Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
eiginlega „sía“ sé við lok grunn-
skólans, eins og tíðkaðist hér áður
fyrr þegar nemendur gátu ýmist
valið milli landsprófs eða þriðja og
fjórða bekkjar í gagnfræðaskóla,
þá er nú síað á fyrsta ári í mennta-
skóla. Fjögurra ára menntaskóla-
nám gerir það að verkum að ís-
lensk ungmenni fara seinna í
háskólanám en tíðkast víða erlend-
is og er það mat margra að ef tím-
inn væri betur nýttur í grunnskól-
anum, væri ef til vill hægt að stytta
menntaskólanámið um eitt eða tvö
ár. Sömuleiðis virðist sem áhersla
á töku stúdentsprófs, án tillits til
þess hvað einstaklingurinn ætlar
sér að fást við í framtíðinni, sé
óhóflega mikil í okkar samfélagi.
Sem dæmi um þetta má nefna að
nemendur með stúdentspróf, t.d. af
ferðabrautum, sækja í ferða-, rit-
ara-, tölvu- og bókhaldsnámskeið í
einkaskólum sem auðvelt hefði ver-
ið að komast í án stúdentsprófs.
Einnig er þó nokkuð algengt að
nemendur ljúki stúdentsprófi úr
fjölbrautaskóla og fari síðan í
framhaldsnám í iðnskóla sem hægt
hefði verið að stunda strax að
loknu grunnskólanámi.
Samkvæmt fræðslulögum eru
lagðar sömu skyldur á herðar
menntaskólum og fjölbrautaskólum
Meðal háskólakennara heyrast þær
raddir að stúdentspróf búi íslenska
nemendur ekki nægjanlega vel
undir háskólanám sem telja má
fremur athyglivert í ljósi þess hve
seint þeir hefja háskólanámið. Fall
á fyrsta ári í háskóla sé töluvert og
erfiðleikum sé bundið að fara yfir
námsefnið þar sem marga skorti
grunnþekkingu sem þeir ættu með
réttu að hafa úr menntaskólum.
Meðal háskólakennara er einnig al-
gengt að heyra fólk ræða „gæði“
mismunandi menntaskóla og virð-
ast þeir hafa ærið misjafnt orð á
sér sem segir sitt um samræming-
arferli mennta- og fjölbrautaskól-
anna.
Ný hugmyndafræði
í grunnskóla
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, for-
maður Félags grunnskólakennara,
segir að nýr kjarasamningur milli
kennara og sveitarfélaga, sem taka
mun gildi næsta haust, leiði til
nýrrar hugmyndafræði á grunn-
skólastigi. Markmið samningsins
er m.a. að draga úr miðstýringu og
færa valdið í hendur skólanna
þannig að kennarar og skólastjórn-
endur beri meiri ábyrgð á skóla-
starfi og þróun á hverjum stað.
„Þegar farið var að tala um að
færa grunnskólann frá ríki til
sveitarfélaga, voru kennarar því
andsnúnir. Ég tel hinsvegar, þegar
litið er til baka, að flutningur
grunnskóla yfir til sveitarfélaga
hafi verið jákvætt skref fyrir alla
aðila þar sem hann leiðir til minni
miðstýringar af hálfu ríkisins og
meiri nálægðar við þá sem veita
þjónustuna. Næsta skref er að end-
urskoða grunnskólalögin og laga
þau að þeim breytingum, sem
sveitarfélög og skólar hafa komið á
og nýir kjarasamningar kennara
kalla eftir. Að sama skapi er aðal-
námskrá grunnskóla of miðstýrð
þótt hún sé vissulega metnaðarfull
og góð að mörgu leyti. Ríkið þarf
að losa um þá miðstýringu, sem
felst í henni svo að auka megi í
reynd frelsi og sveigjanleikann í
skólastarfi.
