Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Augun eru spegill sálarinnar Hrukkulaus fullkomnun með SKIN CAVIAR REVITALIZING EYE MASK Tvö frábær efni sem nota má saman eða sitt í hvoru lagi. Þau kalla í báðum tilfellum fram tafarlausa ímynd æsku og fullkomleika. Laugavegi 23, sími 511 4533 KYNNING á morgun, mánud. 9. apríl og þriðjud. 17. apríl á Laugaveginum. 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki. Bjóðum nýtt kortatímabil. VERTU VELKOMIN! HÁTT í tvö hundruð manns sóttu Þorrablót Íslendingafélags Norð- ur-Kaliforníu í San Francisco á dögunum. Þar var auðvitað hefð- bundinn þorramatur á boðstólum og gestir dönsuðu fram á rauða- nótt við undirleik André Bach- mann og Smára Eggertssonar en þeir flugu yfir hálfan hnöttinn til að skemmta löndum sínum. Gísli Hermannsson, formaður Ís- lendingafélagsins, sagði blótið hafa tekist mjög vel. „Mætingin var ágæt og nokkru betri en verið hefur undanfarin ár. Flestir félag- ar í Íslendingafélaginu hafa búið lengi hér í Norður-Kaliforníu en svo bætast við námsmenn og aðrir sem dvelja hér skemmri tíma.“ Þrátt fyrir að vera fjarri heima- högum hvarflar ekki annað að Ís- lendingum í Norður-Kaliforníu en að fá hefðbundinn þorramat á Þorrablótinu. „Kokkarnir Magnús Héðinsson og Kristján Krist- jánsson, sem reka fyrirtækið Lundann, sáu um að kaupa allan mat heima á Íslandi og sendu hann til okkar með aðstoð Cargolux sem hefur áður verið liðlegt við slíka flutninga fyrir okkur. Við nutum þó ekki eingöngu liðsinnis Cargo- lux því Flugleiðir veittu okkur góðan afslátt af farmiðum fyrir kokkana og hljómsveitina.“ Þetta var í fyrsta skipti sem Ís- lendingafélagið fékk hljómsveit alla leið að heiman. „Við vorum mjög ánægð með þá André og Smára, þeir hljómuðu eins og heil hljómsveit og héldu uppi mjög góðri stemmningu á dansgólfinu auk þess að fá alla með í fjölda- söng. Þeir blönduðu saman íslensk- um slögurum og erlendum svo allir fengu eitthvað við sitt hæfi.“ Á Þorrablótum Íslendinga- félagsins borða allir sig sadda af sviðum, hangiketi og harðfiski en taka svo íslenskt sælgæti með sér heim að ballinu loknu. Hjónin Alan og Lísa Cristwell eru með net- verslunina Iceland Treasure Chest og þau selja löndum sínum ópal, súkkulaði, lakkrískonfekt og fleira af því tagi. Tombóluvinningar voru einnig þjóðlegir, bæði kleinur og flatkökur, áskrift að tímaritum Fróða og farmiðar til Íslands með Flugleiðum. Íslendingafélagið hef- ur líka lengi haft þann sið að hafa einn vinninginn tölvulyklaborð með íslenskum lyklum en slíkir gripir eru fágæti í Norður- Kaliforníu. Stjórn Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu skipa þau Gísli Hermannsson formaður, Siggi Ragnar varaformaður, Adda Sig- urðar gjaldkeri, Guðrún Finns- dóttir, Celia Donahoe og Denise Andersen. Gestir á þorrablótinu í San Francisco kunnu vel að meta danstónlist félaganna André Bachmann og Smára Eggertssonar. Daryl Smith, Hrund Gísladóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Ásthildur Roff, María Roff og Þórir Roff létu sig ekki vanta á þorrablót Íslend- ingafélags Norður-Kaliforníu. Þorrablót Íslendinga í Norður-Kaliforníu Flatkökur og fjöldasöngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.