Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 45
Látinn er í Reykja-
vík Guðmundur
Björnsson, prófessor
og yfirlæknir.
Að loknu námi við
Læknadeild Háskóla Íslands stund-
aði Guðmundur framhaldsnám í
Bandaríkjunum og var viðurkennd-
ur sérfræðingur í augnsjúkdóma-
fræðum 1948 og sótti á næstu ára-
tugum mörg framhaldsnámskeið í
augnsjúkdómafræðum einkum við
Moorfields-augnsjúkrahúsið í Lond-
on. Guðmundur var starfandi augn-
læknir á Hvítabandinu frá 1949–
1968. Árið 1969 var stofnuð fyrsta
augndeild landsins á Landakoti, en
raunar höfðu augnlæknar verið
starfandi á spítalanum allt frá því
hann var stofnaður árið 1902. Stofn-
un augndeildar þýddi því fyrst og
fremst breytt skipulag til að mæta
nýjum tímum, en það mótunarstarf
fór fram á árunum þar á eftir. Guð-
mundur var starfandi sérfræðingur
við þessa nýju deild frá stofnun
hennar 1969 til 1972 og yfirlæknir
deildarinnar frá 1972 þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir í des-
ember árið 1987.
Sá er þetta ritar hóf störf á deild-
inni haustið 1978, og hefur starfað
þar síðan. Var deildin því enn í mót-
un og hafði undirritaður ágætt tæki-
færi til að fylgjast með því grett-
istaki sem Guðmundur lyfti
varðandi augnlækningar á Íslandi.
Dáðumst við samstarfsmenn hans
að dugnaði hans og atorku. Meðal
annars skilgreindi hann betur starf-
semi deildarinnar þ.m.t. starfsemi
undirsérgreina og fann þeim stað.
Eilíf barátta var um fjármagn, bæði
til reksturs og ekki síður til tækja-
kaupa. Tækniþróun var geysihröð á
þessum árum en því lítt mætt af
heilbrigðisyfirvöldum. Tókst Guð-
mundi í samvinnu við góðgerðafélög,
sem gáfu öll stærri tæki, að koma í
veg fyrir að augnlækningar á Ís-
landi drægjust mörg ár aftur úr bor-
ið saman við nálæg lönd.
Guðmundur skipulagði einnig
tengsl augndeildar við aðrar deildir
og önnur sjúkrahús og kom þeim í
mjög gott horf. Einnig stórefldi
hann tengslin við heilsugæsluna,
bæði heilsugæslulækna og hjúkrun-
arfræðinga, flutti fjölda erinda og
gaf út leiðbeiningabæklinga sem
sumir eru notaðir enn. Höfum við
sporgöngumenn hans mátt hafa
okkur alla við að halda í horfinu. Er
þá ótalið hans mikla forvarnarstarf,
en hann átti stærstan þátt í að koma
á reglubundinni skoðun fjögurra ára
barna, stofna deild sem sinnti for-
vörnum og meðferð gláku og stofna
deild sem sinnti forvörnum og með-
ferð augnsjúkdóma vegna sykur-
sýki. Einnig var framlag hans til for-
varna mikið í formi fyrirlestra, blaða
og tímaritsgreina. Sem eftirmaður
Guðmundar nýt ég brautryðjanda-
starfs hans.
Guðmundur var góður kennari
sem hafði mikil áhrif á áhugasvið
læknanema og lækna. Hann var dós-
ent við Læknadeild Háskóla Íslands
1973–1979 og prófessor frá 1979–
1987, fyrsti prófessorinn í augnsjúk-
dómafræðum á Íslandi. Jók hann
mjög veg augnsjúkdómafræða við
Læknadeild Háskóla Íslands og í
hans tíð fjölgaði verulega þeim
læknum sem lögðu augnlækningar
fyrir sig, en mikill skortur hafði ver-
ið á augnlæknum árin áður. Kennsla
hans og kennslugagnagerð var ein-
staklega vönduð og nýtist sá grunn-
ur sem hann lagði enn.
