Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 41 EYSTEINN G. Gíslason í Skáleyjum sendir mér langt og merkilegt bréf, sem ég þakka honum og birti í tvennu lagi, ef til vill með einhverjum innskot- um frá mér, en mjög fara saman smekkur og skoðanir okkar Ey- steins. Hér kemur fyrri hlutinn: „Hr. Gísli Jónsson. Undirritaður er einn af þeim sem jafnan lesa þáttinn, ef kost- ur er á. Stundum hefur mér dottið í hug að leggja orð í belg, en aldrei hefur af því orðið. Síð- an gerðist það nýlega að mér kom spánskt fyrir sjónir (eða eyru) staðhæfing í þættinum „Málbeinið“ í útvarpinu og datt þá í hug að skjóta málinu til þín. Þarna var rætt um þá gömlu málvenju að tala um þrítugs- aldur (frá 20 ára til þrítugs), fertugsaldur (frá 30 ára til fer- tugs) o.s.frv. og taldi leiðbein- andinn það gott og gilt málfar og óumdeilt. Hins vegar taldi hann yfirleitt farið rangt með þegar talað er um tvítugsaldur, og það orð gjarnan notað um ár- in rétt fyrir og um tvítugt. Hið eina rétta væri að þetta ætti við um áratuginn frá 10 ára til tví- tugs. Enda er það í fullu sam- ræmi við regluna um þrítugs-, fertugs-, fimmtugsaldur sam- kvæmt framansögðu. Þetta hef ég hinsvegar aldrei heyrt fyrr og í engu samræmi við þá málvenju sem ég þekki. Aldrei dytti mér í hug að segja að 11 eða 12 ára barn sé á tví- tugsaldri. Það þyrfti að vera orðið 18–19 ára til þess að ég teldi það komið á tvítugsaldur. Ég þykist reyndar muna eftir að um þetta hafi verið fjallað áð- ur í málfarsþætti og þá á þeim nótum sem ég kannast við. Að þarna sé einfaldlega um að ræða undantekningu frá aðal- reglu samkvæmt gamalli mál- venju. Í orðabók Menningarsjóðs 1963 er þetta rækilega staðfest. Þess vegna spyr ég hvort ein- hver söguleg rök séu fyrir því að færa „tvítugsaldur“ niður til tíu ára aldurs; þ.e. að fólk sé á tvítugsaldri milli 10 og 20 ára aldurs? Hugsanlega er þarna um mis- skilning að ræða, eða tilraun til samræmingar í málfari, en þar finnst mér þó að gömul hefð verði að gilda, a.m.k. ef hún er ríkjandi um land allt.“ [Frá umsjónarmanni: Ég er algerlega á sama máli og E.G.G. Orðasambandið „á tvítugsaldri“ merkir sama sem um tvítugt, og allir þeir, sem ég hef borið þetta undir, greinargóðir menn, eru á einu máli og við Eysteinn í Skáleyjum. Látum svo Eystein hafa orðið aftur:] „Allir kannast við að talað sé um morgunsárið, þegar byrjar að daga í austri. Stundum hefur þetta verið haft í flimtingum og til mun vera ljóðabók sem ber titilinn: Það blæðir úr morg- unsárinu. Hinu hefur þó verið haldið á lofti að hér sé ekki átt við sár, heldur ár, þ.e.a.s. morg- uns-ár (sbr. árdegi, ársól o.s.frv.). Þannig er merking orðsins einnig sett fram í áður- nefndri orðabók. Af tilviljun fór ég nýlega að velta fyrir mér hvort ár sé upp- runalegra en sár í þessu sam- bandi og efast svolítið um að svo sé. Ástæðan er þessi: Fjölmörg samsett orð hafa morgun sem forlið. Þau skipta tugum (morg- un-roði, morgun-dagur, morg- un-bæn, morgun-kaffi, morgun- stund, o.s.frv.). Enginn þessara forliða hefur eignarfalls-s nema í orðinu morguns-ár. Hvers vegna ætti forliðurinn ekki að vera morgun, á sama hátt og í öllum hinum ef seinni liður á að vera ár? Getur ekki einmitt ver- ið að s-ið sé þarna af því það til- heyri seinni liðnum (morgun- sár)? Mælir nokkuð gegn því að þannig sé orðið upprunalega hugsað? Getur ekki rauður litur morgunroðans minnt á sár og blóð? Hvað segja málfræðingar um það? Stafsetning orðsins er auðvitað sú sama í báðum til- fellum, þannig að fornir textar skera þar ekki úr. Segja má að þetta skipti engu máli en getur kitlað forvitni sérvitringa!!