Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nám við Kennaraháskóla Íslands Umsóknarfrestur um áður auglýst fjarnám í grunndeild er til 9. apríl, sjá www.khi.is Einnig er vakin athygli á nýrri námsbraut í framhaldsdeild Nám og kennsla ungra barna. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 1. maí. Nánari upplýsingar og umsóknargögn er að finna á vefsíðu framhaldsdeildar www.khi.is/framhaldsdeild. www.khi.is HALDNIR verða söngtónleikar í Salnum í Kópavogi annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Flytjendur eru Heimir Wium baritónsönvari, Snorri Wium tenórsöngvari og sænska sópransöngkonan Åsa Elm- gren, en þau eiga það sameiginlegt að hafa öll stundað nám í Vínarborg í Austurríki. Undirleikari er Jónas Ingimundarson. Á efnisskrá eru íslensk sönglög, auk ítalskra aría og dúetta eftir G. Puccini og G. Verdi, og skiptast þau Snorri, Heimir og Åsa á að flytja lögin. „Fyrir hlé verðum við á þjóð- legu nótunum, en við flytjum þá sönglög eftir sjö íslensk tónskáld, m.a. Pál Ísólfsson, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns. Við flytjum einnig glæný sönglög eftir Tryggva M. Baldvinsson, þ.e. Heimskringlu- ljóð, Véný séní, Hvar ertu? og Fing- urbjörg,“ segir Snorri Wium. Eftir hlé verða sem fyrr segir fluttar aríur og dúettar úr óperum eftir Puccini, Cilea og Verdi. „Sem dæmi má nefna aríur úr La Boheme, I Vespri Siciliani og La Traviata og dúett úr Don Carlo og La Boheme. Þetta eru allt þekkt óperulög, enda verður dagskráin létt og skemmti- leg. Það ætti því engum að leiðast,“ segir hann. Bræðurnir Wium og Åsa Elmgren kynntust þegar þau voru við nám hjá Svanhvíti Egilsdóttur í óperu- deild Tónlistarháskólans í Vín. Að loknu námi héldu þau til Þýska- lands. Snorri starfaði sem leikhús- tenór í Coburg í fjögur ár við góðan orðstír. Åsa réðst til Eisenach þar sem hún söng m.a. Marguerite, D. Elvira, Frau Fluth og Desdemonu. Heimir vann við óperuhúsin í Bautz- en og Görlitz, en auk þessara starfa komu þau öll víða fram sem gesta- söngvarar. Árið 1996 flutti Snorri Wium til Íslands og hefur hann starfað með Íslensku óperunni auk þess að hafa komið fram sem ein- söngvari á tónleikum víða um land. Heimir Wium og Åsa Elmgren, sem eru hjón, fluttust hins vegar til Sviss, þar sem Åsa er fastráðin við leikhúsið í St. Gallen. Á þessu ári syngur hún þar aðalhlutverkin m.a. í I Vespri Siciliani, Simone Bocc- anegra og Leðurblökunni. Heimir Wium starfar sem gestasöngvari og kemur fram við flutning óratoría og á óperutónleikum í Sviss, Þýska- landi og Svíþjóð. Jónas Ingimund- arson píanóleikari stundaði fram- haldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Hann hefur starfað um árabil sem píanóleikari, tónlistar- kennari og kórstjóri og hefur haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis. Söngvarar menntaðir í Vínarborg á tónleikum í Salnum annað kvöld Íslensk söng- lög og þekktar óperuaríur Morgunblaðið/Ásdís Snorri Wium tenór, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Åsa Elmgren sópran og Heimir Wium baritón. ÞAÐ er óvenjulegur og skondinn framningur er við blasir er inn í Sverrissal og Apótek Hafnarborgar kemur, og þó. Óvenjulegur og skond- inn fyrir furðulega tegund litljós- mynda líkt og í miðju vinnslustigi, eru bæði í og úr fókus, en hins vegar er undirtónninn og kvennasagan að baki öllu almennara eðlis. Það tekur nokkra stund að átta sig á ljósmynd- unum, en við aðra yfirferð fara hlut- irnir að skýrast. Um er að ræða ýms- ar pælingar í þroska og reynsluheim konunnar, stelpunnar þó heldur, með ævintýri bernskunnar