Þrátt fyrir ofannefndar annir var
Guðmundur einnig ötull vísindamað-
ur. Hann varði doktorsritgerð um
GUÐMUNDUR
BJÖRNSSON
✝ GuðmundurBjörnsson fædd-
ist í Urriðakoti í
Garðahreppi hinn 9.
febrúar 1917. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 10.
apríl síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
20. apríl.
gláku við Læknadeild
Háskóla Íslands árið
1967 – en þessi dokt-
orsritgerð stórjók
þekkingu á gláku á Ís-
landi og er enn vitnað
til hennar í erlendum
og innlendum tímarit-
um. Hann hélt áfram
vísindastarfsemi alla
sína starfsævi og birti
niðurstöður í innlend-
um og erlendum
læknatímaritum. Fjöll-
uðu rannsóknir hans
einkum um faralds-
fræði augnsjúkdóma.
Þeim er þetta ritar þótti aðstæður
til rannsókna bágbornar er hann hóf
störf árið 1978 á Augndeild Landa-
kotsspítala, borið saman við það sem
hann hafði kynnst í sérnámi og
starfi erlendis. Guðmundur lét það
þó ekki á sig fá og hélt ótrauður
áfram sínu ötula starfi, studdur með
ráðum og dáð af sinni góðu eigin-
konu Kristínu Benjamínsdóttur sem
aðstoðaði hann m.a. við alla úr-
vinnslu. Voru þau hjón einstaklega
samhent.
Guðmundur Björnsson lifði
tvenna tíma í augnlækningum.
Fram undir 1970 var þróun þekk-
ingar og meðferðar hæg og hafði
verið svo í a.m.k. 100 ár en frá um
1970 varð mikil sprenging í þekk-
ingu og miklar framfarir urðu í með-
ferð augnsjúkdóma. Guðmundur var
í forystu í mótunarstarfi á síðara
tímabilinu. Líklega hefur enginn
einn augnlæknir haft jafn víðtæk
áhrif, hvorki fyrr né síðar, til hags-
bóta fyrir augnsjúklinga á Íslandi.
Hef ég þá í huga hið mikla læknis-
og forvarnarstarf sem hann vann á
fyrri hluta starfsferils síns annars
vegar og hins vegar að það var fyrst
og fremst hann sem mótaði hina
nýju tíma augnlækninga á Íslandi og
fórst það einkar vel úr hendi.
Árið 1973 hafði ég ákveðið að fara
í sérnám í augnlækningum og leitaði
til Guðmundar, sem tók mér afar vel
og ráðlagði í sambandi við undirbún-
ing. Ráð hans reyndust vel. Ég
kynntist honum enn frekar haustið
1978, nýkominn heim frá sérnámi og
hóf störf á Augndeild Landakots-
spítala. Ég var því samstarfsmaður
Guðmundar Björnssonar í nær 10 ár
og ekki launung að hann var mér að
ýmsu leyti fyrirmynd. Við leiðarlok
þakka ég Guðmundi samfylgd og
vináttu.
Við Eva svo og samstarfsfólk á
augndeild vottum Kristínu og fjöl-
skyldu einlæga samúð okkar. Bless-
uð sé minning Guðmundar Björns-
sonar.
Friðbert Jónasson,
prófessor, forstöðulæknir
augndeildar Landspítalans.
Það er með söknuði, sem ég kveð
starfsbróður minn og vin dr. Guð-
mund Björnsson prófessor. Enda
þótt við værum skólasystkin í Há-
skólanum kynntumst við ekki að
ráði fyrr en í Augnlæknafélagi Ís-
lands og einkum þegar við vorum í
stjórn þess. Félagið var stofnað fyr-
ir meira en 30 árum og var Guð-
mundur einn aðalhvatamaður að
stofnun þess, en við vorum innan við
tíu stofnendur. Það var bæði tíma-
bært og nauðsynlegt að stofna félag-
ið, því sameinuð gátum við betur
gætt hagsmuna skjólstæðinga okkar
og stéttarinnar.
