Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 52
MESSUR 52 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Öflugt barnastarf með fjölbreyttri tónlist, stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík undir stjórn sr. Sigríðar Ólafsdóttur syngur í mess- unni ásamt Glæðunum, kvennakór Kvenfélags Bústaðasóknar og Kirkju- kór Bústaðakirkju. Tónleikar Kvenna- kórsins Norðurljósa kl. 16. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syng- ur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Fermingarmessa kl. 14. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Karl V. Matthíasson prédik- ar. Anna S. Helgadóttir og Bræðra- bandið sjá um tónlist. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Ferming- armessa kl. 13.30. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Hreinn S. Hákonarson. Organisti Kjartan Ólafs- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fermingar- messa og barnastarf kl. 11. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Félagar úr Mótettukór syngja. Organ- isti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN Hringbraut: Messa kl. 10.30. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli Laugarnes- kirkju kemur í heimsókn. Fjölmennum og tökum vel á móti gestunum. Konni kemur í heimsókn. Við kveðjum sr. Carlos og tölum um fyrirhugaða fjöl- skylduferð sunnud. 29. apríl. Organ- isti Douglas A. Brotchie. Sr. Carlos A. Ferrer. Pétur Björgvin Þorsteinsson fræðslufulltrúi. Messa kl. 14. Sr. Carl- os A. Ferrer. Oranisti Douglas A. Brotc- hie. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Ársskýrslur starfsmanna liggja frammi. Fjölmennum og tökum höndum saman um uppbyggingu safnaðarins. LANGHOLTSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Djákni Svala Sigríður Thomsen. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11. Um- sjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. Prestur sr. Bjarni Karls- son, organisti Gunnar Gunnarsson. Kór Laugarneskirkju syngur. Eygló Bjarnadóttir meðhjálpari og Sigríður Rún Tryggvadóttir fermingarfræðari þjóna. Sunnudagaskólinn fer í heim- sókn í Háteigskirkju. Rúta fer frá safn- aðarheimilinu kl. 10.45, einnig frjálst að koma á einkabílum. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. Organ- isti Reynir Jónasson. Kirkjubíllinn ekur um hverfið á undan og eftir guðsþjón- ustu. Sunnudagaskólinn kl. 11. 8–9 ára starf á sama tíma. Safnaðarheim- ilið opið frá kl. 10. Kaffisopi eftir guðs- þjónustu. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestar sr. Frank M. Halldórsson og sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og kl. 13.30. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syng- ur. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Ath. Sunnudagaskólinn kl. 11. Börn og for- eldrar gangi inn á neðri hæð. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Þjóðlaga- messa kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. Aðalfundur safnaðarins eftir þjóðlagamessu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Ferming- arguðsþjónusta kl. 11. Organisti Kári Þormar. Sr. Hjörtur M. Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Pavel Smid. Aðalsafn- aðarfundur eftir messu í safnaðar- heimilinu. Barnamessa kl. 13. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Foreldrar, afar og ömmur eru sérstaklega hvött til þátttöku með börnunum. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Organisti: Sigrún Þórsteins- dóttir. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Org- anisti: Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, B-hópur. Léttur máls- verður í safnaðarsal eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Mát- éová. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu í umsjón Margrétar Ó. Magnúsdóttur. GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl. 10.30. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Sigurður Arnarson og sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Umsjón Sigrún, Þorsteinn Haukur og Hlín. Undirleikari Guðlaugur Viktors- son. Ferming kl. 13.30. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Sigurður Arn- arson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í Engja- skóla. