Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 47
Hún amma signdi
mig alltaf eftir baðið,
áður en hún klæddi mig
í ullarbolinn.
Hún amma sagði
mér að ég mætti alltaf
sofa í ömmuskoti, þótt öðrum fyndist
ég of stór. Hún amma fékk mig til að
hlæja, og kenndi mér að fyrirgefa
sjálfri mér. Amma vildi alltaf að ég
vissi hvað ég væri velkominn heim í
Fagradal með börnin mín. Hún
amma mín var mín besta vinkona og
okkur fannst óskaplega langt síðan
við töluðum saman ef það leið dagur
á milli. Hún amma mín kenndi mér
að vera þakklát og glöð, hún kenndi
mér hvað kjarkur og tryggð er, og að
dauðinn er ljúfsár.
Guð blessi þig, amma mín, og
þakka þér fyrir allt.
Þín
Nína litla.
Hinn 9. apríl lést á Borgarspítal-
anum Hrefna Ólafsdóttir húsfreyja í
Yri-Fagradal í Skarðshreppi í Döl-
um. Andlát hennar kom okkur ekki á
óvart, því hún barðist hetjulegri bar-
áttu við mjög erfið veikindi í tæp
þrettán ár.
Hrefna var fædd og uppalin á
Hamri í Hamarsfirði, ólst þar upp í
hópi glaðra systkina og góðra for-
eldra. Þeim sem til þekkja ber sam-
an um að ættir Hrefnu einkennist af
taustu og góðu fólki.
Hún vann við öll venjuleg sveita-
störf eins og títt var á þeim árum. Á
Hamri var venjulegur búkapur,
hestar kýr og kindur. Þar var tíðk-
aðist einstök alúð við allar skepnur,
en sérstakan áhuga hafði Hrefna á
kindunum og mun hafa vakað yfir
velferð fjárins, einkum þó um sauð-
burðinn. Þá var ekki gerður munur
dags og nætur né farið eftir klukku,
heldur því sem kom sér fyrir dýrin.
Hrefnu langaði á þeim árum mikið til
að eignast hest en fórnaði því til að
geta farið á Húsmæðraskólann í
Hallormsstað og fékk þar góða
menntun og undirbúning þess sem
síðar varð, hið óhemju krefjandi
starf húsfreyju og móður í sveit.
Vera hennar á Hallormsstað var
mikill gæfu- og gleðitími; að kynnast
öllum kennurunum og skólasystrum
sínum sem voru ævilangt sólargeisl-
ar í minningunni; frábærir félagar og
vinir.
Minningarnar um æskuheimili
hennar á Hamri og fallega sveitin,
kæra, ljómuðu alla ævi ferskar og
ljúfar í huga hennar. Það hefur verið
sagt um þá, sem upprunnir eru í
Hamarsfirði, að þeir flytji raunveru-
lega aldrei að fullu og öllu þaðan
burt, því þar lágu rætur frændgarðs
og vina frá æskuárunum og því leit-
aði hugurinn ætíð þangað, en þannig
er það nú með okkur öll, sem vorum
svo lánsöm að alast upp í friði og
kyrrð íslenskrar sveitar, þar sem við
kynntumst vinnu, leik og fjölbreyttu
dýralífi; fuglasöng og lækjarnið.
Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit,
komið er sumar og hýrt er í sveit.
Sól er að kveðja við bláfjallabrún,
brosa við aftanskin fagurgræn tún.
Seg mér hvað indælla auga þitt leit
en íslenska kvöldið í fallegri sveit.
(Höf. ók.)
Sagt er að ekki sé gott að maður
eða kona séu einsömul á lífsgöng-
unni, og þannig fór að Hrefna kynnt-
ist draumaprinsinum sínum, Stein-
ólfi Lárussyni í Reykjavík. Þau giftu
sig á Hamri, æskuheimili Hrefnu, 10.
apríl 1955. Þá yfirgaf Hrefna Ham-
arsfjörðinn og flutti að Ytri-Fagra-
dal í Skarðshreppi með bónda sínum
og þar bjuggu þau allan sinn búskap.
HREFNA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Hrefna Ólafs-dóttir fæddist á
Hamri í Hamarsfirði
12. febrúar 1928.
