Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 57

Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 57 Bæjarstjórinn á Húsavík, Rein- hard Reynisson, skrifar grein í Fréttabréf stétt- arfélaganna í Þingeyjarsýslu 27. mars sl. um fyrirhugaða sam- einingu Skútu- staðahrepps, Reykjahrepps, Aðaldælahrepps, Húsavíkurkaup- staðar, Tjörnesshrepps, Kelduness- hrepps og Öxarfjarðarhrepps í eitt sveitarfélag. Það er ekki ætlun mín að fjalla sérstaklega um þessa grein bæj- arstjórans. Viðkomandi sveitar- stjórnir eru væntanlega búnar að kynna umbjóðendum sínum þessa fyrirhuguðu sameiningu. En mér finnst full ástæða til að vekja at- hygli á einni málsgrein eða hluta úr málsgrein í þessari ritgerð Rein- hards sem hljóðar svo: „Skipulag t.a.m. skólamála og ýmissa annarra þjónustuþátta mun óhjákvæmilega taka breytingum sem taka mið af breytingum á dreifingu íbúa innan svæðisins og bættra samgangna. Þessi mál eru þegar í ákveðinni deiglu, sem fá mun framgang að mestu óháð mörkum sveitarfélaga á svæðinu. Stækkun þeirra mun hins vegar gera það verkefni, að aðlaga skipulag þjónustunnar raunveruleg- um aðstæðum, auðveldara.“ Þó þessi málsgrein sé nokkuð óljós og klaufalega orðuð, sýnist mér augljóst hvað við er átt. Ef við lítum til dæmis á Aðaldalinn, Reykjahverfið og Tjörnesið þýðir þessi málsgrein það að grunnskóla- börn úr þessum hreppum verða flutt í skóla til Húsavíkur. Ef þessi skilningur er ekki réttur bið ég bæjarstjórann á Húsavík að leið- rétta það. En verði þetta gert er það reiðarslag fyrir aðstandendur Hafralækjarskóla og íbúa viðkom- andi hreppa. Það er því ekkert und- arlegt þó fólk kippist við og snúist gegn slíkri sameiningu. Verði Hafralækjarskóli lagður niður mun flest það fólk sem þar starfar flytjast burt úr sveitinni. Það myndi auk þess hafa truflandi áhrif á búsetu á þeim lögbýlum sem enn stunda hefðbundinn landbúnað svo jafnvel geti til auðnar leitt. Því er alveg ljóst að svona ráðstafanir eru mjög alvarlegt tilræði við byggðina í sveitunum sem stendur mjög höllum fæti eins og allir vita. Þetta sjá Aðaldælingar. Og mér finnst næstum alveg víst að Reyk- hverfingar og Tjörnesingar sjái þetta líka og þeir séu einnig and- vígir þessari fyrirhugaðri samein- ingu. Mín skoðun er því sú að það verði að fella þessa umræddu til- lögu í hreppunum þremur, Aðal- dælahreppi, Reykjahreppi og Tjör- neshreppi, í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu 3. nóvember. Við megum ekki gleyma Reyk- dælahreppnum. Skömmu fyrir alda- mótin 1900 voru Aðaldalur og Reykjadalur eitt sveitarfélag, en síðan var því skipt í tvö sveitar- félög. Ef um það næðist samkomu- lag að Reykdælahreppur samein- aðist hreppunum þremur sem aðild eiga að Hafralækjarskóla myndi hagur skólans vænkast stórlega og hrepparnir fjórir njóta góðs af. Þessi möguleiki virðist því miður ekki hafa verið tekinn til alvar- legrar umræðu í sameiningarnefnd- inni. Ég hefi ekki komið auga á að sameining sveitahreppa við bæjar- félög þéttbýlisins hafi yfirleitt skil- að árangri. Það sígur stöðugt á ógæfuhliðina á næstum allri lands- byggðinni. Þar fækkar fólki stöðugt en fjölgar ógnvænlega á Reykjavík- ursvæðinu. Ég tel að það sé mikið heilbrigð- ari og réttlátari lausn að sameina hreppa í sveitunum sérstaklega og styrkja þannig strjálbýlið. Það kemur bæjarfélögunum til góða líka. Stuðningurinn verður gagn- kvæmur. Ef bæjarfélögin leggja undir sig sveitirnar verða ráðin tekin af þeim að miklu leyti. Á því er enginn efi. Verði sameining þessara sjö sveit- arfélaga samþykkt verða gerð mikil mistök sem ekki sér fyrir endann á. Sökum þess hvet ég íbúa Aðaldæla- hrepps, Reykjahrepps og Tjörness- hrepps til að fella þessa sameining- artillögu