Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 23
Þórhall, Magnús frá Mel og Stefán
Hilmarsson,“ sagði hann. „Fyrst
sem starfsmannastjóri og forstöðu-
maður stofnlánadeildar og síðar
sem bankastjóri. Magnús féll frá
langt um aldur fram og þá vorum
við þrír jafnsettir, Stefán, Jón
Adolf Guðjónsson og ég, en við Jón
Adolf höfum starfað nánast jafn-
lengi sem bankastjórar. Síðar kom
Sólon R. Sigurðsson inn þegar
Stefán Hilmarsson lét af störfum í
árslok 1989. Með lagabreytingu ár-
ið 1997, þegar bankanum var
breytt í hlutafélag, var sú breyting
gerð að ég varð aðalbankastjóri og
tók við því starfi í ársbyrjun 1998.
Samstarfið hefur gengið mjög vel
og hef ég kappkostað að rödd
bankans væri einróma út á við. Það
er afar mikilvægt þegar um sam-
starf er að ræða að mismunandi
áherslum sé haldið innan dyra en
ekki utan.“
Eitt fjölmennasta hlutafélagið
Stefán sagði að á margan hátt
hafi það haft breytingar í för með
sér þegar ríkið ákvað að selja hlut
í bankanum og gera hann að hluta-
félagi.
„Bankinn er kominn á verð-
bréfaþing og það er skylda að til-
kynna um afkomu hans eigi sjaldn-
ar en á hálfs árs fresti en ákveðið
var að tilkynna verðbréfaþingi á
þriggja mánaða fresti,“ sagði Stef-
án. „Auðvitað breytir það miklu að
eigendum hefur fjölgað. Þegar
bankinn var boðinn út var feikilega
mikill áhugi meðal almennings á að
eignast hlut í honum. Það var sett
met í ásókn í hlutabréf í bank-
anum. Þannig að það voru 93 þús-
und Íslendingar, sem skrifuðu sig
fyrir hlut og í dag eru eigendur
tæplega 30 þúsund. Þar með held
ég að bankinn sé eitt fjölmennasta
hlutafélag landsins ef ekki það fjöl-
mennasta. Ég held að við höfum
sannað það í bankanum að við vor-
um tilbúnir til að gera nauðsyn-
legar breytingar og að bankinn
hafi aðlagað sig fljótt þeim breyttu
viðhorfum sem hafa orðið.“
Stefán viðurkennir að hann hafi
starfað á miklum umbrotatímum.
„Án þess að ég vilji fara að tala
um sérstök efnisatriði má þó benda
á að meðan bankinn starfaði undir
fyrri lögum þurfti að gera banka-
stjórn Seðlabankans grein fyrir
rekstri bankans. Nú þurfum við að
gera Verðbréfaþingi og þar með
almenningi grein fyrir rekstrin-
um,“ sagði hann. „Það má segja að
þetta sé kerfisbreyting en ekki
mikil breyting á starfseminni. Við
höfum alla tíð kappkostað að reka
bankann á eins hagkvæman hátt
og við höfum talið að unnt væri.“
Í dag rekur bankinn 36 starfs-
stöðvar um allt land og sagði Stef-
án að þær skiluðu allar framlegð.
„Starfsmenn bankans eru 680 og
þeim hefur ekki fækkað á und-
anförnum árum,“ sagði hann. „Við
höfum farið í gegnum reksturinn
reglulega og segja má að umsvifin
hafi tvöfaldast á síðustu fjórum ár-
um án þess að starfsmönnum hafi
verið fjölgað. Þetta hefur verið
gert með mikilli hagræðingu. Eina
aukningin sem hefur átt sér stað
sl. fjögur ár má segja að sé upp-
bygging á verðbréfasviði.“
Vaxtarverkjum lokið
Stefán sagðist ekki vilja víkjast
undan að svara þeirri gagnrýni
sem uppi hefur verið á verðbréfa-
svið bankans.
„Verðbréfasviðið er byggt upp á
miklum uppgangstímum og það
getur vel verið að fullhratt hafi
verið farið en ég tel þó að vaxt-
arverkjunum sé lokið,“ sagði hann.
„Þetta á ekkert frekar við um okk-
ur en aðrar verðbréfastofur. Á
þessum árum, 1997 til 1999, var
mikil þensla í þjóðfélaginu. Ég
skorast ekki undan því að viður-
kenna að það voru ákveðnir vaxt-
arverkir hjá verðbréfafyrirtækjun-
um og þar vorum við ekki
undanskildir.“
Bankaeftirlitið er með til skoð-
unar hvort um innherjaviðskipti
hafi verið að ræða hjá fyrrum
starfsmönnum verðbréfasviðs.
Stefán sagðist ekki vilja ræða það
mál á meðan niðurstaða lægi ekki
fyrir.
Um hugsanlega sameiningu
Búnaðarbanka og Landsbanka sem
ráðgerð var sagði Stefán það hafa
verið skoðun þeirra í Búnaðar-
bankanum að ef samrunninn hefði
verið leyfður þá hefði orðið til
mjög sterk rekstrareining. „Þar
gengum við til undirbúnings sam-
einingarinnar af fullum heilindum
og gríðarleg vinna var lögð í verk-
ið,“ sagði hann. „Það lá þó alltaf
fyrir sú skoðun okkar að Búnaðar-
bankinn gæti með góðu móti starf-
að sem sjálfstæð eining áfram.