Hún lést á Landspít-
alanum 9. apríl síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Grensáskirkju 20.
apríl.
Það var mikið áfall
fyrir heimilið, og þó al-
veg sérstaklega
Hrefnu, þegar fella
þurfti allt fé vegna
riðuveiki haustið 1988.
Þetta voru miklir vinir
hennar, sem hún hlúði
að í tíma og ótíma, og
var eins og falinn
hlekkur brysti við þetta
mikla áfall.
En þá var haldreipið
og hjálpin, að hún átti
góðan og traustan eig-
inmann, sem hafði
skilning á erfiðleikun-
um, að ógleymdum góðum börnum
og nefni ég sérstaklega yndislega
dóttur, hana Höllu, tengdason,
barnabörn og uppeldisbörnin sem að
mestu voru þó flogin úr hreiðrinu.
En allir vildu gjöra sitt fyrir þessa
góðu og traustu konu, sem vildi öll-
um gott, mönnum jafnt og málleys-
ingjum.
Kynni okkar hjóna og barna okkar
af Fagradalsheimilinu hófust fyrir
alvöru þegar ég ásamt nokkrum
félögum tók Fagradalsá á leigu og
við steyptum upp heilmikinn laxa-
stiga, sem enginn lax vildi fara upp
af ókunnum ástæðum.
Við höfðum aðsetur í litlum bú-
stað, sem við fluttum vestur og hlaut
nafnið Fagrasel. Í þessu húsi áttum
við margar ánægjustundir, en ekki
síður á heimili Hrefnu og Steinólfs.
Það eru ógleymanlegar stundir,
einkum vegna þess að við fundum
glöggt að við vorum hjartanlega vel-
komin. Alúðin og mannkærleikurinn
kom fram í stóru sem smáu.
Síðar reistum við hjónin sumarhús
á Fellsströnd, sem hlaut nafnið
Sveinsstaðir. Þegar við komum vest-
ur fannst okkur ævinlega ómögulegt
annað en skreppa inn í Fagradal og
heilsa upp á heimafólkið. Einkum
var það það eiginkonan, dóttirin og
tengdasonur okkar sem voru dugleg
að fara þessar heimsóknir. Þegar ég
komst ekki með þeim vegna vinnu
við bústaðinn sagði ég gjarna sem
svo: ,,Magga mín, þú skreppur bara
fyrir okkur bæði, því þú hefur svo
gaman af því. Ég minnist þess hvað
þau voru ævinlega glöð eftir þessar
heimsóknir, einkum þó ef betur
horfði með heilsufar Hrefnu.
Þegar veikindi hennar ágerðust
þurfti hún æ oftar á sjúkrahúsið á
Akranesi og á allt starfsfólk, bæði
læknar og hjúkrunarlið, skildar ein-
stakar þakkir fyrir alla sína hlýju og
aðstoð, svo og læknar í Búðardal,
sem gerðu allt hvað þeir gátu henni
til hjálpar. Það meta og þakka henn-
ar nánustu. Sömu þakkir eiga
læknar og hjúkrunarlið Borgarspít-
ala, sem gerðu allt sem í mannlegu
valdi stóð til að liðsinna henni og
líkna síðustu stundirnar.
Hrefna hafði miklar áhyggjur af
því hvað fólkinu fækkaði mikið í
sveitinni. Það var ein síðasta ákvörð-
un þeirra hjóna að búa svo um hnút-
ana að dóttir þeirra Halla og eigin-
maður hennar tækju við búi í
Fagradal. Þar með er tryggt að dug-
mikið atorku- og hagleiksfólk situr
þessa jörð, því vissulega munar um
vinnufúsar hendur og verkvilja yngri
kynslóða í samfélagi sveitanna.
Nú er komið að kveðjustund.
Hrefna var kvödd hinstu kveðju í
Grensáskirkju, föstudaginn 20. apríl,
og verður lögð til hinstu hvíldar að
Skarði á Skarðsströnd, laugardag-
inn 21. apríl. Við hjónin, börn okkar
og tengdabörn kveðjum þig og biðj-
um þér Guðs blessunar í fyrirheitna
landinu. Mig langar að taka mér það
bessaleyfi að skila kveðju frá þér,
Hrefna mín, til allra samferðamanna
þinna með þessum orðum:
Ég kveð nú allt og alla sem unnað hefi eg
hér,
og allt sem hinir liðnu dagar geyma,
alla þá sem liðsinni vildu veita mér
og vonirnar sem fæddust hjá mér heima.
