Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Réttindaskrá Evrópusambandsins Gæti reynzt Ís- landi gagnleg Í TILEFNI af Evrópu-deginum 9. maí mun ámorgun, mánudaginn 14. maí kl. 16, verða fluttur svokallaður Schuman-fyr- irlestur í Hátíðasal Há- skóla Íslands og málþing í framhaldi af honum. Er umfjöllunarefnið svonefnd Réttindaskrá Evrópusam- bandsins, sem samþykkt var á leiðtogafundi ESB í Nice í desember síðastliðn- um. Schuman-fyrirlesturinn, sem nú er efnt til hér á landi annað árið í röð, er haldinn í boði Háskóla Ís- lands og framkvæmda- stjórnar Evrópusam- bandsins, með aðstoð sænsku ESB-formennsk- unnar, en málþingið er skipulagt í samstarfi við stjórn- málafræðiskor HÍ, Félag stjórn- málafræðinga og Mannréttinda- skrifstofu Íslands. Fyrirlesturinn verður á ensku en málþingið á ís- lenzku. Schuman-fyrirlesturinn flytur í þetta sinn Daniel Tarschys, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Evr- ópuráðsins, en hann átti fyrir hönd Svíþjóðar sæti í hinni sér- skipuðu nefnd, sem samdi Rétt- indaskrá ESB. Yfirskrift fyrir- lestrarins er „Towards a Europe of Common Values: The EU Charter of Fundamental Rights in Perspective“. Tarschys, sem nú starfar sem prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi, svarar því fyrst hvaða tökum hann hygð- ist taka viðfangsefnið í fyrirlestr- inum. „Ég byrja á að lýsa því hvernig ESB stendur sig í að vernda mannréttindi almennt, en þar sem ég gegndi um fimm ára skeið starfi framkvæmdastjóra Evrópu- ráðsins mun ég einnig tæpa á því sem það leggur til mannréttinda- mála í Evrópu. Hafa ber í huga, að Evrópuráðið er mun eldri stofnun en ESB og hefur frá upphafi sér- staklega haft það hlutverk að gæta mannréttinda. ESB fór ekki að ætla sér hlutverk á þessu sviði fyrr en á allrasíðustu árum. Ég mun því bera saman feril beggja stofnana í þessum málum og hvað varðar ESB mun ég sérstaklega beina sjónum að þessu nýja plaggi, Réttindaskránni,“ segir Tarschys. „Ég mun lýsa því hvernig þessi nefnd varð til [sem samdi Réttindaskrá ESB], hvað þar var rætt og hvers konar hlut- verk er hægt að sjá fyrir sér að Evrópusambandið eigi sér í fram- tíðinni í að gæta sameiginlegra gilda Evrópubúa.“ – Ertu sjálfur sáttur við niður- stöðuna? „Að mínu mati er niðurstaðan ágæt. Ýmis konar gagnrýni hefur komið fram á hana, svo sem að sumt vanti í hana eða sé ekki gert hæfilega hátt undir höfði, og svo hefur sú pólitíska krafa líka heyrzt að Réttindaskráin ætti að vera lagalega bind- andi í stað þess að vera aðeins pólitísk yfirlýs- ing. Þessi umræða um stöðu skrárinnar held- ur áfram. Svo kann að fara að þetta verði lagalega bind- andi texti sem gerður verði að hluta framtíðarstjórnarskrár Evr- ópu, eða verði aldrei meira en póli- tísk yfirlýsing. Hver sem úrslitin verða mun skráin að mínu mati tvímælalaust hafa töluverð áhrif, jafnvel þótt síðarnefndi kosturinn verði ofaná. Nú þegar er þónokk- uð um að vísað sé til hennar í póli- tískri en einnig lagalegri umræðu innan ESB.“ – Höfðu norrænu fulltrúarnir sem þátt tóku í að semja Réttinda- skrána samstiga stefnu? „Meira eða minna, já. Sérstak- lega gegndu Finnar mikilvægu hlutverki, þar sem þeir gegndu formennskunni í ESB þegar hafizt var handa við að semja skrána árið 1999. Finnskur þingmaður, Gunn- ar Jonsson frá Álandseyjum, var varaforseti nefndarinnar. Ég tel að norrænu fulltrúarnir hafi verið að flestu leyti samstiga.“ – Í fréttaflutningi af starfi nefndarinnar hefur verið sagt að í megindráttum hafi þrenns konar sjónarmið tekizt á; Þjóðverjar (og fleiri) hafi viljað að textinn yrði lagalega bindandi en að hann inni- héldi engin svokölluð félagsleg réttindi, Frakkar og Suður-Evr- ópuþjóðirnar hafi viljað hafa öll slík réttindi inni í bindandi texta og Bretar hafi viljað hafa sem minnst í skránni og að hún yrði ekki bindandi. Er þessi lýsing nærri lagi? „Þetta er allmikil einföldun, en er í aðalatriðum þó rétt. (...) Nið- urstaðan varð málamiðlun, þar sem sum félagsleg réttindi voru innifalin en önnur ekki.