Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 35 B reski geðlæknirinn David Healy varð nýlega af spennandi nýju starfi og þótt ekkert liggi ljóst fyrir þykir margt benda til þess að ástæðan sé sú að hann leyfði sér að gagnrýna opinberlega stórt og voldugt lyfjafyrirtæki. Healy starfar nú við Háskól- ann í Wales – og hyggst ekki hætta þar. En fyrir réttu ári fékk hann atvinnutilboð frá rannsókn- armiðstöð í ávana- og fíkniefnum sem starfrækt er í tengslum við Háskólann í Toronto í Kanada. Þetta leit allt vel út og í lok nóv- ember í fyrra kom Healy til Tor- onto og hélt fyrirlestur í rannsókn- armiðstöðinni. Viku seinna var atvinnu- tilboðið dregið til baka. Þetta er því að sínu leyti sagan af fyr- irlestrinum dýra. Healy sagði í viðtali við kanadíska dagblaðið The Globe and Mail nýlega að hann væri ekki í vafa um að ástæðan fyrir því að atvinnu- tilboðið var dregið til baka væri sú að í fyrirlestrinum fór hann gagnrýnum orðum um geðlyfið Prozac og önnur lyf af sömu gerð. Framkvæmdastjóri rannsókn- armiðstöðvarinnar segir ekkert hæft í þessu. En það er samt ekki skrítið að Healy og ýmsir aðrir telji víst að maðkur sé í mysunni. Ástæðan er einföld. Prozac er framleitt af lyfjafyrirtækinu Eli Lilly. Og þetta sama fyrirtæki er einn helsti fjárstuðningsaðili rannsóknarmiðstöðvarinnar sem hafði boðið Healy starf. Að sögn The Globe and Mail var inntakið í fyrirlestrinum dýra gagnrýni á lyfjafyrirtæki fyrir að víkja sér undan tilraunum sem gætu dregið fram neikvæðar hlið- ar á lyfjunum sem þau framleiða og fyrir að birta ekki niðurstöður sem eru lyfjunum ekki í hag. Hann sagði meðal annars að fyrir lægju upplýsingar sem benda til þess að Prozac og önnur skyld lyf hafi beinlínis verið orsök fjölda sjálfsvíga. Healy velti því ennfremur fyrir sér hvort það væri að ráði lög- fræðinga sem lyfjafyrirtækin forðuðust að rannsaka hugsanleg neikvæð áhrif lyfjanna, á svip- uðum forsendum og tóbaksfyr- irtæki forðuðust slíkar rann- sóknir á áhrifum tóbaks. Svona rannsóknir gætu aukið ábyrgð- arhluta fyrirtækjanna ef kæmi til skaðabótamála. Framkvæmdastjóri rannsókn- armiðstöðvarinnar, David Goldbloom, dró atvinnutilboðið til baka í tölvuskeyti sem hann sendi Healy. (Blaðamaður Globe and Mail kveðst hafa fengið afrit af umræddu tölvuskeyti). Sagði Goldbloom að fyrirlesturinn væri greinilega til marks um að að- ferðir Healys væru ekki í sam- ræmi við „þróunarmarkmið“ mið- stöðvarinnar. Fullyrðir blaðamaðurinn að með því hafi Goldbloom átt við fjáröfl- unarmarkmið, þótt talsmaður rannsóknarmiðstöðvarinnar neiti því að slíkt hafi legið í orðum framkvæmdastjórans. Í fyrra stöðvaði Eli Lilly ár- lega fjárveitingu sína til Hast- ings-miðstöðvarinnar í New York, sem sinnir rannsóknum í siðfræði, eftir að miðstöðin birti greinaflokk um Prozac, þar á meðal grein eftir Healy sem bar titilinn „Góð vísindi eða góð við- skipti“ þar sem hann fór gagn- rýnum orðum um lyfið. Tals- maður Eli Lilly sagði fyrirtækið hafa litið svo á, að miðstöðin hefði birt villandi og vísindalega ógrundaðar upplýsingar sem gætu hafa leitt til misskilnings. Sagan af fyrirlestrinum dýra hefur valdið nokkru uppnámi meðal vísindamanna, sem sjá í henni merki um að þeim sé ekki óhætt að láta í ljósi gagnrýni sem getur komið illa við kaupsýsluna