Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 15
hann með málið til dómstóla.
Í svari ráðuneytisins til
Unnar Þormóðsdóttur í
Hveragerði kemur fram að
umsókn hennar fullnægði
ekki auglýstum viðmiðunar-
reglum því gögn vantaði en
henni er bent á að ekki sé
öruggt að málið sé að fullu
upplýst og því geti hún leitað
aftur til ráðuneytisins.
Unnur segir að hún hafi
skilað inn umbeðnum gögn-
um, ekkert hafi vantað en
breytingar hafi útilokað hana
eins og fleiri. „Ég er mjög
ósátt við þetta og ætla að
krefjast þess að sitja við sama
borð og þeir sem kærðu,“ seg-
ir hún um framhaldið.
Að sögn Unnar er að
nokkru leyti skiljanlegt að
ekki komi til endurúthlutunar
vegna þeirra sem fengu lóðir,
en hinir vilji fá einhverjar
bætur upp í kostnað. „Það
sem ég vil helst sjá er að Mos-
fellsbær biðjist afsökunar
skriflega og játi á sig glöp því
þetta er til háborinnar
skammar.“
Sammála niðurstöðunni
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir að niður-
staða ráðuneytisins sé rétt.
Íbúar landsins, sama hvar
þeir búi, eigi að njóta jafnræð-
is og sveitarfélögin eigi að
laga reglur sínar að niðurstöð-
unni. „Ég tel að sveitarfélög-
in, öll sem eitt, eigi að hafa
þetta þannig að allir íbúar
landsins eigi að hafa jafnan
rétt til að sækja um lóðir hvar
sem er, rétt eins og allir geta
keypt hvar sem er,“ segir
hann og bætir við að hann viti
ekki um að þetta hafi verið
vandamál nema í Mosfellsbæ
og Hafnarfirði.
Í því sambandi nefnir hann
að í Reykjavík geti allir ís-
lenskir ríkisborgarar og allir
EES-borgarar sótt um lóðir,
en síðan séu ákveðnar kvaðir
sem gangi út á það að um-
sækjendur verði að fara í
ákveðið greiðslumat og geta
sýnt fram á framkvæmda-
getu. Einstaklingar en ekki
lögaðilar geti sótt um einbýlis-
húsalóðir og dregið sé úr potti
hjá sýslumanni.
Að mati Vilhjálms koma
sveitarfélögin til með að hlíta
úrskurðinum. „Það er eðlilegt,
en ástæðan fyrir því að sveit-
arfélögin hafa sett svona regl-
ur er einfaldlega sú staðreynd
að eftirspurnin er meiri en
framboðið.“ segir hann. „Ég
er ekki hlynntur því að verið
sé að búa til svona múra held-
ur á að vera frjálst flæði á milli
sveitarfélaga.“
Morgunblaðið/Golli
Miklar framkvæmdir eru í Höfðahverfi í Mosfellsbæ.
JÓHANN Sigurjónsson, bæj-
arstjóri Mosfellsbæjar, segir
að þar sem úrskurður
félagsmálaráðuneytisins
hafi ekki borist fyrr en síðla
síðasta vetrardag hafi ekki
unnist tími til að fara ræki-
lega ofan í hann og hvernig
brugðist verði við tilmælum
ráðuneytisins varðandi við-
ræður bæjarstjórnar við
umsækjendur sem uppfylltu
skilyrði um lóðaúthlutun en
fengu ekki lóðir.
Bæjarráðið taki málið
fyrir á fimmtudag og síðan
fari það til bæjarstjórnar,
en almennt megi segja að
um tímamótaúrskurð sé að
ræða.
„Þetta er tímamótaúr-
skurður að því leyti að hann
kveður upp úr um það að
sveitarfélögum er almennt
óheimilt að setja sér viðmið-
unarreglur varðandi nánari
úrvinnslu umsókna um lóða-
úthlutanir,“ segir Jóhann.
„Í öðru lagi er sveit-
arfélögum óheimilt að láta
bæjarbúa ganga fyrir varð-
andi lóðir í sveitarfélaginu.
Þetta er tímamótanið-
urstaða.“
Að sögn Jóhanns fær
Mosfellsbær á sig þessar
stjórnsýslukærur fyrir það
að vera fyrsta sveitarfélagið
sem opinberi þær vinnu-
reglur, sem beitt sé við úr-
vinnslu umsókna. Því sé
ágætt að komin sé nið-
urstaða hvað þetta varðar,
því þá þurfi sveitarfélög al-
mennt að fara í gegnum
þær vinnureglur sem við-
hafðar séu við lóðaúthlut-
anir.
