Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 2

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA gengisþróunar krónunnar hefur hluti innlendrar fjármögnunar í Reyðarálsverkefninu hækkað úr um 18 milljörðum í 20 milljarða króna. Á hinn bóginn lækkar innlendi kostnaðarhlutinn í byggingu álversins og rekstrarkostnaði. Geir Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyðaráls, seg- ir að gengisþróun íslensku krónunnar hafi rennt styrkari stoðum undir verkefnið. Hann segir að nú sé unnið hörðum höndum að undirbúningi verkefnisins. „Menn væru ekki að vinna að verkefninu af þetta miklum krafti nema þeir hefðu trú á því að það gengi upp.“ Dresdner Bank í Þýskalandi er fjármálalegur ráðgjafi Reyðaráls. Bankinn hefur m.a. það hlut- verk að meta það hvort hægt væri að fjármagna verkefnið með svokallaðri verkefnafjármögnun. Niðurstaðan er jákvæð um það og segir Geir að almennt sé athugun bankans mjög jákvæð í garð verkefnisins. „Þetta er arðbært verkefni og það á að vera hægt að fjármagna það með verkefna- fjármögnun. Samkeppnisstaðan er góð og full- nægir þeim kröfum sem gerðar er á því sviði og hefur mikið þol gagnvart sveiflum í álverði,“ segir Geir. Heildarkostnaður við verkefnið, með virkjun- inni, er af stærðargráðunni 200 milljarðar króna. Ráðgert er að Íslendingar hafi meirihlutaaðstöðu í verkefninu og þurfa íslenskir fjárfestar að leggja fram um 20 milljarða króna í verksmiðj- una. Þar er litið einkum til stærri fjárfesta á Ís- landi, þ.e. lífeyrissjóða og annarra stórra fjár- festa. „Það hefur verið unnið að því undanfarnar vik- ur og verður áfram unnið að því næstu vikur að ná saman um það fjármagn sem þarf til af hálfu Íslendinga til að þeir verði leiðandi aðilar í verk- efninu.“ Hagsmunir Reyðaráls að Landsvirkjun hafi arð af orkuframleiðslunni Geir segir að gengisþróunin á Íslandi undan- farnar vikur hafi fremur rennt stoðum undir Reyðarálsverkefnið en dregið úr líkum á því að því verði hrundið í framkvæmd. Með gengislækk- un krónunnar lækkar innlendi kostnaðurinn af verkefninu, sem er 15-20%, að því gefnu að ekki komi til sambærilegar hækkanir á móti. Íslenski hlutinn í rekstrarkostnaði er ráðgerður um 15% og hann lækkar sömuleiðis. Á hinn bóginn hefur gengislækkunin þau áhrif að íslensku fjárfest- arnir þurfa að leggja fram meira fjármagn. Ís- lenski hlutinn í fjármögnuninni er miðaður við 200 milljónir dollara sem fyrir áramót samsvaraði um 18 milljörðum króna en er nú orðinn 20 millj- arðar. Kostnaðarhluti Íslendinga hefur því hækk- að um 10% á þessum tíma. Viðræður hafa verið um orkuverð og segir Geir að þær séu nokkuð langt komnar. „Báðir aðilar hafa sett fram sínar hugmyndir og menn telja að hægt sé að ná þeim hluta málsins saman. For- senda fyrir verkefninu er hagstætt orkuverð á Ís- landi. Við viljum hafa sem lægst orkuverð en við höfum jafnmikla hagsmuni af því og aðrir að Landsvirkjun hafi eðlilegan hagnað af orkufram- leiðslunni því annars kemur málið í bakið á okkur innan fáeinna ára. Komi í ljós að orkuverð hefur verið of lágt verða samningarnir teknir upp og samið um orkuverðið á ný. Við treystum því að hægt sé að framleiða orku á Íslandi á samkeppn- ishæfu verði og við höfum hagsmuni af því að Landsvirkjun hafi arð af sinni framleiðslu,“ segir Geir. Geir segir að áætlanir Reyðaráls miðist við það að tekin verði ákvörðun í byrjun næsta árs. Til þess að svo geti orðið þurfi að komast gangur í marga þætti málsins á næstu vikum og mánuðum. Málið þurfi því að liggja