Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 37 og kom öllum í gott skap. Lítið samfélag eins og okkar hér í Þor- lákshöfn má alls ekki við missi slíkrar perlu og verður skarð hans aldrei fyllt. Við fjölskyldan biðjum algóðan Guð um að styrkja og blessa for- eldra og systkini Gunnars Jóns, ásamt öðrum ættingjum og vinum, í þeirri miklu sorg sem knúið hefur dyra. Þá vottum við félögum Gunn- ars Jóns og fjölskyldum þeirra, ekki síst þeim sem voru með hon- um í þessari örlagaríku ferð, okkar dýpstu samúð. Heimir, Laufey og fjölskylda. Góður drengur Eitt slysið enn og þjóðin syrgir. Litli bærinn okkar sameinast í sorginni. Ungur drengur farinn svo fljótt og svo óvænt. Höggið stórt og svo sárt. Minning okkar allra situr eftir sem eitt gapandi sár. Svo ungur og fallegur. Af hverju? Tilfinningar streyma. Reiði og gleði takast í hendur. Reiði yfir miskunnarleysi örlaganna. Gleði yfir minningum um góðan dreng. Dreng sem gaf gleði og fegurð sem endurspeglaði allt, allt sem honum var gefið. Allt sem hann gaf. Hver minning verður fjársjóður, fjársjóður sem allir varðveita um aldur og ævi. Og þakka fyrir hnípnir. (H.R.) Elsku Gummi, Kim, Magnús, Valdís og Guðmundur Karl, samúð okkar verður ekki tjáð með orðum, en kæru vinir, það er í okkar valdi að vera til staðar fyrir ykkur og það verðum við alltaf. Til allra sem eiga um sárt að binda vegna óvænts og fyrirvara- lauss fráfalls Gunnars Jóns viljum við senda okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og hvetjum ykkur til að lifa í anda hans í lífsgleði og manngæsku. Stefán, Hlíf og dætur. Elsku frændi og vinur, mikið óskaplega er erfitt að missa þig, þú varst alltaf svo góður og glaður, alltaf tilbúinn að koma í fótbolta eða aðra leiki. En ég mun reyna að halda áfram að leika eins og þú hefðir viljað að ég gerði. Guð varðveiti þig og hjálpi fjöl- skyldu þinni á erfiðum tímum. Baldur Rafn Gissurarson. Það er erfitt að trúa því að einn úr vinahópi okkar sé látinn. Núna er stórt skarð í hópnum skilið eftir opið, skarð sem enginn getur fyllt. Nú vantar aðalprakkarann og allar hans uppákomur. Hvort sem þær voru góðar eða slæmar var alltaf hægt að brosa eitthvað að þeim. Það kemur ósjálfrátt upp í huga manns hvað þetta líf getur verið ósanngjarnt, að 16 ára strákur sem átti framtíðina fyrir sér skuli deyja skyndilega. Enginn tími gafst til að kveðja hann, þó eigum við margar góðar minningar um hann sem geta fengið okkur til að brosa á erfiðum tímum. Það er hægt að gleðjast yfir því hve heppin við vorum að þekkja hann. Hann var alltaf glaður og ánægður og ekki munum við eftir honum óánægð- um. Hann spáði mikið í lífið og allt sem fyrir honum varð og gat velt sér upp úr sömu hlutunum tím- unum saman. Gunnar Jón var mikill íþróttamaður og oftar en einu sinni sá maður hann með litla bróður sínum í fótbolta eða úti á velli með vinum sínum að spila fótbolta. Við munum öll sakna Gunnars mjög mikið og þessi lífsglaði strákur mun alltaf eiga stað í hjarta okkar. Við vitum að eitthvað gott bíður hans hinum megin. Elsku Gunnar, Því að þín vegna býður hann út englum sínum til að gæta þín á öllum vegum þínum. (Sálm. 91:11.) Við viljum votta fjölskyldu, ætt- ingjum og vinum dýpstu samúð. Auður Gestsdóttir og Ingibjörg Torfadóttir. Elsku Gunnar Jón, þegar við lít- um til baka, til allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman, framkallar það endalaust bros á vörum okkar. En að hafa þurft að kveðja þig svona fljótt var mikið áfall því það fundust ekki miklu betri vinir en þú. Það var alltaf mikið líf og fjör í kringum þig og varst þú oftar en ekki gleðigjafinn í hópnum. Það var sama hversu niðurdreginn maður var, alltaf komstu manni til að brosa og hlæja. Þú varst einn sá fjörugasti og skemmtilegasti persónuleiki sem við vitum um. Þú varst sjaldan í fúlu