Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 1
26 MORGUNBLAÐIÐ 8. APRÍL 2001 83. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 erðalögPáskaegg og messa bílarÚlfur í sauðargæru börnVissuð þið... bíóFramtíðarvonin Sælkerar á sunnudegi Lífið er krákuskel Einföld kræklinga súpa og hvítlauks og tómatmariner- aðar krákuskeljar Sunnudagur 8. apríl 2001 Prentsmið Morgunblaðsi agnar Ingibergsson hefur lært listina að ða en vera þó ævinlega í viðbragðs- ðu. Hann er einn fárra Íslendinga í her- mennsku og er að ljúka 7 mánaða vist með sænska hernum í Kosovo. Kjartan Þorbjörnsson (Golli) og Urður Gunnarsdóttir fylgdust með Ragnari og félögum hans í þessu ð h ð h ð 10 Biðstaða á Balkanskaga Áhrif verslunar- miðstöðva 10 20 MENNINGUNA Í ÖNDVEGI Á UPP- LÝSINGATÆKNIÖLD Lykillinn að góðum ár- angri að velja réttu sjúklingana Morgunblaðið/RAX Vetur konungur heldur enn föstum tökum í ríki sitt á Snæfellsnesi þó að vorið sé farið að láta á sér kræla annars staðar á landinu. EINN úlfur slapp undan norskum veiðimönnum sem undanfarið hafa leitað þeirra tíu úlfa sem ríkið leyfði að yrðu veiddir. Veiðitímabilinu lauk á föstu- dag og höfðu þá níu úlfar verið skotnir síðan tímabilið hófst þann 10. febrúar. Leiðtogi úlfaflokksins, sem nefndur hefur verið Martin, slapp hins vegar undan þeim 24 veiði- mönnum sem útnefndir voru til starfans af ríkinu. Úlfurinn var nefndur Mart- in eftir Martin Schanche, ein- um ákafasta andstæðingi veið- anna. Schanche gekk svo langt að sækja um pólitískt hæli fyr- ir nafna sinn í Svíþjóð. Umhverfisverndarsamtök hafa mótmælt veiðunum harð- lega og segja úlfa enn í útrým- ingarhættu en bændur eru þeim hlynntir og segja að úlfar hafi drepið 612 kindur á síð- asta ári. Snjóbráð gerði veiðimönn- um erfitt fyrir að rekja slóð úlfsins og er talið að hann hafi komist undan og leiti sér nú félaga. Veiðimennirnir skutu flesta hina úlfana úr þyrlum en venjulega er bannað að veiða dýr með þeim hætti í Noregi því það er talið siðferðislega rangt. Veiðin er talin hafa kostað skattborgara um 3 milljónir nkr., andvirði um 30 milljóna ísl. kr. Deilt um fjölda úlfa Norska umhverfismálaráðu- neytið segir að úlfarnir hafi fjölgað sér of mikið síðan Norðmenn og Svíar ákváðu í sameiningu að reyna að fjölga í stofninum í suðurhluta Skandinavíu um miðjan síð- asta áratug, um öld eftir að þeim var nær útrýmt þar. Það segir nú um 100 úlfa á þessum slóðum sem haldi sig yfirleitt í tíu úlfa hjörðum. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar eingöngu 30– 40 úlfa í Noregi. Úlfurinn Martin Komst undan veiði- mönnum Ósló. Reuters. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, og Jiang Zemin, forseti Kína, höfðu í gær bréf til skoðunar sem embættismenn ríkjanna hafa sett saman og gæti leitt til lausnar deilunnar vegna áreksturs banda- rískrar njósnavélar og kínverskrar herflugvélar. Í bréfinu er áreksturinn harmaður. Bréf sem kínversk stjórnvöld sendu þeim bandarísku, og gert var opinbert í gær, gæti þó sett strik í reikninginn. Í því segir að ekki sé nóg að harma áreksturinn, afsökunar- beiðni Bandaríkjamanna sé nauðsyn- leg. Þrátt fyrir að vissrar bjartsýni gætti í gær um að lausn deilunnar væri í nánd benti háttsettur embætt- ismaður í Bandaríkjastjórn á það í samtali