Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 1

Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 1
89. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. APRÍL 2001 ÍSRAELAR afléttu í gær að hluta ferðafrelsistakmörkunum á íbúa Gazasvæðisins, en forsætisráð- herrann Ariel Sharon hafnaði boði Yassers Arafats Palestínuleiðtoga um að koma sameiginlega fram í sjónvarpi til að skora á bæði Pal- estínumenn og Ísraela að láta af ofbeldisaðgerðum. Nýjasta bylgja átaka þjóðanna tveggja hefur stað- ið óslitið frá því í lok september sl. Ísraelsk öryggismálayfirvöld sýndu mátt sinn með því að gera lögregluáhlaup á Musterishæð í Jerúsalem, viðkvæmasta helgistað- inn sem þjóðirnar deila um, til að elta uppi unga grjótkastara. Engin meiðsl urðu á mönnum í áhlaupinu og lögreglumennirnir fóru ekki inn í moskurnar tvær á Musterishæð, al-Aqsa og Klettamoskuna. Til fleiri pústra kom hér og þar á hernumdu svæðunum, þar á meðal var sprengjum varpað á gyðingabyggðir í fyrrinótt, en þó var minna um átök í gær en verið hefur undanfarna daga, í kjölfar þess að Sharon fyrirskipaði Ísr- aelsher að grípa til harðari að- gerða til að gæta öryggis land- námsgyðinga. Í viðtali sem franska dagblaðið Le Figaro birtir í dag endurtekur Sharon þá yfirlýstu skoðun sína, að hann myndi ekki hefja frið- arsamninga við Arafat fyrr en Pal- estínuleiðtoginn hefði „bundið enda á hryðjuverkin“. Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi, að palestínsk sjálfstjórnaryfirvöld hefðu tilkynnt ísraelskum stjórnvöldum að þau hefðu handtekið tvö sprengju- vörputeymi Palestínumanna. Miðlunartilraunir halda áfram Tilraunir til að miðla málum halda áfram. Bandaríski fulltrúa- deildarþingmaðurinn Joe Kolbe hitti bæði Arafat og Sharon og bar Sharon tilboð Arafats um hið sam- eiginlega sjónvarpsávarp, og Ara- fat átti viðræður við Terje Rød- Larsen, Miðausturlandasendifull- trúa Sameinuðu þjóðanna, og Miguel Moratinos, sendifulltrúa Evrópusambandsins. Kolbe, sem er fyrsti bandaríski stjórnmálamaðurinn sem hittir bæði Sharon og Arafat á heima- velli þeirra frá því átökin færðust í aukana, sagðist „ekki yfirmáta bjartsýnn“. Sharon hefði hafnað sjónvarpsávarpsboði Arafats með þeim rökum að „orð væru ekki nóg“. Að minnsta kosti 381 Palestínu- maður, 71 Ísraeli og 13 ísraelskir arabar hafa látið lífið í átökunum sl. hálfa árið. Sharon hafnar boði Ara- fats um sjónvarpsávarp Jerúsalem. Reuters, AP. Reuters Palestínskir mótmælendur halda á eftirlíkingu af sprengjuvörpu í götu- mótmælum í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Reuters LEIÐTOGAR 34 ríkja Norður- og Suður-Ameríku hittust í Quebec- borg í gær, en dagskrá þessa sögulega leiðtogafundar fór úr skorðum vegna óeirða. Hér kljást lambhúshettuklæddir mótmælendur og kanadískir óeirðalögreglumenn á götum Quebec-borgar í nágrenni við fundarstað leiðtoganna. Þúsundir fríverzlunarandstæðinga söfn- uðust saman í borginni til að vekja athygli á baráttumálum sín- um og reyna að trufla fund leið- toganna. Opnun fundarins seink- aði um klukkustund vegna óeirðanna og tuttugu mínútna seinkun varð á dagskrá tvíhliða funda George W. Bush Banda- ríkjaforesta með öðrum leiðtogum þar sem mótmælaaðgerðir töfðu m.a. forseta Brasilíu og Bólivíu. Dugði 6.000 manna lögreglulið, rammgerð víggirðing utan um miðbæinn og táragas í stórum stíl ekki til að hindra þessa truflun. Takmark leiðtoganna er að árið 2005 verði öll Vesturálfa, frá Kan- ada í norðri til Chile í suðri, orðin eitt fríverzlunarsvæði, hið stærsta í heimi með um 800 milljónir íbúa. Andres Pastrana, forseti Kól- umbíu, lýsti því yfir að frjálsari milliríkjaviðskipti gætu hjálpað í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli og sagðist myndu biðja Bush um að Bandaríkin veittu landi hans frekari viðskiptaívilnanir. Kúba er eina Vesturheimsríkið sem ekki á fulltrúa á fundi Am- eríkuleiðtoganna, sem að jafnaði fer fram á fjögurra ára fresti. Óeirðir trufla leiðtoga- fund Ameríkuríkja ÍBÚAR í fjölbýlishúsi í Hels- inki hafa falið finnska jafnrétt- isráðinu að skera úr um hvort þeir geti bannað kynskiptingi, sem býr í húsinu, að sitja með kvenkyns íbúum þess í gufu- baði. Nágranninn var áður karlmaður en er nú skráður kona í þjóðskrá. Hann er með sílíkon-brjóst, en karlkynfæri. Málið kom upp með þeim hætti, að konurnar í húsinu hættu að nota sameignargufu- baðið til að mótmæla því að kynskiptingurinn skyldi reyna að nota gufubaðið á tímum sem fráteknir voru fyrir kven- kyns íbúa hússins. Greindi finnska æsifréttablaðið Ilta- Sanomat frá þessu í gær. Er málið talið munu reyna mjög á ákvæði finnskra jafnréttislaga. Má sitja með körlunum Eins og er hefur klæðskipt- ingurinn fengið úthlutað einkatímum í sameignargufu- baðinu og hann hefur heimild til að nota það einnig á þeim tímum sem fráteknir eru fyrir karla hússins. „Það er jú svo, að karlar kippa sér sjaldnast upp við það þótt ein og ein kona sitji með þeim í gufu- baði,“ hefur blaðið eftir for- manni húsfélagsins. „Um leið og manndómsmerkið fer er henni heimilt að nota kvenna- gufubaðið.“ Konur út- hýsa kyn- skiptingi Helsinki. Reuters. NÝJUM áfanga var náð í sjálf- stæðisundirbúningi Færeyinga í gær, er lögþingsmeirihluti flokkanna þriggja sem standa að landstjórninni – Þjóðarflokksins, Þjóðveldisflokks- ins og Sjálfstjórn- arflokksins – sam- þykkti tillögu landstjórnarinnar um „sjálfstjórn færeysku þjóðar- innar“. Komi til- lagan að fullu til framkvæmda munu Færeyjar verða fullvalda ríki. Hinir 18 lög- þingsfulltrúar flokkanna þriggja, af 32 í heild, samþykktu tillöguna, en stjórnarandstöðuflokkarnir Sam- bandsflokkurinn og Jafnaðarflokk- urinn höfnuðu henni. Eini þingmað- ur Miðflokksins sat hjá. Í herbúðum stjórnarandstöðunnar voru Jafnaðarflokksmenn hvað já- kvæðastir í garð hinna endurskoð- uðu fullveldistillagna landstjórnar- innar. Þeir voru tilbúnir að sam- þykkja hluta tillagnanna, en lögðu fram breytingatillögur við hinum sem þeir voru ekki samþykkir. Breytingatillögurnar voru felldar. Að mörgu leyti sam- hljóða fyrri áætlun Sú endurskoðaða fullveldisáætlun landstjórnarinnar, sem nú hefur ver- ið samþykkt, er að mörgu leyti sam- hljóða þeirri áætlun, sem til stóð að bera undir þjóðaratkvæði í eyjunum í lok maímánaðar næstkomandi. An- finn Kallsberg, lögmaður Færey- inga, aflýsti þessari boðuðu þjóðar- atkvæðagreiðslu, í kjölfar þess að danski forsætisráðherrann, Poul Nyrup Rasmussen, hótaði því að ef sú yrði niðurstaðan að meirihluti Færeyinga greiddi áætlun land- stjórnarinnar atkvæði sitt yrði skrúfað fyrir fjárstyrkinn úr danska ríkissjóðnum til færeyska landsjóðs- ins á fjórum árum hið mesta. Samkvæmt nýsamþykktu áætlun- inni munu öll þau málefni sem varða Færeyjar og eru að núverandi skip- an í höndum stjórnvalda í Kaup- mannahöfn verða komin í hendur Færeyinga í síðasta lagi árið 2012. Samtímis á fjárstuðningurinn úr danska ríkissjóðnum að minnka í áföngum. Hann stendur eins og er undir um þriðjungi útgjalda fær- eyska landsjóðsins. Við lok þessa ferlis eiga Færey- ingar að ganga til þjóðaratkvæða- greiðslu um það, hve langt þeir vilja ganga í sjálfstæðisátt. Ekki er getið um hvenær hún eigi að fara fram. Nýja áætlunin er ekki bindandi nema fyrir þá landstjórn sem nú sit- ur, en næstu lögþingskosningar eiga að fara fram á næsta ári. Færeyjar Nýtt sam- komulag um sjálf- stæðismál Þórshöfn. Morgunblaðið. Anfinn Kallsberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.