Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEFNUMÖRKUNINmarkar tímamót í um-hverfismálum á Norður-löndunum vegna þess að nú í fyrsta sinn eftir að hin nýja hugmyndafræði um sjálfbæra þró- un kom fram hafa nokkur lönd tek- ið höndum saman á þessu sviði. Þannig að með því að samþykkja þessa áætlun eru Norðurlöndin að taka frumkvæði í umhverfismálum á alheimsvísu,“ sagði Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra að ráð- stefnunni lokinni. Um þessar mundir vinnur Evrópusambandið að svipuðum markmiðum en Norð- urlöndin eru með áætluninni orðin í fararbroddi hvað sjálfbæra þróun varðar í heiminum. Sjálfbær þróun er mjög vítt hugtak og snertir ekki aðeins umhverfismál, heldur einnig efnahagsmál, félagsmál og hvernig þessir málaflokkar fléttast saman. Siv sagði áætlunina, sem sett er fram í skýrslunni, umfangsmikla og því fjölmörg verkefni framund- an. „Mörg verkefnanna eru flókin því þau snúa ekki aðeins að einu ráðuneyti og einum hópi manna, heldur krefjast samstarfs einstak- linga, félaga, sveitarfélaga, ríkis- stjórnarinnar og atvinnulífsins,“ sagði Siv. Í skýrslunni eru nefndir fimm málaflokkar sem Siv telur að huga beri sérstaklega að í nánustu fram- tíð. Fyrst ber að nefna loftslags- málin og benti Siv á nauðsyn þess í erindi sínu á ráðstefnunni að sam- staða næðist um Kyoto-samninginn sem fyrst. Þá er einnig margt sem snýr að líffræðilegri fjölbreytni sem ber að gæta og sagði Siv í ræðu sinni að hún teldi þennan málaflokk eiga eftir að fá aukið vægi í nánustu framtíð. Í þriðja lagi er það verndun hafsins, sem er öllum Norðurlöndunum mikilvæg. „Það er mjög brýnt fyrir sjáv- arútvegsþjóðir eins og okkur að huga að verndun hafsins. Að okkur steðja margar hættur sem ber að huga að,“ sagði Siv, en á ráðstefn- unni var mikið rætt um Sellafield og kjarnorkuúrgang í Norðvestur- Rússlandi sem Norðurlöndin beina nú sjónum sínum að í auknum mæli. Í fjórða lagi er í skýrslunni lögð áhersla á mikilvægi þess að manngerð efni skaði ekki heilsu manna og síðast en ekki síst er þar fjallað um matvælaöryggi. „Fyrir Íslendinga eru þessi mál öll mik- ilvæg,“ sagði Siv. „En augu fólks beinast um þessar mundir mikið að matvælaöryggi. Norðurlöndin hafa haft gott matvælaeftirlit og vilja tryggja að svo verði áfram. Hnatt- væðing hefur áhrif á matvælaör- yggið en við viljum halda okkar háu kröfum.“ Mikilvægi Norðurlanda- samstarfs að aukast Áætlunin um sjálfbæra þróun á Norðurlöndum er til tuttugu ára og verður endurskoðuð á fjögurra ára fresti. „Hvert land þarf að vinna að ýmsu heima hjá sér, síðan vinna Norðurlöndin sameiginlega að ýmsum málum, því þegar kraftar margra eru lagðir saman má t.d. fá meira út úr rannsóknum og ná auknum þrýstingi í alþjóðasam- félaginu. En umhverfismál virða engin landamæri og þess vegna er svo mikilvægt að vinna á alþjóða- vettvangi að þeim og að Norð- urlöndin standi saman. Þetta hafa Norðurlöndin skynjað í öll þessi ár og þótt sum séu komin inn í Evr- ópusambandið þá vilja þau alls ekki missa Norðurlandasamstarfið niður. Þannig að hið norræna sam- starf er sífellt að verða mikilvæg- ara og auðvitað sérstaklega mik- ilvægt fyrir Ísland og Noreg sem eru ekki í Evrópusambandinu.“ Að sögn Sivjar eiga öll löndin mikla vinnu fyrir höndum en á Íslandi hefur verið sett saman nefnd milli ráðuneyta, því sjálfbær þróun vinnur þvert á ráðuneyti og alla geira samfélagsins og leiðir um- hverfisráðuneytið þá vinnu. „Sú nefnd á að vaka yfir þeirri vinnu sem framundan er og ýta henni áfram, svo það verður góð eftir- fylgni hjá okkur varðandi þessa áætlun,“ sagði Siv. Orkusparnaður og vetni Í ræðu sinni á þemaráðstefnunni lagði Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra ríka áherslu á orku- nýtni, bæði út frá efnahagslegum sjónarmiðum og náttúru- og lofts- lagssjónarmiðum. Þá vakti hún einnig máls á vetnisframleiðslu og rannsóknum á vetni. En Valgerður sagði Íslendinga í fararbroddi hvað vetni varðaði og benti á sérstakan vinnuhóp innan Norðurlandaráðs sem rannsakar vetni og komið var á að frumkvæði Íslendinga. Lofts- lagsmál voru sem fyrr sagði fyr- irferðarmikil í umræðunni á ráð- stefnunni og margir sem vöktu máls á mikilvægi Kyoto-samnings- ins. „Það var mikið rætt um Kyoto-bókunina á ráðstefnunni, það er stórt mál sem við Íslend- ingar ætlum okkur að standa að,“ sagði Valgerður. „En við höfum verið með ákveðnar áherslur og teljum nokkuð miklar líkur á að við náum fram viðurkenningu á okkar sérstöðu og niðurstaða náist á samningafundi Sameinuðu þjóð- anna sem haldinn verður í Bonn í júlí, sá fundur er framhaldsfundur frá loftslagsráðstefnunni sem hald- in var í Haag í nóvember á síðasta ári.“ Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála innan iðn- aðarráðuneytisins, var ásamt Val- gerði á ráðstefnunni og sagði orkunýtingu vera stórt umhverf- ismál. „Það er afskaplega mikil- vægt að nýta orkuna vel og þetta á ekkert síður við um okkur Íslend- inga þó að við séum með tiltölulega ódýrar hitaveitur. Það er mikil- vægt fyrir okkur að nýta heita vatnið sem best, það er auðlind sem gengur á, þess vegna þurfum við að vera varkár og hafa sjálf- bæra þróun að leiðarljósi.“ Áframhaldandi þörf fyrir ál Á ráðstefnunni var bent á að til- heigingin væri sú að því meiri orka sem væri til staðar og því um- hverfisvænni sem hún væri, þeim mun meira væri notað af henni. Valgerður tekur undir þessi orð. „Já, hættan er sú, því við eigum mikla orku og svo mikið óvirkjað. En við höfum verið með átak í gangi á Íslandi, orkusparnaðarátak í samstarfi við aðra aðila.“ En þá vakna spurningar um það hvort orkufrekur iðnaður sé í takt við hin orkusparandi sjónarmið og sagði Valgerður svo vera því líta þurfi á orkufrekan iðnað á heims- vísu. „Við vitum að það verður áframhaldandi þörf fyrir ál í heim- inum og spurningin er bara sú, hvar eigum við að framleiða þetta ál? Með því að framleiða það á Ís- landi, teljum við okkur vinna á já- kvæðan hátt í þágu umhverfismála í heiminum. Þegar ál er t.d. fram- leitt með kolum fer um átta sinn- um meira magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið en þegar raforka er notuð. En svo er annað mál að það verður ekki virkjað svo það sjáist ekki á landinu sem er svo aftur umdeilt.“ Helgi benti á að ál væri um- hverfisvænn málmur og að í dag væri um þriðjungur alls áls sem framleitt væri í heiminum endur- unnið ál. „Á næstu tíu árum er gert ráð fyrir því að um 60 % af öllum álvörum verði framleiddar með kolum eða olíu, aðeins um 40% með vatnsorku. Þetta eru mjög alvarlegar tölur,“ sagði hann. Sjálfbær nýting auðlinda hafsins Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hafði á ráðstefnunni framsögu um sjálfbæra nýtingu lif- andi auðlinda sjávar. Í ræðu sinni ræddi m.a. hann um sjálfbærar fiskveiðar á nýju árþúsundi og kröfu samtímans um að fiskstofnar og aðrar lifandi auðlindir hafsins væru nýttar á sjálfbæran hátt og mikilvægi þess að hægt væri að bjóða neytendum upp á öruggar og heilbrigðar afurðir. „Það á eftir að ræða enn frekar um öryggi matvæla, eins og stend- ur eru það landbúnaðarafurðirnar sem eru í brennidepli en við vitum aldrei hvenær eitthvað kemur upp á í sambandi við sjávarafurðir,“ sagði Árni eftir að ráðstefnunni lauk. „Við þurfum að vera undir það búin og hafa upplýsingar á reiðum höndum ef eitthvað kemur upp á og eins hvernig við ætlum að koma upplýsingunum á framfæri. En við erum að undirbyggja það og okkar málflutningur á að vera þess eðlis að komi eitthvað upp á þá eigum við auðveldara með það að skýra okkar stöðu.“ Árni telur skýrsluna um sjálf- bær Norðurlönd í raun ekki marka nýja stefnu í sjávarútvegsmálum fyrir Íslendinga, heldur endur- spegli hún frekar þá stefnu sem Ís- lendingar hafi fylgt til þessa. „Við höfum verið í forystu við að leggja grunninn að þessari allsherjar- stefnumörkun. Þá helst í sambandi við að byggja á vísindalegum upp- lýsingum og varúðarnálgununni og svo það starf sem við höfum verið að vinna á alþjóðavettvangi um mengun hafsins og hefur skilað miklum árangri. Einnig ber að nefna starf varðandi umhverfis- merkingarnar.“ Árni er bjartsýnn á að þau markmið sem sett eru fram í skýrslunni náist. „Þessi markmið eru sett fram af því að við teljum nauðsynlegt að ná þeim og við megum ekki vera með neina hálf- velgju í því.“ Norðurlöndin marka sameiginlega stefnu um sjálfbæra þróun Loftslagsmál og öryggi matvæla í brennidepli Þemaráðstefna Norðurlandaráðs um sjálfbæra þróun á Norðurlöndum fór fram í Ósló nú í vikunni. Þar var rætt um skýrslu, sem ber heitið „Sjálfbær þróun – ný stefna fyrir Norðurlönd“, en í henni segir frá áætlunum í þessum efnum næstu tuttugu árin. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði í samtali við Sunnu Ósk Logadóttur að um tímamót í umhverfismálum á Norðurlöndum væri að ræða en hún ásamt Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra og Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra voru meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni. Scanpix Forseti Norðurlandaráðs, Svend Erik Hovmand, er hann setti þemaráð- stefnuna um sjálfbæra þróun í Stórþinginu í Ósló. BAKSVIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.