„Mosfellsbær stóð í góðri
trú um að þetta væri heim-
ilt enda hefur þetta verið
viðtekin venja hjá sveit-
arfélögum við úrvinnslu
umsókna. Umsóknir hafa
farið til úrvinnslu í bæj-
arráðum og þau hafa út-
hlutað á grundvelli ein-
hverra reglna. Okkar
skilningur er sá að við telj-
um okkur ekki hafa verið
að breyta úthlutunarregl-
unum eftir á. Við teljum
okkur eingöngu hafa verið
að setja okkur nánari úr-
vinnslureglur um það
hvernig við vinnum úr um-
sóknunum í ljósi þessa
mikla fjölda umsókna.“
Reglur frá
ráðuneytinu?
Í 40 lóðir bárust 262 um-
sóknir eða rúmlega sex um-
sóknir um hverja lóð að
meðaltali. Jóhann segir að
bregðast hafi þurft við með
einhverjum hætti og ekki
hafi verið búist við svo
mörgum umsóknum þegar
lóðirnar voru auglýstar.
„Ég sé ekki annað, en að
þessi úrskurður þýði að
ekki megi úthluta lóðum
öðruvísi en beita hlutkesti
eða útdrætti. Sveitarfélög
almennt þurfa að fara í
gegnum þessi mál og endur-
skoða þann feril sem við-
hafður er við lóðaúthlutun á
grundvelli úrskurðarins sem
nú er fallinn. Það er líka
spurning um hvort félags-
málaráðuneytið ætti að gefa
út leiðbeinandi reglur um
hvernig ber að standa að
málum í ljósi úrskurðarins.“
Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri
Tímamótaúrskurður
SÉRA Sigurður H. Guð-
mundsson, sóknarprestur
Víðistaðasóknar í Hafn-
arfirði, hefur sagt embætti
sínu lausu og lætur hann af
störfum síðar í sumar.
Ástæðuna segir sr. Sig-
urður vera afleiðingar slyss
sem hann lenti í fyrir þrem-
ur árum og kveðst hann
eiga erfitt með að standa
og sinna ýmsum athöfnum
sem prestsþjónustan krefst.
Sr. Sigurður, sem er 59
ára að aldri, var fyrsti
sóknarprestur Víðistaða-
sóknar og er hann þar á 25.
starfsári sínu en aldarfjórð-
ungsafmæli safnaðarins er
um næstu áramót. Um 5.700
manns eru í sókninni. Sig-
urður kveðst láta af störf-
um formlega 1. september
en hættir þjónustu fyrr
vegna sumarleyfis.
Prestsþjónustu sína hóf
hann að Reykhólum þar
sem hann var í tvö ár en
síðan var hann í fimm ár
sóknarprestur Eskfirðinga.
Auk prestsstarfa hefur
sr. Sigurður verið for-
göngumaður við uppbygg-
ingu dvalarheimilanna
Skjóls og Eirar og kveðst
hann ætla að starfa áfram
um sinn sem forstjóri
þeirra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blómamessa var í Víðistaðakirkju að venju á sumardaginn
fyrsta og er það í síðasta sinn sem sr. Sigurður H. Guð-
mundsson heldur slíka messu þar sem hann hefur sagt
embættinu lausu.
Lætur af störfum
hjá Víðistaðasókn
Hafnarfjörður
Sr. Sigurður H. Guðmundsson
FORELDRAR í Víðistaða-
skóla í Hafnarfirði lýsa yfir
áhyggjum sínum af eftirliti
barna sinna á göngum og leik-
svæði skólans í ályktun sem
samþykkt var nýverið á fundi
foreldrafélags skólans og lögð
fram í bæjarráði Hafnarfjarð-
ar í vikunni. Þá telja foreldr-
arnir aðkeyrslu að skólahúsinu
ábótavant.
Í ályktuninni segir að for-
eldrar og börn hafi ítrekað
kvartað vegna ónógrar gæslu á
leiksvæði skólans í frímínút-
um. Sagt er að einungis einn
gangavörður sé börnunum til
aðstoðar við að koma sér inn
og út úr skólabyggingunni og
útidyr séu ávallt læstar. „Því
er það ósk okkar að gæsla um
og í frímínútum verði efld svo
að börn geti leikið sér óhrædd
og óhikað,“ segir í ályktuninni.
Þá er óskað eftir betra
skipulagi á lýsingu og að-
keyrslu kirkjumegin við skól-
ann þar sem bílar þurfa að
stöðva og hleypa börnunum út
og bent á að þörf sé á að greina
betur í sundur akandi umferð
og gangandi vegfarendur, sér-
staklega þar sem um skóla-
börn sé að ræða.
