Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 36

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hreinn MelstaðJóhannsson gull- smiður fæddist á Húsavík 5. janúar 1931. Hann lést 5. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann Björnsson myndskeri, f. 11. janúar 1904, d. 12. nóvember 1991, og Magnea Jóelsdótt- ir, f. 6. febrúar 1904, d. 5. mars 1992. Systir Hreins er Hafdís Jó- hannsdóttir, f. 12. maí 1934. Þann 23. mars 1957 kvæntist Hreinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Elmu Nínu Þórðardóttur, f. 13. júlí 1934. Foreldrar hennar voru Þórður Pétursson, f. 15. apríl 1893, d. 24. apríl 1939, og Ágústa Ólafsdóttir, f. 18. ágúst 1896, d. 15. júní 1969. Dætur þeirra eru: 1) Ágústa, f. 11. september 1956, maki Ernst Jó- hannes Backman, dætur þeirra eru Elma Jóhanna, Ágústa Ósk og Inga María. 2) Anna Magnea, f. 21. maí 1958, maki Arnar Óskarsson, dætur þeirra eru Sara Magnea og Nína Björg. 3) Guðný, f. 21. júlí 1963, maki Ásgeir Snæbjörnsson, synir þeirra eru Snæbjörn og Markús Almar. Fyrir á hún Kristínu Ruth Jónsdóttur. Hreinn átti fyrir Guðbjörgu Ásu, f. 18. ágúst 1954, maki Stefán Magnússon, börn þeirra eru Vil- borg og Jóhann Axel. Barnabarnabörnin eru 2. Hreinn ólst upp á Húsavík en fluttist ungur til Reykjavíkur þar sem hann nam gullsmíði. Um árabil rak hann verkstæði að Skólavörðustíg 8 hjá Kornelíusi Jónssyni en síðastliðin 23 ár rak hann eigið verkstæði að Klapparstíg 27. Auk þess sinnti hann margvíslegum störfum fyrir Frímúrararegluna. Útför Hreins fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudaginn 14. maí, og hefst athöfnin klukkan 15. Það er erfið stund fyrir alla sem missa náinn ættingja eða vin, þá til- finningu þekki ég af eigin reynslu. Nú gerðist það aftur sem átti ekki að gerast, tengdarfaðir minn Hreinn M. Jóhannsson lést 5. þessa mánaðar. Hvernig gat það gerst svona snöggt og óvænt, aðeins nokkrum dögum fyrir hjartaaðgerð sem hann hafði beðið eftir og batt svo miklar vonir við. Er nokkurt réttlæti í því að menn skuli deyja á biðlista í heilbrigðis- kerfi okkar. Kynni mín af Hreini hóf- ust fyrir 25 árum þegar ég kynntist Ágústu dóttur hans. Hreinn tók mér ákaflega vel og myndaðist strax gott samband á milli okkar. Tveimur árum síðar vildi svo til að við fluttum báðir vinnustofur okkar á Klapparstíg 27, hann með gullsmíða- verkstæðið og ég með auglýsinga- stofuna. Þar störfuðum við í miklu nábýli í 20 ár, eða þar til við Ágústa fluttum með auglýsingastofuna í Garðabæinn. Hreinn var mikill lista- maður og frábær gullsmiður. Hann var mjög vinnusamur og ég minnist þess að þegar ég þurfti að vinna um helgar þá var hann alltaf mættur löngu á undan mér á Klapparstíginn og oftast búinn að þvo og bóna bílinn. Og svo hélt hann áfram að vinna uppí húsi eins og hann kallaði það. Oft var mikið brallað á verkstæðinu og alltaf leysti hann þau verkefni sem hann vann fyrir mig og marga af mínum viðskiptavinum með glæsibrag. Nær daglega kom hann yfir til mín heils- aði og spurði svo, er ég nokkuð að trufla og ég svaraði alltaf eins á móti nei, nei Hreinn minn, nú fáu við okk- ur kaffisopa. Og svo var spjallað. Mér fannst það einstakt hvað hann sýndi því sem ég var að gera hverju sinni mikinn áhuga. Hreinn reyndist okkur Ágústu alltaf einstaklega vel en sérstaklega vil ég minnast þess hve mikil áhrif hann hafði á dætur okkar. Ég held að betri afi en afi Hreinn sé vandfund- inn. Hjá dætrum