Morgunblaðið - 13.05.2001, Side 26

Morgunblaðið - 13.05.2001, Side 26
26 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TORFI Jóhannesson tekurdanska bók frá 1944 niðurúr bókahillunni á skrif-stofunni sinni í hinu virðu- lega gamla skólahúsi á Hvanneyri þar sem hann starfar. Hann flettir upp á gin- og klaufaveiki sem var einn alvarlegasti búfjársjúkdómur- inn í Evrópu í þá daga. Í bókinni seg- ir að þegar síðasti stóri faraldur veikinnar geisaði í Evrópu 1938– 1939 hafi sjúkdómurinn komið upp á 100.000 býlum. Nú hefur hann komið upp á nokkur hundruð býlum. Kúariða hefur ekki komið upp á lífrænu búi „Þessi sjúkdómur hefur fylgt okk- ur mjög lengi,“ segir Torfi, „og ég get ekki séð að hann sé einn af þeim sem koma frekar upp á verksmiðju- búum eða vegna gjörnýtingar á dýr- um. Kúariða er aftur á móti sjúk- dómur sem við getum beinlínis rakið til þess að við reynum að fá sem mestar afurðir út úr dýrunum.“ Torfi bendir á að lengst af voru kýr fóðraðar eingöngu á grasi eða heyi. Síðan þótti þörf á að auka af- urðirnar og farið var að gefa kjarn- fóður með. Þá þurfti að bæta kjarn- fóðrið próteinum til að viðhalda næringarjafnvægi dýranna. Hvar var svo hentugast að fá ódýrt prót- ein? Auðvitað úr kjötmjöli. Sláturúr- gangur var víða vandamál þar sem vargfuglar komust í hann og af hon- um var mikill sóðaskapur. Þá var fundið upp á því að hita þennan úr- gang við hátt hitastig í langan tíma og eyða þar með öllum þekktum smitefnum Úr þessu fékkst prótein- ríkt kjötmjöl sem hentugt var að blanda í fóðrið. Notkun kjötmjöls í fóðurbæti byrjaði smátt og smátt og breiddist síðan út, enda ódýrasti kosturinn. Þetta þótti umhverfis- vænn kostur. „Ef út í það er farið mun umhverf- isvænni en að moka fiski upp úr sjón- um við mikinn tilkostnað og bræða,“ segir hann. „Vandræðin byrjuðu í orkukrepp- unni í Bretlandi þegar hitastigið sem notað var við brennsluna var lækkað til að spara orku. Síðan kemur upp kúariða, en riða hafði ekki fundist í nautgripum fyrr, og var alls ekki tal- ið að hún gæti smitast í menn. Við vorum svo heppin að Páll A. Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, tók upp á því að banna notkun kjötmjöls í fóður jórturdýra. Staðreyndin er líka sú að kúariða hefur aldrei komið upp á lífrænu búi, enda telja bændur sem stunda slíkan búskap að það sé ónáttúrlegt fyrir kýr að éta kjötmjöl og hafa því ekki fóðrað með því. Þessi grundvallar- varúðarsjónarmið í lífræna búskapn- um hafa því forðað þeim frá að fá upp kúariðu enda sögðu þeir þetta löngu áður en kúariðan kom upp. Ég býst ekki við að þeir hafi, frekar en aðrir, getað séð þennan sjúkdóm fyrir.“ Velferð dýra fer ekki eftir stærð búa – Hér á landi fara búin sífellt stækkandi. Er hægt að fylgjast jafn vel með velferð dýranna á slíkum bú- um? „Það er allt hægt og sumt er auð- veldara á stóru búi en litlu. Þetta gildir bæði um dýravelferð og um- hverfismál. Stór bú hafa oft frekar efni á að koma sér upp góðu heil- brigðiseftirliti og geta jafnvel verið með dýralækni á sínum snærum. Stór bú hafa því oft efni á betri að- stöðu og því þarf það ekki að fara saman að stór bú sinni síður velferð en smærri bú.“ Torfi segir gilda um dýrahald al- mennt að ekki sé hægt að setja samasemmerki á milli stærðar búa og velferðar dýra. Allt fari eftir að- stæðum. Það sem skiptir máli er hvernig dýrunum líður við tilteknar aðstæður á tilteknum tíma. Nytja- siðfræðin skilgreinir velferð út frá líðan einstaklingsins og segir að ef eintaklingnum líði vel sé takmarkinu náð. Þá skiptir ekki öllu máli hvort aðstaðan er náttúrleg, bara ef dýrinu líður vel. Til dæmis þurfi ekki að vera betra að hafa hesta úti þar sem þeir njóta frelsis en inni á bás. Það fer allt eftir veðri og þeirri aðstöðu sem þeir búa við, hvort þeir hafi nóg fóður og skjól. Flestum finnst voða- lega sætt að horfa á lítið bú með 10 kúm og 20 hænum þar sem dýrin fá að ganga úti í haga. En því miður má víða sjá mjög slæmar aðstæður fyrir dýr á smáum búum. Hér á landi eru til dæmis mörg léleg gripahús þar sem eru fá dýr, bæði hestar, kýr og kindur. Má benda á atriði eins og mjög lélega loftræstingu, mikinn skít, þröngar stíur, vanfóðrun og vanhirðu. Hann heldur því fram að það skipti hænu ekki máli hvort hún er í búi með 100 öðrum hænum eða 10.000. Hænan hafi sitt búr og sjái varla aðrar hænur en þær þrjár sem deila með henni búrinu. Svíni sé lík- lega einnig sama í hversu stóru búi það er í svo framarlega sem aðstað- an henti þörfum þess. „Þótt kúabú séu heldur að stækka er aðbúnaður dýranna einmitt frek- ar að batna. Lausagöngufjósum