Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 31 f í t o n / s í a F I 0 0 1 8 4 9 UNDANFARIN tuttugu ár hefur tala þeirra sjúklinga sem deyja á fyrsta mánuðinum eftir hjartaáfall lækkað um um það bil einn þriðja, að því er vís- indamenn greina frá. Og þeir telja að þetta megi einkum rekja til lyfs sem hefur verið til í heila öld – aspríns. (Asprín geymir virka efnið acetýlsali- cylsýru sem er að finna í al- gengum lyfjum á Íslandi). Frá 1975 til 1995 fækkaði dauðsföllum á fyrsta mánuði af völdum hjartaáfalls úr 27% í 17 prósent. Þegar tekin hefur ver- ið með í reikninginn hugsanleg víxlverkun milli meðferða er 71% af þessari fækkun útskýrt með notkun lyfja og aðferða sem koma aftur á blóðflæði til hjartans, samkvæmt ritgerð í The American Journal of Medicine. Asprín er langstærsta ástæðan fyrir því að fólk er síð- ur líklegt til að deyja eftir að hafa fengið hjartaáfall, segja dr. Paul A. Heidenreich við Veterans Affairs-læknamið- stöðina í Paolo Alto í Kaliforníu og dr. Mark McClellan við Stanford-háskóla í Kaliforníu. „Mestu áhrifin af tiltekinni meðferð voru af aspríni, sem voru ástæða 34% fækkunar dauðsfalla á fyrsta mánuði, og í öðru sæti var segaleysing (17%),“ skrifa þeir. Segaleysing er lyfjameðferð sem leysir upp blóðtappa sem eru helsta orsök hjartaáfalla. Æðahreinsun og lyf á borð við betablokka og svonefndra ACE-efnahemla áttu einnig þátt í því að fækka dauðsföllum. Í leiðara tímaritsins bendir dr. Lee Goldman, við Háskól- ann í Kaliforníu í San Franc- isco, á að það sé að stærstum hluta vegna aukinnar notkunar réttra lyfja sem umræddum dauðsföllum fækki, ekki vegna dýrra hátækniaðferða. „Þótt við lifum og stundum lækningar á tímum hátækni verðum við ætíð að muna að út- breidd notkun tiltölulega lág- tæknilegra, gagnlegra og kostnaðarlítilla meðferða er oft besta leiðin til að hjálpa flestum sjúklingum okkar og gerir mest gagn á heildina litið,“ segir Goldman. Asprín sannar gildi sitt New York. Reuters. AÐ SÖGN sérfræðinga er slit- gigt orðin viðráðanlegri en margir geri sér grein fyrir. Segja þeir að ný kynslóð bólgu- eyðandi lyfja og ýmsar nýjar að- ferðir geti gert gigtarsjúklingum lífið mun léttara. Nýju lyfin komi sér einkum vel fyrir þá sjúklinga sem geti ekki tekið bólgueyðandi gigtarlyf (svonefnd NSAID), vegna fylgi- kvilla á borð við ógleði eða vegna þess að þeir séu á blóð- þynnandi lyfjum. Nýju lyfin hafa verið á mark- aðnum í um það bil hálft ár, seg- ir dr. Thomas P. Sculco, prófess- or í bæklunarlækningum við Weill-læknadeild Columbia- háskóla. Þau eru seld undir nöfnunum Celebrex og Vioxin. Þá bendi sífellt fleiri vísinda- rannsóknir til þess að ýmis fæðu- bótarefni dragi úr gigtarverkj- um. Þó sé enn ekki fyllilega ljóst hvort þessi efni hafi góð áhrif. Á Íslandi eru lyf þessi seld undir nöfnunum Celebrex og Vioxx. Ný lyf við slitgigt The New York Times Syndicate. BANDARÍKJAMENN neyta nú meira af gosdrykkjum en nokkru sinni fyrr. Þessar vinsælu drykkjar- vörur eru nú rúmlega fjórðungur alls þess sem drukkið er í Banda- ríkjunum. Börn drekka mikið af gosi, að því er fram kemur hjá bandaríska land- búnaðarráðuneytinu, og hefur gos- drykkjaneysla þeirra aldrei verið meiri en nú. Sykur úr gosi er stærra hlutfall heildarsykurneyslu dæmi- gerðs tveggja ára barns en sykur úr sætabrauði, sælgæti og rjómaís samanlagt. Fimmtíu og sex af hundraði átta ára barna drekka gos daglega og þriðjungur tánings- stráka