Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. B ANDARÍKJAMENN og Kínverjar virtust í dag, laug- ardag, vera að þokast í átt til lausnar á deilunni um 24 bandaríska hermenn, sem hafa verið í haldi í Kína síðan njósnavél þeirra nauðlenti á eynni Huinan fyrir viku, en yfirlýsing Qians Quichens, aðstoðarforsætisráð- herra Kína, í bréfi til Bandaríkjamanna um að ekki dygði minna en afsökunarbeiðni, dró úr væntingum um skjóta lausn. Deilan milli Banda- ríkjamanna og Kínverja í kjölfar þess að banda- rísk njósnavél og kínversk orrustuþota rákust á með þeim afleiðingum að kínverski flugmaðurinn lét lífið hefur leitt til spennu, sem sumir hafa geng- ið svo langt að segja að boði endurvakningu kalda stríðsins. Þótt slíkar yfirlýsingar séu vissulega ótímabærar er engin spurning að viðbrögð Kín- verja sýna að mörgu leyti að þar í landi eru breyt- ingar ákaflega hægar og ekki er hægt að horfa fram hjá því að flugmenn bandarísku vélarinnar voru við iðju, sem á rætur í kalda stríðinu. Það er mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessi deila hefur þróast og hinum ýmsu merkjasendingum og athugasemdum Kínverja. Aðstoðarmenn George Bush Bandaríkjaforseta og Jiangs Zemins, forseta Kína, hafa verið að skiptast á uppköstum að bréfi þar sem Banda- ríkjamenn munu lýsa yfir því að þeir harmi þenn- an atburð. Kínverjar hafa krafist þess að Banda- ríkjamenn biðjist afsökunar, en bandarísk stjórnvöld vilja ekki verða við því. Bréfið á að vera þannig orðað að forustumenn í Kína geti haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi beðist afsökunar, en bandarískir embættismenn sagt að þeir hafi náð vélinni og áhöfn hennar úr höndum Kínverja án þess að axla ábyrgð á því að vélarnar skullu sam- an. Viðbrögð Kín- verja og hags- munir þykja ekki fara saman MIKLAR vangaveltur hafa verið uppi um hvers vegna Kínverjar hafi tekið á málinu með þessum hætti. Að mörgu leyti hefði átt að vera þeirra hagur að leysa málið fljótt og árekstralaust - skila flug- vélinni og leyfa áhöfninni að fara. Kínverjar hafa enga ástæðu til að stefna í hættu viðskiptum sín- um við Bandaríkin, sem á síðasta ári námu 75 milljörðum Bandaríkjadollara og var jöfnuðurinn Kína mjög í hag. Kínverjar hafa verið að reyna að vekja áhuga bandarískra fyrirtækja til að komast inn í Heimsviðskiptastofnunina á hagstæðum skil- málum. Þeir hafa verið að reyna að bæta ímynd sína í mannréttindamálum. Þeir eru að falast eftir því að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Peking árið 2008. Að auki vilja Kínverjar hafa meira að segja um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna og hvað það þýði fyrir Tævan. Summa þessara þátta ætti að vera nokkuð góð rök fyrir því að reyna að halda góðu sambandi við Bandaríkjamenn. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Breska fréttablaðið The Economist bendir á það í leiðara í dag, laugardag, að almenningsálitið sé vandamál fyrir kínversk stjórnvöld, þótt furðulegt megi virðast í kommúnistaríki. Reyndar hafi Bush gerst raunsær og tali um Kínverja sem keppi- nauta og mögulegan andstæðing frekar en sam- herja, en ríkisfjölmiðlar í Kína hafi um nokkurt skeið veist að Bandaríkjunum ekki aðeins sem mótherja í sókn Kínverja til aukinna áhrifa í kringum sig heldur höfuðóvinar. Sennilega telja kínverskir ráðamenn nauðsynlegt að draga þessa herskáu línu og höfða til þjóðerniskenndar Kín- verja vegna þess að bremsurnar hafa verið settar á almennar umbætur. Slíkur kaldastríðsmálflutn- ingur gefur kínverskum stjórnvöldum hins vegar ekki mikið svigrúm þegar þarf að losa sig út óvæntum vanda. Endurspegla viðbrögðin valdabaráttu kínverskra ráða- manna? EINNIG gæti verið að viðbrögð Kínverja endurspegluðu þá valdabaráttu, sem nú á sér stað í landinu. Á næsta ári verður hald- ið flokksþing og er bú- ist við því að yngt verði