Morgunblaðið - 21.04.2001, Qupperneq 18
LANDIÐ
18 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
&
Sprenghlægilegt verð!
Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 -
Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 -
Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 -
Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 -
Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500
Opið alla daga frá kl. 12-18
Grensásvegi 16
(inni í portinu)
LOKADAGAR
Sprenghlæ ilegt verð!
Enn meiri verðlækkun
Öll föt á kr. 1.000.
Þórshöfn - Árshátíð grunnskólans
á Þórshöfn var ágæt skemmtun
sem allir nemendur skólans tóku
þátt í og leikgleðin var mikil, allt
frá fyrsta bekk upp í þann tíunda.
Dagskráin var fjölbreytt og hver
aldurshópur skilaði sínu verki með
sóma. Yngstu börnin léku atriði úr
Dýrunum í Hálsaskógi, næsti hóp-
ur með frumsamið leikrit, síðan
steig Emil í Kattholti á sviðið
ásamt sínu skylduliði en stærsta
verkið, Kötturinn fer sínar eigin
leiðir, kom frá elsta hópnum.
Útkoman var skemmtileg sýning
sem jafnaðist á við góða leikhúsferð
fyrir áhorfendur en fyrir leikend-
urna sjálfa hefur slík sýning einnig
mikið gildi; bæði félagslegt og ekki
síður sem góð þjálfun í framsögn
og sviðsframkomu almennt.
Metnaðarfullir kennarar unnu
með krökkunum að því að gera
árshátíðina eftirminnilega og sú
vinna kemur inn í hefðbundið
skólastarf sem um leið gerir það
fjölbreyttara og að mörgu leyti
áhugaverðara fyrir nemendur.
Grunnskólinn hefur notið þess að
skólastjórahjónin eru fjölhæft tón-
listarfólk og hafa miðlað þeim hæfi-
leikum til nemendanna, eins og á
þessari árshátíð.
Auk þess hefur Berglind Magn-
úsdóttir leikstýrt og hlúð að leik-
listinni, sem nú er orðin vinsæl val-
grein í elstu bekkjunum en síðustu
tvö árin hafa nemendur grunnskól-
ans getað valið á milli listgreina og
verklegra greina.
Skólastjóraskipti
Skólastjóraskipti verða á þessu
ári því núverandi skólastjóri, Ás-
grímur Angantýsson, og eiginkona
hans, Berglind Magnúsdóttir, eru
bæði á förum í framhaldsnám eftir
gott og uppbyggjandi starf á Þórs-
höfn.
Ágætar horfur eru þó fyrir
næsta skólaár; kennarastöður nær
fullmannaðar og búið að ráða skóla-
stjóra með ágæta menntun. Enn
vantar samt hand- og mynd-
menntakennara og einn kennara í
almenna kennslu en bjartsýni ríkir
um að þau mál leysist farsællega
fyrir næsta haust.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Yngstu börnin léku atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi.
Vegleg árshátíð
Stykkishólmi - Fyrir nokkru
lauk í Stykkishólmi nám-
skeiði í þjóðbúningasaumi
sem Oddný Kristjánsdóttir,
frá Íslenskum heimilisiðn-
aði, hélt. Sjö konur hafa
undanfarnar vikur saumað
sér íslenska búninga frá
grunni eða breytt eldri bún-
ingum. Námskeiðið stóð yfir
fjórar helgar og var þá unn-
ið alla laugardaga og sunnu-
daga. Þetta er í annað skipt-
ið sem Oddný heldur
námskeið í þjóðbún-
ingasaumi í Stykkishólmi og
voru 16 konur hjá henni í
fyrra. Það virðist vera áhugi
hjá konum að eiga þjóðbú-
inga og kom fram hjá Odd-
nýju að alls hafi hún aðstoða
um 400 konur við að sauma
sér þjóðbúninga.
Konur í Stykkishólmi
sauma á sig þjóðbúninga
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Þessar konur voru að ljúka námskeiði í þjóðbúningagerð. Árangur vinnu þeirra
er glæsilegur búningur. Oddný Kristjánsdóttir kennari, Hrafnhildur Jónsdótt-
ir, Birna Pétursdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Hafdís Björgvinsdóttir, Olga Bjarna-
dóttir og Erla Harðardóttir.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Það er orðinn nokkuð stór hópur kvenna í Stykkishólmi sem á þjóðbúning. Og þegar þær klæða sig upp setja
þær svip á bæinn eins og kynsystur þeirra gerðu hér í gamla daga. Konurnar hittust á tröppum gömlu kirkj-
unnar á fögrum sunnudegi.
Laxamýri - Mikill og vaxandi
áhugi virðist á dorgveiði í Þingeyj-
arsýslu. Í vetur hafa veður oft ver-
ið góð og seinnihlutann hafa vötn
verið vel frosin. Um helgar fara
margir á dorg og er um mörg vötn
að ræða þar sem hægt er að dorga
þó auðvitað sé veiðin misjöfn.
Másvatn, Mývatn, Kringluvatn
og Vestmannsvatn eru vinsæl
vötn, en mörg önnur vötn eru í
héraðinu þangað sem dorgfólk
leggur leið sína.
Á Másvatni hefur verið hálf-
smetra þykkur ís að undanförnu
og fyrir utan að dorga eru þar
einnig lögð net undir ísinn og gefst
það nokkuð vel. Fyrir páskana var
þar töluvert af fólki og hafa krakk-
ar sérstaklega gaman af að dorga
og allir geta verið með færi niðri.
Mest er beitt rækju og hvít-
maðki þó svo að fleiri tegundir
beitu séu notaðar.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hermína Fjóla Ingólfsdóttir með færið á góðum degi. Sigríður
Atladóttir er tilbúin í slaginn.
Vaxandi áhugi
á dorgveiði