Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                     !"            !" #  $% "& "' ( $ )& (  * + '() # ",  ( -- + " $ () "" .! "/           !" ($& $.! " # ,, ' ( *  "" 0  )&1 2"" &2&"  %" (" .", „Í ÞESSU kveri er fylgt krossferli Jesú Krists eins og hann birtist í hin- um Gamla sáttmála, fullnast í hinum nýja sáttmála og er áfram haldið í kirkju vorra tíma.“ Svo segir í aðfara- orðum bænanna, og ennfremur: „Krossferilsbænir úr Gamla og Nýja testamentinu eru settar saman með hliðsjón af bænakveri Jac de Roy S.J. Krossferill Krists í bænum trúaðra er endursögn Reinalds Reinaldssonar cand. theol. (d. 1983) úr Gotteslob.“ Þetta eru fjórtán hugleiðingar um krossferil Krists, frá dómi til grafar. Fjórtán fyrir áhrif Fransikusar- munksins Leonhard V. Porto Mauriz- io (d. 1751). Já, það voru ekki aðeins samtíma lærisveinar Krists, sem undruðu sig á því, hví hersveitir himna voru ekki sendar Kristi til hjálpar, þá illska heimsins læsti í hann klóm, svo blóð litkaði jörð, og kramdi síðan undir hæl líf hans allt. Það gerði stúlkukind- in hans Steins Steinars líka: Og stúlka með sægræn augu segir við mig: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig? Já, kærleikur mennskunnar er og verður alltaf krossferill óskiljanlegur. Menn tóku jafnvel að efast um, að Kristur væri sá sem hann sagðist vera. Meðan sá efi nagaði bein, lædd- ust lærisveinar hans um skuggasynd. En svo birtist hann, – sá er var látinn birtist. Þá þarfnaðist kærleiksundirgefni hans nýrrar skýringar. Sú skýring var, að háttalag böðlanna hefði verið guðs fyrirætlan, hann var að senda son sinn með syndir allra manna, fæddra og ófæddra, sem trúa á guð í Kristi, upp á krossinn, til þess að rjúfa þá fjötra, sem skrattinn hefir náð að reyra okkur synduga menn í. Þeir, sem aðhyllast þessa skýring, krjúpa og kyssa fótspor Krists á leið hans til Golgata, og við lestur testa- mentanna tveggja, sjá þeir og skilja, að allt hafi þetta verið sagt þar fyrir. Krossferilsbænir fylgja þessari skýring, renna undir skoðanir sínar stoðum sóttar í ritningargreinar. Síð- an er beðið fyrir manni og heimi. Auðvitað á þessi skoðun, – þessi trú rétt á sér, ekkert síður en mín, þó eg hafni henni algjörlega, – og þó mér finnist ritningargreinarnar, margar, illa valdar, snerti efnið ekki á nokkurn hátt, þá breytir það ekki þeirri stað- reynd, að krjúpandi bænarhugur, til að bæta heiminn, réttir kverið fram, og slíkt ber að þakka. Frekja væri það aðeins, að ætlast til að bænmál allra nái flugi þess er kvað: Krossferlı́ að fylgja þínum fýsir mig, Jesú kær. Skoðun skáldsins er jú sú sama og bókin boðar. Frágangur bókar er allur mjög góður, aðeins á blaðsíðu 29 hefir tilvís- unin (Lúk 2: 48) stolizt af síðu. Myndir Önnu eru meistaralega gerðar, falla svo að efni, að þá sem list unna mun gleðja, – sannarlega bók- arprýði. Hafi útgefandi þökk fyrir alúðina alla. Bænamál BÆKUR T r ú f r æ ð i Teikningar: Anna G. Torfadóttir. Prentverk: Prentmet ehf. Útgef- andi: Hjalti Þorkelsson. KROSSFERILSBÆNIR Sig. Haukur S KÁLDSAGNAÞING Bók- menntafræðistofnunar, sem haldið var í Háskóla Íslands fyrir skömmu, þótti vel heppnað. Að- sókn var mikil sem bendir vænt- anlega til þess að fréttir af and- láti skáldsögunnar séu stórlega ýktar. Skáldsagan er enn vinsælt bókmennta- form þrátt fyrir að hafa lent í ótrúlegum hremmingum á stundum, ekki síst í árdaga módernismans á þriðja áratugnum og svo á mótum módernisma