mjög vel fyrir í haust. Gangi allt eftir hefjast virkjanaframkvæmdir strax á næsta ári. Þeim yrði haldið áfram til árs- ins 2006 en framkvæmdir í tengslum við álverið yrðu bundnar við hafnargerð og lóðaframkvæmd- ir á árinu 2003. Bygging sjálfrar verksmiðjunnar hæfist ekki fyrr en 2004 og næði mannaflaþörfin hámarki 2005. „Áætlanir um Norðurál miðast við það að fyrst yrði að komast að niðurstöðu um Norðlingaöldu sem hugsanlega gæti legið fyrir fyrri hluta næsta árs. Virkjunarframkvæmdum gæti verið lokið á árinu 2004. Þessi tvö verkefni ættu því að geta farið þokkalega vel saman. Það getur orðið þensla á vinnumarkaði á árinu 2004 en viðgengist hefur að leysa mesta toppinn með erlendu vinnuafli,“ segir Geir. Reyðarálsverkefnið kynnt norskum fjölmiðlum Gengisþróunin rennir stoðum undir verkefnið ÞAÐ VAR mikið fjör á leikskól- anum Hjalla í Hafnarfirði í gær, en þar komu foreldrar og börn saman og gerðu sér glaðan dag. Þessi ungi maður vildi sýna gestum getu sína til að klifra upp á kofaþak. Morgunblaðið/Kristinn Fjör á Hjalla ÁRANGURSLAUSUM sáttafundi í sjómannadeilunni var slitið um kl. 13.30 í gær eftir rúmlega tveggja stunda viðræður. Ekkert nýtt kom fram á fundinum sem gat leitt til árangurs að sögn Þóris Einarssonar sáttasemjara. Boðað er til næsta fundar á mánudag kl. 10 en þá eiga niðurstöður úr atkvæðagreiðslu vél- stjóra um nýgerðan samning að liggja fyrir. „Útlitið er mjög dökkt. Það hefur ekki batnað á neinn hátt. Þetta er erfiðara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Þórir Einarsson sáttasemjari í sam- tali við Morgunblaðið. Verkfall sjó- manna hefur nú staðið í sex vikur og er það lengsta til þessa. Sáttasemjari sleit fundi sjómanna „Erfiðara en nokkru sinni fyrr“ SÁÁ-álfurinn er seldur í mörgum útgáfum í ár en ekki aðeins skjannahvítum eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Að sögn Guðmundar Arnar Jóhannssonar, sölustjóra álfasölunnar 2001, hafa verið brögð að því að fólk hafi talið að sölumenn væru að svindla á kaupendum með því að selja gaml- ar útgáfur álfsins en svo er ekki því sakir mikillar sölu varð að grípa til eldri birgða. Gömlu álf- arnir eru því seldir með fullri vit- und SÁÁ og eru jafngildir hvítu álfunum. Álfurinn seldur í mörg- um litum TRÚNAÐARMAÐUR frá Rafiðn- aðarsambandi Íslands ásamt fulltrúa frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands lokuðu sl. fimmtudag vinnubúðum sem íslenskir starfsmenn hjá Gen- eral Electric, sem starfa við upp- setningu á búnaði í Vatnsfellsvirkj- un, hafa til afnota. Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ, segir að aðbúnaðurinn hafi verið fyrir neðan allar hellur. Í búðunum var ekki sal- erni eða önnur hreinlætisaðstaða og lélegt mötuneyti. Að sögn Guðmund- ar hafði þess verið farið á leit við General Electric að aðstaðan yrði bætt en það hefði verið árangurs- laust. Því hefði verið gripið til þess- ara aðgerða. Vinnubúð- um lokað í Vatnsfelli FÉLAGI íslenskra stórkaupmanna hefur verið veittur frestur til þess að taka afstöðu til breytinga á launalið kjarasamnings við Rafiðn- aðarsamband Íslands. Endurskoð- unarnefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að bæta þyrfti launahækkanir með því að hækka orlofs- og desemberupp- bót um 16.400 kr. á þessu ári. FÍS vildi hins vegar ekki setja endurskoðunarákvæði inn í kjara- samning sinn þar sem þeir eru ekki aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Féllst Rafiðnaðarsambandið á það en samkomulag um sams konar ákvæði var