Guðrún Ebba segist vera sann-
færð um að hægt sé að nýta skóla-
árið betur til þess að stytta leiðina
að stúdentsprófi, en það sé hreint
og klárt kjarasamningamál. Að
sama skapi er hún persónulega
fylgjandi því að tungumálanám
hefjist mun fyrr en nú er. Leik-
skólar, grunnskólar og framhalds-
skólar ættu að hafa náið samstarf
og hún telur jafnframt að þriggja
mánaða sumarfrí íslenskra skóla-
barna sé tímaskekkja. Kjarasamn-
ingurinn felur í sér tíu fleiri skóla-
daga nemenda en grunnskólalögin
kveða á um. Tilgangur með fleiri
skóladögum er fyrst og fremst sá
að auka fjölbreytni skólastarfsins
og einnig að koma til móts við
þarfir og kröfur samfélagsins. „Tíu
mánaða skólaár er svo róttæk
breyting að þjóðfélagið allt yrði að
laga sig að henni. Það verður hins-
vegar að segjast eins og er, að við
höfum ekki búið við eðlilegt ástand
á undanförnum árum. Á sama tíma
og nemendum fjölgar, vantar alltaf
fleiri og fleiri kennara og í vetur
eru leiðbeinendur um 20% af þeim
sem stunda kennslu í grunnskól-
anum. Þar af er stór hluti með nán-
ast enga starfsreynslu og margir
með litla menntun, jafnvel ekki
stúdentspróf. Að auki erum við
með falinn kennaraskort þar sem
dæmi eru um að kennarar kenni
eina og hálfa stöðu. Það segir sig
sjálft að svona ástand er ekki eðli-
legt. Áður en við hugleiðum frekari
lengingu á skólaárinu, þurfum við
að ráða bót á þessu vandamáli ís-
lenskra grunnskóla. Það verður að
vera algjört forgangsatriði að
tryggja skólunum vel menntaða
kennara.
Kalla þarf fleiri til ábyrgðar
Við gerð nýja kjarasamningsins
höfðu samninganefndir kennara,
skólastjóra og sveitarfélaga m.a.
nýja aðalnámskrá til hliðsjónar,
markmiðsgrein grunnskólalaganna
og nýjar áherslur í skólastarfi.
Skólastarfið á að leggja grundvöll
að sjálfstæðri hugsun nemenda og
þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við
aðra. Skólinn hefur verið að þróast
frá kennslustofnun í lærdómsstofn-
un þannig að nemandinn beri meiri
ábyrgð á námi sínu; að hann læri
að læra. Kennarinn á að vekja og
viðhalda áhuga nemenda á námi og
veita þeim innblástur og hand-
leiðslu í þekkingarleit þeirra.
„Þessu hlutverki kennarans viljum
við lýsa sem forystuhlutverki, að
hann sé leiðtogi í námi nemandans.
Kennararnir eiga auk þess bæði
hver fyrir sig og sameiginlega að
bera meiri ábyrgð á starfi skólans
og skólaþróun á hverjum stað.
Vinnutímaskilgreiningu kennara
var breytt í þessu sambandi og
þannig losað um ákveðnar hömlur
og stýringu í kjarasamningi og út-
færslan færð út í skólana. Í skól-
unum eru viðbótarlaunaflokkar,
sem eru tilkomnir til að hægt sé að
meta störf kennara, ábyrgð, álag
og persónulega færni þeirra í rík-
ara mæli en áður var.