og póstmódernisma á sjötta og sjöunda áratugnum. Það þarf svo sem engan að undra að menn skyldu hafa óttast um líf skáldsögunnar á tímum nýsögunnar þegar megnið af innvolsinu var rifið úr henni og hold- rosanum síðan snúið út öllum til sýnis. Þetta voru hinar svokölluðu metabókmenntir eða sjálfsögur, eins og Ástráður Eysteinsson hefur kallað þær, skáldsög- ur sem fjölluðu um sig sjálfar, innviði sína og eðli. Þetta þóttu erf- iðar bækur og þol- inmæði margra les- enda var ofboðið. En þetta voru frjóir tímar og skáldsagan virtist standa jafnsterk eftir sem áður, ef ekki sterkari. Annað slíkt gerninga- veður hefur ekki gengið yfir síðan en skáldsag- an hefur haldið áfram að þróast og nú er svo komið að menn þykjast sjá hilla undir mikil tíð- indi. Í samtali sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins 24. mars ræða Ástráður Eysteinsson og Matthías Viðar Sæmundsson, sem voru að- standendur þingsins, um stöðu og framtíð skáldsögunnar. Þar spjalla þeir meðal annars um „upplausn landamæra milli bókmennta- forma og menningarmiðla“ sem skáldsagan hefur endurspeglað skýrlega. Matthías bendir á að skilgreiningin á skáldsögunni taki „stöð- ugum breytingum frá ári til árs, samhliða rann- sóknum á handritaarfi þjóðarinnar.“ Ástráður segist heyra „sífellt háværari raddir um að bókmenntirnar fari halloka fyrir öðrum menn- ingargeirum“ og telur það merki um „einkar spennandi tímamót sem kalli á mjög krefjandi umræðu um það hversu lífvænlegar bók- menntir og þar með skáldsagan séu.“ Matthías segist mjög vantrúaður á að skáldsagan verði jafnríkjandi bókmenntaform á þessari öld og hún var á þeirri síðustu og býst við mikilli blöndun hinna hefðbundnu bókmenntaforma við önnur miðlunarform á komandi árum. Hann telur þó að „þörf og nauðsyn skáldskaparins“ lifi áfram þótt einstök form láti undan síga: „Kjarni sagnanna mun haldast þótt form þeirra lagi sig að nýjum aðstæðum.“ Báðir eru þeir Ástráður og Matthías sammála um að nýja miðla, svo sem sjónvarp og kvikmyndir, megi líta á sem vissa tegund af bókmenntaformi. Ástráður telur spurninguna um það „hvort ein- hvers konar tengsl milli lesmáls og skapandi hugsunar haldi áfram að vera til,“ sé mest að- kallandi nú um stundir: „Ef þau tengsl slitna, þá held ég að við komum að verulega drama- tískum skilum,“ segir Ástráður. Allt er þetta mjög hnýsilegt og ástæða til að halda umræðunni áfram. Hér fara á eftir nokkrar lauslegar athugasemdir. Frá því á tíunda áratugnum hefur formskáldsögunnar orðið æ opnara. Far-ið hefur fram endurvinnsla á eldriformum en endurvinnslan er eitt af megineinkennum hins póstmóderníska ástands. Viss vantrú á framþróuninni, afli sög- unnar, hefur beint athyglinni að því sem þegar hefur verið gert, endurmati þess og endurlifun – sagan er endurunnin. Slík bókmenntasöguleg endurvinnsla birtist raunar með skýrum hætti í skáldsögum Thors Vilhjálmssonar á níunda áratugnum, Grámosinn glóir og Náttvígum, þar sem unnið er með spennusagnaformið á ný- stárlegan hátt. Á undanförnum árum hefur slík endurvinnsla birst með hvað skýrustum hætti í verkum á borð við Næturverðir kyrrðarinnar eftir Bjarna Bjarnason, þar sem fantasían er endurnotuð, Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð, þar sem vegasagan er tekin fyrir, Mannveiðihandbókinni eftir Ísak Harðarson, sem er írónísk úrvinnsla á formi allegórískrar samfélagsádeilu, og sagnaþríleik Ólafs Gunn- arssonar, Tröllakirkja, Blóðakur og