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Umsjón: Sigrún, Þorsteinn Haukur og Hlín. Undirleikari Guðlaugur Viktors- son. HJALLAKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Sr. Íris Kristjánsdóttir og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjóna. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta í Lindaskóla kl. 11 og í kirkjunni kl. 13. Orgelandakt kl. 17. Sigrún Þór- steinsdóttir leikur verk eftir Fr. Coup- erin, J.S. Bach og Jean Langlai. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Julian Hewlett organista. Hall- dór Björnsson syngur einsöng. Kvennakór Hafnarfjarðar kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 17. Sr. Jóna Hrönn Bolladótt- ir talar. Fundir fyrir börn á sama tíma. Matsala að lokinni samkomu. Vaka kl. 20.30. Kukl, andar og andleg öfl. Guðlaugur Gunnarsson fjallar um efn- ið. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Allir vel- komnir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 20. Olaf Engsbråten prédikar. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Léttur hádegisverð- ur á eftir. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð og fyrir- bænir. Allir hjartanlega velkomnir. Mánud.: Fjölskyldubænastund kl. 18.30. Súpa og brauð á eftir. KEFAS, Dalvegi 24: Samkoma í dag kl. 14. Ræðumaður Sigrún Einarsdótt- ir. Þri.: Almenn bænastund kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Mið.: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. KLETTURINN: Almenn samkoma kl. 11 fyrir alla fjölskylduna. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Fimmtud.: Bæna- og lof- gjörðarstund kl. 20. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópurinn syngur. Ræðumaður Vörður L. Traustason for- stöðumaður. Barnakirkja fyrir 1–9 ára börn meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardags- skóli kl. 13. Hjálpræðissamkoma sunnudag kl. 20 í umsjón majóranna Turid og Knut Gamst. Allir hjartanlega velkomnir. Mánud: Kl. 15 heimilasam- band. Majór Elsabet Daníelsdóttir tal- ar. Allar konur velkomnar. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa sunnudaga kl. 10.30. Messa kl. 14 og fyrsta altarisganga fjórtán barna. Messa kl. 18 á ensku. Alla virka daga messur kl. 18. Mánudaga, þriðjudaga og föstudaga eru messur kl. 8. Sunnud. 29.4.: Biskupsmessa kl. 10.30 og ferming fimmtán ung- linga. Messa kl. 14 og kl. 18 á ensku. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag kl. 18.30 á ensku. Virka daga messa kl. 18.30. 29. apríl: Messa kl. 11. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Biskups- messa sunnudag kl. 10.30 og ferm- ing. Miðvikud. 25. apríl: Messa kl. 18.30. Sunnud. 29.4.: Messa kl. 10.30 og fyrsta altarisganga barna. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík Skóla- vegi 38. Messa sunnudag kl. 14. Sunnud. 29.4. messa kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. Sunnud. 29.4. Messa kl. 17. ÍSAFJÖRÐUR: Messa sunnudag kl. 11. FLATEYRI: Messa laugardag kl. 18 á pólsku. BOLUNGARVÍK: Messa sunnudag kl. 16. SUÐUREYRI: Messa sunnud. kl. 19. AKUREYRI: Laugardagur: messa kl. 18. Sunnudagur: messa kl. 11. Laug- ard. 28.4.: Messa kl. 18 og sunnud. 29.4. messa kl. 11. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Mannaveiðar, forvitnilegt efni. Allir velkomnir í þenn- an næstsíðasta sunnudagaskóla vetrarins. Fermingarmessa kl. 14. Sjá nöfn fermingarbarna annars staðar í blaðinu. Kl. 17 æfing hjá litlum læri- sveinum. Kl. 20.30 æskulýðsfundur hjá Æskulýðsfélagi KFUM&K í Landa- kirkju. Leikir og létt gaman. Helga Jó- hanna og Ingveldur telja niður í óvissu- ferðina, aðeins 7 dagar. Mán.: Æskulýðsstarf fatlaðra. Síðasta sam- vera í vetur. Óli Jói og Margrét gera eitthvað skemmtilegt. MOSFELLSKIRKJA: Ferming kl. 13.30. Prestur sr. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA: Ferming kl. 11 f.h. Prestur sr. Gunnar Kristjáns- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Samtökin Menn með markmið annast lofgjörð, leiða söng og bænir. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Léttur hádegisverður í Strandbergi eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Skátaguðsþjón- usta kl. 14. Prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir. Skátakórinn syngur. Sig- urður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Umsjón Sigríður Kristín, Hera, Örn og Edda. GARÐAKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Kirkjukórinn syng- ur undir stjórn organistans Jóhanns Baldvinssonar. Prestar safnaðarins, sr. Hans Markús Hafsteinsson og sr. Friðrik J. Hjartar, þjóna við báðar at- hafnirnar. VÍKURKIRKJA: Fermingarguðsþjón- usta kl. 13.30. Prestur sr. Haraldur M. Kristjánsson. Kór Víkurkirkju. SELFOSSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Sunnudagaskóli kl. 11.15 á baðstofulofti í safnaðarheimili. Súpa og brauð í safnaðarheimili í há- deginu. Fermingarmessa kl. 14. Morguntíð kl. 10 frá þriðjudegi til föstudags. Kaffi og brauð að henni lokinni. Foreldrasamvera kl. 11 á mið- vikudögum og krakkaklúbburinn hitt- ist kl. 14 sömu daga. Leshópur kemur saman kl. 18 á miðvikudögum. Sakra- mentisþjónusta kl. 19.30 að lestri loknum. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Fermingar- messa kl. 13.30. Prestur sr. Jón Ragnarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. TORFASTAÐAKIRKJA: Fermingar- messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og 14. Prestur sr. Eðvarð Ingólfsson. MARTEINSTUNGUKIRKJA: Ferming kl. 14. Prestur sr. Halldóra J. Þorvarð- ardóttir. STÓRA-DALSKIRKJA: Ferming kl. 14. Prestur sr. Halldór Gunnarsson. Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20.) VIÐ messur víðast á Austurlandi var loka kristnihátíðar, sem staðið hefur yfir í hart nær tvö ár, minnst með virktum. Viðburðir voru af þessu til- efni í Múla- og Austfjarðaprófasts- dæmum sérstaklega styrktir af landshátíðarnefnd. Í Austfjarðapró- fastsdæmi var Kammerkór Austur- lands með undurfagra Petite-messu eftir Rossini undir stjórn Keith Reed í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggar á Eskifirði á pálma- sunnudag. Kór Fjarðabyggðar ásamt einsöngvara og hljómsveit hélt síðan glæsilega tónleika í sama húsi föstu- daginn langa. Stjórnendur Kórs Fjarðabyggðar eru þau Ágúst Ár- mann, Daníel Arason og Gillian Ha- worth. Einsöngvari var Muff Worden og stjórnandi hljómsveitar Guðjón Magnússon. Þá var sérstök hátíðar- messa á Austurlandi í Eskifjarðar- kirkju og leiddi Kór Fjarðabyggðar söng og hljómsveit lék undir. Herra Ólafur Skúlason biskup prédikaði og þjónuðu prófastur, sr. Davíð Bald- ursson, og sr. Sigurður Rúnar Ragn- arsson, sóknarprestur á Norðfirði, fyrir altari. Börn báru ljós inn í kirkju við upphaf athafnar og út við lok hennar. Viðstöddum var eftir athöfn boðið í páskasúkkulaði. Fjölmenni sótti tónleika og messu og einkenndi mikil gleði og ánægja þá viðburði. Á þessum nærfellt tveim árum sem hátíðarhöld hafa staðið yfir, hefur sama gleði og ánægja, eining og ein- drægni sett svip sinn á sérhátíðir safnaðanna og sameiginleg hátíða- höld hér eystra. Fjölmenni hefur átt þar hlut að máli, viðburðir frábær- lega vel sóttir, sem gefur byr undir báða vængi um að þjóðin, núlifandi og komandi kynslóðir, sé staðráðin í að ganga fram í því ljósi sem vermt hef- ur og lýst veg friðar, farsældar og fagnaðar. Í huga prófasta í Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi, presta, há- tíðarnefndar á Austurlandi og allra þeirra sem leitt hafa og stutt kirkju- legt starf hér á Austurlandi býr mikið og einlægt þakklæti. Dýrmætt tæki- færi hefur sannarlega verið nýtt til þess að minna á og efla þann málstað, sem laðar fram það besta og göfug- asta í fari fólks. Sérstakar þakkir eru til sóknarnefnda, kórfólks og organ- ista og allra þeirra, sem lagt hafa á sig ómælda vinnu og þrotlaust starf til þess að gera hátíðarstundir allar sem ánægjulegastar og bestar úr garði. Alúðarþakkir eru hér fluttar landshátíðarnefnd, framkvæmda- stjóra, Júlíusi Hafstein, hátíðarnefnd á Austurlandi, ríkisstjórn, kirkju- stjórn, sveitarfélögum og öðrum þeim aðilum, sem liðsinnt hafa með styrkjum og hvatningu. Vor í Háteigskirkju ÞAÐ má með sanni segja að vorið sé komið í Háteigskirkju. Á morgun, sunnudag, tökum við í barnaguðs- þjónustunni á móti gestum. Sunnu- dagaskóli