Eftirá getur maður undrast að
ekki skyldi leitað álits Samkeppn-
isstofnunar fyrirfram.“
Umræða upp úr áramótum sú
erfiðasta og undarlegasta
Stefán sagðist verða að játa að
sú umræða sem fór fram um bank-
ann upp úr áramótum fyrir aðal-
fundinn hafi verið sú erfiðasta og
jafnframt sú undarlegasta sem
hann hafi tekið þátt í. „Undarleg-
asta og jafnframt erfiðasta fyrir
það að stjórnendur bankans fengu
ekkert að vita og vita ekki enn
hvaða ávirðingar eru bornar á
bankann og starfsmenn hans,“
sagði hann. „En það lá ljóst fyrir
og hafði legið fyrir um nokkurn
tíma að við Jón Adolf óskuðum eft-
ir að láta af störfum.“
Um samskipti sín við Valgerði
Sverrisdóttur viðskiptaráðherra
sagði Stefán að þau hefðu ekki ver-
ið mikil. „Og satt að segja minni en
við þá viðskiptaráðherra sem á
undan henni voru,“ sagði hann.
Reynsla í mannlegum samskiptum
Það orð fer af Stefáni að hann sé
hreinskiptinn og segi umbúðalaust
meiningu sína jafnvel þótt hún
komi illa við í fyrstu. „Í starfi
bankastjóra fær maður ákaflega
mikil reynslu í mannlegum sam-
skiptum og ég hef verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga gott sam-
starf við allt mitt fólk og átt létt
með að umgangast þá sem til mín
hafa leitað,“ sagði hann. „Ég kvíði
ekki framtíð bankans. Hann er í
mjög góðum höndum bankastjór-
anna, þeirra Sólons Sigurðssonar
og Árna Tómassonar.“
Stuðningur við góð málefni
Eins og margar aðrar peninga-
stofnanir hefur Búnaðarbankinn
stutt við ýmis góð málefni með
fjárframlögum m.a. til menningar-
mála og ekki síst til landgræðslu
og skógræktar. „Ég er þeirrar
skoðunar að banki eigi að koma að
mannúðar- og menningarmálum og
ekki síður að landbótum,“ sagði
Stefán. „Ef ég hef orðið þar til ein-
hvers gagns með því að styðja
þessa aðila þá tel ég að bankinn
stækki við það. Verði ekki einasta
peningastofnun heldur stofnun
sem sýnir í verki aðkomu að slík-
um uppbyggingarmálum.“
Tengist upprunanum
„Áhugamál mín tengjast upp-
runa mínum en ég er fæddur og
uppalinn í sveit og tel mig hafa
sæmilegan skilning á þjóðfélag-
inu,“ sagði hann. Stefán er fæddur
og uppalinn á Skinnastað í Öx-
arfirði. Foreldrar hans voru sr.
Páll Þorleifsson prófastur, sem sat
staðinn í 40 ár, og Guðrún Elísabet
Arnórsdóttir. „Ég held að það sé
afar gott veganesti inn í starf eins
og bankastjórastarfið að vita nokk-
uð hvernig þjóðfélagið starfar.
Þess vegna hafði ég mikla ánægju
af því að taka að mér fram-
kvæmdastjórn í stofnlánadeildinni
því ég hafði frá barnæsku haft
mikinn áhuga á landbúnaði.“
Stefán er þekktur af hesta-
mennsku og var m.a. varaformaður
og formaður Landssambands
hestamanna í átta ár.
„Ég stunda hestamennsku sem
tómstundagaman og eigum við
kona mín, Arnþrúður Arnórsdóttir,
jörðina Vindás í Hvolhreppi ásamt
þremur öðrum fjölskyldum, þar
sem við höfum verið í sautján ár í
vor,“ sagði hann. „Ég veit að ég
mun hafa meiri tíma fyrir fjöl-
skylduna en áður, en við hjónin
eigum fjögur uppkomin börn sem
komin eru með fjölskyldur og sex
barnabörn. Einnig hef ég betri
tíma til að sinna hrossum og öðr-
um áhugamálum meira en ég hef
getað til þessa.“
einróma
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
HÚSASKILTI
Pantið fyrir
25. nóvember
til jólagjafa.
HÚSASKILTI
Maítilboð
10% afsláttur
Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem
hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla
föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í
heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da
Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ
þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio
Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur
lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu.
Beint flug
föstudaga engin
millilending
Flugsæti
Flug og bíll
Flug og hótel
Mílanó
í sumar
frá 24.520 kr.
Verð kr. 24.520
Verð p.mann, m.v. hjón með
2 börn, 2 - 11 ára.
Skattar, kr. 2.495.- fyrir
fullorðinn, kr. 18.10 fyrir barn,
innifaldir.
Ekki er öruggt að lægsta fargjald
sé til á öllum brottförum.
Verð kr. 24.870
Flugsæti fyrir fullorðinn.
Verð kr. 27,365 með sköttum.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heildsala: Bergís ehf.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
gáfu sér tíma til að drekka með mér kaffi á Hótel
Borg á 90 ára afmæli mínu 29. mars sl.
Starfsfólki Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis
sendi ég kveðjur og þakklæti fyrir sendinguna
og einnig starfsfólki á Hótel Borg þakka ég ynd-
islega þjónustu.
Guð blessi ykkur öll.
Gleðilegt sumar!
Helga Skaftfeld.