Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 32

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 32
32 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 13. maí 1991 „Hin nýja rík- isstjórn Davíðs Oddssonar vinnur nú hörðum höndum að því að ná tökum á ríkisfjár- málum og koma böndum á þau, sem er alger forsenda þess að jarðvegur verði fyrir því meðal launþega að end- urnýja þjóðarsáttarsamninga næsta haust. Í samtali við Morgunblaðið í fyrradag lagði Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra sérstaka áherzlu á einkavæðingu rík- isfyrirtækja. Töluverðar umræður urðu um slíka einkavæðingu op- inberra fyrirtækja snemma á ferli þeirrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, sem sat á ár- unum 1983 til 1987. Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, hreyfði slíkum hugmyndum op- inberlega og hafði frumkvæði um sölu á eignarhluta ríkisins í ákveðnum fyrirtækjum en það var ekki síður Sverrir Hermannsson, þáverandi iðn- aðarráðherra, sem beitti sér fyrir sölu fyrirtækja í rík- iseigu.“ 13. maí 1981 „Rík- isstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga um raf- orkuver. Frumvarpið hlýtur að valda öllum þeim von- brigðum, sem áttu von á því, að ríkisstjórnin hefði tekið af skarið í virkjunarmálum. Sérfróðir aðilar hafa unnið lengi að öflun gagna um næstu virkjunarkosti. Frum- varp ríkisstjórnarinnar er raunar ekki annað en skýrsla um þá gagnasöfnun. Iðn- aðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hefur látið raða saman punktum úr möpp- unum í skúffunum hjá sér. Hins vegar er það jafn fjarri ráðherranum og áður að taka af skarið. Ráðherrann stærir sig af þeirri hugkvæmni sinni, að í frumvarpinu skuli næstu virkjanir vera nefndar í stafrófsröð. Svo neitar hann að láta uppi nokkra skoðun um það, hvaða röð eigi að vera á framkvæmdum.“ . . . . . . . . . . 13. maí 1971 „Í dag hefst í Reykjavík ráðherrafundur EFTA-ríkjanna. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkur fund- ur er haldinn hér á landi, enda aðeins eitt ár liðið frá því að Ísland gerðist aðili að EFTA. Það er Íslendingum mikið ánægjuefni, að þessi fundur er haldinn hér. Hann gerir hvorutveggja í senn að efla skilning Íslendinga á þýðingu Fríverzlunarsam- taka Evrópu og að auka áhuga ráðamanna í öðrum að- ildarríkjum EFTA á mál- efnum Íslands. Þessi ráðherrafundur er haldinn á miklum tímamótum í viðskiptasamstarfi Evr- ópuþjóða. Í dag kemur beint frá Brüssel sá ráðherra í rík- isstjórn Bretlands, sem hefur með að gera samninga- viðræður við Efnahags- bandalagið en síðustu þrjá daga hefur umtalsverðum áfanga verið náð í samninga- viðræðum Breta og Efna- hagsbandalagsins. Ríkir nú meiri bjartsýni en áður, um að samningar takist um aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu. Fari svo, að samkomulag náist milli Bretlands og Efna- hagsbandalagsins er líkleg- ast, að Norðmenn og Danir gerist einnig aðilar, þótt eng- an veginn sé útséð um það. En hvað verður þá um EFTA? Þeirri spurningu svarar framkvæmdastjóri EFTA í samtali við Morg- unblaðið í dag er hann bendir á, að engu að síður þurfi að tryggja frjáls viðskipti milli EFTA-ríkjanna og því sé ein- faldast að EFTA starfi áfram, þótt þrjú meðlimaríki þess gerist aðilar að Efna- hagsbandalaginu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKATTALÆKKANIR Davíð Oddsson, forsætisráðherra,lýsti fyrir nokkru þeirri skoðunsinni, að til greina kæmi að lækka tekjuskatta á fyrirtæki verulega og jafnvel niður í 15%. Rök forsætisráð- herra fyrir þessari hugmynd, sem rædd hefur verið í ríkisfjármálanefnd ríkis- stjórnarinnar, eru þau, að slík skatta- lækkun mundi auðvelda fyrirtækjunum að standa undir háum launakostnaði og skapa skilyrði fyrir því, að hlutabréfa- markaðurinn mundi styrkjast á ný. Ennfremur mundi slík skattalækkun laða