Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 34

Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 34
34 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VERKFALL um sjö þús-und sjómanna í landinuhefur nú staðið sam-fleytt í þrjár vikur og áhrifa þess er farið að gæta víða í þjóðfélaginu af fullum þunga. Verk- efnalausum fiskvinnslustöðvum fer fjölgandi og hið sama er að sjálf- sögðu að segja um starfsfólk þeirra. Talsmaður fiskvinnslustöðva telur að af um sex þúsund ársstörfum í fiskvinnslu sé verkfallið farið að hafa áhrif á um fjögur þúsund störf og enn fleira fiskvinnslufólk. Smá- bátarnir hafa að vísu fiskað vel, enda viðrað vel til þeirra veiða að undanförnu, en þeir geta vit- anlega ekki haldið uppi jafn- mörgum störfum í fisk- vinnslunni og bátar stærri en 12 tonn sem verkfallið miðast við. Fiskvinnslufólki fjölgar sem fer á atvinnuleysisbæt- ur, eftir að mörg fyrirtæki hafa gefist upp á að halda því á launaskrá. Önnur fyr- irtæki hafa sett sitt fólk beint á atvinnuleysisskrá. Margfeldisáhrif verkfallsins eru einnig töluverð þar sem fjölmörg fyrirtæki byggja afkomu sína á þjónustu við útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki. Aukin svartsýni ríkir um lausn deilunnar eftir að slitnaði upp úr í samninga- viðræðum á fimmtudag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Fisksölufyrirtæk- in, einkum þau er selja ferskan fisk á erlendum mörkuðum, eru farin að ókyrrast enda veiðar á út- hafskarfa að hefjast á Reykjaneshrygg þar sem milljarða króna verðmæti er í húfi. Útflutn- ingsverðmæti úthafskarfans nam á síðasta ári um 3,5 milljörðum króna. Þá styttist í að veiðar á teg- undum eins og kolmunna, steinbít, humar og síld eigi að hefjast. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í gær var búið að skrá nokkur hundruð manns úr fiskvinnslunni á atvinnuleysisskrá um allt land. Síðdegis í gær voru ekki komnar staðfestar upplýsing- ar úr öllum landshlutum en aðeins frá Austurlandi bárust beiðnir frá fjórum stórum fiskvinnslufyrir- tækjum um að setja alls um 300 manns á atvinnuleysisskrá. Fleiri tilkynningar voru sagðar á leiðinni úr fjórðungnum eftir helgi. Frá Vesturlandi bárust tilkynningar í gær um 70 manns á atvinnuleys- isskrá á Grundarfirði. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, má reikna með að í næstu viku verði á annað þúsund manns í fiskvinnslu komið á atvinnuleysisskrá. Talið er að Atvinnuleysistryggingasjóður muni greiða um 450 milljónir króna í atvinnuleysisbætur til fiskvinnslu- fólks, miðað við að verkfallið standi í einn mánuð. Enn svigrúm til að bæta upp veiðitapið Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að sjó- mannaverkfallið sé þeg- ar farið að valda mikilli röskun í atvinnugrein- inni, bæði hjá fyrirtækj- unum og starfsfólki þeirra. Hins vegar telur hann áhrifin á þjóðarbú- ið ekki alvarleg það sem af er. Ekki sé ástæða til að hafa verulegar áhyggjur fyrr en verk- fallið sé komið langt fram í maí- mánuð. „Við teljum að hægt verði að ná inn afla í flestum kvótabundnum fisktegundum sem veiðast allt árið. Ég tel svigrúm vera enn um sinn til að bæta upp veiðitapið. Áhyggjur eru ekki komnar upp vegna mark- aðanema í afmörkuðum tegundum. Birgðir voru til af frystum fiski og mesta eftirspurnin í saltfiski er að verða liðin. Eftir því sem lengra líð- ur á verkfallið fara áhyggjur manna vaxandi, án þess að ég vilji dagsetja það hvað þjóðarbúið þolir verkfall í langan tíma. Smám saman versnar ástandið og teflir framhaldinu í meiri tvísýnu. Ef verkfallið dregst fram eftir maí gæti það farið að hafa veruleg áhrif á útflutnings- framleiðsluna,“ segir Þórður. Víðast hvar stopp í frystingunni Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að nú fyrst um þessa helgi sé farið að bera verulega á áhrifum verk- fallsins á fiskvinnslustöðvarnar. „Ef horft er yfir sviðið þá byrjaði þetta á mjöl- og lýsisvinnslunni. Loðnuvertíðinni tókst að ljúka og fram að þessu hafa áhrifin þar verið lítil. Eftir að vinnslu lýkur hafa nokkur viðhaldsverkefni tekið við. En þegar fer að koma fram