Morgunblaðið - 21.04.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.04.2001, Qupperneq 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 13 Svifbraut í Hlíðarfjalli, deiliskipulag Ofangreint deiliskipulag var samþykkt af Bæjarstjórn Akureyrar 6. mars 2001 og af sveitarstjórn Hörgárbyggðar 21. mars 2001. Deiliskipulagið fjallar um aflanga skák í Hlíðarfjalli, frá stað skammt sunnan Skíðahótelsins og upp á fjallsbrún. Tillaga að skipulaginu var auglýst 13. desember 2000, með kynningar- og athugasemdafresti til 24. janúar. Ein athugasemd barst og hefur hún verið afgreidd og niðurstaðan kynnt þeim sem hana gerði. Athugasemdin leiddi til þess að sett var það skilyrði að öll mannvirki og framkvæmdir á skipulagssvæðinu skyldu vera háð þeim takmörkunum sem gilda um fjarsvæði vatnsverndarsvæða. Deiliskipulagið tekur gildi við auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Frekari upplýsingar eru veittar á umhverfisdeild Akureyrarbæjar. Bæjarstjóri Akureyrar. Oddviti Hörgárbyggðar. Akureyrarbær og Hörgárbyggð auglýsa: Vinnuvélanámskeið verður haldið á Húsavík og hefst föstudaginn 27. apríl. Innritun og upplýsingar: Hreiðar Gíslason 462 1141/892 0228 Kristinn Jónsson 462 2350/892 9166 ÞAÐ ríkir sannkölluð hátíð- arstemmning í Hlíðarfjalli við Ak- ureyri þessa dagana, þar sem Andr- ésar Andar leikarnir í skíðaíþróttum standa yfir. Um 750 börn víðs vegar af landinu og nokk- ur grænlensk reyna þar með sér í alpa- og norrænum greinum og skín gleði úr hverju andliti. Þessum stóra hópi fylgir mikill fjöldi for- eldra og annarra aðstandenda, þjálfara og liðsstjóra og þá eru starfsmenn mótsins mjög margir. Keppni hófst á sumardaginn fyrsta en mótinu lýkur í dag, laugardag. Ungur þátttandi á Andrésar Andar-leikunum á fullri ferð. Morgunblaðið/Kristján Bjartur Þór Jóhannsson frá Neskaupstað, tilbúinn á ráslínu, bíður eftir því að Guðmundur Björnsson starfsmaður gefi sér grænt ljós. Hátíðar- stemmning í Hlíðarfjalli ÓLI G. Jóhannsson myndlistarmað- ur og Óskar Pétursson, söngvari frá Álftagerði, eru næstu bæjarlista- menn Akureyrar. Samþykkt menn- ingarmálanefndar um úthlutun starfslauna listamanna var kunn- gjörð á vorkomu nefndarinnar í Ket- ilhúsinu á sumardaginn fyrsta. Við það tækifæri var Ketilhúsið vígt sem fjölnota menningarhús eftir gagngerar breytingar, auk þess sem húsið var afhent Gilfélaginu til notk- unar. Einnig var veitt viðurkenning Húsverndarsjóðs Akureyrar, að þessu sinni vegna endurbyggingar hússins Hrafnagilsstrætis 2, sem kirkju fyrir kaþólska söfnuðinn á Akureyri. Þrír bæjarbúar fengu við- urkenningar frá stjórn Menningar- sjóðs Akureyrar vegna starfa við rit- list, rithöfundurinn Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum, Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, og Þórarinn Guðmundsson, fyrrverandi kennari. Þá opnaði Sigurður Árni Sigurðsson, myndlistarmaður og nú- verandi bæjarlistamaður, sýningu í Ketilhúsinu, sem stendur fram til 12. maí. Framkvæmdir við endurbætur á Ketilhúsinu hófust í maí í fyrra en hlé var gert á þeim yfir sumarið. Þær hófust að nýju í október sl. og er nú lokið. Aðalverktaki við framkvæmd- irnar var Tréborg ehf. en að auki komu fjölmargir aðrir að verkinu. Áætlaður heildarkostnaður við end- urbæturnar er um 46 milljónir króna. Sem fyrr sagði mun Gilfélagið sjá um rekstur hússins og afhenti Ásgeir Magnússon, formaður bæjar- ráðs og framkvæmdaráðs, Jóni Er- lendssyni, formanni Gilfélagsins, lyklavöldin að húsinu. Listamennirnir staddir erlendis Bæði Óli G. og Óskar voru staddir erlendis er úthlutun starfslauna fór fram en systur þeirra, Emelía Jó- hannsdóttir og Herdís Pétursdóttir, tóku við viðurkenningum fyrir þeirra hönd. Þeir félagar skipta starfsárinu á milli sín, Óli frá 1. ágúst nk. til 31. janúar á næsta ári og Óskar frá 1. febrúar til 31. júlí 2002. Óli G. er sjálfmenntaður listamaður. Hann stofnaði og rak Gallerý Háhól 1976– 1981 en þar var einn fyrsti alvöru- sýningarsalurinn fyrir myndlist á Akureyri. Einnig tók hann þátt í stofnun Myndlistarfélags Akureyrar og var m.a. formaður þess um tíma. Þá hefur Óli skrifað töluvert um mál- efni myndlistarinnar á Akureyri. Óli er þessa dagana að undirbúa opnun sýningar á verkum sínum í Dan- mörku. Óskar Pétursson stundaði söng- nám við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hefur sungið einsöng með fjölmörg- um kórum við ýmis tækifæri, bæði hér á landi og erlendis. Óskar hefur tvívegis sungið