fer fjölgandi. Það byggist þó ekki ein- ungis á hugmyndinni um að dýrun- um líði betur í þeim því ódýrara er að byggja lausagöngufjós en hefðbund- in básafjós ef fjöldi gripa er kominn yfir 40,“ segir Torfi. „En auðvitað er þetta betra fyrir kýrnar,“ bætir hann við. „Gallinn við stórbúin er að hvert dýr skiptir miklu minna máli en á smærri búum. Ef hvert dýr skiptir bóndann miklu máli og hann hefur mikið samband við dýrin hugsar hann almennt betur um þau. Ef dýr- ið skiptir litlu máli sem einstaklingur fær það minni athygli og umönnun. Dýrið er þá bara tala á blaði og kem- ur út sem rýrnum hjá búinu ef það drepst. Örlítil prósenta í hagnaðar- auka sem hægt er að ná út úr hverju dýri skiptir líka miklu máli. Um leið og það er orðið viðhorf að meðhöndla dýr sem framleiðslutæki eða einingu er meiri hætta á velferðarvandamál- um.“ Engin afsökun fyrir að fara illa með dýr Torfi er spurður hvort það sé þá siðferðislega rétt að nota dýr sem framleiðslutæki. „Þetta er spurningin um dýrarétt- indi, það er að segja rétt einstakra dýra til að njóta ákveðinnar virðing- ar eða skort okkar á réttindum til að nota dýr. Þar lendum við í vandamáli með hvar eigi að draga mörkin vegna þess að allur búpeningur, gæludýr og hestar er „notaður“ á einn eða annan hátt. Inn í þetta blandast flóknar spurningar um hvort dýrin hafi sjálfborið gildi sem einstaklingur, hvaðan þetta gildi eða réttur komi og hversu mikils virði það sé. Um hvaða dýrategundir gild- ir þessi réttur? Líka um skaðvalda eins og rottur og geitunga sem geta ógnað okkar heilsu? Þessi umræða er því erfið en í sjálfu sér er allt í lagi að velta henni fyrir sér. En hér er auðvelt að fara út í algjöra vitleysu í báðar áttir.“ – Komumst við þá einhvern tíma að niðurstöðu? „Nei, aldrei,“ segir Torfi. „Þessi viðhorf breytast með samfélaginu. Það er alveg ljóst að fyrir 200 árum fórum við illa með dýr hér á Íslandi. Við gerðum það svo sannarlega af nauðsyn en ekki löngun. Og auðvitað skiptir það máli að ekki sé verið að fara illa með dýr til að skemmta sér. Núna höfum við enga afsökun fyrir að fara illa með dýr. Og í raun og veru er ótrúlegt að upplifa það að hér á landi eigi fólk dýr sem það sinnir ekki. Flesta vetur verðum við vitni að því að hestar drepast úr vos- búð. Það er algjört lágmark að við gefum dýrum, sem við berum ábyrgð á, fóður og skjól fyrir verstu vindum og sinnum grundvallarþörf- um þeirra.“ Rannsakaði og vann við mat á velferð dýra Torfi segir að mál af þessu tagi hafi vakið áhuga hans á að skoða vel- ferð dýra. Það hafi svo leitt til þess að hann skrifaði um mat á velferð dýra í doktorsritgerð sinni við Kon- unglega dýralækna- og landbúnað- arháskólann í Kaupmannahöfn. Hann starfar núna sem lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og kennir þar meðal annars val- fag sem nefnist atferli og velferð bú- fjár. Torfi hefur einnig haldið fyrirlestra um velferð dýra og sið- fræði búfjárframleiðslu fyrir bænd- ur og landbúnaðarráðunauta á Ís- landi og í Danmörku. Velferð dýra hefur ekki verið sér- stakt vísindasvið, en það hefur tengst inn á greinar eins og atferl- isfræði og dýralækningar. Aðeins á fáum stöðum í heiminum hefur fólk sérhæft sig í velferð dýra. Torfi byggði doktorsritgerð sína á rann- sóknum sem hann vann að í Dan- mörku Hann tók þátt í verkefni þar sem reynt var að meta siðfræði bú- skaparins. Hvernig búreksturinn hefur áhrif á dýrin og komandi kyn- slóðir, umhverfið, bóndann sjálfan og neytandann. Gert var velferðar- mat á 15 býlum og meðal annars at- huguð áhrif húsagerðar og hirðing- ar, hvernig aðstaðan er notuð. Einnig voru gerðar greiningar á at- ferli dýra og sjúkdómum og voru þessir þættir notaðir til að meta vel- ferð dýranna. Torfi skoðaði sérstak- lega kálfa og geldneyti. Fylgst var með þróuninni í velferð hjarðanna frá ári til árs í þrjú ár. Síðan var reynt að komast að því hvaða mæl- Velferð búfjár veltur mest á neytendum Dr. Torfi Jóhannesson. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Ekki er hægt að fullyrða að dýrunum líði vel bara ef þau búa við náttúrulegar aðstæður. Þá þyrftum við ekki að byggja yfir hestana okkar. Kúariða, gin- og klaufa- veiki, salmonella, kam- fílóbakter og fleiri sjúk- dómar hafa vakið spurningar um velferð dýra á stækkandi búum. Dr. Torfi Jóhannesson hefur mikið velt fyrir sér slíkum spurningum og siðfræði búfjárfram- leiðslu og sagði Ásdísi Haraldsdóttur frá ýmsu sem vakti hana til um- hugsunar, ekki síst um hina miklu ábyrgð sem neytendur bera á velferð dýra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.