Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 9 MAÐUR, sem féll við göngu efst í klettabeltinu í Esjunni síðastliðinn fimmtudag, er talinn hafa fótbrotnað. Tilkynnt var til lögregl- unnar í Reykjavík laust fyr- ir klukkan 17 á fimmtudag að maður hefði dottið í hlíð- um Esjunnar og var óskað eftir aðstoð við að koma honum niður. Að sögn lög- reglu var neyðarsveit Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins kölluð út auk björgunarsveitar og komu þær manninum til hjálpar. Rúma þrjá tíma tók að koma manninum niður. Alls tóku 30 björgunarsveitar- menn þátt í aðgerðinni. Féll efst í Esjunni Maðurinn borinn niður af toppi Esjunnar. Ljósmynd/Pálmi Másson SÉRA Örn Bárður Jónsson, sem verið hefur í námsleyfi á Spáni á liðnum vetri, fékk fyrir nokkru starfsréttindi innan ensku biskupakirkj- unnar og hefur tekið virkan þátt í starfi hennar í Malaga á Spáni. Segir Örn Bárð- ur í samtali við Morgunblaðið að þessi réttindi gefi sér mögu- leika á starfi inn- an þeirrar kirkju en hún starfrækir söfnuði utan Englands um alla Evrópu, allt frá Norður-Noregi til Marokkó og Tyrklands. Örn Bárður sagðist hafa notað námsleyfið til að nema spænsku, stunda ýmis ritstörf og sinna lestri og kveðst snúa aftur til Íslands í júní og hefja störf í Nessókn á ný en þar starfaði hann áður en náms- leyfið hófst. En hvers vegna sótti hann um að fá réttindi hjá ensku biskupakirkjunni? Hlaut samþykki erkibisk- upsins af Kantaraborg „Mér fannst forvitnilegt að reyna fyrir mér með þjónustu inn- an þeirrar kirkju og eftir að svo- nefnd Porvoo-yfirlýsing var sam- þykkt í Finnlandi fyrir nokkrum árum, sem snertir meðal annars samstarf kirkjudeilda, er prestum gert auðveldara að sækja um störf milli landa. Auk þess þótti mér for- vitnilegt að kynnast starfi kirkju meðal brottfluttra Breta og ferða- manna í fjarlægu landi. Í febrúar hlaut ég síðan sam- þykki erkibiskupsins af Kantara- borg. Þetta þýðir að ég get sótt um störf hjá kirkjunni en hún annast þjónustu við Breta nánast um alla Evrópu,“ segir Örn Bárður. Spurður um ritstörfin sagðist hann hafa verið með í smíðum um nokkurt skeið handrit að smá- sagnasafni. Er stefnt að útgáfu þess með haustinu hjá Máli og menningu. Fékk starfs- leyfi í ensku biskupa- kirkjunni Séra Örn B. Jónsson verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval TEPPI - TEPPI Sölusýning sími 861 4883 10% staðgreiðslu- afsláttur RAÐGREIÐSLUR laugardagur 21. apríl kl. 12-19 sunnudagur 22. apríl kl. 13-19 GLÆSILEGT ÚRVAL - gott verð Út í sumarið Peysur, Bolir, Skyrtur Síðbuxur, Kvartbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Dúndur útsala á ekta pelsum Allt að 50% afsláttur á meðan birgðir endast Handunnin húsgögn allt að 50% afsláttur. Mikið úrval af fermingargjöfum, gjafavörum, sérkennilegum ljósum, fatnaði o.fl Opið virka daga frá kl. 11-18 og laugard. frá kl. 11-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.                 ! "  # ""        Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið virka daga kl. 10–18 Opið laugardaga kl. 10–14 Bómullardragtir frá kr. 16.200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.