upp í forustunni. The Economist bendir á að al- menningur hafi ekkert að segja um þessa end- urnýjun, en herforingjarnir talsvert. Þeir séu enn í sárum eftir að NATO varpaði sprengjum á kín- verska sendiráðið í Belgrað, óttist að áætlanir Bandaríkjamanna um kjarnorkuvarnir geri kjarn- orkuvopn þeirra þýðingarlaus og láti mjög fara fyrir brjóstið á sér hvernig Bandaríkjamenn halda verndarhendi yfir Tævan. Þeir gætu viljað nota njósnamálið til að styrkja stöðu sína og Zemin ver- ið tregur til að stöðva þá þar sem hann þarf á stuðningi þeirra að halda í þeirri valdabaráttu, sem framundan er. Það kynni hins vegar að vera einföldun að segja að kínverskir ráðmenn láti stjórnast af almenn- ingsálitinu. Kínverskir kommúnistar hafa löngum notað kröfuna um afsökunarbeiðni sem sérstakt verkfæri í samskiptum sínum við andstæðinga, ímyndaða og raunverulega. Sérstaklega er þessari tækni beitt á fanga. Bandaríska dagblaðið The New York Times birti í gær samtöl við nokkra sér- fræðinga um það fyrirbæri, sem nefna mætti „hugarfarsumbætur“ en sennilega væri einfaldast að kalla heilaþvott. Robert J. Lifton, prófessor í sálfræði og geðlækningum við John Jay-háskól- ann, segir að krafan um afsökun sé í samræmi við þá hugsun að ekki sé hægt að láta viðkomandi lausan fyrr en komin er fram játning, sjálfsgagn- rýni og afsökun. Lifton var frumkvöðull í að skýra það hvernig kínverskir kommúnistar notuðu hugsanastjórn er þeir komust til valda 1949 og komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti rætur bæði í Konfúsíusi og þeirri hefð að laga sig að siðum þjóðfélagsins og sýndarréttarhöldum Sovét- manna á fjórða áratugnum. Lucian Pye, prófessor við Massachusetts Instit- ute of Technology, er á sama máli og lýsti þessu svo: „Þegar Kínverjar hafa betri siðferðislegan málstað nýta þeir sér það án afláts. Þetta teygir sig aftur til hefðanna, sem sprottnar eru úr Konfúsíusi, þar sem leiðtoginn er siðferðislega æðri og þegar andstæðingurinn biðst afsökunar sannar það því að hann er siðferðislega óæðri og getur því ekki verið réttmætur leiðtogi.“ Pye er þeirrar hyggju að þetta eigi rætur að rekja til kínverskra uppeldisaðferða. Kínverskir foreldrar beiti þeirri aðferð að láta börn skammast sín til þess að fá þau til að hegða sér. Þetta hafi síð- an flust yfir á önnur svið þjóðlífsins þar sem fólk sanni yfirburði sína með því að láta aðra skamm- ast sín. Kommúnistar í Kína notuðu þessar aðferðir til að breyta hugarfari er þeir reyndu að snúa millj- ónum fyrrverandi hermanna og embættismanna úr röðum Chang Kai-sheks og sömuleiðis á and- ófsmenn. Þær eru ekki jafn mikið notaðar nú og á dögum Maós Tse-tungs, en en hafa þó ekki verið lagðar niður. Og það er ekki nóg að biðjast afsök- unar einu sinni, heldur verður að gera það aftur og aftur. Bandaríkjamenn hafa hins vegar verið stað- ráðnir í því að biðjast ekki afsökunar, þótt mál- flutningur þeirra hafi mildast á síðustu dögum. Í upphafi krafðist Bush þess til dæmis að áhöfnin yrði þegar látin laus, en er leið á vikuna var hann farinn að sleppa þeirri kröfu og á föstudag lét hann sér nægja að segja að unnið væri að því að fá hermennina heim og hann teldi að þokast hefði í samkomulagsátt. Þegar eru komin fram merki um að Kínverjar sætti sig við minna og eru menn lagstir í orðskýr- ingar, sem undir öðrum kringumstæðum teldust hálfhlægilegar. Þessi merki eru kannski ekki sér- lega afgerandi, en í þessari stöðu er hvert orð í yf- irlýsingum kínverskra ráðamanna vegið og metið. Jiang Zemin var í Chile á föstudag og sagði þá hann hefði heimsótt mörg lönd og bætti við: „Ég sé að þegar fólk lendir í slysi segja þeir, sem hlut áttu að máli, alltaf „afsakið““. Sérstaklega var tek- ið til þess að Zemin sletti ensku og sagði „excuse me“ í stað þess að tala kínversku. Þegar opinbera fréttastofan birti ummæli hans var