“ [Frá umsjónarmanni: Mér finnst þessi tilgáta Eysteins mjög skemmtileg og sé í fljótu bragði ekkert sem mælir gegn líkingamálinu sem hann gerir ráð fyrir. Í Orðastað Jóns Hilmars Jónssonar (marglofuð- um) er „morguns-ár“ eina orðið sem ekki er stofnsamsett af morgunn. En stofnsamsetning- ar af því (með morgun) eru 54. Getur þetta verið tilviljun? Ljóðabókin, Það blæðir úr morgunsárinu, kom út 1952. Höfundurinn var meistari orða- leiksins og aldrei á hann að ætla. Hann hét Jónas Svafar Einarsson en breytti því í Jónas E. Svafár, af því að hann, að eig- in sögn, svaf samfellt í heilt ár. Skjótum svo hér inn einni vísu eftir Jónas: Minn draumur er í dósum, dísin mín. Við hamingjunni hrósum sem höfum notið þín. En aðrir reyna allt sitt líf að eignast dósahníf. [Samræmd merkjasetning]. Með þessari vísu kveð ég Ey- stein í Skáleyjum í bili, en fram- hald bréfs hans bíður betri tíma].  Vilfríður vestan kvað: Já, víst eru limrurnar liðugar, en löngum þær bestu ósiðugar. Þau orð sem þar henta má bara alls ekki prenta, en aðrar þá ekki neitt sniðugar. Og enn kvað hún: Ég held limrurnar saklausa svekki, sumar eru þó lausar við hvekki, en barasta penar eru býsnar fásénar, – enda betra að þær séu það ekki.  Kaffið hennar ömmu Allt er í lífinu litað, og ljóðið á sinn skammt. Ég elska kaffið upphitað, og rammt. (Kristján Marinó Falsson). Auk þess fær fréttastofa Rík- isútvarpsins stig fyrir að snið- ganga kirfilega „skíða“ á föstu- daginn langa. Menn renndu sér og gengu og fóru á skíðum. Margir óku og keyrðu líka, en enginn ?bílaði. Gleðilegt sumar og þökk fyrir veturinn. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1106. þáttur FYRIR 10 árum, 19. apríl 1991, gaf heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneyti út reglugerð, sem undir- rituð var af þáverandi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, um menntun, réttindi og skyldur fótaaðgerða- fræðinga og urðu fóta- aðgerðafræðingar þar með löggilt heilbrigð- isstétt. Félög fótaaðgerða- fræðinga, sem þá voru tvö, höfðu um árabil barist fyrir því að svo gæti orðið og upp- skáru nú laun erfiðis síns. Það var þó ekki í þágu fótaaðgerðafræðinga einna að nauðsyn bar til að setja lög um þetta starf. Skjólstæðingar þeirra áttu rétt á að hljóta þá þjón- ustu, sem heilbrigðislög vernda, og kröfur voru gerðar samkvæmt þeim. Á þeim tíma höfðu fótaaðgerðafræðingar ýmist hlotið menntun sína hér á landi eða í nágrannalöndunum, og þá helzt á Norðurlönd- unum. Þeir sem þá hlutu leyfi til að starfa sem fótaaðgerðafræð- ingar höfðu lokið til- skildu námi og starfað við fagið í þrjú af fimm undanförnum árum. Þeir, sem höfðu ekki tilskildan starfstíma, fengu tækifæri til að sækja löggildingar- námskeið, sem heil- brigðisráðuneytið hélt í samvinnu við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Að því loknu voru alls u.