að erlend fyrirtæki og draga úr lík- um á því að íslenzk fyrirtæki færu með starfsemi sína til annarra landa og loks væri hann líka sannfærður um að skatt- tekjur ríkisins mundu aukast en ekki minnka vegna slíkra aðgerða. Þetta eru afar athyglisverðar hug- myndir og eftirtektarvert, að þær hafa fengið jákvæðar undirtektir bæði meðal stuðningsmanna ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Þannig hefur Bryn- dís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagt, að flokkur hennar væri tilbúinn til að skoða slíkar hugmyndir í tengslum við breytingar á almennu skattaumhverfi. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknar- flokksins, sagði í samtali við Morgun- blaðið 1. maí sl., að þessar hugmyndir yrðu ræddar mjög bráðlega í þingflokki Framsóknarflokksins. Á árunum 1991-1999 var tekjuskatts- hlutfall fyrirtækja lækkað úr 50% í 30%. Sú skattalækkun jók tekjur ríkisins vegna skattgreiðslna fyrirtækja. Í út- tekt, sem Morgunblaðið birti fyrir nokkrum dögum um þessar hugmyndir, kom fram, að skattahlutfall fyrirtækja er komið niður fyrir 30% í nokkrum ná- lægum löndum en hjá öðrum þjóðum er það svipað og hér. Með því að lækka tekjuskattinn niður í 15% á fyrirtækjum mundum við ná um- talsverðu forskoti á aðrar þjóðir og auka líkur á því að erlend fyrirtæki hefji starfsemi hér. Á þessu ári er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af sköttum fyrirtækja nemi um 3,8% af heildartekjum ríkissjóðs. Ljóst er því, að það er raunhæft að tala um skattalækkun á fyrirtæki af þeirri stærðargráðu, sem forsætisráðherra hefur nefnt. Eðlilegt er að hinn almenni borgari spyrji: en hvað um einstaklinga? Lík- urnar á því, að veruleg lækkun á tekju- sköttum einstaklinga mundi fylgja í kjölfarið eru yfirgnæfandi. Það mundi aldrei ganga til lengdar að einstaklingar borgi margfalt hærri tekjuskatt en fyr- irtæki, eins og Guðjón Arnar Kristjáns- son, þingmaður Frjálslynda flokksins, vék raunar að í samtali við Morgunblað- ið, þegar hann benti á, að það væri viss hætta samfara því að tekjuskattspró- senta fyrirtækja væri mun lægri en ein- staklinga, m.a. vegna þess að launþegar færu að þiggja laun sem verktakar. Þær hugmyndir, sem settar hafa ver- ið fram um auðlindagjöld og væntanlega verða lögfestar á þessu kjörtímabili miðað við þær undirtektir, sem þær hafa fengið, munu líka auðvelda ríkissjóði svo róttækar breytingar, sem til umræðu eru á skattakerfinu. Til viðbótar þessum hugmyndum er nú rætt um að fella niður eignaskatta, hækka gólf hátekjuskatts og öllum er ljóst að stimpilgjöld eru úr- elt fyrirbrigði. Lækkun á sköttum fyrirtækja mundi auðvelda atvinnulífinu að takast á við þann samdrátt, sem nú er augljóslega á ferðinni í efnahagslífinu. Í ljósi þeirra undirtekta, sem hugmyndir Davíðs Oddssonar hafa fengið, er þess að vænta, að lækkun á sköttum fyrirtækja verði eitt af forgangsmálum ríkisstjórn- arinnar, þegar þingið kemur til fundar á ný í haust. Í BANDARÍKJUNUM trónir um þessar mundir bænabók efst á list- um bæði dagblaðsins USA Today og Publisher’s Weekly yfir söluhæstu bækur í Bandaríkjunum. Bókin nefnist Bæn Jaebesar og er þar ekki um eina af þekktari persónum Biblíunnar að ræða enda er fjallað um hann í 63 orðum þar. Bókin Bæn Jaebesar hefur hins vegar selst í 4,1 milljón eintaka, að mestu á síðustu þremur mánuðum. Um Jaebes segir í fyrri Króníkubók, 4. kafla, að hann hafi verið „fyrir bræðrum sínum, og móðir hans nefndi hann Jaebes og mælti: ,,Ég hefi alið hann með harmkvælum.““ Um bænina segir síðan: „Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: ,,Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig.“ Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.