Vetrar- ferðin, þar sem unnið er með hina breiðu og raunsæju epík í anda sagnameistara nítjándu aldarinnar. Hér mætti einnig nefna bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Birtuna á fjöllunum, þar sem snúið er út úr formi hins hefðbundna sveitalífsróman. En það koma líka út fleiri og fleiri prósaverk sem er illmögulegt að flokka. Þetta eru frá- sagnarbókmenntir eins og Vargatal eftir Sigfús Bjartmarsson og ljóðrænir textar eins og Fylgjur eftir Harald Jónsson sem erfitt er að kalla skáldsögur en hafa eigi að síður verið flokkaðar þannig í umræðunni. Frjálslyndi skáldsögunnar (sem á sérákveðna samsvörun í nýfrjálslyndripólitíkinni þar sem öllu ægir saman íeinni sáttaleitandi miðju) hefur átt sinn þátt í þeirri upplausn landamæra milli bókmenntaforma sem Ástráður og Matthías tala um. Skilin milli skáldsögu og ljóðs eru ekki lengur skýr, heldur ekki milli skáldsögu og leikrits, skáldsögu og ritgerðar, skáldsögu og ævisögu o.s.frv. Skáldævisögur Guðbergs Bergssonar eru talandi dæmi um þetta. Og einnig er Næturgalinn eftir Jón Karl Helgason gott dæmi um þessa skörun þar sem bók- menntum og bókmenntafræðum er stefnt sam- an í sama textanum. En einnig er um að ræða ákveðna skörun ólíkra texta eða textasniða í skáldsögum síð- ustu ára. Í Borg Rögnu Sigurðardóttur eru auglýsingatextar til dæmis mikilvægur þáttur og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason er morandi í ýmiss konar jaðartextum sem hingað til hafa ekki talist til bókmennta. Skörun milli hins bókmenntalega og óbók- menntalega, eða bókmennta og ekki-bók- mennta, verður þannig algengari. Þessi marka- leysa endurspeglast einnig í skörun listforma og miðla, svo sem bókmennta og myndlistar. Myndlistamenn beita fyrir sig texta og bók- menntaverk eru lesin sem myndlist eins og gagnrýnandi Morgunblaðsins gerði í umfjöllun sinni um Ljóðmæli Hallgríms Helgasonar. Hugsanlega má líta á þróun póstmód-ernísku skáldsögunnar sem þróuntil hins andbókmenntalega. Ef tilvill eru hin fagurfræðilegu og hug- myndafræðilegu viðmið, sem lágu tilurð bók- menntanna sem nútímalegs listforms á átjándu og nítjándu öld til grundvallar, að detta úr gildi. Þetta endurspeglast meðal annars í því hvernig notkunar- eða gildissvið hefðbundinna bókmenntafræðihugtaka hefur rýrnað eða breyst. Mörg þeirra eru ekki lengur nýtanleg nema í mjög svo breyttri mynd til þess að greina og flokka texta. Menn reka sig á nýja og nýja veggi þegar reynt er að ná utan um það sem er að gerast í samtímabókmenntum. Menn reka sig á að bókmenntahugtakið sjálft og önn- ur á borð við „verk“, „höfundur“, „skáldsaga“ og „ljóð“ og „ritgerð“ eru ekki lengur nothæf nema með fyrirvara. Eigi að síður höldum við í þessi hugtök, kannski vegna þess að við eigum erfitt með að hugsa um menningu og listir án þeirra. Á undanförnum árum og raunar áratugum hefur átt sér stað ákveðin afhelgun á bók- menntunum þar sem hið andbókmenntalega hefur verið hafið upp í fagurfræðilegar hæðir. Haldi fram sem horfir stöndum við kannski ekki uppi með bókmenntir, myndlist, auglýs- ingar og ruslpóst, svo dæmi séu nefnd, heldur bara markaleysu, skörun og afhelgun. Þangað til verðum við sennilega fangar í hugtakaneti hefðarinnar. Markaleysa, skörun og afhelgun „You are a Captive Audience“, eftir Barböru Kruger, 1983. „Þangað til verðum við sennilega fangar í hugtakaneti hefðarinnar.“ AF LISTUM Eftir Þröst Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.