Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 33 hitabeltinu. Sachs segir að velgengni mótmæl- endalandanna í Norður-Evrópu megi fremur rekja til þess hvað kol urðu mikilvæg í upphafi 17. aldar, en trúarbragða. Huntington bendir á velgengni Singapore til vitnis um það að hitabeltisríki nánast á miðbaug geti náð árangri og þar með sé kenningu Sachs um mikilvægi landafræðinnar steypt. Sachs hefur verið ráðgjafi fjölda þróunarríkja í efnahagsmálum og kom einnig við sögu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Hann kveðst vera tortrygginn á það þegar farið sé að út- skýra hluti út frá menningarlegum forsendum. Hann bendir á að Weber hafi í sinni uppruna- legu kenningu um mótmælendatrú og kapítal- isma bent á að konfúsíanismi í Kína væri and- stæðan. Þar hefði verið kyrrstöðuþjóðfélag með skýrri goggunarröð þar sem mandaríninn, sem fyrirleit erfiðisvinnu og viðskipti, var settur á stall. Í seinni tíð hefði hugmyndum um að aust- ur-asísk trúarbrögð væru í andstöðu við hag- vöxt á nútímavísu verið kollvarpað. Dulbúnir kyn- þáttafordómar Þess ber hins vegar að geta að í bókinni er á nokkrum stöðum vísað til Konfúsíusar á þeirri forsendu að þar sé á ferð Asíuútgáfan af vinnusiðfræði mótmælenda. Gagnrýni á menningarlegar kenningar um velgengni og hagsæld kemur úr fleiri áttum. Ýmsum finnst sem hér spretti upp kynþátta- fordómar dulbúnir sem greining á menningu. Timothy Garton Ash, prófessor í sögu við All Souls College í Oxford, hafnar því að hægt sé að draga ríki í dilka eftir því hvort þar er við lýði mótmælendatrú, réttrúnaðarkirkja eða íslam. Hann bendir á að íslam í Bosníu sé síður en svo það sama og íslam í Íran eða Mið-Asíu og það sé einfaldlega rangt að segja að með þeim stimpli sé hægt að segja til um grundvallarein- kenni ákveðinnar menningar. Þessari umræðu um áhrif menningar er án efa ekki lokið, enda verður hún ekki til lykta leidd. Hún á sér hins vegar ekki stað í fræði- legu tómarúmi, heldur getur haft pólitísk áhrif. Það gæti til dæmis verið freistandi að draga þá ályktun af kenningunni um að menningin ráði úrslitum um hagsæld að fráleitt sé að halda áfram að dæla peningum í þróunaraðstoð. Þar með sé aðeins verið að kasta peningum út um gluggann. Hin niðurstaðan gæti hins vegar ver- ið að athuga þurfi hvort hægt sé að breyta for- sendum í viðkomandi ríki til þess að aðstoðin nýtist. Hver sem niðurstaðan verður er hins vegar ljóst að einhverjar skýringar hljóta að vera að baki því hversu gæðum þessa heims er misskipt og ekki er endalaust hægt að halda í skýringar á borð við nýlendustefnuna á sínum tíma. Menningarskýringin kann að virðast nær- tækust, en í því sambandi ber að varast að leggja allt sitt traust á eina tilgátu. Hins vegar mætti ætla að stjórnmálamenn og stjórnendur fyrirtækja ættu að grípa það fegins hendi þegar hugmyndir á borð við þær, sem felast í bæn Jaebesar, skjóta upp kollinum, þótt ekki megi kannski búast við því að Samtök atvinnulífsins taki höndum saman um að snúa henni á ís- lensku til að hvetja íslenskar hendur til dáða og aukinnar framleiðni. Misskilur hag- fræðin mann- lega hegðun? Hagfræðingar okkar daga geta ekki aðeins kvartað undan því að tilgátur um áhrif menningar séu að gera þeim lífið leitt um þessar mundir. Richard Thaler, kennari við viðskiptaskóla Chicago