drekkur að minnsta kosti þrjár dósir af gosi á dag. Gosdrykkir eru hvarvetna fáan- legir, allt frá skyndibitastöðum til vídeóleigna og eru þar að auki seldir í 60% allra skóla í landinu, að því er fram kemur hjá samtökum gos- drykkjaframleiðenda. Í sumum skól- um fá þau börn sem kaupa sér há- degisverð þar ókeypis gos. Heilbrigðismálaráðunautar, skólastjórnir, foreldrar, neytenda- samtök og jafnvel gosdrykkjafram- leiðendur standa af þessum sökum frammi fyrir knýjandi spurningum: Hversu heilsusamlegar eru þessar drykkjarvörur sem í er mikið af hitaeiningum, sykri og koffíni en ekki mikið af næringu? Og hvaða áhrif hefur það, ef maður drekkur mikið af þessu á unga aldri? Meint áhrif Flestir hafa heyrt um meint áhrif gosdrykkja á heilsuna: Offita, tann- skemmdir, koffínfíkn og brothættari bein. En hefur gosdrykkjaneysla í raun og veru þessi áhrif? Jafnvel hörðustu gagnrýnendur gosdrykkj- anna segja að það sé óhemju erfitt að komast að vísindalegri niðurstöðu um gosdrykki. Nýleg rannsókn, sem gerð var af óháðum aðila og var metin af öðrum vísindamönnum, sýndi fram á sterk tengsl milli gosdrykkjaneyslu og of- fitu barna. Fyrri rannsókn sem gos- drykkjaframleiðendur kostuðu sýndi ekki fram á nein tengsl. Ekki hefur verið sýnt fram á, með óyggj- andi hætti, hvernig gos getur leitt til offitu, en vísbendingarnar eru sterk- ar. Vísindamenn við Harvardháskóla greindu nýlega frá því í læknaritinu The Lancet að náin tengsl væru milli gosdrykkjaneyslu og offitu barna. Í ljós kom að tólf ára börn sem drukku gos reglulega voru lík- legri til þess að vera of feit en þau sem ekki höfðu sömu neysluvenjur. Þótt gosdrykkjaframleiðendur hafi viðurkennt að gosneysla eigi þátt í tannskemmdum benda flestar upplýsingar til þess að þetta sé ein- ungis einn af nokkrum þáttum sem valda slíkum skemmdum og gegni minna hlutverki í þróuðum löndum en annars staðar í heiminum. Í Bandaríkjunum hefur tannskemmd- um fækkað á sama tíma og gos- neysla hefur aukist. Miklar upplýsingar liggja fyrir um örvandi áhrif og hættu á fíkn vegna koffíns í gosdrykkjum og einnig um áhrifin á börn. Heilsu- verndarfulltrúar halda því fram að koffínneysla á yngri árum geti leitt til fíknar síðar á ævinni og reglu- legir koffínskammtar geti haft nei- kvæð áhrif á þroska heilans – þó liggja ekki fyrir neinar afgerandi vísindaniðurstöður um þetta. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á að fosfór, sem er algengt efni í gosi, geti dregið úr kalsíummagni í beinum. Tvær nýlegar rannsóknir á fólki benda til að stúlkur sem drekka meira af gosi eigi fremur á hættu að beinbrotna. Gosdrykkja- framleiðendur neita því að gos eigi þátt í því að bein verði brothættari. Rannsóknir á dýrum – einkum rott- um – benda greinilega til þess að bein verði veikari fyrir ef gos- drykkja er neytt. Vísindamenn benda þó jafnframt á að fólk og rott- ur eru ekki alveg eins. Bandarísk börn og ungmenni drekka sífellt meira af gosi Deilt um áhrifin Associated Press Vart verður því á móti mælt að gosdrykkjum er haldið að ungu fólki á Vesturlöndum. Um áhrif þeirrar neyslu sýnist hins vegar sitt hverjum. The Washington Post. TENGLAR .............................................. Tímaritið The Lancet: www.- thelancet.com Alþekkt er að mikil neysla gosdrykkja hefur verið bendluð við ýmsa af velferð- arsjúkdómum samtím- ans, en rannsóknir eru misvísandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.