Niðurstöður skoðanakönnunar,
sem Félag grunnskólakennara stóð
fyrir í fyrra, leiddu í ljós að konur í
kennarastétt á aldrinum 40–50 ára
væru jákvæðastar gagnvart breyt-
ingum á vinnutíma. Minnihluti
karla vildi breyta vinnutímanum og
þeir voru almennt sáttir við vinnu-
tímaskilgreininguna. Konur í kenn-
arastétt gerðu hærri kaupkröfur
en karlarnir. Um 45% karlanna
voru í öðru launuðu starfi á starfs-
tíma skóla, en 17% kvennanna
sinntu öðru starfi samhliða skóla-
starfinu. Tæp 70% karla í kenn-
arastétt voru í öðru launuðu starfi
á sumrin, en 26% kvenna.“
Guðrún Ebba ítrekar að skóla-
starf eigi að vera í sífelldri þróun
og að endurmenntunaráætlanir
skóla séu m.a. til þess að gera það
markvissara. Guðrún Ebba telur
mikilvægt að kalla fleiri til ábyrgð-
ar enda sé grunnskólinn einn af
hornsteinum þjóðfélagsins og þró-
un skólastarfs lykillinn að framtíð-
inni. Í sameiginlegri stefnuyfirlýs-
ingu, sem samningsaðilar kynntu í
byrjun desember sl., kemur fram
að ætlunin sé að stofna sérstakt
„grunnskólaráð“ sem hafi það hlut-
verk að stuðla að stöðugri þróun
grunnskólans og efla hlutverk hans
í samfélagsþróuninni í takt við vax-
andi mikilvægi þekkingar og hæfni.
Lagt er til að Samband íslenskra
sveitarfélaga bjóði tilteknum hags-
munaaðilum að taka þátt í stofnun
ráðsins, þar á meðal fulltrúum at-
vinnulífsins, háskóla, framhalds-
skóla, leikskóla, foreldra, kennara,
skólastjórnenda og nemenda auk
menntamálaráðherra.
Að lokum segir Guðrún Ebba að
í nýjum kjarasamningi felist tæki-
færi fyrir skólana til að bæta
skólastarfið. Kjarasamningurinn
gerði það ekki einn og sér heldur
væri það fagfólksins, kennara og
skólastjórnenda, að hrinda honum í
framkvæmd. „Við vildum fara nýj-
ar leiðir í samningagerðinni til að
beina umræðunni um grunnskól-
ann í jákvæðari farveg en hingað
til. Mér finnst að allir sem á ein-
hvern hátt tengjast skólanum eigi
að leggjast á eitt og setja málefni
grunnskólans í forgang, börnin
okkar eiga það skilið.“
Börn fá of litla þjónustu
„Þar sem langflestir foreldrar
vinna orðið utan heimilis, hefur
uppeldishlutverkið í auknum mæli
verið að færast yfir til skólanna án
þess að þeim hafi verið gert kleift
að mæta þessu nýja hlutverki sínu
með raunverulegum heilsdagsskóla
sem þýðir að nemendur fái mark-
vissa aðstoð í skólunum eftir að
kennslu þeirra er lokið og heitan
hádegismat. Samfélagið hefur ekki
axlað aukna ábyrgð samfara
breyttum þjóðfélagsháttum og
ennþá fá börnin of litla þjónustu í
skólunum. Ég trúi því að þetta
komi til með að breytast með að-
komu sveitarfélaganna að grunn-
skólanum enda eru neytendurnir
þá í beinni tengslum við það yf-
irvald, sem veitir þjónustuna. Að
sama skapi hefur tómstundanám af
ýmsum toga verið að flytjast inn í
sjálfa skólana, sem er bæði jákvæð
og eðlileg þróun, þar sem allar at-
huganir hníga í þá átt að þeir nem-
endur, sem stunda krefjandi frí-
stundanám, standi sig betur í skóla
en aðrir og lendi síður á refilstig-
um,“ segir Sölvi Sveinsson, skóla-
meistari í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla og formaður Félags ís-
lenskra framhaldsskóla.