Það var öllum ljóst, sem kynntust
Guðmundi, að hann var eldhugi hinn
mesti með brennandi áhuga á öllu,
sem viðkom augnlækningum. Mik-
ilvægi forvarna, sem stuðluðu að
verndun sjónarinnar á öllum aldurs-
skeiðum, var honum mikið áhuga-
mál, og má þar benda á augnskoðun
forskólabarna til að finna rangeygð
börn sem allra fyrst til að rétta aug-
un og ekki síður leit að gláku á byrj-
unarstigi hjá miðaldra fólki, svo
nokkuð sé nefnt.
Það sem strax vakti athygli mína
við okkar fyrstu kynni var hvað
hann var hugmyndaríkur og jafn-
framt úrræðagóður og laginn við að
fá aðra til samstarfs. Á þessum ár-
um var það honum mikið hjartans
mál að stofna sérstaka augndeild við
Landakotsspítala. Enda þótt stjórn-
endur spítalans hefðu frá fyrstu tíð
veitt augnlæknum aðstöðu við spít-
alann til að stunda sjúklinga sína
voru núna breyttir tímar og þörf á
sérstakri augndeild, þar sem skap-
ast gætu aðrir og fleiri möguleikar
sjúklingum og starfsfólki til hags-
bóta. Kennsla vaxandi fjölda lækna-
stúdenta yrði auðveldari og jafn-
framt yrðu möguleikar á, að læknar
gætu byrjað sérnám sitt við deild-
ina, þótt því yrði að ljúka við stærri
augndeildir erlendis. Stjórnendum
spítalans, ekki síst systrunum á
Landakoti, leist vel á þessa hug-
mynd Guðmundar. Þær höfðu hins
vegar ekki fjárhagslegt bolmagn til
að útbúa deildina þeim kostnaðar-
sömu tækjum, sem nauðsynleg voru
til starfrækslu hennar, enda spítal-
inn jafnan í fjársvelti frá hendi vald-
hafa. En þarna komu Lionsmenn til
hjálpar, en Guðmundur átti ágætt
samstarf við þá. Af stórhug og
myndarskap hófu þeir fjársöfnun
um land allt með sölu á „rauðu fjöðr-
inni“ svonefndu, en það var í fyrsta
sinn sem hún var seld. Árangurinn
var stórkostlegur og svo miklir fjár-
munir söfnuðust að nægðu til fyrstu
kaupa á tækjum deildarinnar. Það
var því fyrir velvilja systranna á
Landakoti fyrst og fremst og rausn-
arlegs framlags Lionsmanna, að
Guðmundur gat séð þennan draum
sinn rætast í stofnun augndeildar-
innar. Hann varð síðar yfirlæknir
deildarinnar og var jafnframt skip-
aður prófessor í augnlækingum við
Háskóla Íslands, sá fyrsti til að
gegna þeirri stöðu. Hann var aug-
ljóslega ágætur kennari, hafði enda
þá góðu kosti, sem með þarf, skýra
hugsun og framsetningu og áhuga á
kennslunni. Sjálf kynntist ég þessu
að vísu með óbeinum hætti, en ég
var prófdómari hjá honum allt frá
upphafi kennslu hans og þar til próf-
dómarastörf í sérgreinum læknis-
fræðinnar voru lögð niður í sparn-
aðarskyni. Af prófverkefnum mátti
ráða að hann lagði alúð við kennsl-
una, lagði áherslu á aðalatriði og það
sem stúdentunum mátti að gagni
koma í framtíðarstörfum þeirra.