þ.b. 100 einstaklingar sem höfðu fengið leyfisbréf heilbrigðisráðherra til að kalla sig fótaaðgerðafræðing og starfa sem slíkur. Þar með var bæði titillinn og starfið verndað samkvæmt lögum. Það er afar brýnt að almenningur og stjórnendur heilbrigðisstofnana geri sér grein fyrir því að einungis fótaaðgerðafræðingar mega annast þau fótamein sem heyra undir störf þeirra, enda hafa þeir sérhæft sig á því sviði. Þegar áðurnefnd reglugerð var gefin út lagðist af öll menntun, þ.e.a.s. nýliðun, í faginu á Íslandi. Við höfum síðan verið háð nýliðun erlendis frá, þá einkum Noregi og Danmörku og eingöngu frá skólum, sem viðurkenndir eru af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og emb- ætti landlæknis. Íslenskir fótaaðgerðafræðingar hafa verið sameinaðir í einu félagi um 5 ára skeið. Þeir sjá um sí- menntun í faginu af metnaði með hinum ýmsu námskeiðum og hafa barist fyrir því að menntun fótaað- gerðafræðinga verði tekin upp hér- lendis. Það hefur hvort tveggja ver- ið gert með dyggum stuðningi stjórnenda Fjölbrautaskólans við Ármúla. Það er ekki síður brýnt en með aðrar heilbrigðisstéttir að menntun og þróun greinarinnar fari fram hér á landi, samkvæmt ís- lenskum kröfum. Nefnd, sem skipuð var af heil- brigðisráðuneyti og menntamála- ráðuneyti og vann að tillögum um námskrá, hefur lokið störfum og svo mun einnig vera um starfsgreina- nefnd, sem gerir tillögu um mennt- unina við menntamálaráðherra. Nú er einungis beðið ákvörðunar menntamálaráðherra um hvort og hvenær námið getur hafist. Heilbrigði fótanna er afar van- metið hérlendis, bæði meðal al- mennings og annarra heilbrigðis- stétta. Það eru alltof margir, sem sinna því ekki fyrr en þjáningar í fótum hamla hreyfigetu í stað þess að beita forvörnum til að koma í veg fyrir fótamein. Í nágrannlöndum okkar þykir sjálfsagt að góð aðstaða fyrir fóta- aðgerðafræðinga sé á sjúkrahúsum. Þeir eru auk þess, án undantekn- inga, hluti af teymi sem annast syk- ursjúka. Enginn efast um gildi hreyfingar hjá sjúklingum til aft- urbata. Lífsgæðin rýrna þegar fóta- mein draga úr hreyfingu. Það er einfalt mál. Starfsfólk göngudeildar Landspítalans við Hringbraut hefur lýst yfir áhuga á að fá fótaaðgerða- fræðing til liðs við sig við umönnun sykursjúkra. Beðið er ákvörðunar stjórnenda og þar við situr. Á þessum tímamótum eiga fóta- aðgerðafræðingar sér þá ósk að menntamálaráðherra ákveði stofn- un námsbrautar í fótaaðgerðafræð- um án tafar og að stjórnendur heil- brigðisstofnana bjóði sjúklingum þá þjónustu og aðstöðu til fótaaðgerða, sem þeir eiga rétt á og sem sæmir góðri heilbrigðisþjónustu. Það væri einkar ánægjulegt fyrir fulltrúa FÍF á heimsþingi fótaað- gerðafræðinga, sem haldið verður í París um miðjan næsta mánuð, að geta fært jákvæðar fréttir um þessi tvö baráttumál. Ég treysti á þá, sem valdið hafa, að taka nú þegar á þessum brýnu málefnum. Heilbrigðir fætur = betri lífsgæði = lægri kostnaður í heilbrigðisþjón- ustu. Fótaaðgerðafræðingar tíu ára heilbrigðisstétt Margrét Jónsdóttir Afmæli Heilbrigði fótanna, seg- ir Margrét Jónsdóttir, er afar vanmetið hérlendis. Höfundur er formaður Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.