Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 19 Fermingartilboð Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta Pantið tímanlega Stúdíó Brauð, Arnarbakka 2 - sími 577 5750 Búnaðarbankinn Verðbréf býður til fundar um þróun krónunnar og stöðu efnahagsmála. Í framsöguerindum verður leitað svara við ýmsum áleitnum spurningum og boðið til umræðu á eftir. Erindi flytja: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Samræmist spá Þjóðhagsstofnunar um 70 ma.kr. viðskiptahalla og 5% verðbólgu væntingum um stöðugt gengi? Hvert telur Þjóð- hagsstofnun vera jafnvægisgengi krónunnar miðað við núverandi efnahagsástand? Hvað á Þjóðhagsstofnun við þegar hún bendir á að auka þurfi aðhald opinberra fjármála? Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands: Hver er hinn nýi rammi peningastefnunnar? Hvert telur Seðlabankinn vera jafnvægisgengi krónunnar miðað við núverandi efna- hagsástand? Voru efnahagslegar forsendur fyrir mikilli styrkingu krónunnar á síðasta ári? Var rétt að lækka vexti samhliða breyttum markmiðum peningastefnunnar? Hvernig geta stjórnvöld beitt verkfærum ríkisfjármála svo gagn sé að? Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins: Hvernig túlkar fjármálaráðuneytið ábendingar um að auka þurfi aðhald í opinberum fjármálum? Má gera ráð fyrir að sveiflur á gengi íslensku krónunnar dragi enn úr áhuga erlendra aðila á að fjárfesta hér á landi? Hefur trúverðugleiki Seðlabankans og krónunnar sem gjaldmiðils beðið hnekki við það að peningastefnunni sé breytt um leið og reynir á vikmörk krónunnar? Fundarstjóri: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbankans Skráning á fundinn fer fram á vef Búnaðarbankans www.bi.is/verdbref. Fjöldi fundarmanna er takmarkaður. Þriðjudagurinn 10. apríl kl. 16:30 til 18:30 Hótel Saga, fundarsalur A Hvert stefnir íslenska krónan? FAGOTTKVARTETTINN Fagott- erí heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20:30. Fagotterí var formlega stofnað haustið 2000 og er skipað fjórum konum sem allar leika á fagott: Annette Arvidsson, Joanne Árna- son, Judith Þorbergsson og Krist- ínu Mjöll Jakobsdóttur. Þær hafa að markmiði að koma á framfæri tónlist fyrir fjögur fagott, bæði alvarlegs eðlis og af léttara taginu en töluvert hefur verið skrifað og útsett fyrir þessa hljóðfæraskipan. Fyrri hluti efnisskrárinnar verður á ljúfum nótum, tileink- aður barokk- og kirkjutónlist eftir J.S. Bach, Boismortier og Corr- ette. Á síðari hluta efnisskrár- innar verða fyrst og fremst verk í léttum dúr eftir Grieg, Prokofiev, Dubois og Gordon Jacob. Fagottsveitin Fagotterí leikur á tónleikum annað kvöld. Fjögur fagott í Fríkirkjunni Tímarit  TÍMARIT Máls og menningar er komið út. Blaðið hefur fengið and- litslyfingu, verið stækkað á alla kanta, viðfangsefnum þess fjölgað og efnistökum breytt. Ritstjóri TMM er Brynhildur Þórarinsdóttir. Í tímarit- inu er þjóðmenningin til umræðu og þjóðmenning Svía er einnig til skoð- unar. Ásgrímur Sverrisson fjallar um tengsl listsköpunar og pólitíkur. Margrét Tryggvadóttir skrifar um tilbúna leikfangaheima, Playmo, Legó o.fl. Nýjar íslenskar kvik- myndir eru teknar til athugunar, rætt er við leikkonuna, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, og fjallað um nútímadans og Íslenska dansflokk- inn. Í þessu tölublaði er að finna ljóð eftir Braga Ólafsson, verk úr vænt- anlegu ljóðasafni Pálma Arnar Guð- mundssonar, sem bróðir hans, Einar Már, hefur tekið saman, og grein Raymonds Carvers um fyrstu kynni hans af ljóðabókum. Framhaldssaga hefur göngu sína en höfundar eru jafnmargir og kafl- arnir og þurfa að leysa litla þraut með skrifum sínum. Bjarni Hinriks- son hefur skapað teiknimyndaheim fyrir TMM og íslenskar glæpasögur eru sendar í lögreglurannsókn. – Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn ber þær saman við raunveruleikann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.