Honum var líka umhugað um, að
þeir þyrftu ekki að bíða lengi eftir
árangri prófanna, og það kunnu
stúdentarnir vel að meta. Guðmund-
ur var ekki einasta kunnáttumaður í
sinni fræðigrein, heldur var hann
áhugasamur og fróður á ýmsum öðr-
um sviðum, menntamaður í þess
orðs bestu merkingu. Hann var mik-
ill gæfumaður í lífinu. Hann átti
þess kost að sinna störfum, sem
voru honum hugfólgin, og auðnaðist
að sjá mikinn árangur verka sinna
og hlaut fyrir það þakkir og virðingu
samborgara sinna. Hann naut jafn-
framt og ekki síður gæfu í einkalífi
sínu. Þau Kristín voru einkar sam-
valin og samhent hjón, sem áttu
barnaláni að fagna. Ég átti margar
ánægjustundir með þeim hjónum
bæði hérlendis og erlendis og við
augnlæknar nutum oft gestrisni á
smekklegu heimili þeirra, en þau
voru hinir mestu höfðingjar heim að
sækja.
Um leið og ég sendi frú Kristínu
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur vil ég þakka þeim hjónum
tryggð og vináttu á liðnum árum.
Blessuð sé minning Guðmundar
Björnssonar augnlæknis. Hans mun
ég jafnan minnast, þegar ég heyri
góðs manns getið.
Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Fyrir hönd Augnlæknafélags Ís-
lands vil ég minnast Guðmundar
Björnssonar með nokkrum orðum
en hann var heiðursfélagi Augn-
læknafélagsins frá 19. okt. 1990.
Guðmundur vann mikið brautryðj-
andastarf á sviði augnlækninga á Ís-
landi og var heiðraður vegna þess
hinn 16. sept. 1993 í tilefni 75 ára af-
mælis Læknafélags Íslands. Guð-
mundur útskrifaðist stúdent frá MR
1937, cand. med. frá Háskóla Ís-
lands 1944 og hlaut sérfræðingsleyfi
í augnlækningum 1948 eftir sérnám
í Bandaríkjunum. Hann var starf-
andi augnlæknir í Reykjavík frá
1948–1989. Hann var yfirlæknir á
augndeild Landakotsspítala 1972–
1987, dósent í augnsjúkdómafræði
við Háskóla Íslands frá 1973 og pró-
fessor frá 1979. Hann skrifaði dokt-
orsritgerð 1967 sem fjallaði um
gláku á Íslandi auk þess sem hann
skrifaði fjölda annarra greina um
augnlækningar í innlend og erlend
læknarit. Hann átti stóran þátt í að
efla forvarnir gegn blindu af völdum
gláku á Íslandi og náðist af því veru-
legur árangur á alþjóðamælikvarða.
Hann sinnti ýmsum félags- og trún-
aðarstörfum, var m.a. ritari Augn-
læknafélags Íslands frá stofnun
þess 1966–1968 og formaður þess
1974–1976.
Hér er einungis stiklað á mjög
stóru varðandi feril þessa merka
manns en það er okkur öllum ljóst
sem fáumst við augnlækningar á Ís-
landi í dag að Guðmundur vann þar
mjög mikilvægt uppbyggingarstarf
og lagði grunninn að því starfi sem
fer fram í dag. Það ber einnig vott
um mikla framsýni Guðmundar að
hann lagði áherslu á verkaskiptingu
innan sérgreinarinnar sem er mik-
ilvæg í þeirri hröðu þróun sem við
búum við í dag.
Um leið og við þökkum Guðmundi
fyrir ómetanlegt framlag í þágu
augnlækninga á Íslandi sendum við
aðstandendum öllum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd Augnlæknafélags Ís-
lands,
Elínborg Guðmundsdóttir
formaður.
Þegar Blindrafélagið var stofnað
fyrir rúmum 60 árum, þótti það mik-
ið áræði á þeim tíma, að fatlað fólk
skyldi stofna sitt eigið hagsmuna-
félag og var Blindrafélaginu spáð
misjafnri framtíð og gengi þess talið
valt, eins og gengur og gerist. En
forgöngumenn og stofnendur félags-
ins voru harðduglegt fók, sem
stefndi hátt og lét ekki deigan síga.