„Ekki byggt á
raunveruleikanum“
Sigurður Björgvinsson,
skólastjóri í Víðistaðaskóla,
vísar þessari gagnrýni á bug
og telur að hún eigi ekki við
rök að styðjast. „Jafnt kenn-
arar, gangaverðir og stuðn-
ingsfulltrúar ganga hér um í
frímínútum þannig að það er
stór hópur manna sem fylgist
með leikvöllunum. Auðvitað
koma upp tilvik þar sem kenn-
arar eru veikir og þá eru
kannski færri sem sinna gæsl-
unni. En almennt er þetta bara
í góðu lagi, hefði ég haldið, og
þetta kemur því svolítið á
óvart.“
Þá segir hann að þrír gang-
averðir séu í skólanum, tveir í
barnadeildinni og einn í ung-
lingadeildinni og því séu stað-
hæfingar um einn gangavörð í
skólanum ekki réttar. „Við höf-
um átt mjög gott samstarf við
foreldrafélagið og maður hefur
tekið ábendingum frá þeim en
ég held að þetta sé ekki byggt
á raunveruleikanum eins og
hann er,“ segir hann og bætir
því við að leiksvæðið sé mjög
stórt og því geti verið að í ein-
hverjum tilvikum komi for-
eldrar ekki auga á starfsfólkið
þegar þeir komi að skólanum.
Aðkeyrslan slysagildra
Hvað aðkeyrsluna varðar
segir Sigurður að hann hafi
ítrekað óskað eftir úrbótum á
skipulagi hennar og lýsingu við
bæjaryfirvöld og síðast í bréfi
sem hann sendi frá sér í febrú-
ar sl. Í bréfinu er aðstæðum í
bílaaðkeyrslunni lýst og bent á
hættuna af því að börn ská-
skjóti sér á milli bíla í illa upp-
lýstri aðkeyrslu. „Því má ljóst
vera að við þessar aðstæður
geta orðið alvarleg slys,“ segir
í bréfi skólastjóra.
Sigurður segist hafa rætt
um þetta ár eftir ár við bæj-
aryfirvöld og að t.d. hafi um-
rætt bréf farið til skólafulltrúa,
bæjarstjóra og tæknideildar
Hafnafjarðarbæjar en við-
brögð láti á sér standa.
Að sögn Magnúsar Gunn-
arssonar, bæjarstjóra í Hafn-
arfirði, er erindi skólastjóra
Víðistaðaskóla í ákveðnum far-
vegi hjá bæjaryfirvöldum.
„Málið hefur verið tekið fyrir í
bæjarráði og því vísað til bæj-
arverkfræðings og skólanefnd-
ar. Þá hefur bæjarverkfræð-
ingi verið falið að kanna
hvernig hægt sé að gera bætur
á skólalóðinni,“ segir Magnús.
Ályktun foreldrafélags Víðistaðaskóla
Ósáttir við lóðargæslu
og aðkeyrslu
Hafnarfjörður
BREYTINGAR eru að verða
á morgunmatarvenjum barna
á tveimur leikskólum í Kópa-
vogi. Venjubundinn morgun-
verður í bítið verður aflagður
og foreldrar því hvattir til að
gefa börnum sínum að borða
áður en lagt er af stað í leik-
skólann. Í staðinn fá börnin
ávaxta- og grænmetisverð um
tíuleytið í leikskólanum.
Umræddir leikskólar eru
Álfaheiði og Kópasteinn en
fyrirmyndin að þessum
breytta morgunverði er sótt
til heilsuleikskólans Urðar-
hóls sem hefur haft morgun-
verðinn með þessu sniði í
rúmt ár. Að sögn Hrafnhildar
Sigurðardóttur, leikskólafull-
trúa í Kópavogi, var þessi til-
raun gerð á Urðarhóli þar
sem könnun leiddi í ljós að ís-
lensk börn borða of lítið af
ávöxtum og grænmeti. Þá
hefði þótt eðlilegt að börnin
vendust á að borða morgun-
verð heima við eins og raunin
er með grunnskólabörn.
Hrafnhildur segir tilraun-
ina hafa gefist vel og því var
öðrum leikskólum í Kópavogi
veitt leyfi til að breyta fyr-
irkomulagi morgunverðarins.
Á dögunum hafi svo Álfaheiði
og Kópasteinn ákveðið að
breyta morgunverðinum í
þessa veru. Að sögn Hrafn-
hildar er enginn sparnaður af
þessari aðgerð þar sem ávext-
ir og grænmeti er dýrara fæði
en hafragrautur og mjólkur-
matur, sem var uppistaðan í
morgunverðinum áður, og því
hefur morgunverðarkostnað-
urinn heldur aukist.
Elísabet Eyjólfsdóttir, leik-
skólastjóri á Álfaheiði, segir
tvær athugasemdir hafa bor-
ist frá foreldrum vegna hins
nýja fyrirkomulags. Í öðru til-
fellinu lýsti foreldri eldra
barns á leikskólanum ánægju
sinni með breytingarnar en í
hinu tilfellinu hafði foreldri
yngra barns efasemdir um
fyrirkomulagið. Enda segir
hún reyndina vera þá að stór
hluti eldri barnanna sé búinn
að borða morgunverð heima
við áður en í skólann er komið
en þau yngri borði morgun-
verðinn frekar í leikskólan-
um.
Morgunblaðið/Þorkell
Ávextir og
grænmeti í stað
hafragrauts
Kópavogur
Hefðbundinn morgunverður aflagður í tveimur leikskólum