allt um kring. Þöndum raddböndum og loks myndbandi við endavegg Apóteks- ins, þar sem unglingsstúlka les texta um heimsmet kvenna. Gerandinn, Steinunn Helgadóttir, er helst þekkt fyrir myndbönd sín. Tillti tá í Myndlista- og handíðaskól- anum um eins árs skeið 1985–86, nam við Hovedskous-málaraskólann í Gautaborg 1986–87 var loks um tveggja ára skeið í Valands-listahá- skólanum í sömu borg 1988–90. Frá 1989 hefur Steinunn haldið á annan tug sýninga, sem byggjast aðallega á innsetningum í rými og ýmsum skír- skotunum til hins hversdagslega og fáránlega. Afar einfaldar í framsetn- ingu en vekja upp áleitnar spurning- ar ef skoðandinn er tilbúinn til leggja það á sig að vinna úr þeim. Ferlið er í senn ungæðislegt sem almennt, og Steinunn virðist fylla þann stóra hóp ungmenna sem á afar erfitt með að losa sig úr viðjum hins tillærða innan veggja skólastofnana. Kannski ekki alfarið því sem kennararnir halda að nemendum heldur sjálfu andrúminu innan skólanna, áhrif frá bekkjar- félögum og vinum. Þegar á heildina er litið er námsferill hennar slitinn og stuttur, eins og hún hafi meiri trú á sjálfri sér en vitsmunalegri þjálfun innan skólaveggja. Þarf alls ekki að vera verra, og ekkert er meiri ávinn- ingur ungum listamanni en drjúgur skammtur af sjálfstrausti, en eitt- hvað virðist vera áfátt um sjálfrýni og mat á móttökuhæfni fólks. Nokkrar ljósmyndanna bera þannig af við endurtekna skoðun, svo sem nr. 11, 18 og 22, fyrir útgeislan og markviss vinnubrögð, en annars eru alltof margar líkt og í ógreinilegri og ómarkvissri móðu. Sýningargestur- inn þarfnast mjög gleggri upplýsing- ar um hvað hér er á seyði og er í raun almenn kurteisi. Að öðrum kosti fara slíkar innsetningar fyrir ofan garð og neðan og vekja upp fleiri spurn- ingar en þær svara. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Myndin af stúlkunni, sem nefna mætti Grænu hlýrarnir (22), er ein þeirra sem helst vekja athygli á sýningu Steinunnar Helgadóttur. Heimur kvenna/ stelpna MYNDLIST S v e r r i s s a l u r / A p ó t e k Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðjudaga. Til 23. apríl. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. LJÓSMYNDIR/ MYNDBAND STEINUNN HELGADÓTTIR Bragi Ásgeirsson Úr djúpunum í Hraungerð- iskirkju TÓNLISTARDAGSKRÁ með ljóða- og lausamálstextum að stofni til byggð á lögum sömdum af gyðingum í útrýmingarbúðum og gettóum síð- ari heimsstyrjaldar verður flutt í Hraungerðiskirkju í dag kl. 21. Dag- skráin hefur yfirskriftina Úr djúp- unum. Flytjendur eru: Hilmar Örn Agn- arsson sem leikur á orgelharmon- íum. Hjörtur Hjartarson leikur á klarinett. Sveinn Pálsson á gítar. Ingunn Jensdóttir flytur söngva. Eyvindur Erlendsson fer með ljóð og laust mál. LJÓÐSKÁLDIÐ Geirlaugur Magn- ússon hefur sent frá sér nýja bók sem ber það yfirlætislausa heiti Ný- und. Í bókinni kennir margra grasa. Hún skipt- ist í níu sjálf- stæða kafla sem allir kallast þó á innbyrðis. Ýmis kunnugleg minni úr hugarheimum og sígildum bók- menntum, heim- spekilegum sem trúarlegum, skjóta upp kollinum en varast ber þó líklega að einfalda um of merkingu þeirra. Í tilefni af útkomu bókarinnar var Geirlaugur tekinn tali. Nýja bókin heitir Nýund og það er væntanlega orðaleikur sem kall- ast á við sumar fyrri bækur þínar svo sem Þrítíð og Þrítengt. Hvern- ig ber að skilja heiti hennar, blæðir úr nýrri und í bókinni? ,,Mér er fremur illa við að segja mönnum til hvernig beri að skilja eitt eða annað, þar á hver og einn frítt spil en því get ég ekki neitað að orðaleikurinn vísar til nýrrar undar eða nýrra unda. Hins vegar er ég líkast til of hrifnæmur fyrir orðaleikjum af einfaldari gerðinni og sakar ekki ef tölum verði við komið en nafnið vísar einnig til þess að bókin skiptist í níu kafla með níu ljóðum í hverjum. Ef ein- hver hefur eitthvað við stafsetn- inguna að athuga ber þess að gæta að senn eru dagar ypsilonsins tald- ir og því sjálfsagt að flagga því meðan fært er.