Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 11
að líta framhjá því,“ sagði hann. „Verslunarmiðstöðin hefur auðvitað mjög mikil áhrif á öll byggingaráform svæðisskipulagsins og þýðir í raun að þarna verður svæðiskjarni sem nær yfir allt höfuðborgarsvæðið. Það hafði því gífurleg áhrif á alla uppbyggingu að Kópavogsbær var búinn að ákveða þessa framkvæmd. Ef ekki hefði ver- ið búið að taka þessa ákvörðun þegar vinna við svæðisskipulagið hófst er ég ekki viss um að ráðist hefði verið í þessa framkvæmd á þessum stað.“ Verulegt vandamál Gunnar Ingi Ragnarsson, skipu- lags- og umferðarfræðingur, hefur unnið umferðarskipulag fyrir Kópa- vogsbæ og þar á meðal gert spá um áhrif umferðar við Smáralind. Gunn- ar Ingi benti á að gera mætti ráð fyrir að Smáralind, Smáratorg og verslun- arhverfin austan við Reykjanesbraut, þ.e. Bæjarlind og Lindir fjögur, sem á eftir að byggja, dragi til sín um níu þúsund bíla á klukkustund á háanna- tíma síðdegis. Öll umferðarmannvirki yrði að miða við þessa umferð ef koma ætti í veg fyrir umferðaröng- þveiti. Sagði hann að hver akrein á hraðbraut afkastaði 1.800 til 2.000 bíl- um á klukkustund. „Það verða að vera ansi margar akreinar ef þetta á að ganga upp,“ sagði hann. Fyrir utan Reykjanesbrautina, sem menn treystu á, yrði veruleg umferðar- aukning um Fífuhvammsveg, Arnar- nesveg og Hafnarfjarðarveg. „Við höfum verið að benda á að óskaleiðir, sem flestir vilja fara, verða yfirfull- ar,“ sagði Gunnar Ingi. „Umferðin mun því leita meira á gatnamót Arn- arnesvegar og Reykjanesbrautar í stað gatnamótanna við Fífuhvamms- veg, sem verða örugglega mjög ásetin og ég er illa svikinn ef þarna verða ekki veruleg umferðarvandamál þeg- ar Smáralindin verður opnuð. Sér- staklega vegna þess að Reykjanes- braut verður ekki fullbyggð og mislæg gatnamót ekki komin á Arn- arnesveg.“ Gunnar Ingi sagði það undrunarefni að ekki skyldi vera gerð krafa um mat á umhverfisáhrifum þegar um er að ræða jafnstóra fram- kvæmd og Smáralind. „Þetta er eitt af því sem svæðisskipulag ætti að taka á í framtíðinni,“ sagði hann. „Þessi framkvæmd mun hafa mjög víðtæk áhrif.“ Göng undir Kópavog Sigurður er sammála Gunnari Inga um að verslunarmiðstöðin í Smára- lind muni hafa veruleg áhrif á höf- uðborgarsvæðinu. „Eins og svæðisskipulagið er núna verður vegna Smárans að grafa göng undir Kópavogshálsinn og yfir á Kringlumýrarbraut og áfram niður- grafna braut með Hlíðarfæti að Vatnsmýrinni,“ sagði Sigurður. „Þetta er hugsað sem tenging milli tveggja landskjarna, Reykjavíkur og svæðiskjarnans í Kópavogi og er bein afleiðing af framkvæmdunum í Smáralind. Breikkun Reykjanes- brautar frá Mjódd að Hafnarfirði er einnig bein afleiðing af þessari fram- kvæmd.“ Sigurður sagði að í vinnu að svæðisskipulagi hefði talsvert verið rætt um umferðaráhrifin og að nefnd- armenn hefðu gert sér grein fyrir að Smáralind myndi veikja verslun í miðbæ Garðabæjar, í gamla miðbæn- um í Kópavogi og í miðbæ Hafnar- fjarðar en spurningin væri hver áhrif- in yrðu í Mjóddinni. „Svo má vel ímynda sér að farið verði að líta til þess að byggja versl- unarmiðstöð í nágrenni Mosfellsbæj- ar við mörk Reykjavíkur,“ sagði Sig- urður. „Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og borgaryfirvöld hafa þrýst á um að í svæðisskipulagi verði gert ráð fyrir þjónustukjarna við Hamrahlíðarlönd. Ráðgjafar okkar segja aftur á móti að það sé ekki inni í myndinni fyrr en eftir að minnsta kosti fimm til tíu ár. Í Smáralind sé verið að skjóta langt yf- ir markið í fermetrum undir verslun. Þeir ættu að duga næstu árin.“ á umhverfið verslunarmiðstöðva hér á landi. Eins og málum sé háttað eru það verslun- areigendur og sveitarstjórnir, sem meta hvar verslanir eru settar niður. „Verslunarmiðstöðvar eru stórar og miklar byggingar sem ekki væri óeðlilegt að meta með tilliti til áhrifa á umhverfið en íslensk lög gera ekki ráð fyrir mati á umhverfisáhrifum stórbygginga nema þegar til dæmis um stórfellda iðnaðarstarfsemi er að ræða,“ sagði hann. Hrafn segist lít- illega hafa rætt þau áhrif sem versl- unarmiðstöðvar hafa á umhverfi sitt við hagsmunaaðila hér á landi en að skilningur hafi verið takmarkaður. „Þessi vandi er vissulega af aðeins öðrum toga hér á landi miðað við Norðurlönd vegna búsetudreifingar. En augljóslega eiga til dæmis eftir að koma upp stórfelld vandamál eins og við Smáralind í Kópavogi, sem enginn hefur þorað að hrófla við og benda á hvaða áhrif hefur á nánasta umhverfi. Ef litið er til baka má segja að Kringl- an hafi á sínum tíma haft töluverð áhrif á verslun í miðbænum og á Laugaveginum,“ sagði hann. „Við