við AP-fréttastofuna á að lausn slíkra deilna væri mjög flókið verk og lítið þyrfti að bregða út af til að allt væri í járnum á ný. Í fyrrnefnda bréfinu eru lagðar lín- ur skoðanaskiptum ríkjanna á því hvað orsakaði slysið. Kínverjar hafa haldið því fram að bandaríska vélin sé orsakavaldurinn en því vísa Banda- ríkjamenn á bug. Bréfið greiðir einnig leiðina fyrir lausn áhafnar bandarísku vélarinnar sem haldið hefur verið fanginni, á Hanain-eyju í Kína, síðan hún neyddist til að nauðlenda vélinni í kjölfar árekstursins sl. sunnudag. Í síðarnefnda bréfinu, sem Qian Qichen, varaforseti Kína, sendi Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, segir hins vegar að yfirlýsingar Bandaríkjamanna hafi hingað til ver- ið „ófullnægjandi,“ og Kínverjar séu „mjög óánægðir með það“. Í bréfinu er þess krafist að Bandaríkin biðji Kínverja afsökunar, afsökunarbeiðni sé lykillinn að lausn deilunnar. John Warner, formaður varnar- málanefndar öldungadeildar banda- ríska þingsins, sagði í samtali við AP að orðalag bréfsins sem forsetarnir tveir hefðu til skoðunar væri þess eðl- is að báðir aðilar gætu vel við unað. Talið er að það verði ekki undirritað af Bush, heldur sendiherra Banda- ríkjanna í Kína, Joseph Prueher. Bandaríkin og Kína harma árekstur flugvéla í drögum að yfirlýsingu Lausn deilu í sjónmáli? Haikou, Washington. AFP, AP. UPPÁKOMUNUM í bresku kon- ungsfjölskyldunni virðist seint ætla að linna. Það nýjasta varðar Sophie, eiginkonu Játvarðar prins, og varð einum ráðherra bresku ríkisstjórn- arinnar tilefni til að kalla fjölskyld- una „samsafn af aulabárðum“ sem ekki ætti að styrkja með almannafé. Þau Játvarður og Sophie, jarlinn og greifynjan af Wessex, voru í heimsókn í Qatar við Persaflóa á dögunum og þar átti hún samtal við „arabískan fursta“, eða mann sem kynnti sig þannig, og lét þá móðan mása um menn og málefni. Meðal annars var hún sjálf ekki frá því að hún minnti um margt á Díönu heitna og hafði fátt fallegt að segja um tengdafólkið og aðra frammá- menn, til dæmis Tony Blair for- sætisráðherra. „Arabíski furstinn“ var blaða- maður á News of the World í dul- arklæðum og samtalið var síðan notað til að neyða Sophie til að veita blaðinu einkaviðtal. Sá samningur er þó líklega úr sögunni því að tvö önnur bresk blöð komust yfir og hafa birt útdrætti úr samtalinu milli Sophie og „furstans“. Annað með „viðhengin“ Kim Howells, neytendaráðherra í bresku stjórninni, sagði í fyrradag að breska konungsfjölskyldan hefði ávallt verið „samsafn af aulabárð- um“ sem oft hefðu valið sér hálf- undarlegt fólk til fylgilags og væru eins og utangátta í nútíma- samfélagi. Engin ástæða væri til að greiða með fjölskyldunni af al- mannafé enda væri hún ein sú rík- asta í heimi. David Davis, einn þing- manna Íhaldsflokksins, sagði að mikilvægt væri að styðja drottn- inguna, drottningarmóðurina og Karl prins en um „viðhengin“ gegndi kannski öðru máli. Við þetta bætist síðan að Játvarð- ur er í stjórn kvikmyndafyrirtækis og Sophie í stjórn almannatengsla- fyrirtækis og hafa þau verið sökuð um að reka erindi þeirra í opinber- um heimsóknum. Ummæli Sophie, eiginkonu Játvarðar prins, hneykslunarhella í Bretlandi Leysti frá skjóðunni við „arabískan fursta“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.