“ – Geta Evrópulönd utan ESB lært eitthvað af Réttindaskránni? „Ég tel að skráin geti einnig verið löndum utan ESB gagnleg. En Ísland er hvort eð er að svo miklu leyti hluti af fjölskyldunni – sem aðildarríki Evrópska efna- hagssvæðisins og mjög virkt þátt- tökuríki í Evrópu- ráðinu – að Ísland hefur þegar tengzt mannrétt- indagæzlu í Evrópu traustum böndum. Réttindaskráin bætir að vísu litlu við það sem þau ríki hafa skrifað uppá sem lög- leitt hafa Mannréttindasáttmála Evrópu, en ég tel að Ísland geti samt dregið athyglisverða lær- dóma af Réttindaskránni. Al- mennt séð tel ég ekki að það verði heldur í framtíðinni neinn klofn- ingur hvað varðar mannréttinda- skuldbindingar milli aðildarríkja ESB og annarra Evrópuríkja.“ Daniel Tarschys  Daniel Tarschys er fæddur 1943. Hann nam lögfræði og heimspeki og lauk doktorsgráðu í heimspeki 1972. Hann sat á sænska þinginu fyrir Þjóð- arflokkinn (Folkpartiet liberal- erna) 1979-1994, var síðan fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins 1994-1999 og starfar nú sem pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skólann í Stokkhólmi. Hann sat sem fulltrúi Svíþjóðar í hinni sér- skipuðu nefnd sem samdi Rétt- indaskrá Evrópusambandsins. Hvert er hlut- verk ESB við að gæta evr- ópskra gilda? Stjórn og stjórnarandstöðu greinir á um hvort það verði brot- eða snertilending. En flest- um spámönnum ber þó saman um að afmælisbarnið muni allavega sjást frá jörðu. EKKI er marktækur munur á þeim sem telja klám vandamál á Íslandi og þeim sem telja það ekki vandamál, samkvæmt könn- un sem PricewaterhouseCoopers gerði. Rúmlega 47% þeirra sem tóku afstöðu telja klám vandamál á móti tæplega 53% sem telja það ekki vandamál. Ólík afstaða eftir aldri Mikill munur er á kynjunum, mun fleiri konur en karlar telja klám vandamál eða rúmlega 61% á móti 33% karla. Með hækkandi aldri fjölgar þeim einnig mjög sem telja klám vandamál, í yngsta aldurshópn- um 18-29 ára telja rúmlega 32% klám vandamál á móti tæplega 63% fólks í aldurshópnum 50-75 ára. PricewaterhouseCoopers segir að áberandi sé hve hversu fáir karlar í öllum aldurshópum telja klám vandamál, borið saman við konur. Aðeins 17% karla á aldr- inum 18-29 ára telji klám vanda- mál á móti tæpum helmingi kvenna á sama aldri. Marktækt fleiri íbúar á lands- byggðinni telja klám vandamál en íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 52% á móti tæpum 44%. Með hækkandi tekjum fækkar þeim nokkuð sem telja klám vandamál. Tæplega 58% lágtekjufólks teljaklám vanda- mál á móti rúmlega 40% hátekju- fólks. Mun fleiri konur en karlar telja klám vera vandamál Könnun á afstöðu til kláms NORSKI pólfarinn Børge Ousland er á lokasprettinum í leiðangri sínum þvert yfir Norður-Íshafið. Leiðin er alls 1.720 km löng og á hann nú um 250 km eftir að Ward Hunt-eyju í Kanada. Hann nálgast því takmark sitt að verða fyrstur manna í heim- inum til að ganga einsamall frá Sí- beríu yfir norðupólinn til Kanada. Leiðangur Ouslands hófst 3. mars við Arctichesky-höfða í Síberíu og útbjó hann sig með nesti til 90 daga sem myndi ganga til þurrðar nema honum tækist að ganga að minnsta kosti 19 km á dag. Honum hefur hins vegar tekist að ganga 21 km að með- altali á dag í ferðinni og náði því ótrúlega marki að ganga 72 km á verkalýðsdaginn. Síðastliðinn mið- vikudag brotnaði vakaís undan Ousl- and og tókst honum með naumindum að bjarga sér upp úr vökinni. Um þessar mundir er frost á bilinu 5-10 stig og ekki hægt að treysta vakaísn- um. Á leið sinni hefur Ousland safn- að upplýsingum fyrir norsku Heim- skautastofnunina. Ousland nálgast Ward- Unt-eyju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.