Sölvi er á þeirri skoðun að nem-
endur á unglingastigi í grunnskóla
hafi ekki nóg við að vera í skól-
anum og því þurfi að virkja betur
þann kraft, sem býr í unglingum á
gelgjuskeiði. Hann gagnrýnir einn-
ig framkvæmd samræmdra prófa í
10. bekk og segir þau ekki vera til
þess fallin að sýna hvar nemendur,
kennarar og skólar standa best að
vígi í samanburði við aðra. Þau
byggi aðeins upp spennu hjá
krökkunum allan veturinn og séu
feiknanlega stýrandi fyrir skóla-
starfið. „Samræmd próf skila mest-
um árangri þegar þau koma með
stuttum fyrirvara og jafnvel á öll-
um skólastigum. Nemendur geta,
frá og með næsta ári, valið á milli
sex greina þegar kemur að töku
samræmdra prófa. Nemendur
þurfa eftir sem áður að taka sam-
tals fjögur próf, en sá sem ætlar
engum dyrum að loka í framhalds-
skóla ætti í reynd að fara í öll próf-
in og fá ekki undir 6,0 í neinu
þeirra.“
Neikvæð viðhorf til
starfsnáms
Langflestir foreldrar eru með
þær væntingar nú orðið fyrir hönd
barna sinna að þau verði stúdentar
þótt hér á árum áður hafi menn
talið að bókvitið yrði ekki í askana
látið. Starfsnám hefur goldið þessa
og eru viðhorf til starfsnáms al-
mennt neikvæð, þveröfugt við það
sem tíðkast í löndum eins og
Þýskalandi, Englandi og Frakk-
landi þar sem starfsmenntun nýtur
virðingar. Þegar Íslendingar fóru
að trúa því að bókvitið yrði í ask-
ana látið, hafa menn flykkst í bók-
nám, jafnvel án þess að hafa nauð-
synlega undirstöðu fyrir slíkt nám.
Á Íslandi hafa langflestir nemend-
ur, sem flosnað hafa upp úr námi,
gengið beint inn í ágætlega launuð
störf á vinnumarkaðinum á meðan
brottfallsnemendur annarra Norð-
urlanda hafa gjarnan farið beint á
atvinnuleysisskrá þar sem atvinnu-
lífið vill síður taka við starfsfólki
án formlegrar menntunar af ein-
hverju tagi. Hér á landi er þessi
krafa af hálfu atvinnurekenda ekki
eins áberandi, að sögn Sölva, held-
ur væri viðhorfið það að skólarnir
kenndu mönnum íslensku og kurt-
eisi á meðan atvinnurekendur sæju
um hitt. „Það vantar á hinn bóginn
námsframboð sem atvinnulífið við-
urkennir og metur til launa. At-
huganir benda til að eftir því sem
starfsfólk fyrirtækja hefur minni
menntun, þeim mun hraðari er
starfsmannaveltan sem þýðir að öll
skólaganga leiðir til þess að fyr-
irtækin eru að fá tryggara starfs-
fólk.“
Sérstakt átak stendur nú yfir til
eflingar starfsmenntunar í landinu,
en með nýju framhaldsskólalögun-
um voru sett á stofn 14 starfs-
greinaráð, sem í sitja fulltrúar at-
vinnulífsins og skólamenn, til að
gera tillögur um skipulag starfs-
náms í landinu. Samkvæmt nýju
lögunum skal vera hægt að ljúka
öllu starfsnámi með stúdentsprófi
sem greiðir mönnum leið til frekari
menntunar. Sölvi telur líklegt að
lögð hafi verið of lítil áhersla á
starfsnámið vegna þess að það sé
dýrara en bóknám. Vel ætti hins-
vegar að geta tekist til með þróun
starfsgreinabrauta enda hafi að-
sókn ekki látið á sér standa þar
sem byggt hafi verið myndarlega
yfir starfsnám, t.d. í kringum
ferðamálin og matvælabrautir við
Menntaskólann í Kópavogi.