Laugarneskirkju kemur í heimsókn og því verður mikið líf og fjör í barnaguðsþjónustunni. Konni kemur í heimsókn og gott ef hann segir okkur ekki sögu af ormaveiðum því hann er víst orðinn þreyttur á fuglafóðrinu. Að lokinni messu eftir hádegi er aðalsafnaðarfundur. Við lítum til baka yfir farinn veg og horfum bjart- sýn til framtíðarinnar með hækkandi sólu. Þessi dagur er líka fyrsti far- dagur vorsins, því þennan dag kveðj- um við sr. Carlos A. Ferrer, en hann hefur verið settur prestur í Háteigskirkju í vetur í afleysingum fyrir sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Fjölmennum og látum blómin tala. Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi. Menn með markmið í Hafnarfjarðarkirkju SAMTÖKIN Menn með markmið taka þátt í fjölskyldumessu kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju nk. sunnudag. Þeir munu leiða messuna sem verður með léttu sniði með sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni sóknarpresti, annast lof- gjörð, leiða söng og bænir. Eftir messuna er boðið upp á létt- an hádegisverð í safnaðarheimilinu Strandbergi gegn vægu gjaldi. Menn með markmið eru samkirkjuleg mannræktarsamtök sem byggjast á biblíulegum grunni og miða að því að vekja kristna menn til vitundar og ábyrgðar um þjónustuhlutverki sitt gagnvart Kristi og kirkju hans. Það samræmist vel markmiðum þeirra að efna til fjölskylduguðsþjónustu, þar sem allir eru velkomnir. Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að fara eftir tólfsporakerfinu verður í Dómkirkj- unni í Reykjavík sunnudagskvöldið 22. apríl kl. 20.30. Þar eru allir vel- komnir til tilbeiðslu og æðruleysis. Lofgjörðina leiðir söngkonan lífs- glaða Anna Sigríður Helgadóttir við undirleik bræðranna Birgis og Harð- ar Bragasona. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leið- ir stundina og sr. Karl V. Matthías- son predikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir fyrirbæn. Jafnframt verður reynslusögu deilt með við- stöddum. Í lok stundarinnar verður fyrirbæn og smurning upp við altari Dómkirkjunnar. Æðruleysismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kemur og leitar af heiðarleika og einlægni eftir samfélagi við Guð og meðbræð- ur sína. Það sem einkennir messurn- ar er létt sveifla í helgri alvöru. Æðruleysismessur eru 21. aldar messur og það eru allir velkomnir. Sunnudagaskóli Laugarneskirkju heimsækir Háteigskirkju NÚ BREGÐUM við undir okkur betri fætinum á sunnudaginn, for- eldrar og börn í sunnudagaskóla Laugarneskirkju, og heimsækjum sunnudagaskólann í Háteigskirkju. Rúta fer frá safnaðarheimilinu kl. 10.45, einnig er frjálst að koma á einkabílum. Hrund Þórarinsdóttir djákni verður með í för ásamt hópi kennara og er þessi tilbreyting gerð í tilefni af fermingarmessu sem haldin verður í kirkjunni á sama tíma. Kvennakór Hafnarfjarðar í Kópavogskirkju. Það er fastur liður í helgihaldi Kópavogskirkju að kórar koma í heimsókn, taki þátt í almennum safn- aðarsöng og syngi sérstaklega að lok- inni prédikun. Nú á sunnudaginn kl. 14 kemur Kvennakór Hafnarfjarðar og syngur nokkur sálma/lög undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Kór Kópavogskirkju syngur einnig í guðsþjónustunni og leiðir safnaðar- söng undir stjórn Julians Hewlett organista. Einsöngvari er Halldór Björnsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Fermingarmessa Fermingarmessa var í Kópavogs- kirkju sumardaginn fyrsta, 19. apríl kl. 14. Prestur var sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vest- mannaeyjum, og organisti Örn Falkner. Fermdur var: Ásgeir Kristinsson Skólagerði 13 í Kópavogi. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23. Seljakirkja. Vorferð barnastarfsins kl. 11. Farið verður að Sólheimum í Grímsnesi. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Þriðjud: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. All- ir hjartanlega velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 Æfing hjá Litlum lærisveinum. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Hjálpræðisherinn. kl. 13 Laugar- dagsskóli. Lok kristni- hátíðar á Austurlandi KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.