í væntanlegri atkvæða- greiðslu 3. nóvember í haust. FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, Sandi, Aðaldal. Óviðunandi sameining Frá Friðjóni Guðmundssyni: Friðjón Guðmundsson ÞÁ ER nú öryrkjamálunum lokið í bili, og manni skilst að útkoman sé til verulegra hagsbóta fyrir nokkur hundruð þeirra sem skárri höfðu fjárhagsstöðuna, en meirihlutinn, þeir sem minnst höfðu, hafi lítið eða ekkert borið úr býtum. Segir það ekki okkur að barátta forystu öryrkjanna hafi á vissan hátt snúist upp í andhverfu sína, og er það miður. Þetta leiðir hugann að annarri baráttu, baráttu forustu eldri borgara fyrir bættum kjörum. Þar hefir undanfarið borið mest á kröfunni um að hluti lífeyris- sjóðsgreiðslna þeirra verði skatt- lagður sem fjármagnstekjur. Þetta geur víst ekki talist óeðli- legt þar sem umræddur hluti er vextir af framlagi viðkomandi í sjóðinn. En færi svo ólíklega að ríkisstjórnin sýndi lit á að verða við þessum kröfum, hverjir hefðu mestan hag af því? Yrðu það þeir sem mest þyrftu þess með? Nei, heldur fyrrverandi bankastjórar, forstjórar, þingmenn og ráð- herrar, embættismenn, læknar og aðrir hálaunamenn, sumir með margfaldan lífeyri sem skiftir hundruðum þúsunda. Meirihlut- inn, með e.t.v. nokkur þúsund upp í nokkra tugi þúsunda myndi ekki ríða feitum hesti frá þeim stalli. En sá alltof stóri hópur þeirra sem enga lífeyrissjóði eiga, myndi ekkert bera úr být- um! Sá hópur er að vísu ekki til eftir því sem fjarmálasnillingur- inn og kjaftaskurinn Pétur Blön- dal hefur fullyrt frammi fyrir al- þjóð. Fyrir þennan hóp dugir ekkert nema veruleg hækkun á öllum liðum lífeyrisins, grunnlíf- eyri, tekjutryggingu og heimilis- uppbótunum, og tenging við launavísitölu, að ógleymdri hækkun skattleysismarka. Það verður að vera baráttumál for- ystumanna okkar númer eitt, tvö og þrjú. Trúlega gengi sú hækk- un yfir alla línuna, en stóri bróð- ir, skatturinn og TR, myndi taka kúfinn af hjá þeim sem hefðu minni þörfina. Mér dettur ekki í hug að for- ystumenn okkar hafi ekki barist fyrir hag þessa hóps, þeir hafa ítrekað reynt að ná eyrum ráð- herra með litlum árangri. For- ætisráðherra kom eitt sinn fram í sjónvarpi og lýsti því yfir að eitt- hvað þyrfti að gera fyrir aldraða og kvaðst myndu skipa samráðs- hóp. Hann var stofnaður en lítið mun hafa farið fyrir fundahöldum og heyrst hefir að það sé öm- urlegt samráð, og reynist þannig að stjórnarliðar hlusti á fulltrúa aldraðra en virðist staðráðnir í að hafa að engu tilmæli þeirra. Nýlega lýsti formaður Fram- sóknarflokksins yfir að nú ætti að endurskipuleggja málefni ellilíf- eyrisþega, þá ætti eitthvað að gerast þegar formenn beggja stjórnarflokkanna taka til hend- inni. Og nú kom í fréttum af fundi í fyrrnefndri samráðsnefnd að öryrkjadómurinn gildi fyrir ellilífeyrsþega, svo nokkur hundruð aldraðra, líklega ekki mjög illa stæð, fái verulega leið- réttingu sinna mála eins og hjá öryrkjum. Það kostar víst ríkið ekki nema nokkur hundruð millj- ónir. Formaður FEB var ánægður með áfangann og vonast eftir að ná fram verulegum hækkunum á ellilífeyrinum. Ég óska honum innilega góðs gengis í þeirri bar- áttu en baráttulaust næst ekkert á þeim vettvangi. Þar er um stærri hóp að ræða, og má minna á að þegar við fengum í apríl á sl. ári hækkun um 0,87%, kr. 411 á mán. út árið, kostaði það ríkið fyrir hátt í 25 þús. einstaklinga nálægt 85 milljónum, eða álíka upphæð og nokkrir ráðamenn FBA-bankans skömmtuðu sér. Á sama tíma hækkuðu lágmakslaun um 8,9% sem hefði gert um kr. 4.220 hækkun fyrir okkur ef við hefðum notið sömu prósentu. Það myndi hafa gert nálægt 1.200 milljónir á ári, sem ekki hefði allt skilað sér í vasa okkar, stóri bróðir hefði hirt sinn hluta. Í samningunum á sl. ári var samið um samtals 27,2% hækkun á lægstu laun til 1. jan 2003. Okkur átti hinsvegar að skammta á sama tíma 12,8% sem varð í meðförunum 9,17%. Við hljótum því að fara fram á allt að 30% hækkun á okkar bótum á næstu þrem árum til að bæta upp það óréttlæti sem við höfum mátt þola af hendi stjórnvalda und- anfarin ár. Það er einlæg ósk mín til ís- lensku þjóðarinnar að ráðamenn hennar, ráðherrar og alþingis- menn sýni þann manndóm og félagslegan þroska að búa öldr- uðum mannsæmandi lífsviður- væri. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, ellilífeyrisþegi. Hugleiðingar um lífeyrismál Frá Þóri Guðmundssyni: Bókasamband Íslands, ásamt aðildarsamtök- um, stendur fyr- ir Viku bókar- innar 17.-23. apríl. Hámarki nær þessi vika með sjálfum Degi bókarinnar á afmælisdegi Nóbelsskáldsins okkar, 23. apríl. Tilgangur Viku bókarinnar er að vekja og viðhalda almennum áhuga á bókum og draga athygli fólks að þeirri blómlegu starfsemi sem býr að baki bókagerð í landinu. Vika bókarinnar er gott tækifæri til þess að gefa sjálfum sér og öðrum góða bók. Bækur eru í flóknu samspili við aðra miðla. Sumir hafa áhyggjur af því að bækur lúti jafnt og þétt í lægra haldi fyrir t.d. sjónvarpi, tölvum og nú síðast jafnvel GSM- símum(!). Aðrir nefna að nýju miðlarnir geri kröfu um góðan les- skilning eigi þeir að nýtast. Þeir þjálfi þess vegna ungt fólk til lestr- ar sem aftur auðveldi því að setj- ast niður með bók og lesa sér til ánægju. Hvað sem hæft er í þessari um- ræðu má telja víst að það sé til góða að draga athyglina sérstak- lega að bókinni sem slíkri einu sinni á ári. Ávinningurinn er mjög marga: höfunda, bókagerðar- manna, prentsmiðja og ekki síst lesenda. Það þarf ekki mörg orð til þess að benda á sérstöðu Íslendinga og bóka. Saga bókmennta, ritunar og prentunar er óvíða lengri og sam- felldari en hér á landi. Þeim sem nú lifa ber því skylda til þess að framlengja þessa sögu, ekki sem fornminjar á stalli heldur sem lif- andi þátt í síkvikri menningar- og atvinnusköpun. Það er umhugsunarvert hve list- ir og einstakar atvinnugreinar virðast hafa dafnað af miklum þrótti með íslenska rithefð að bak- hjarli. Auk ritstarfa og bókagerðar eru ólík fyrirbrigði eins og kvik- myndir og upplýsingatækni nefnd í þessu samhengi. Það er ekki auð- velt að sýna fram á bein tengsl lesturs bókmennta og t.d. vaxtar í hugbúnaðargerð. Hins vegar er ljóst að mikill áhugi og góður ár- angur á þessum sviðum á sér for- sendur í íslensku starfsumhverfi og íslenskri menningu, þ.m.t. ís- lenskri bókmenningu. Nú eins og endranær verður margt um dýrðir í Viku bókarinn- ar. Tugir viðburða eiga sér stað með þátttöku hundraða lista- manna. Bókmenntirnar smeygja sér víða, jafnvel inn í laugar lands- ins. Ástæða er til að hvetja lands- menn til að líta í dagskrána, en hún verður m.a. auglýst í Bókatíð- indum 2001 sem dreift var með Morgunblaðinu 11. apríl. Stjórn Bókasambandsins er skipuð fulltrúum frá þeim samtök- um og félögum sem eiga hagsmuna að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu. Þau eru: Rithöfunda- samband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Samtök iðnaðarins, Félag bókagerðarmanna, Samtök gagnrýnenda, Bókavarðafélag Ís- lands, Hagþenkir og Félag ís- lenskra bóka- og Ritfangaverslana. INGI BOGI BOGASON, fulltrúi í stjórn Bókasambands Íslands. Bókum Bókavikuna Frá Inga Boga Bogasyni: Ingi Bogi Bogason    Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 554 7300, (við hliðina á Sparisjóði Kópavogs). Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA *MOIST* rakakremið byggir upp, styrkir og nærir húðina. Þú ert örugg með BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.