með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands og þá hefur hann sungið inn á hljóm- og geislaplötur með Skagfirsku söngsveitinni, Karlakórnum Heimi og bræðrum sínum frá Álftagerði. Vel heppnuð endurgerð Kristjana Aðalgeirsdóttir arkitekt hannaði breytingar á kirkju kaþ- ólska safnaðarins og því húsið í nú- verandi mynd en endurgerð þess tókst mjög vel. Húsið er vel hannað og samsvarar sér vel, auk þess sem það fellur ekki aðeins vel að götu- myndinni heldur styrkir hana. Yfir- umsjón með framkvæmdum sem fram fóru árið 1999 hafði Aðalgeir Pálsson verkfræðingur. Vorkoma menningarmálanefndar í endurbættu Ketilhúsi Óli G. og Óskar næstu bæjarlistamenn Morgunblaðið/Kristján Frá afhendingu viðurkenninga úr Húsverndarsjóði Akureyrar og Menningarsjóði Akureyrar. F.v. Þröstur Ás- mundsson, formaður menningarmálanefndar, Guðfinna Thorlacíus og Aðalgeir Pálsson frá kaþólska söfn- uðinum, Þórarinn Guðmundsson, Magnea Magnúsdóttir, Sverrir Pálsson og Krisján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Viðurkenningarnar sem afhentar voru eru hannaðar og búnar til af listakonunum Bryndísi Pernillu Magn- úsdóttur, Oddrúnu Halldóru Magnúsdóttur og Margréti Jónsdóttur. GLERÁRKIRKJA: Ferming- armessa verður í dag kl. 13.30. Á morgun, sunnudag, verður einnig fermingarmessa kl. 13.30. Í fyrramálið verður barnasamvera í safnaðarsal kirkjunnar kl. 11 og eru foreldr- ar hvattir til að mæta með börn- unum. Á þriðjudag verður kyrrðar- stund kl. 18.10 í kirkjunni, á miðvikudag hádegissamvera kl. 12.10 og á fimmtudag, 26. apríl, opið hús fyrir mæður og börn kl. 10-12. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa með léttri sveiflu verður annað kvöld, sunnudags- kvöld, í Akureyrarkirkju og hefst hún kl. 20.30. Tónlistar- flutning annast þau Snorri Guð- varðsson, Viðar Garðarsson, Inga Eydal og Daníel Þor- steinsson. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson. Í messunni gefst fólki kostur á að syngja létta söngva og helgihaldið á að vera aðgengi- legt öllum, líka þeim sem ekki eru vanir að sækja kirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir og eftir athöfnina verður boðið upp á molasopa í safnaðarheimilinu. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa laugardag kl. 18 og sunnudag kl. 11 í Hrafnagils- stræti 2. Messur SAMHLIÐA sýningu Henri Cartier- Bresson verður opnuð sýningin „Ak- ureyri, bærinn okkar“, en hún bygg- ist á völdum myndum úr samnefndri bók sem Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar (ÁLKA) gaf nýlega út í tilefni af tíu ára afmæli félagsins. Sýningin bregður ljósi á mannlíf og atvinnuhætti á árinu 2000 í sögu Akureyrar. Markmið félagsins er að virkja áhugafólk um ljósmyndun, skapa því aðstöðu til vinnslu mynda og vettvang til að koma verkum sínum á framfæri. Klúbburinn hefur frá byrjun stað- ið fyrir þróttmiklu félagsstarfi. Ljósmyndarar og myndlist- armenn hafa verið fengnir til fyr- irlestra og kennslu, settar hafa ver- ið upp ljósmyndasýningar á verkum félagsmanna u.þ.b. annað hvert ár, sýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands hafa nokkrum sinnum verið settar upp á Akureyri á vegum klúbbsins og fjöldi mynda klúbbfélaga eru aðgengilegar á vefsíðu klúbbsins (http://ljos- mynd.cjb.net/). Þá er fréttabréf gef- ið út reglulega auk þess sem félagið hefur staðið fyrir ljósmyndam- araþoni fyrir almenning frá 1993 og verið brautryðjandi og fyrirmynd hér á landi á þeim vettvangi. Lýsa eigin umhverfi og hversdagslífi Eitt verðugasta verkefni áhuga- ljósmyndaraklúbbs er að lýsa eigin umhverfi og hversdagslífi í heima- byggðinni. Um það snerist síðasta verkefni félaganna í ÁLKA sem skrásettu mannlíf og bæjarbrag á Akureyri í eitt ár, frá hausti 1999 til haustsins 2000. Úr myndunum voru síðan valdar 250 ljósmyndir í bókina „Akureyri, bærinn okkar“ sem klúbburinn gaf út í lok aldamótaárs- ins. Tilgangur bókarinnar var fyrst og fremst sá að sýna mannlíf, um- hverfi, menningu, viðburði, atvinnu- líf og athafnasemi á einu ári í sögu bæjarins – bregða upp svipmyndum úr bæjarlífinu til fróðleiks og ánægju og ef til vill til samanburðar síðar. Þeir sem verk eiga á sýningunni eru Árni Ólafsson, Berglind H. Helgadóttir, Björgvin Steindórsson, Björn Gíslason, Brynjólfur Brynj- ólfsson, Hörður Geirsson, Magnús Árnason, Sigurður H. Baldursson, Sigurgeir Haraldsson og Þórhallur Jónsson. Ljósmynd/Berglind H. Helgadóttir Ljósmynda- sýning ÁLKA í Listasafninu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.