University heldur því fram að kenningar hagfræðinga um það hvernig fólk hegðar sér séu að miklu leyti rangar. Í hag- fræðinni sé gengið út frá því að skynsemin ráði og maðurinn vegi og meti við hverja ákvörðun kostnað og ágóða. Thaler segir að málið sé ekki svo einfalt. Hann kveðst hafa komist á sporið þegar vinur hans var að ræða við hann um garðslátt. Vinurinn kvaðst slá garðinn sinn sjálfur til að spara sér þúsund krónur, en hann væri hins vegar ekki tilbúinn að slá garð ná- grannans þótt hann fengi greiddar þúsund krónur fyrir eða meira. Samkvæmt hagfræðinni kostar það jafnmikið að sleppa því að vinna sér inn þúsund krónur með því að slá ekki garð ná- grannans og að spara sér þúsund krónur með því að slá garðinn sinn sjálfur. Thaler segir sem sé að fólk hegði sér eins og fólk – geri mistök, taki óskynsamlegar ákvarðanir og láti stjórnast af tilfinningum. Kenningar Thalers hafa verið kallaðar villutrú og honum líkt við Galíleó. Haft er fyrir satt að Merton Miller, nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, hafi neitað að tala við hann og prófessorinn, sem leiðbeindi honum í doktors- námi, hefur látið þau orð falla að hann hafi sóað hæfileikum sínum með þessum kenningum. Thaler er hins vegar að vaxa fiskur um hrygg og meðal fylgismanna hans er Lawrence Summers, sem var fjármálaráðherra í forseta- tíð Bills Clintons. Thaler er ekki mjúkmáll við andstæðinga sína. Þegar Ken Binmore, hagfræðingur frá Bretlandi, sagði eitt sinn að fólk þróaðist í átt að skynsemi með því að læra af mistökum sínu svaraði Thaler því til að fólk gæti lært að kaupa í matinn af reynslunni vegna þess að innkaup þyrftu að eiga sér stað vikulega, en stórar ákvarðanir á borð við hjónaband, starfsvett- vang og eftirlaun, þyrfti sjaldan að taka. Hinar háfleygu kenningar Binmores væru því til þess eins nytsamlegar að kaupa mjólk. Thaler hefur beitt kenningum sínum til að greina hvernig fólk stendur að sparnaði. Hann segist hafa tekið eftir því að fólk spari meira þegar fé sé tekið sjálfkrafa af því heldur en þegar það á þess kost að taka þátt í sparnaðar- áætlun með því til dæmis að fylla út eyðublað. Samkvæmt hefðbundnum kenningum hagfræð- innar ættu menn hins vegar að finna skyn- samlegasta fyrirkomulagið hvort sem fólk er sjálfkrafa sett á lista, sem það þarf að láta taka sig af, eða þarf að fylla út eyðublað til að kom- ast á listann. Thaler rökstyður kenningar sínar með dæm- um úr daglega lífinu og draga þau fram hinn óútreiknanlega mannlega þátt. Besta dæmið hans er sennilega saga úr samkvæmi, sem hann hélt þar sem hann hafði sett á borð skálar með hnetum. Samkvæmt kenningum hagfræðinnar mætti ætla að menn borðuðu hneturnar af því að þeir vildu borða þær, en ekki af kvöð. Hins vegar fór svo að allir viðstaddir þökkuðu honum þegar hann fjarlægði hnetuskálarnar. Enn ein staðfestingin á því að það er hægara sagt en gert að koma mannlegri hegðun fyrir í jöfnu eða setja hana upp í töflu. Morgunblaðið/Jim Smart Í Nauthólsvík. Útbreiðsla hug- myndafræði af því tagi, sem fram kem- ur í bókinni Bæn Jaebesar, ætti að vera Bandaríkja- mönnum fagnaðar- efni. Ekki vegna þess að fyrir vikið aukist trúarhiti Bandaríkjamanna, heldur einfaldlega út frá sjónarmiði hagfræðinnar. Laugardagur 12. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.