Garibaldi, Konný og Eiríkur, hugur minn er líka hjá ykkur þessa dagana og ég votta ykkur samúð mína. Einar Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.