“ Í metsölubókinni er í raun verið að segja að það sé allt í lagi að biðja fyrir eigin velgengni. Á sjötta og sjöunda áratugnum fór alda slíkra bæna um Bandaríkin og var þá viðkvæðið að það væri ekkert skammarlegt við að biðja Guð um rauðan Cadillac. Sú mikla efnishyggja, sem skein í gegnum þessa stefnu, þótti kirkjunnar mönnum hins vegar hin vandræðalegasta og hvarf þessi hugsunarháttur. Höfundur metsölubókarinnar heitir Bruce Wilkinson og er prestur í Atlanta. Hann sagði í samtali við The New York Times í vikunni að Jaebes hefði verið að biðja fyrir því að hann fengi meiri eignir: „Hann var bóndi og hirðir og hann var að biðja um meiri viðskipti. Þegar ég tala við eigendur fyrirtækja eða stjórnendur segi ég þeim að það sé í lagi að biðja Guð að blessa fyrirtæki þeirra ef þeir beri virðingu fyr- ir almenningi og komi vel fram við starfsfólk sitt.“ Einföld bæn – breytt framtíð? Bók Wilkinsons snýst öll um bæn Jaebesar og kemst hann meðal annars að þeirri nið- urstöðu að bænin sé „sönnun þess að það er ekki hver þú ert eða hvað foreldrar þínir ákváðu fyrir þig eða hvað „örlögin“ sögðu að úr þér skyldi verða, sem skiptir máli. Máli skiptir að vita hvað þú vilt verða og biðja fyrir því. Með því að biðja einfaldrar bænar af sannfæringu getur þú breytt framtíð þinni.“ Útbreiðsla hugmyndafræði af því tagi, sem fram kemur í bókinni Bæn Jaebesar ætti að vera Bandríkjamönnum fagnaðarefni. Ekki vegna þess að fyrir vikið aukist trúarhiti Bandaríkjamanna, heldur einfaldlega út frá sjónarmiði hagfræðinnar. Um þessar mundir eru að ryðja sér til rúms á ný kenningar í anda þeirra, sem Max Weber setti fram í upphafi 20. aldarinnar um tengsl mótmælendatrúar og þá sérstaklega kalvínisma og anda kapítalismans. Samkvæmt kenningum Webers var sú óvissa, sem fylgdi því að Guð hefði fyrirfram ákveðið hverjir hlytu náð og hverjir ekki án þess þó að syndum hlaðið mannfólkið vissi hvað Guði þóknaðist, rótin að þeirri hegðun, sem leiddi af sér kapítalismann. Fylgismenn Kalvíns trúðu að þeir myndu brenna í logum vítis ef þeir hlytu ekki náð. Trú af þessu tagi – það er að hegðun og trúarsannfæring í jarðlífinu skipti ekki máli vegna þess að allt hefur verið ákveðið fyrir fram – hefði hæglega getað leitt til uppgjafar, en sú varð ekki raunin. Til þess að komast úr sálarkreppunni, sem fylgdi því að vita ekki hvað biði, fóru þeir að leita leiða til að greina vilja Guðs með einhverjum hætti. Svarið við spurn- ingunni hvers vegna menn ættu að vera góðir varð því vegna þess að slík hegðun gæti verið merki um að viðkomandi væri meðal hinna út- völdu. Úr varð óbilandi skuldbinding við hina veraldlegu köllun, en um leið að forðast að njóta ávaxtanna af erfiðinu. Taldi Weber að þetta hefði átt mestan þátt í þeirri uppsöfnun auðs, sem var burðarás kapít- alismans. Tók hann síðan kenningu sinni til stuðnings dæmi af verkamönnum í Þýskalandi þar sem mótmælendatrú er algeng og Ítalíu þar sem katólska er við lýði og benti á að fram- leiðnin væri mun meiri hjá þýsku verkamönn- unum en þeim ítölsku. Mótmælendatrúin hefði verið hvatning til að leggja sig fram, en kat- ólskan í raun dregið úr mönnum þar sem hægt var að hreinsa sig af syndum sínum með játn- ingu og byrja að nýju með autt blað. Kenning Webers var umdeild frá upphafi og hann reyndist ekki forspár í greiningu sinni, skjátlaðist til dæmis um burði Japana til að ná efnahagslegum árangri. Áhersla hans á að menning skipti máli hefur hins vegar komist í umræðuna á nýjan leik í kjölfar þess að Lawr- ence E. Harrison og Samuel P. Huntington gáfu á síðasta ári út greinasafn ýmissa fræði- manna undir heitinu Menning skiptir máli, hvernig gildi móta framþróun mannsins (Cult- ure Matters). Í bókinni er í raun verið að and- æfa því sjónarmiði að það sé einfaldlega hægt að ákveða að nú verði tekin upp ákveðin aðferð eða farin ný leið og þá muni allt falla í ljúfa löð. Það hefur löngum verið ríkjandi til dæmis í hagfræði að telja að kennisetningar