skapi og til eru ófáar myndir af þér brosandi en þó er ein und- antekning. Þegar við vorum í 10. bekk var tekin bekkjarmynd og þú varst beðinn um að sitja fremst en það tókstu ekki í mál og hélst því fram að þú værir alveg nógu stór til að standa hjá Svani, Finni og Ævari. Eftir mikið þras þrjósk- aðistu loksins við og settist fremst en þó ekki með bros á vör og er þetta eina myndin sem við höfum séð þar sem þú ert ekki í góðu skapi. Það var sérstaklega yngri kynslóðin sem dáði þig einna mest þar sem þú varst alltaf tilbúinn að leika þér við hana hvenær og hvar sem var. Við tókum eftir því með tímanum að þú varst iðinn við að pirra og gera grín að kvenfólki og þessum orðum þínum munum við seint gleyma: „Kvenfólk, huh, þetta er bara tíma- og peningasó- un,“ sagðir þú oftast þegar minnst var á kvenfólk. Í huga okkar og hjarta eigum við ótal góðar minn- ingar um þig og munum við varð- veita þær eins lengi og okkur er unnt og deila þeim með öðrum þar sem þær koma flestöllum til að brosa og hlæja. Við viljum senda fjölskyldu og aðstandendum Gunnars Jóns okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum sem marka djúp spor í hjarta okk- ar sem þekktum hann. Blessuð sé minning Gunnars Jóns. Í Hávamálum stendur: Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. Hjalti Vignisson, Andri Þór Erlingsson. fangadagskvöld. Oft kom hún seint þegar hún sinnti sjúklingum sínum á Landspítalanum fram eftir kvöldi. Þær Ósk og móðir mín áttu saman sín síðustu jól árið 1999. Þá var einn- ig með okkur Magnea systurdóttir hennar í heimsókn frá Ameríku og voru þá minningarnar rifjaðar upp. Ég vil ekki láta hjá líða að minnast þess með þakklæti hve oft Ósk hringdi til móður minnar á hennar síðustu árum er leiði sótti að henni. Móður minni þótti vænt um að rifja upp æsku sína, en Ósk var stálminn- ug og fylgdist vel með fólki sínu þar eystra. Höfðu þær því margt að skrafa sem létti lund. Ósk hélt góðu sambandi við systkini sín og þeirra fjölskyldur og fór oft til heimahag- anna á Bakkafirði. Ósk var eins og áður segir mikill barnavinur og hafði gleði af því að fylgjast með ungviðinu vaxa úr grasi. Hún var jafnan fámál um sína eigin hætti. Hún sagði frá sínu fólki og spurði frétta af öðrum. Þá mat hún mikils vináttu uppeldissystra sinna, þeirra Magneu og Ásdísar, sem báð- ar eru búsettar í Ameríku. Fór hún margar ferðir til Ameríku að heim- sækja þær og fjölskyldur þeirra. Systurnar komu einnig til Óskar eins oft og þeim var framast unnt, eftir að hún var orðin heilsulítil. Síðasta árið dvaldi Ósk á hjúkrun- arheimilinu Holtsbúð í Garðabæ, þar sem hún naut frábærrar hjúkrunar, þeirrar sömu hjúkrunar og hún hafði sjálf veitt svo mörgum öðrum um æv- ina. Ósk hafði ávallt unnað því að lesa góðar bækur og sauma út. Það var hennar helsta frístundaiðja. Þegar heilsu þraut, og hún gat ekki lengur notið þess að lesa og sauma, var hún sátt við að kveðja. Blessuð sé minn- ing hennar. Guðrún Sveinbjarnardóttir.                    !                     ! " # "   $%    $&%% "#$%& &$$# #'& & ()$$#  *+$# (),  &$)%%& *+& $#-                               !                  "# $ %      #  &' )   *#   +        *  ,#-   & .#  /. "$   *#  0# ) )  1   2 "+%   *  0.  / #  3   *  * *+  * * *+ 2                                               ! ! " #!   $ ! %&# !! ' " ! (!!  & #!   #) *"+ #! ! ! #! ! ,!    -&  "   !!"  ' .! ! ! -!  ! ! -!)                                                  !     !"##$                                         ! " #      !"    #     $     %&  %'  ( )        " * $ "  # %" &'  && (    &'  ) & $  ' *   ! $  &'  + ,  !' *      *  '  -   *   .  $! / * 0 0 #                                         !" #"" $ !% &'  ()"&  &'  ( *)  !" +    &'  ," $ !- & !" %"%." ! %"%"%."$ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.