Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ I Fyrir nokkrum árum keypti ég olíumálverk eftir föðursystur mína, Júlíönu Sveinsdóttur (1889–1966), frá Assisi á Ítalíu. Þetta er lítið málverk, 50x40 cm. Lengi hafði ég haft hug á að heimsækja Assisi og skoða þær byggingar, sem mál- verkið hefur að geyma. Við hjónin dvöldum í þrjár vikur á Ítalíu um hátíðarnar, svo nú bar vel í veiði að heimsækja Assisi. Hinn 3. janúar 2001 kl. 10.30 er haldið af stað áleiðis til Assisi. Bílstjóri er Enrico Mensuali tengdasonur okkar, en farþegar við hjónin, Bergljót dóttir okkar og Linda dótturdóttir okkar. Þetta er 2½ tíma akstur frá Greve, heimili okkar í Toscana. Bergljót hefur komið fimm sinnum til Assisi og þá stundum með ferðahópa. Hún er því öllum hnútum kunnug þar á bæ. Hún hefur ritað nokkrar greinar í Morgunblaðið um Assisi og Verna, þar sem Frans frá Assisi dvaldi einnig. Friðrik Rafnar (1891–1959) vígslubiskup ritaði „Sögu hins heilaga Franz frá Ass- isi“, er út kom á Akureyri árið 1930, en bókin kom síðan út í end- urskoðaðri útgáfu á vegum kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi árið 1979. Átti ég fyrri útgáfuna og var því nokkuð kunnugur sögu Frans. II Eftir að hafa skoðað nokkrar kirkjur setjumst við að snæðingi í „Buca di San Francesco“, einu fremsta veitingahúsi í Assisi. Það stendur við Via E. Brizi nr. 1. Þar var töfruð fram frábær máltíð, tví- réttuð með kaffi, vín í sérflokki. En andrúmsloftið, stíllinn yfir þjónustufólkinu, allt var þetta ná- kvæmlega eins og ég vil hafa veit- ingahús. Samt var þessi staður ekki opnaður fyrr en árið 1973. III Mjög bratt er í Assisi og þarf að ganga þar með mikilli gát, en þurrt var og sól, svo menn runnu ekki í brattanum. Næst skoðuðum við Basilica d. San Francesco- kirkjuna, þar sem líkamsleifar Frans frá Assisi (1181–1226) eru grafnar neðst í grafhvelfingu kirkjunnar. Þar var mannfjöldi mikill, þúsundir manna, en kirkjan er gríðarstór. Andrúmsloftið magnað, enda Frans talinn vera sá maður, sem komist hefur næst því að feta í fótspor Jesú Krists. Mál- verk Júlíönu reyndist vera af dóm- kirkju heilags Rufinos í Assisi. Bygging kirkjunnar hófst 1140 og er framhliðin í rómönskum stíl. Þar var Frans skírður. Kirkjan er helguð heilögum Rufino biskupi, sem leið píslarvættisdauða árið 239. Hann kom á kristinni trú í Assisi. IV Kynni Júlíönu af Ítalíu hófust árið 1926, þegar hún heldur til Ítalíu í sína fyrstu námsferð þang- að og dvaldi þar í ársfjórðung. Varð hún þegar heilluð af Ítalíu og fór þangað aftur árin 1932, 1934 og 1953. Í ritinu „Íslenskir samtíð- armenn A–J“ er út kom árið 1965, er haft eftir Júlíönu: „Til Ítalíu 1926 (skildi þá fyrst, hvað list var).“ Þá var hún búin að mála í 14 ár … Heimferðin tók einnig 2½ tíma, svo alls hafði þessi heimsókn okkar til Assisi tekið 8 klukkutíma. Þreytt, en ánægð, renndum við heilum vagni í hlað í Greve og nú hafði enn einn draumur minn ræst á gamals aldri. Ég hafði komist til vinar míns Frans frá Assisi. Heimildir: 1) Bergljót Leifsdóttir: Lesbók Mbl. 27. ágúst 1988 – La Verna – Golgata grámunk- anna. 2) Friðrik Rafnar vígslubiskup: Saga hins heilaga Franz frá Assisi. Útg. Þor- steinn M. Jónsson, Akureyri 1930. 3) Friðrik Rafnar vígslubiskup: Heilagur Franz frá Assisi, ævi hans og starf með myndum eftir Toni Schneiders, útg. Kaþ- ólska kirkjan á Íslandi, 2. útgáfa endur- skoðuð, Leiftur hf., Reykjavík 1979. Pílagrímsför til Assisi Andrúmsloftið var magnað, segir Leifur Sveinsson, enda Frans talinn vera sá maður, sem komist hefur næst því að feta í fótspor Jesú Krists. Veitingahúsið Buca Di San Francesco í Assisi – anddyrið. Séð yfir Assisi. Dómkirkja heilags Rufinos í Assisi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Greinarhöf- undur og fjöl- skylda á veit- ingahúsinu Buca Di San Francesco í Assisi. Frá vinstri: Leif- ur, Halldóra, Bergljót, Linda og Enrico. Málverk Júl- íönu Sveins- dóttur af Dómkirkju heilags Ruf- inos í Assisi. Ljósmynd/Toni Schneider Ljósmynd/Toni Schneider
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.