er- um svo blind á þessar stóru einingar og teljum að þær bjargi allri verslun í landinu. Hér sé svo vont veður að öll verslun verði að vera undir einu þaki. Menn gleyma því að aðkoman verður að vera þannig að fólk komist í versl- anirnar án þess að verða að vera á bíl og að verslanir verða að vera á fleiri en einum eða tveimur stöðum í borg- inni. Að mínu mati er það svæðis- skipulagið sem á að fást við áhrif verslunarmiðstöðva eins og Smára- lindar í framtíðinni og meta umhverf- isáhrifin þannig að fram komi hvaða atriði hafa verið skoðuð og hver áhrif framkvæmdarinnar eru. Ég hef grun um að samvinnunefnd um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins telji Smáralind vera mál Kópavogsbæjar en það er ekki rétt. Ákvörðun um Smáralind snertir allt svæðið engu síður en flugvöllurinn í Vatnsmýr- inni.“ Búið að taka ákvörðun Sigurður Einarsson arkitekt er í samstarfsnefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu. „Ákvörðun um byggingu Smáralindar lá fyrir þegar farið var að skoða svæðisskipulag fyr- ir höfuðborgarsvæðið og ómögulegt Með mati á umhverfis- áhrifum er meðal annars reynt að meta hvaða áhrif verslunarmiðstöðvar hafa á nærliggjandi verslanir sem fyrir eru og ekki síst hvernig aðgengi er fyrir aðra en þá sem koma akandi. Morgunblaðið/Golli Borgin byggist á samspili flókinna þátta og breytingar geta haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir íbúana. Hér er verið að vinna að framkvæmdum í rótum Ártúnsbrekkunnar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 11 Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. Vinningar í happdrætti Slysavarnafélagsins Landsbjargar Ævintýraferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorka, Benidorm eða Portúgals kr. 190.000 5412 45911 178935 185749 188684 24004 93602 184695 189823 189875 Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Hollands kr. 290.000 43344 60056 64760 76160 87050 45326 60736 74648 76955 140358 Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Rimini kr. 220.000 10368 49655 98555 121766 163004 23369 58532 116978 133255 169280 Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Rhodos kr. 220.000 5197 11180 34684 95962 158043 10667 20877 50718 136119 188549 Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorka, Benidorm eða Portúgals kr. 190.000 6852 74394 97485 141646 155956 22139 74953 102226 143105 163906 34208 77651 120166 149027 171595 71195 89467 123337 155305 189557 Ævintýraferð fyrir tvo haustið 2001 til Kúbu kr. 190.000 24408 38007 78049 100663 176102 29079 47508 91241 156273 187726 Ferð fyrir tvo til Dublin í þrjár nætur kr. 80.000 Útdráttur 6. apríl 2001 391 1225 1714 1673 2363 2760 2813 3384 3398 3522 4092 5158 5455 6516 6528 7618 7891 8928 11995 13149 14171 16031 17529 19598 20432 20679 20693 20815 21748 22184 23019 23417 25392 25672 26814 27022 27261 29148 29678 30252 30254 31255 31553 32017 32798 34243 35928 36533 37074 37631 38146 38228 38385 39463 39491 41123 42517 44158 44762 45060 45244 45678 48350 48960 51333 52012 52380 52403 52754 53075 54045 54117 57100 58171 58413 58717 59392 64333 65302 65696 65700 66398 67162 67575 68275 68534 69193 70780 71516 71640 72289 72704 72866 74789 75478 76528 76617 76693 78361 78428 79215 79670 79765 79837 80186 80261 80287 80649 82260 83313 84166 84200 84942 85103 86311 86390 86761 88711 89354 90428 92353 92723 93347 93594 94668 95623 96126 96273 96680 100160 101120 101136 101237 101834 102103 102424 102655 102706 103658 104456 104737 104802 105906 105917 106347 108514 110433 111917 112024 114590 114661 115164 115438 116333 116538 116619 118895 119640 120153 120513 121887 122494 123013 123250 123716 123760 126482 127284 129119 129279 129572 131080 131474 133253 133608 134366 135258 136195 138060 138252 141291 141390 142867 143901 144026 144072 144265 144306 144958 146363 146716 147729 149869 150928 153112 153489 154233 154902 155283 156519 156584 156897 157910 159678 160757 160953 161088 162108 162769 162791 163171 163864 164070 164354 165095 166783 166860 166898 167568 167775 168788 168837 170135 170865 171657 171980 173305 174291 176179 176186 176612 177560 177579 179298 179457 181762 183150 184350 184698 185426 186379 186396 186670 187435 187624 188007 189057 189190 189726 189890 VINNINGAR Í AUKAÚTDRÆTTI 7., 14., 21. OG 28. MARS 2001 Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Benidorm, Mallorka eða Portúgals kr. 190.000 43295 70853 81189 86766 Ferð fyrir tvo til Dublin kr. 80.000 30568 52694 83930 108059 31201 70512 94677 111405
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.