“ Í ljóðaflokknum Krössgötum segist ljóðmælandinn hanga í eigin hiki og herðist að. Ljóðin eru líka persónulegri og nærgöngulli við skáldið sjálft heldur en oft áður hjá þér. Er bókin ferð inn á við, ein- hvers konar uppgjör við líf og list? ,,Þegar stórt er spurt verður fátt um svör en ég er þó ekki alveg sam- mála öllu sem hér kemur fram. Það má vera að ljóðin séu nærgöngul og persónuleg en mér er spurn; eru til ópersónuleg ljóð? Hvers kyns skáldskapur er það eiginlega? Ef ljóðin eru nærgöngul eru þau fyrst og fremst nærgöngul við ljóðmæl- andann, mér er mjög til efs að hann sé endilega skáldið sjálft. Þetta kann að hljóma sem einhvers konar geðklofa yfirlýsing en ég tel eða öllu heldur mér finnst að ljóðmæl- andinn sé oftar en ekki persóna sem skapast af ljóðinu. Það sem ég á við er að ljóðin eru ekki sjálfs- ævisaga í hefðbundnum skilningi þó ég hafi að sjálfsögðu ekki önnur viðmið en eigin hugarheim. Og að sjálfsögðu eru ljóðin í þessari bók sem vonandi í öðrum mínum bókum ferð inn á við. Farseðillinn gildir ekki annað, en uppgjörið er fyrst og fremst við tungumálið og hæfni þess að koma til skila þeim skiln- ingi og þeim tilfinningum sem túlka skal og þá að sjálfsögðu hæfni skáldsins að beita tungumálinu.“ Það haustar einnig að í bókinni og svo heyrist brothljóð? ,,Hausttilfinningin tengist að sjálfsögðu því að ljóðmælandinn (og skáldið) er miðaldra karlmaður og brothljóðið því að verið er að raða saman brotum. Ég get ekki lýst því frekar enda veltur það á lesandanum hvort slíkt kemst til skila.“ Í ljóðinu Leikbrúðan spyr fuglana er spurt um blekkingar- meistarann sem stjórnar sýning- unni sem fuglarnir eru leikendur í. Víða koma fyrir svipaðar hugsanir í ljóðunum. Þannig sefur riddarinn á hvíta hestinum á tjarnarbakka í einu ljóðanna. Þér virðist umhugað um að blekkingarmeistarinn fari að láta sjá sig? ,,Já, mér og ljóðmælandanum væri akkur í ef hann gerði vart við sig og myndum eflaust sætta okkur við að hann togaði í spottana en þá er spurning hvort það er ekki þátt- ur í blekkingarleiknum. Sem fyrr vil ég ekki oftúlka ljóðið, vonandi getur það sjálft svarað fyrir sig.“ Leikbrúðan spyr fuglana systur mínar fuglar hve fínlegum þráðum er ykkur stýrt hversu kliðmjúk rödd ykkur veitt hver er sá mildi blekkingarmeistari er skóp ykkar sýningu hvar dylur hann ásýnd sína hver er hans kvöl hver er hans sæla hvar er sá litfagri draumavefur hvað kallar hann um dimmar nætur titra fingur hans að morgni þeytir hann ykkur burt í bræði faðmar ykkur í gleði sinni var hann líka svikinn af lærisveini hæddur af þeim bókfróðu væta beiskjutárin litklæðin hvenær grefur hann ykkur á háaloftinu (Ljóð úr Nýund.) Hljóðfærasmiðurinn hlær við kalt Geirlaugur Magnússon Nýjar plötur  KELDULANDIÐ er plata með lög- um Jóns Múla Árnasonar í flutningi Óskars Guðjónssonar saxófónleikara og Eyþórs Gunnarssonar píanóleik- ara. Hún er gefin út í tilefni 80 ára af- mælis Jóns Múla hinn 31. mars sl. Meðal laga á plötunni eru lögin Án þín, Stúlkan mín og Það sem ekki má. Útgefandi er Mál og menning. Upptökumaður var Ívar Ragnarsson og annaðist hann einnig hljóðblöndun og hljóðjöfnun. Verð: 2.180 kr. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.