á vor og sumar þá minnkar umfangið þar. Í saltfiskvinnslu hafa einhver verk- efni verið til staðar hjá þeim fyr- irtækjum sem áttu töluvert ópakk- að af fiski. Sum hafa verið að kaupa fisk á mörkuðunum en áhrif verk- fallsins eru að koma fram núna af fullum þunga. Það er ýmist búið að senda hluta af starfs- fólkinu heim eða verið að því þessa dagana,“ segir Arnar. Að sögn Arnars hefur smábátunum tekist að útvega afla fyrir þau fyrirtæki sem flytja fisk beint út með flugi. Að jafnaði hafa á bilinu 400-500 smábátar verið á sjó á degi hverjum. Þá hefur rækju- vinnsla verið í lágmarki vegna erf- iðleika í rekstri og verkefnin að auki lítil. „Eftir stendur að hjá stærstum hluta fiskvinnslunnar, frystingunni, er víðast hvar orðið stopp. því farið að koma fram me þunga. Auðvitað er verkfa að bitna á fyrirtækjum í g almennt og ekki síður á st inu. Fram að páskum virk meira eins og langt páska eftir páska eru menn farnir meira fyrir verkfallinu. Og ustu atburði í samningav um gætir mikillar svartsýn deilunnar. Mörg fyrirtæ haldið fólki á launaskrá í þ að deilan myndi leysast u helgi. Fiskvinnslufólki sem vinnuleysisbætur mun þv verulega á næstu dögum Arnar. Að hans mati lagði for manna með of mikið af sta borðs í sinni kröfugerð. Þ koma á daginn. Í stað þess urnýja kjarasamninga me um hætti og aðrar stéttir menn ætlað að umbylta verðmyndunarkerfi. „Sum helst um leið breyta fiskvei unarkerfinu í samningunum gætu. Þetta er að torvel deilunnar. Staðan er afar fátt virðist vera til ráða. Ég ið í hópi þeirra sem hafa la upp úr því að deilunni lj kjarasamningum. Ég er um að þessi mánuður s ónýtur og litlu skipti þó setjist niður næstu daga saman. Mánaðamótin verð áður en við vitum af,“ segir Arnar. Fiskvinnslufólki mismunað Aðalsteinn Baldurs- son, formaður matvæla- sviðs hjá Starfsgreina- sambandi Íslands, fer með fiskvinnslufólks. Hann seg alvarlegar áhyggjur af stö sjómannadeilunni og v áhrifum á atvinnuöryg vinnslufólks. Aðalsteinn be í dag séu á bilinu 8–9 þúsun að vinna þau 5–6 þúsund Sjómannaverkfallið hefur nú staðið samf Áhrifin að koma með fullum þu Sjómannaverkfallið er farið að hafa áh um fjögur þúsund af sex þúsund ársst um í fiskvinnslu. Fiskvinnslufólki á a vinnuleysisskrá fjölgar stöðugt. Mil arðaverðmæti af veiðum á úthafskarfa m.a. í húfi og fisksölufyrirtækin eru f að ókyrrast. Björn Jóhann Björnsso kynnti sér áhrif verkfallsins. Morgunbla Sífellt fleira starfsfólk í fiskvinnslu fer nú á atvinnuleysisskrá söku verkfallsins en mörg fyrirtæki hafa haldið sínu fólki á launas Staða 800 út- lendinga í fisk- vinnslu mis- munandi eftir fyrirtækjum VÍSINDI OG FRÉTTIR HNATTVÆÐING OG BÚSETA Það virðist stöðugt færast í vöxtað Íslendingar haldi til námsog starfs erlendis og heyrist að nú sé komin fram hér á landi kyn- slóð sem láti þjóðerni lítil áhrif hafa á framtíðaráform og líti öllu heldur á sig sem borgara í samfélagi heims- ins. Dæmi um þennan hugsunarhátt er ef til vill tilvitnun í grein sem birtist í dagblaðinu International Herald Tribune á þriðjudag, um nor- ræna hönnuði þar sem meðal annars er fjallað um verk íslenskra hönnuða á norræni farandsamsýningu sem opnuð verður í Mexíkóborg í næstu viku. Þar segir að margir hönnuð- anna, sem eiga verk á sýningunni, telji það rangt að líta á hönnunar- menningu sína sem skandinavíska. Þeim finnist þeir frekar vera hluti af ungmennamenningu heimsins þar sem fólk tjáir sig áfellulaust í gegn- um stíl, hvort sem það býr í Tókýó, Sydney, London eða Reykjavík. Á tímum hinnar svokölluðu hnatt- væðingar eru tálmar, höft og hindr- anir milli landa smám saman að hverfa. Vissulega má deila um hinar ýmsu afleiðingar þessarar þróunar, en hitt er ljóst að möguleikar ein- staklingsins hafa aukist og í hinum vestræna heimi er vart um það að ræða lengur að samfélagið hneppi menn í átthagafjötra. Þessi þróun sýnir hins vegar að nú sem aldrei fyrr á það að vera keppi- kefli að efla og bæta lífskjör þannig að freistandi sé að búa á Íslandi og hér séu tækifærin ekkert síðri en annars staðar. Um leið og það er sagt má heldur ekki gleyma