hjá lyfjarisum. Það gerir málið enn alvarlegra að læknadeildir háskóla þurfa sífellt meira að reiða sig á fjárframlög frá einka- fyrirtækjum, eftir því sem mark- aðshugsun verður meira og meira ríkjandi hjá bæði stjórnvöldum og stjórnendum háskóla. Það sem menn óttast er að hið svonefnda akademíska frelsi sé í hættu. Akademískt frelsi er ekki alveg ólíkt þinghelgi. Það er fólg- ið í því, að innan akademíunnar á mönnum að leyfast að segja hvað sem er án þess að eiga á hættu að verða látnir gjalda þess. Þetta er eins konar friðhelgi. Þetta er vegna þess að í vísindum og fræðum skiptir gagnrýni – og beinlínis niðurrifsstarfsemi – gíf- urlega miklu máli. Það er með þeim hætti sem reynir á hug- myndir og skoðanir og kemur í ljós hvort er eitthvert hald í þeim. Hvort þær geti kannski farið nærri því að vera sannar. Hugmyndin er þá sú að gagnrýni sé mikilvægur liður í að nálgast sannleikann í hverju máli. Þetta akademíska frelsi á sér aldagamlar rætur, rétt eins og akademían sjálf. Því var upp- haflega komið á til að tryggja að háskólamenn yrðu ekki sviptir lífsviðurværinu fyrir það að gagnrýna opinbera ráðamenn. Það er að segja, þetta átti að vernda þá fyrir gerræði duttl- ungafullra kónga og biskupa sem vildu ekkert heyra nema já og amen. Ráðamanna sem kannski voru móðgunargjarnir – og jafn- vel hefnigjarnir. En núna eru það ekki bara op- inberir ráðamenn sem vilja síður gagnrýni, það eru kannski frem- ur kaupsýslumenn, sem ekki vilja neikvæða umfjöllun, því að svo- leiðis er vont fyrir bissnisinn. Það er algjör óþarfi að láta eitthvert gamaldags nöldur sem á að heita „sannleiksleit“ standa í vegi fyrir góðum hagnaði. Healy segir að hann hafi fengið símhringingar frá fólki í mörgum löndum sem hefur spurt hvort óhætt sé að segja eitthvað nei- kvætt um lyfjafyrirtæki. Hann segir nauðsynlegt að sem flestir viti af þeim ógöngum sem hann lenti í í kjölfar fyrirlestrarins. Starfið sem hvarf Sagan af fyrirlestrinum dýra hefur vald- ið nokkru uppnámi meðal vísinda- manna, sem sjá í henni merki um að þeim sé ekki óhætt að láta í ljósi gagn- rýni sem getur komið illa við kaup- sýsluna hjá lyfjarisum. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan- @yourku.ca VILTU VERÐA ATVINNUFLUGMAÐUR? RÆÐIÐ MÁLIÐ VIÐ LEIÐANDI SKÓLA Í ÞJÁLFUN ATVINNUFLUGMANNA KYNNINGARFUNDUR Á ÍSLANDI: RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLAND, REYKJAVÍK laugardaginn 19. maí, 2001 kl. 14 Nánari upplýsingar veita SUSAN PRICE og FAYE WHISTLER og hjá þeim er einnig unnt að bóka einkaviðtal í tengslum við kynningarfundinn. TÆKIFÆRI SEM FÆRIR YKKUR NÝTT LÍF OG BJARTA FRAMTÍÐ Símar: +44 (0) 1865 844 284 og +44 (0) 1865 844 276 Rafpóstur: sprice@oxfordaviation.net fwhistler@oxfordaviation.net Blómaverkstæði Betu - Hfj. Félagsmenn 4x4 og aðrir ábyrgir ferðamenn. Nú er tími aurbleytunnar á fjallvegum. Hafa ber þessar aðstæður í huga áður en lagt er í ferðalög og forð- ast þannig skemmdir á vegum og landi. 3 Félagar, munið landgræðsluferðina í Þórsmörk helgina 22. - 24. júní nk. Ferðaklúbburinn 4x4 Laugavegi 27, sími 551 0102 10 ára Bjóðum 20% afslátt í tilefni afmælisins Psyllium Husk Caps FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna, hægðalosandi með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.