Margir gengu til liðs við Blindra-
félagið. Einn þeirra, sem snemma
lagði félaginu lið var Guðmundur
Björnsson augnlæknir og síðar pró-
fessor. Hann gerðist ungur styrkt-
arfélagi í Blindrafélaginu, og þegar
Blindrafélagið valdi sér trúnaðar-
lækni, tók hann það að sér. Guð-
mundur Björnsson var trúnaðar-
læknir Blindrafélagsins í rúma fjóra
áratugi, allt til þess er Guðmundur
Viggósson yfirlæknir Sjónstöðvar
Íslands tók við því hlutverki á
miðjum 10. áratug síðustu aldar.
Ég átti því láni að fagna að sitja í
nokkur ár í stjórn Sjónstöðvar Ís-
lands með Guðmundi Björnssyni og
var aðdáanlegt hversu vel hann
fylgdist með málum þrátt fyrir háan
aldur. Hann var tillögugóður og
lagði öllum málum gott til.
Guðmundur var sannur hugsjóna-
maður. Með honum er horfinn á
braut merkismaður, sem margir
munu minnast með hlýhug og þakk-
læti fyrir allt það góða, sem hann
gerði þeim, sem til hans leituðu.
Blessuð sé minning Guðmundar
Björnssonar.
Fyrir hönd Blindrafélagsins,
Gísli Helgason.
Elsku pabbi minn.
Það er svo margt sem
ég skil ekki og mun
aldrei fá að vita svör
við. En ég veit að þú
ert hjá Guði. Eftir ör-
stutt veikindi þurftum við að
kveðja þig, pabba, sem við elskum
svo mikið. Og nú lít ég til baka með
söknuð í hjarta og tár á vanga, og
óska þess heitt að geta verið eins
gott foreldri og þú.
Þú komst mér af stað
og sýndir mér tökin
því laugin er djúp og stór,
þú útskýrðir aftur
og leiðbeindir betur
ég fann að þú varst mér hjá.
Þá slepptirðu taki
og fylgdist svo með mér;
þorið og sjálfstæðið óx,
þú kenndir mér meira
og hvattir mig áfram
svo markinu gæti ég náð.
PÁLL
GUÐMUNDSSON
✝ Páll Guðmunds-son fæddist í
Reykjavík 13. ágúst
1934. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 13. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grensáskirkju 20.
apríl.
Nú get ég mér bjargað
og þér ég vil þakka
fylgdina hingað til,
þú ræktaðir börnin
og kenndir að synda,
elsku pabbi minn.
Auður.
Elsku afi. Það er
svo erfitt að skilja að
nú sértu dáinn og get-
ir ekki lengur veifað
til okkar af svölunum
á morgnana. Það er svo sárt að
geta ekki lengur leitt mjúku hönd-
ina þína eða hvílt okkur í fanginu
þínu – verið hjá afa sem við elskum
svo mikið. En við munum þig. Við
munum öll skiptin sem við sváfum í
miðju hjá ykkur ömmu, þegar við
fórum í sundlaugarnar eða vorum
bara í rólegheitum að lesa eða
spila. Við munum ferðirnar niður
að Tjörn – á staðinn okkar – til að
gefa fuglunum brauð. Þetta mun-
um við vel eins og öll skiptin sem
þú varst hjá okkur ef við vorum
veik. Alltaf til staðar ef á þurfti að
halda, bæði glaður og hlýr. En þú
varst aldrei veikur – fyrr en allt í
einu að þú fékkst mein, sem ekki
var hægt að lækna. Þess vegna
ertu núna hjá Guði og líður vel.
Við söknum þín mikið.
Páll Ágúst og Bjargey Þóra.
MORGUNBLAÐIÐ tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Greinunum er veitt viðtaka á
ritstjórn blaðsins í Kringlunni
1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is).
Nauðsynlegt er, að símanúm-
er höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir
greinunum. Við birtingu af-
mælisgreina gildir sú regla,
að aðeins eru birtar greinar
um fólk sem er 70 ára og
eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir ásamt mynd í
Dagbók um fólk sem er 50
ára eða eldra.
Birting af-
mælis- og
minning-
argreina