handsalað í votta við- urvist hjá ríkissáttasemjara, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins. FÍS telur sig nú óbundið af sam- komulaginu. Fundur var haldinn um þetta mál hjá Ríkissáttasemj- ara sl. föstudag og þar var FÍS veittur frestur til að taka afstöðu í málinu. Guðmundur segir að Raf- iðnaðarsambandið líti svo á að fall- ist FÍS ekki á breytinguna í næstu viku hafi launalið kjarasamnings- ins verið sagt upp. Um 200 félagar í Rafiðnaðarsambandinu semja við FÍS. RSÍ segir samninga losna RSÍ og FÍS deila um samningsforsendur GUÐJÓN Guðmundsson, varafor- maður forsætisnefndar, segist hafa lagt það til að Alþingi ráði sérfræð- ing til að hafa eftirlit með fyrirhugð- um byggingaframkvæmdum þings- ins, en samkvæmt lögum er það hlutverk Framkvæmdasýslu ríkis- ins. „Við verðum sjálfir með mann sem kann til verka og verður hann okkar trúnaðarmaður í framkvæmd- inni og heldur um spilin af okkar hálfu. Mér sýnist ekki vanþörf á því.“ Í síðustu viku var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmdir við skrifstofur Alþing- is í Austurstræti 8–10 og 10A. Þar kemur fram að framkvæmdirnar sem samkvæmt áætlun áttu að kosta 133 milljónir kostuðu 250 milljónir. Guðjón segir að forsætisnefnd hafi fjallað um málið en hefur ekki lokið umfjöllun um skýrsluna. Aðspurður um þau orð Óskars Valdimarssonar, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkis- ins, að Alþingi hafi vitað að kostn- aðaráætlun vegna framkvæmdanna hafi verið unnin á handahlaupum og segir Guðjón ljóst að Alþingi hafi enga sérþekkingu á þessum málum og verði að treysta á þar til bærar ríkisstofnanir. „Því miður er þetta ekki eina dæmið um að verk hafi far- ið úr böndunum og ég held að stjórn- völd verði að íhuga það vandlega hvernig eigi að standa að slíkum málum,“ segir Guðjón. Greinilegt sé að eitthvað mikið sé að vinnubrögð- um hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Framkvæmdasýsla ríkisins mælti með að tilboði leigusalans um að Al- þingi tæki að sér innréttingar í stað 30 milljóna króna greiðslu yrði tekið. Kostnaður vegna þessa hluta inn- réttinganna varð hins vegar um 95 milljónir. Óskar sagði í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag að samn- ingurinn hefði verið hagstæður en Alþingi hefði hins vegar óskað eftir því að önnur og dýrari efni yrðu not- uð við innréttingarnar. Guðjón seg- ist ekki þekkja málið til hlítar en efast um að framkvæmdin hafi orðið þrefalt dýrari vegna dýrari efna. Óskar sagði einnig að verkið hefði ekki verið boðið út þar sem höfund- arlög og byggingarlög stönguðust á við lög um opinberar framkvæmdir og sagði Guðjón að það væri eitthvað sem menn hlytu að skoða. Guðjón Guðmundsson, varaforseti Alþingis Alþingi ráði sérfræð- ing til eftirlits SAMTÖK atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu draga í efa að þau viðurlög sem heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur hefur ákveðið við brotum á reglum um sölu tób- aks standist lög. Lögð var fram til- laga í nefndinni um að draga til baka ákvarðanir um viðurlög, en því var hafnað. Hins vegar var sam- þykkt að leita álits borgarlög- manns. Heilbrigðisnefnd hafa borist staðfestar kvartanir um ólögmæta sölu á tóbaki til barna undir lög- aldri. Til að bregðast við þessu samþykkti nefndin 5. apríl að beita sölubúðir þvingunaraðgerðum sem geta við ítrekuð brot endað með sviptingu leyfis til að selja tóbak. Draga í efa lögmæti viðurlaga ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.