enska slettan þýdd sem „duibuqi“, en áður hafði verið notað „dao quian“. Hvort tveggja þýðir þetta nokkurn veginn það sama, það er afsökun, en fyrra orðalag- ið er mun óljósara en hið síðara, sem er mjög formlegt og gefur til kynna að sá, sem mælir sé á einhvern hátt upp á þann kominn, sem afsökun- inni er beint til. Bush þarf einnig að hugsa um afstöðu almenn- ings, ekkert síður en kínverskir ráðamenn. Fjöl- skyldur mannanna 24, sem eru í haldi, hafa vita- skuld talað við fjölmiðla og líta þær svo á að þeir séu í gíslingu. Stjórnvöld segja hins vegar að þeir séu í haldi. Bandarískur embættismaður hefur fengið að heimsækja áhöfnina í tvígang og segir að aðbúnaður sé góður. Í augum ættingjanna er það hins vegar lítil huggun: „Ég óttast um líf hans, sama hvað þeir segja,“ sagði móðir eins úr áhöfn- inni. Það er þekkt að þegar bandarískir hermenn eru í haldi erlendis binda þeir, sem heima sitja, gula borða utan um tré og staura til að sýna samstöðu. Nú eru slíkir borðar komnir upp á herstöðinni þar sem áhöfn vélarinnar hafði aðsetur. Þótt nú virðist samkomulag um lausn áhafnarinnar í sjónmáli, er það ekki enn í höfn og fari svo að áhöfnin verði dregin fyrir dóm og vist þeirra í Kína dragist á langinn gæti það orðið Bandaríkjamönnum erf- iður biti að kyngja. Það er ef til vill ekki sambæri- legt, en margir muna eftir því þegar Íranar héldu starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Teheran SKYNSAMLEG ÁKVÖRÐUN NÁVÍGI OG TENGSL Fámenni á Íslandi fylgja margirkostir en vandamálin, sem afþví leiða, eru líka mörg. Hinn almenni borgari hefur lengi litið svo á, að bæði fjölskyldutengsl og önnur per- sónuleg tengsl komi mikið við sögu, þegar verulegir hagsmunir eru í húfi. Af þessum sökum vekur athygli niðurstaða Hjörleifs Kvarans, borgar- lögmanns, í máli, sem varðar forval vegna skipulags Halla- og Hamrahlíð- arlanda. Málsatvik voru þau að sex arkitektastofur voru valdar úr hópi 25 stofa af sérstakri forvalsnefnd. Tveir embættismenn Reykjavíkurborgar voru taldir vanhæfir vegna fjölskyldu- tengsla við tvær arkitektastofur en borgarlögmaður komst að þeirri niðurstöðu, að tveir starfsmenn Borg- arskipulags hefðu líka verið vanhæfir til að starfa í forvalsnefnd þar sem yf- irmenn þeirra tengdust umræddum tveimur arkitektastofum. Málið kom til kasta borgarlögmanns vegna at- hugasemda, sem bárust frá einum arkitekt um þetta efni. Í framhaldi af niðurstöðu borgar- lögmanns tók svo borgarráð ákvörðun um að skipa tvo nýja fulltrúa í forvals- nefndina og munu þeir taka þátt í að fjalla að nýju um umsóknir þeirra tveggja arkitektastofa, sem tengslin náðu til. Í málum sem þessum hefur lengi verið talið fullnægjandi, að viðkom- andi aðilar vikju sæti úr nefnd eða stjórn á meðan ákvörðun væri tekin. Að þessu sinni sýnist borgarlögmaður ganga skrefi lengra en oft áður hefur verið gert og vill taka af öll tvímæli um að slík persónuleg tengsl geti engin áhrif haft, þegar hann telur að starfs- menn, sem starfa undir stjórn þeirra, sem teljast vanhæfir vegna persónu- legra tengsla teljist líka vanhæfir. Forsvarsmenn Borgarskipulags hafa sýnt fullan skilning á þeim sjón- armiðum, sem upp hafa komið í mál- inu, en þeir segja í umsögn sinni, að þeim þyki leitt að málið hafi farið á þennan veg og bæta við: „... enda legði embættið sig fram um, m.a. með sam- ráði við Arkitektafélag Íslands, að vinna málið með þeim hætti að sátt yrði um það og niðurstaða forvalsins trúverðug. Verður strax leitað leiða til þess að mál af þessum toga endurtaki sig ekki.