því að íslenskt þjóð- félag stendur á ýmsum sviðum grannþjóðunum framar og í grein, sem birtist í Morgunblaðinu á skír- dag undir yfirskriftinni „Allur heim- urinn er leikvöllurinn“, kemur fram að útþráin er ekki afleiðing þess að fólk líti svo á að hér sé ekki búandi. Enda gætir hnattvæðingarinnar ekkert síður á Íslandi en annars staðar í heiminum. Mikilvægt er hins vegar að tækifærin séu til stað- ar og má í þeim efnum benda á mik- ilvægi fyrirtækja á borð við Íslenska erfðagreiningu sem gefa Íslending- um erlendis aukinn kost á að snúa heim án þess að eiga á hættu að sér- þekking þeirra nýtist ekki. Í tímaritinu Time var fyrr í mán- uðinum fjallað um það að ungmenni í Evrópu litu í auknum mæli á sig sem Evrópubúa fremur en að koma frá einstöku landi. Verið getur að þess- arar tilhneigingar sé farið að gæta hér, að einhverjir Íslendingar líti fremur á sig sem Evrópubúa eða heimsborgara fremur en Íslendinga. Þeir geta þó ekki verið margir. Það er í raun akkur fyrir íslenskt þjóðfélag að Íslendingar fari sem víðast. Reynslan af því að búa er- lendis – vera útlendingur – gefur mikið í aðra hönd og eykur víðsýni. En það er einnig metnaðarmál að á tímum hnattvæðingar sé Ísland sjálfsagður og eðlilegur kostur á leikvellinum þannig að fólk líti svo á að það sé akkur að því að kjósa bú- setu lengst norður í hafi fremur en að verið sé að færa fórnir. Þannig að hægt sé að líta á sig sem heimsborg- ara hvort sem maður býr í Tókýó, Sydney, London eða Reykjavík. Fréttir af framförum í vísindumog rannsóknum eru snar þáttur í almennum fréttaflutningi. Oft og tíðum er greint frá niðurstöðum rannsókna sem kveðið er upp úr að gætu falið í sér lykilinn að lækningu þrálátra og erfiðra sjúkdóma. Í slík- um tilfellum hafa fjölmiðlar sjaldn- ast faglegar forsendur til að leggja faglegt mat á þær niðurstöður. Gunnlaugur B. Ólafsson er sjálf- stætt starfandi fræðimaður og hann skrifar grein í Morgunblaðið á mið- vikudag þar sem hann vekur máls á skorti á sérþekkingu inni á fjölmiðl- unum og segir að það geti leitt til einföldunar í fréttaflutningi af nið- urstöðum rannsókna. Það er auðvelt að taka undir þetta og mætti líta svo á að slíkt fyrir- komulag sé nú þegar til staðar í um- fjöllun um menningu og listir þar sem eru annars vegar almenn um- fjöllun um bækur og listviðburði og hins vegar skrif gagnrýnenda sem meta verkið á faglegum forsendum. Málið vandast hins vegar þegar farið er að skoða það nánar. Sérhæf- ing er mikil í vísindum. Gráða í líf- fræði eða læknisfræði veitir síður en svo ótakmarkaða allsherjaryfirsýn yfir alla þætti viðkomandi greinar þannig að þessi vandi yrði tæplega leystur með ráðningu eins manns. Hins vegar mætti hugsa sér að fjölmiðill hefði hóp sérfræðinga, sem hægt væri að leita til, á sínum snær- um. Í litlu vísindasamfélagi er hins vegar hætt við því að hagsmunir muni rekast á þegar einn vísinda- maður á að fara að leggja dóm á verk annars og þeir hagsmunir þurfa ekki aðeins að vera faglegir heldur geta einnig verið fjárhagslegir. Vanda- mál af þessu tagi eru reyndar síður en svo háð því að vísindasamfélagið sé lítið. Erlendis eru hagsmunirnir ekkert minni og íslensk fyrirtæki þar sem rannsóknir eru stundaðar geta blandast í þá baráttu sem þar er háð. Í umræðunni um vísindaleg- ar niðurstöður er til dæmis oft og tíðum talað um að það sé ákveðin vottun að þær hafi fengist birtar í hlutlægu vísindatímariti. Það hefur hins vegar komið í ljós að þau hafa ekki alltaf bolmagn til að grennslast fyrir um dulda hagsmuni greinar- höfunda. Þannig þurfti New Eng- land Journal of Medicine, eitt virt- asta vísindatímarit Bandaríkjanna, nýlega að gangast við því að sumir höfundar greina í tímaritinu hefðu haft tengsl við lyfjafyrirtæki sem þeir hefðu ekki gert ritstjórn tíma- ritsins grein fyrir. Það er ekki spurning að fjölmiðlum er ákveðinn vandi á höndum þegar umfjöllun um vísindalegar rannsóknir, niðurstöð- ur og þýðingu þeirra er annars veg- ar, en það er ekki hlaupið að því að leysa hann með viðunandi hætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.