Morgunblaðið - 21.04.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.04.2001, Qupperneq 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er að athugun á staðsetn- ingu nýs íþróttasvæðis fyrir Reykja- nesbæ á Neðra-Nickelsvæðinu ofan við Reykjaneshöllina með það fyrir augum að nýta núverandi íþrótta- svæði í Keflavík og Njarðvík til bygg- ingar. Hugmyndin gengur út á það að byggja aðalleikvang bæjarins í ná- grenni við Reykjaneshöllina og fimm til sex æfingavelli að auki. Hugmyndin að uppbyggingu nýs íþróttasvæðis kom upp í skipulags- og byggingarnefnd bæjarins og á fundi hennar 8. mars voru skoðaðar tillögur um staðsetningu þess á Neðra-Nick- elsvæðinu ofan við Reykjaneshöllina. Á bak við hugmyndina er áhugi á að nýta núverandi íþróttasvæði í Kefla- vík og Njarðvík að hluta eða öllu leyti undir byggingar. Íþrótta- og tómstundaráð ræddi þessar hugmyndir á fundi fyrr í vik- unni, í tengslum við áætlun um fram- kvæmdir vegna íþróttamála 2002 til 2011 sem unnið er að. Í bókun nefnd- arinnar kemur fram að hún telur hug- myndirnar athyglisverðar og var samþykkt að skoða þær nánar í sam- ráði við Íþróttabandalag Reykjanes- bæjar. Kostar 100 milljónir að gera við völlinn í Keflavík Stefán Bjarkason, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi, segir mikilvægt að fá að vita hvort áhugi sé á þessum hug- myndum. Bendir hann á að malarvell- ir á íþróttasvæðum ÍBK og UMFN standi að mestu ónotaðir eftir að Reykjaneshöllin var opnuð enda séu þar tveir malarvellir sem tekið hafi við hlutverki útivallanna. Þar sé svæði sem hugsanlega sé unnt að nýta til annars. Hann segir að gera þurfi miklar lagfæringar á aðalleik- vanginum í Keflavík, laga þurfi gras- völlinn og einnig tryggja öryggi leik- manna samkvæmt kröfum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Völlurinn sé á undanþágu og skoð- unarmenn væntanlegir á næstunni. Því til viðbótar sé ljóst að gera þurfi kostnaðarsamar breytingar á frjáls- íþróttaaðstöðunni ef Íþrótta- og ung- mennafélagið sæki um landsmót ung- mennafélaganna eins og komið hafi til tals. Endurbætur á vellinum gætu kostað samtals um 100 milljónir og því sé spurning hvort ekki sé skyn- samlegra að leggja þá fjármuni í framtíðaraðstöðu. Þá nefnir hann bílastæðavandamál á svæðinu, meðal annars að áform um stækkun Fjöl- brautaskóla Suðurnesja strandi á því að einhverju leyti. Flutningur íþróttasvæðisins gæti leyst það vandamál. Þó leggur Stefán áherslu á að áfram verði hægt að hafa ein- hverja íþróttatengda starfsemi á þessum svæðum, þótt hún verði ekki í sama mæli og nú. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til umræddra hug- mynda um uppbyggingu nýs íþrótta- svæðis. Hann vekur athygli á því að í gildi sé samningur bæjarins við bæði knattspyrnufélögin um uppbyggingu æfingaaðstöðu, annars vegar í Njarð- vík og hins vegar á Iðavöllum í Kefla- vík. Bærinn leggur 70 milljónir kr. í það verkefni á fimm árum. Þá segir hann að aðstaða íþróttafélaganna sé jafnframt tilfinningamál félagsmann- anna sem vilji hafa eigin íþróttasvæði. Spurður um eigin skoðun á málinu segist bæjarstjóri ekki telja tímabært að standa að flutningi íþróttasvæðis- ins. Hins vegar sé ekki hægt að úti- loka að sá tími komi að vallarsvæðin verði verðmætari til annarra nota og þá verði að taka málið upp. Umrætt Neðra-Nickelsvæði er hluti af varnarsvæði Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þar voru geymd- ar olíubirgðir en því var hætt fyrir mörgum árum. Forráðamenn Reykjanesbæjar hafa lengi haft áhuga á að fá stjórnvöld og varnarlið- ið til að hreinsa svæðið og skila því þannig að hægt væri að skipuleggja það fyrir byggingu íbúðar- og at- vinnuhúsnæðis. Ellert segir miður hvað illa hafi gengið að þoka málinu áfram. Hann segir að svæðið sé í miðju bæjarfélagsins og mikilvægt að fjar- lægja þar mannvirkjaleifar og hreinsa mengun. Hann sér fyrir sér að þetta svæði sé alveg eins verðmætt byggingarland og núverandi íþrótta- svæði. Hugmyndir um sameigin- lega velli á Nickelsvæðinu Í staðinn verði byggt á íþróttasvæð- unum í Keflavík og Njarðvík                                      !   #$  %%  & #'(                     Reykjanesbær Fréttaefni af Suðurnesjum hef- ur nú fengið sérstakan sess í Morgunblaðinu. Ábendingar um fréttir, viðtöl, ljósmyndir og annað efni eru vel þegnar. Þeim má koma á framfæri við um- sjónarmann síðunnar, Helga Bjarnason, í síma 569 1310 eða 897 9706 og á netfangið: helgi@mbl.is BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt samhljóða að ráða Gunnar Þór Jónsson sem skólastjóra Heiðarskóla í Keflavík. Samþykktin fer til staðfestingar í bæjarstjórn í næstu viku. „Ég er spenntur fyrir starfinu, hlakka til að takast á við það,“ sagði Gunnar Þór í gær í tilefni af sam- þykkt bæjarráðs. Hann hefur starf- að sem aðstoðarskólastjóri Heiðar- skóla frá stofnun skólans haustið 1999. Staðan var auglýst eftir að Árný Inga Pálsdóttir sagði því lausu á dögunum og var Gunnar Þór á meðal umsækjenda. Hinir voru Helgi Arnarson, skólastjóri á Blönduósi, og Ómar Bjarnþórsson, skólastjóri á Breiðdalsvík. Gunnar er 48 ára Keflvíkingur. Hann var lengst af kennari við Barnaskóla Keflavíkur, síðar Myllu- bakkaskóla, en fór tvisvar til kennslu og skólastjórnunar á Vestfjörðum, fyrst við upptökuheimilið í Breiðuvík og seinna við skólann í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Hann var einnig þekktur knattspyrnumaður með ÍBK þar sem hann var hægri bak- vörður í fjöldamörg ár. Gunnar Þór skóla- stjóri Heið- arskóla Keflavík BÆJARRÁÐSFULLTRÚAR minnihlutans í Reykjanesbæ hafa óskað eftir skýringum á ummælum íþróttafulltrðua við opnun hnefaleika- salar. Saka þeir hann um að stuðla að lögbrotum en í bókun tómstunda- og íþróttaráðs og íþróttafulltrúans á fundi ráðsins er því hafnað. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi, mætti við opnun hnefaleikasalar Hnefaleikafélags Reykjaness á dögunum. Í Suðurnes- jafréttum var sagt að hann hefði þar tilkynnt að TÍR hygðist styrkja starf- semina. Af því tilefni lögðu Jóhann Geirdal og Kristmundur Ásmunds- son, fulltrúr Bæjarmálafélags jafnað- ar- og félagshyggjufólks, fram fyrir- spurn til íþróttafulltrúans þar sem vakin er athygli á því að hnefaleikar eru bannaðir og m.a. spurt hvort hann telji eðlilegt að opinber embættis- maður gangi fram fyrir skjöldu og taki þátt í lögbroti á því sviði sem und- ir hann heyrir með því að mæta á staðinn og einnig að tilkynna styrk- veitingu til ólöglegrar starfsemi. Stefán Bjarkason segir að tóm- stunda- og íþróttaráðið hafi haft áhuga á að styrkja hnefaleikasalinn með 100 þúsund króna framlagi, þeg- ar og ef hnefaleikar verði leyfðir, og vísar í því efni til frumvarps sem ligg- ur fyrir Alþingi. Segir hann að um- mæli sín við opnunina hafi ekki verið rétt eftir höfð í umræddu blaði, hann hafi sagt að styrkveitingin yrði tek- infyrir á fundi TÍR. Málið var rætt fundi tómstunda- og íþróttaráðs síð- astliðinn miðvikudag og bókað að aldrei hefði staðið til að aðhafast neitt sem væri andstætt landslögum. Krefja íþróttafull- trúa svara Reykjanesbær SKINNFISKUR ehf. í Sandgerði flytur út 15-20 þúsund tonn af minkafóðri á ári. Fóðrið fer til minkabænda í Danmörku, aðallega á Jótlandi. Skinnfiskur ehf. kaupir fisk- úrgang, lagar úr því minkafóður og frystir í plötur í frystihúsi sínu í Sandgerði. Samtök danskra minka- skinnsframleiðenda kaupir fóðrið og kemur lítið færeyskt frystiskip mánaðarlega og tekur 1.000 til 2.000 tonn í hverri ferð. Á sum- ardaginn fyrsta var verið að lesta minkafóður í Nordic Ice. Minkurinn viðkvæmur Ari Leifsson, framkvæmdastjóri Skinnfisks ehf., segir að fóðrið líki vel. Minkurinn sé ferskæta og hafi gæði fóðursins mikil áhrif á árang- ur eldisins og gæði framleiðslunnar. Þrengst hefur um fóðuröflun í Dan- mörku, meðal annars vegna sam- dráttar í fiskveiðum í Norðursjó. Því hafa dönsku bændurnir gripið til þess ráðs að kaupa fóður víðar að. Þetta er fjórða árið sem Skinn- fiskur stundar þennan útflutning. Skinnfiskur selur einnig sunn- lenskum minkabændum fóður, þeg- ar fóðurþörfin á búunum er í há- marki og þeir hafa ekki undan að framleiða fóðrið sjálfir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frystu minkafóðri skipað út í Sandgerðishöfn. Skinnfiskur ehf. flytur út til Danmerkur 20 þúsund tonn á ári. Minkafóður til Danmerkur Sandgerði EIGENDUR þriggja húsa í botn- langagötu við Hlíðarveg 82–86 í Ytri- Njarðvík hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld að þau kosti viðgerðir á götunni vegna aukinnar umferðar og framkvæmda. Erindið var lagt fyrir bæjarráð og vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar. Í bréfi húseigendanna kemur fram að samkvæmt aðalskipulagi hafi ein- ungis verið gert ráð fyrir þremur húsum við götuna og þá verið gengið frá götunni að fullu. Síðar hafi skipu- lagsyfirvöld heimilað byggingu fleiri húsa. Við framkvæmdir í kjölfarið hafi umferð aukist til muna og valdið umtalsverðum skemmdum. Biðja um viðgerðir á götunni Njarðvík ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.