Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 53
ÍSLENZKU keppendurnir á dansmótinu í Blackpool hafa staðið í stórræðum og er við ramman reip að draga því keppnin hefur sjaldan verið eins jöfn og sterk og nú. Á miðvikudag og fimmtudag voru „stóru keppnirnar“ svokölluðu fyrir eldri hópinn og er það yfirleitt hápunktur keppn- innar. Á miðvikudeginum keppti yngri hópurinn, 11 ára og yngri, í cha cha og gekk íslenzku keppend- unum prýðilega. Um 70 pör voru skráð til leiks, þar af 9 íslenzk. Átta íslenzku paranna fóru áfram í aðra umferð og 2 pör í þá þriðju sem jafnframt var 24 para undanúrslit. Það voru þau Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óladóttir og Fannar Helgi Rúnarsson og Edda Gísladóttir. Á miðvikudeginum er alltaf keppt í stóru sígil- dudansakeppninni. Skráð til leiks voru um 200 pör þar sem 11 voru íslenzk. Fimm þeirra komust í aðra umferð, þar sem um 100 pör voru, en þar við sat. Að sögn Köru Arngrímsdóttur var keppnin gríðarlega hörð, jöfn og spennandi. Ásta Sigvaldadóttir og danskur dansfélagi hennar náðu þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna á eftir ítölsku pari. Hópur 11 ára og yngri keppti í vínarvalsi á fimmtudaginn og voru 64 pör skráð í keppnina og áfram 9 pör frá Íslandi. Átta þeirra komust áfram í aðra umferð og í þá þriðju fóru 5 íslenzk pör, í 24 para undanúrslit. Þetta voru Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir, Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjónsdóttir og Arnar Darri Pétursson og Gunn- hildur Emilsdóttir og Að- alsteinn Kjartansson og Erla Björg Kristjánsdóttir og Haukur Freyr Haf- steinsson og Hanna Rún Óladóttir. Liðakeppni yngri kepp- enda fór einnig fram á fimmtudag og tóku lið frá 7 þjóðum þátt í keppninni. Lið Íslands hafnaði í 5.sæti að þessu sinni en sigurveg- arar voru lið Bretlands og Úkraínu. Er það í fyrsta skipti í sögu liðakeppn- innar að tvö lið eru jöfn í fyrsta sæti. 11 íslensk pör kepptu Fimmtudagurinn er einn- ig mjög stór dagur hjá eldri keppendunum. Þann dag er keppt í stóru suður- amerísku keppninni. Í keppnina voru skráð 205 pör, þar af 11 íslenzk. Það má til gamans geta að pör frá 26 þjóðum voru skráð til leiks í keppninni og hef- ur fjöldi þjóða aldrei verið meiri í sögu þessarar keppni sem spannar um 40 ár. Þrjú íslenzk pör fóru ásamt um 100 öðrum í aðra umferð og í þá þriðju, sem jafnfram var 48 para und- anúrslit, fóru Davíð Gill Jónsson og Helga Björns- dóttir, en þar við sat að þessu sinni. Ásta Sigvalda- dóttir og herrann hennar komust 24 para úrslit. Sig- urvegarar voru systkini frá Ítalíu, eins var parið sem vann til silfurverðlauna frá Ítalíu og Rússar í því þriðja. Köru fannst þessi úrslit mjög sanngjörn sem og nær öll úrslit þetta árið. „Dómgæslan hefur verið til fyrirmyndar að mínu mati og mun betri en mörg und- anfarin ár. Dómararnir hafa þó ekki verið öfunds- verðir af vinnu sinni því keppnin hefur oft á tíðum verið mjög hörð og jöfn og því úrslit á stundum mjög mismunandi milli dómara,“ sagði Kara að lokum. Blackpool. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir dansa tangó af innlifun. Fannar Helgi Rúnarsson og Edda Gísladóttir í suður-amerískri sveiflu. Jöfn og sterk keppni í dansinum í Blackpool FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 53 JÓHANN Vilhjálmsson byssusmið- ur hefur flutt verkstæði sitt og versl- un að Dunhaga 18 í Reykjavík, þar sem Skóstofan var áður til húsa. Jafnframt hefur hann tekið við vöðluviðgerðum og rekstri vöðlu- og stangarleigu þeirrar sem Skóstofan annaðist áður. Þá hefur heimasíða hans fengið nýja slóð sem er: http:// www.byssa.is. Jóhann mun eftir sem áður annast viðgerðir, breytingar og smíði á byssum. Auk þess selur hann ný og notuð skotvopn, skotfæri, fylgihluti og ýmislegt til skotíþrótta, skot- og stangveiða. Um þessar mundir eru fimm ár frá því Jóhann opnaði fyrirtæki sitt. Hann nam byssusmíði við ICET Leon Mignon-skóla byssusmiðanna í Liege, Belgíu og er félagi í BKS, félagi belgískra hnífasmiða. Hóf hann rekstur verkstæðis og verslun- ar að loknu námi. Í tilefni af flutningi fyrirtækisins og fimm ára afmælisins verður opið hús hjá Jóa byssusmið á sunnudag milli kl. 12 og 18 á Dunhaga 18. Verkstæði Jóa byssusmiðs flutt Morgunblaðið/RAX Labradortíkin Fluga fyrir utan nýtt aðsetur Jóa byssusmiðs. TÓNLISTARMAÐURINN Páll Óskar sér um tónlistina á Orminum, Egilsstöðum, laugardaginn 21. apríl en verður ekki í Sjallanum, Akureyri, eins og kom fram í blaðinu í gær. Páll Óskar á Egilsstöðum NÝR íslenskur myndabanki á Net- inu hefur nú tekið til starfa, www.nordicphotos.com, en slíkir myndabankar eru algengir erlendis og mikið notaðir af auglýsingastof- um og útgáfufyrirtækjum, sam- kvæmt því sem fram kemur í frétta- tilkynningu. „ 22 íslenskir ljósmyndarar hafa samið við Nordicphotos um að selja myndir sínar í gegnum myndabank- ann, en myndabankinn mun sérhæfa sig í myndefni frá Norðurlöndunum. Nú þegar eru yfir tvö þúsund mynd- ir í safninu, en í hverri viku bætast við hundruð mynda og samningar standa yfir við fleiri ljósmyndara, bæði hér heima og á hinum Norð- urlöndunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Öll afgreiðsla myndanna á nordicphotos.com er sjálfvirk, sem þýðir að hægt er að skipta við myndabankann á hvaða tíma sem er og sækja myndir í hágæða upplausn, tilbúnar til prentunar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til myndabankans um ákveðið mynd- efni eða ljósmyndara,“ segir í frétta- tilkynningunni. Hjá Nordicphotos starfa nú átta manns. Nýr íslenskur ljós- myndabanki á Netinu ÁLYKTUN um starfsumhverfi bíla- leiga var samþykkt á aðalfundi Sam- taka ferðaþjónustunnar nýverið. Þar segir meðal annars: Óhætt er að segja að sá skilningur sem stjórnvöld sýndu með lækkun vörugjalda hafi skipt miklu. Til þess að niðurfellingin nái tilgangi sínum þarf að stytta tímann sem hún gildir í að lágmarki 12 mánuði. Með því móti minnka álögur á endurkaupa- markaðinn og niðurfellingin nýtist fyrir þann flota sem einkum er ætl- aður ferðamönnum. Ljóst er að í samkeppni um erlenda ferðamenn ræður verð á þjónustu miklu í ákvörðun hans um áfangastað. Miklu máli skiptir að bílaleigubílar á Ís- landi séu á sambærilegu verði miðað við nágrannaþjóðir okkar. Til þess að svo megi verða þarf enn að bæta starfsumhverfi bílaleiga. Vilja bæta starfsumhverfi bílaleiga ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.