(Höf. ók.)
Margrét Jörundsdóttir og Krist-
inn Sveinsson frá Sveinsstöðum.
Kynni okkar af Hrefnu og Stein-
ólfi spanna giska mörg ár. Við kynnt-
umst þeim þegar ráðist var í gerð
laxastiga í Fagradalsá. Þessi kynni
þróuðist í einlæga vináttu. Þar hefur
aldrei borið skugga á.
Þegar fjölskyldan reisti sumarbú-
stað á Fellsströnd, styrkti það og jók
gömul kynni og trausta vináttu
þeirra Fagradalshjóna og tengdafor-
eldra minna, Kristins og Margrétar,
sem þekktu þau frá fornu fari.
Það var og verður fastur punktur í
vesturferðum að koma við í Fagra-
dal, að sitja með húsráðendum í eld-
húsinu að njóta samvista þessa
hreinskipta og tilgerðarlausa fólks.
Þar er menningarheimili og um-
ræðuefnin víðátta mannrófsins.
Þrátt fyrir veikindi Hrefnu hin
síðari árin setti hún sig ekki úr færi
að sitja með gestum í eldhúsinu að
spjalla og spauga í alvöru blöndnu
gamni eftir því sem við átti. Hún var
ættvís og fjölfróð.
Mér fannst hún stranglega póli-
tísk en allt var þar skynsamlega og
heiðarlega hugsað. Hún átti gott
með að draga hluti saman í skýrar og
einfaldar myndir og leggja út af
þeim. Hrefna kunni glögg skil orsak-
ar og afleiðingar og kunni vel að
greina þar á milli enda reyndi ég
aldrei að staðsetja hana í flokki en
vissi að hinu leytinu hvar hún stóð í
hugsjónum. Eftir stendur minning
um skýrt hugsandi og greinda konu.
Hún var í senn hörð af sér og við-
kvæmrar lundar, hlaðgóð, félagslynd
og dul. Forréttindi okkar voru að
kynnast henni og njóta samvista
þegar haldið var í kyrrð og höfga
fegurð Breiðafjarðardala.
Blessuð sé minning þeirrar mætu
og góðu konu.
Haraldur G. Blöndal, María
Aldís Kristinsdóttir, Ingunn
Margrét Blöndal.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli minn-
ingargreina Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
&
13'
1&?*$0*
! +!
,
-. *
(/00
1
! ! #
2 ## '
/6#*$/*##$ $# & # *$ 0$*$&)!*$
0$(# $# )!*$ $&
8 $$>!& $# )!*$
$#*/6#&& ##$.
*2 $8 && %$
. )!$'&$ 2$/6#&& #-
3
8
/$6 $#& **02
$@#2$
/ &&*
'!
() *
*### $#&)!*$ 02#)$ $&& #
$$0$ $#&)!*$
5$ # +- $*#&)!*$
% $# %$# % $# % $# %$#-
3
9<3=
/$6 /& 2
7 $%$ A
$ #&*
! 4
-5 *
(.00
1
!
! 6
4
,
+ , , # ##
!" ##&)!*$ &$3$*0!#&& #
. /
!" ##&)!*$ *2 $
!#&& #
1&$
!" ##&)- &2&&# 9*/ &2&&#
*$(#
!" ##&)!*$ 8 #(&7* *7* "6 2&& #
(# $ $#*
!" ##&& #
*$
!" ##&)!*$ *$!#7*/(&& #
'$&@ 56 2* $# & #-
7
! !
.1
&$%$(#B
-
8
56 56 && # "56 && #
!" ## . $ $)!*$
*. $ $& # . !$0 $)!*$
1*# $( *. $ $& # 1 & %## $&)!*$
.$) &. $ $)!*$
.$0$. $ $& #
!$##3*##% )!*$
22%$# #22%$#-
3
1.99
/ 2:$*CB
/$$$ #)*&! &!$*
.(&2@0$ &! 0$ #)&9 $ #*
! 1
,
-5 *
(/00
! #
'
+
.! 2/$ 0$+-0!#&)!*$-