“ Ekki er ólíklegt að þessi niðurstaða borgarlögmanns og ákvörðun borgar- ráðs í framhaldi af henni verði til þess, að stífari kröfur verði gerðar almennt í þessum efnum hér eftir en hingað til. Mál af þessu tagi eru óvenjulega snúin í okkar fámenna þjóðfélagi m.a. vegna þess, að stundum geta þau verk- að á þann veg, að persónuleg tengsl hafi þveröfug áhrif. Þeir njóti ekki jafnræðis á við aðra, sem tengjast stofnun eða máli á þennan veg. Það er skynsamleg ákvörðun hjárannsóknarnefnd flugslysa að óska eftir því við samgönguráð- herra að kallaður verði til erlendur sérfræðingur, t.d. frá Alþjóðaflug- málastofnuninni, til þess að fara yf- ir þær athugasemdir og ásakanir, sem fram hafa komið vegna rann- sóknar á flugslysinu í Skerjafirði. Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, hefur þegar lýst því yfir, að hann muni fylgja þessari ósk flug- slysanefndar eftir. Þar með er þetta mál komið í farveg, sem allir aðilar eiga að geta sætt sig við í bili a.m.k. 10. apríl 1991: „Fram kemur í „Þjóðarbúskapnum“, heim- ildariti Þjóðhagsstofnunar, að hallinn á viðskiptum við út- lönd árið 1990 var 9.200 m.kr., sem svarar til 2,7% af landsframleiðslu. Þar vegur óhagstæður vaxtajöfnuður hvað þyngst, en vaxta- greiðslur af erlendum lánum námu 14.600 m.kr. í fyrra. Landsframleiðsla dróst saman um 1% árið 1988, 3% árið 1989 en stóð í stað árið 1990. Þjóðartekjur drógust saman um 0,5% í fyrra. Hag- stæð viðskiptakjör valda því hins vegar, að spáð er 1% aukningu landsframleiðslu og 2% vexti þjóðartekna 1991: „Til lengri tíma litið er talið að hagvöxtur verði að jafnaði um 1,5–2% á næstu árum. Þetta er hægari hagvöxtur en gert er ráð fyrir í iðnríkj- unum. Fjárfesting á borð við nýtt álver gæti breytt þessum horfum verulega.“ 8. apríl 1981: „Ekki hefur farið fram hjá neinum, að inn- an borgarstjórnar Reykjavík- ur er hart deilt um nýjar skipulagstillögur, sem meiri- hluti vinstri manna hefur lagt fram. Svo sýnist sem það sé einkum af pólitískum hvötum, sem vinstrisinnar hafa hraðað sér við framlagningu nýrra hugmynda um skipulag höf- uðborgarinnar. Málið hefur ekki verið þannig undirbúið, að til fyrirmyndar sé. Við- brögð meirihlutans við allri gagnrýni hafa einkennst af óvenjulegri viðkvæmni og þeir hafa viljað flýta af- greiðslu tillagna sinna í stað þess að kynna þær rækilega meðal borgarbúa og skapa um þær umræður eins og nauðsynlegt er. Má segja, að í því efni sé öðru vísi að málum staðið en undir forystu sjálf- stæðismanna, sem í skipu- lagsmálum kappkostuðu að gefa almenningi færi á að segja álit sitt á hugmyndum, áður en frá þeim var gengið með samþykkt borgar- stjórnar. Það eru Alþýðu- bandalagsmenn, sem hafa forystu í skipulagsmálum inn- an vinstri meirihlutans, og þarf því ekki að koma mjög á óvart, að hroki og yfirlæti setji svip sinn á málsmeðferð- ina.“ 10. apríl 1971: „Athafna- sömu löggjafarþingi er lokið, páskahelgin fer í hönd, en að henni lokinni hefjast flokks- þing og landsfundur tveggja stærstu stjórmálaflokka þjóð- arinnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þegar þeim er lokið má vænta þess, að kosningabaráttan vegna þingkosninganna í vor hefjist af fullum krafti. Páskahelgin gefur tilefni til margvíslegrar íhugunar m.a. um framvindu mála í þjóð- málum okkar Íslendinga. Sömu stjórnmálaflokkar hafa farið með stjórn landsins um nær 12 ára skeið. Þetta tíma- bil hefur óhikað verið mesta framfaraskeið í sögu þjóð- arinnar. Að vísu urðum við fyrir miklu áfalli á árunum 1967 og 1968 og tafði það framfarasóknina nokkuð, en nú hefur þjóðarbúið náð sér að fullu eftir þessi áföll. Áhyggjuefni okkar nú er ekki atvinnuleysi, heldur skortur á vinnuafli á þessu ári. Við höf- um ekki áhyggjur af því, að fólk hafi ekki nægar tekjur, heldur af hinu, að peninga- ráðin séu svo mikil, að þau muni valda of mikilli þenslu í efnahagslífinu. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem var fyrir tveimur árum. Með sama hætti og launafólk í landinu varð fyrir skertum lífskjörum vegna áfallanna, hefur það nú notið hlutdeildar í batnandi hag þjóðarbúsins, svo sem vera ber.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.