Meiri námsráðgjöf
og starfsfræðsla
Sölvi segist vera beggja blands í
afstöðu sinni til styttingar fram-
haldsskólans og efast um að 18 ára
unglingar hafi í reynd þann þroska
sem til þarf til að takast á við
kröfuríkt framhaldsnám, jafnvel úti
í hinum stóra heim. „Ef hinsvegar
grunnskólabörn á Íslandi fengju
sama tímafjölda og börn í ná-
grannalöndunum og ef grunnskól-
inn yrði rekinn sem raunverulegur
heilsdagsskóli í stað þess að vera
hálfsdagsskóli og hálfsdagsgæsla,
þá má ef til vill hugsa sér að það
mynduðust forsendur fyrir stytt-
ingu framhaldsskólans. Í tengslum
við raunverulegan heilsdagsskóla
gætu einnig myndast forsendur
fyrir því að hefja tungumála-
kennslu fyrr en nú er gert enda
færu börn létt með að læra tvö til
þrjú tungumál í einu. Það þarf
hinsvegar að gæta þess að nem-
endur séu orðnir vel færir á sitt
eigið móðurmál áður en fleiri
tungumálum er bætt inn í orða-
forðann því nemandi sem lærir
ekki að lesa á sínu eigin móður-
máli, verður aldrei fljúgandi læs á
önnur tungumál. Það er ekki síður
nauðsynlegt fyrir eyþjóð, eins og
okkur, að standa sterkum fótum í
okkar eigin tungu til þess að við
megum halda reisn okkar og virð-
ingu sem sjálfstæð þjóð, en við
blasir að allar þær smáþjóðir, sem
hafa týnt tungumáli sínu, hafa jafn-
framt glatað með einum eða öðrum
hætti sjálfsvirðingu sinni og sjálfs-
forræði.“
Þegar Sölvi er spurður hvað sé
til ráða við miklu brottfalli ís-
lenskra framhaldsskólanema, segir
hann að leggja þurfi miklu meiri
áherslu á námsráðgjöf í grunnskóla
en nú sé gert og starfsfræðsla eigi
að vera lifandi hluti náms allt frá
12 ára aldri. „Námsráðgjöf er enn
meira aðkallandi í tengslum við
flókið val í grunnskóla í samræmd-
um prófum. Nemendur þurfa að
standa á eins traustum grunni og
kostur er og það verður ekki nema
námsráðgjöf verði efld. Námsráð-
gjafar í grunnskólum hafa, hygg
ég, of lítið svigrúm fyrir náms- og
starfsfræðslu þar sem svo mörg
þyngri mál berast þeim, mál sem í
raun varða sérfræðingsþjónustu,
t.d. sálfræðinga.“ Sömuleiðis telur
Sölvi að breyta þurfi því rótgróna
viðhorfi í þjóðfélaginu að bóknám
sé merkilegra en starfsnám. At-
vinnulífið þurfi að gera meiri kröf-
ur um formlega skólagöngu til fjöl-
margra starfa, t.d. mætti hugsa sér
að til staðar væru námsbrautir sem
undirbyggju menn undir það sem í
daglegu tali kallast verkamanna-
störf og með ólíkindum væri að
ekkert sjávarútvegsnám blómstraði
hjá þjóð, sem er jafnháð fiskveið-
um og við. „Ég tel að í framhalds-
skólunum búi feiknarlegur kraftur
og þær nýjungar, sem hingað til
hafa komið fram, hafa allar átt
upptök sín úti í skólunum og hafa
menn verið að leggja á sig mikla
endurmenntun til þess að koma til
móts við nýjar kröfur. Skólarnir
þurfa samt sífellt að vera í nafla-
skoðun því atvinnulífið breytist svo
hratt. Ef menntunin fylgir atvinnu-
lífinu ekki eftir, er hún ónýt.“
Hugvit hráefni hagvaxtar
Guðfinna Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, telur að
bæta megi gæði menntunar hér á
landi og eðlilegt sé í því sambandi
að líta til annarra landa sem skar-
að hafa fram úr, en jafnframt þurfi
að veita auknu fé til menntamála.
Hún segir að þekking og hugvit
séu þau hráefni, sem notuð verði til
atvinnusköpunar og hagvaxtar í
framtíðinni. „Ég vil sjá okkur
Morgunblaðið/Þorkell
„Breyta þarf því rótgróna viðhorfi í þjóðfélaginu að bóknám sé merkilegra en starfsnám.“