hennar séu algildar, ein jafna gildi fyrir allt. Þeir, sem leggja vilja áherslu á menningu, telja hins veg- ar að málið sé ekki svo einfalt. Í bókinni velta fræðimennirnir fyrir sér spurningum á borð við það hvers vegna minni- hlutahópar af kínverskum uppruna blómstri efnahagslega hvort sem það er í Malasíu, á Fil- ippseyjum eða í Kaliforníu, hví hagkerfi Suður- Kóreu sé nú fimmtán sinnum stærra en hag- kerfi Ghana þrátt fyrir að þessi tvö lönd hafi staðið nokkurn veginn jafnfætis fyrir 40 árum eða hvers vegna Pólverjum hafi farnast mun betur en Rússum eftir endalok kalda stríðsins. Ræður menn- ing úrslitum? Sagnfræðingurinn David Landes hefur grein sína í bókinni á orðunum: „Max Web- er hafði rétt fyrir sér“ og bætir við síðar að höf- um við lært eitthvað af sögu hagþróunar sé það að menning ræður nánast úrslitum. Ef þetta er rétt skýrir það ef til vill hvers vegna fjórir milljarðar manna búa í löndum, sem teljast hafa lágar tekjur, við ömurleg lífs- kjör þrátt fyrir áratuga aðstoð. Sem dæmi má nefna að í 45 ríkjum jarðar eru lífslíkur undir 60 árum, undir 50 árum í 18 ríkjum og í einu, Sierra Leone, aðeins 37 ár. Landes segir að erlend aðstoð geti hjálpað, en einnig skaðað. Ef vinna eigi bug á fátækt verði átakið að koma innan frá. Utanaðkomandi aðstoð geti dregið úr því að menn leggi sig fram og leitt til þess að menn telji sér trú um að þeir séu ófærir um að gera hlutina sjálfir. Eins og segi í afrískum orðskvið sé höndin, sem þiggur, alltaf undir hendinni, sem gefur. Huntington vakti mikla athygli þegar hann gaf út bókina Árekstur siðmenninga (Clash of Civilizations and the Remaking of World Ord- er) um miðjan síðasta áratug. Þar hélt hann því fram að íslam og vestrið væru í grundvall- aratriðum andstæður, sem ekki gætu þrifist saman. Hann segir í inngangi bókarinnar Menning skiptir máli að menning sé vitaskuld ekki eini úrslitaþátturinn um hagsæld, en sennilega lýsi orð Daniels Patricks Moynihans, fyrrverandi öldungadeildarþingmanns frá New York, stöðu menningar í mannlegum málefnum af mestri skynsemi: „Grundvallarsannleikur íhaldsmanna er að menning, ekki pólitík, ákvarði árangur þjóðfélags. Grundvallarsann- leikur frjálslyndra [í bandarískri merkingu] sé að pólitík geti breytt menningu og bjargað henni frá sjálfri sér.“ Það þarf ekki að taka fram að í þessu sam- bandi er verið að tala um menningu í víðtækri merkingu á borð við gildismat, en ekki í þröngu samhengi við listir. Eitt þeirra fyrirbæra, sem tekið er fyrir í bókinni og sagt hafa áhrif á velmegun þjóða, er spilling. Þar birta Seymour Martin Lipset og Gabriel Salman Lenz töflu frá 1998, sem sýnir spillingu í 89 ríkjum. Þar eru Norðurlöndin öll ofarlega, spilling minnst í Danmörku, þá koma Finnland og Svíþjóð, Íslendingar í fimmta sæti, en Norðmenn í því níunda. Neðarlega eru síðan lönd á borð við Rússland og Kólumbíu og síðan er Kamerún í neðsta sæti og mesta spillingu því að finna þar. Spilling er meðal atriða, sem not- uð eru í bókinni til að sýna fram á að það sé samband milli velferðar, sem mæld er í efna- hagslegu tilliti, lýðræðisþróun og tekjum, og ýmissa menningarlegra þátta á borð við traust, umburðarlyndi, afstöðu til valds og persónu- frelsi. Minni forgjöf Afríku Í bókinni er þó ekki aðeins að finna stuðn- ing við þessa áherslu á menningu. Hag- fræðingurinn Jeffrey Sachs segir í grein sinni að fremur beri að líta til landafræðinnar en menningar. Afríka hafi til dæmis fengið mun minni forgjöf en aðrar álfur vegna þess að þar sé jarðvegur lélegur, banvænir hitabeltissjúk- dómar herji á íbúana og álfan sé að miklu leyti fjarri mikilvægum viðskiptaleiðum. Hann bend- ir á að Evrópubúar hafi ekki getað gert Afríku að nýlendum fyrr en þeir uppgötvuðu vörn gegn malaríu, sem gerði þeim kleift að búa í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.