okkar hefur hann sáð góðum og fallegum fræum. Við njót- um uppskerunnar. Fyrir þetta vil ég sérstaklega þakka kærum vini. Ég votta Elmu tengdarmömmu minni innilegrar samúðar og fjöl- skyldunni allri. Ernst Jóhannes Backman. Mig langar til að minnast tengda- pabba í örfáum orðum. Vinnustofa Hreins var snyrtileg og þægileg og kjörinn staður til að spjalla. Hreinn átti margvíslega reynslu að baki og á vinnustofunni deildum við reynslu okkar, styrk og vonum. Annars hlustaði Hreinn meira en hann talaði. Væntumþykju og ást sýndi hann með hlýlegu hand- taki og augnaráði. Margar minningar skjóta upp kollinum. Síðastliðið sum- ar fórum við fjölskyldan ásamt Hreini og Elmu til Siglufjarðar þar sem Hreinn rifjaði upp síldarævin- týrið sem hann sem ungur maður tók þátt í. Þar naut hann sín við að segja okkur hinum frá því sem hann upp- lifði þar. Á ferðalagi til Húsavíkur fyrir nokkrum árum, á æskuslóðir Hreins, fengum við sögur af skíða- ferðum á tunnufjölum og flest öll húsin þar áttu sína sögu sem Hreinn gat sagt. Hreinn var vanafastur í flestu og stundvís. Hreinn handfjatl- aði gull í tonnum talið en kjörgripina mat hann eftir kostunum og voru barnabörnin, ást og návist við sína, þau verðmæti sem söfnuðust upp. Sorgin er mikil við skyndilegt frá- fall Hreins. Innilegar samúðarkveð- ur sendi ég Elmu, börnum, ættingj- um og vinum. Guð, gefðu okkur þá náð að geta samþykkt með æðruleysi, það sem ekki er hægt að breyta, kjark til að breyta því sem æskilegt er að breyta, og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Neibuhr.) Arnar. Okkur langar til að minnast afa með örfáum orðum. Öll eigum við stóran sjóð sem afi hefur lagt inná, minningasjóð. Við erum svo rík af góðum minn- ingum um afa að það er engu líkt. Afi hefur tekið okkur öll í golf- kennslu eftir því sem aldurinn leyfði og var röðin komin að Snæbirni og Söru í sumar. Þá átti að hafa lapp- irnar í sundur, dilla rassinum og síð- an mátti maður slá. Samt var það svo skrítið að við gátum aldrei gert eins flott og afi gerði. Það var eins og að stíga inní æv- intýraheim að koma inná verkstæðið hans afa. Þar var allt fullt af gulli og silfri, gimsteinum, verkfærum og allskins dýrgripum, alveg eins og í ævintýrunum. Afi var okkur öllum sérstakur trúnaðarvinur því hann gerði engan mannamun, okkar vandamál voru í hans augum alveg jafn merkileg og vandamál heimsins. Afi átti alltaf svör á reiðum höndum, brjóstsykur í dularfullri málmdós, með flórsykri yfir og þannig gerði hann alla hluti svo viðráðanlega og góða. Svo var líka gott að þegja með afa og horfa á hann vinna. Hann var svo mikill töframaður, það urðu til dýrgripir í höndunum á honum sem okkur fannst hæfa kóngafólki. Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur, sama hvað var mikið að gera hjá hon- um. Hann sótti okkur á leikskólann, í skólann og var alltaf tilbúinn til að gera hvað sem var fyrir okkur. Við fengum aldrei á tilfinninguna að við værum að trufla hann, samt vitum við núna að það var alltaf mikið að gera hjá honum, að hann hafði nóg annað að gera. Afi hafði sérstakt lag á því að hvetja okkur. Hann kvaddi okkur alltaf með fallegum orðum og hvatningu eða traustsyfirlýsingu þannig að okkur leið alltaf betur eftir að hafa verið hjá honum. Að kveðja afa var alltaf einstök uppörfun; hvatningarorð, koss á kinnina, góða rakspíralyktin af honum og kitlið undan skegginu. Hann vildi allaf hafa fínt í kringum sig, kertaljós, arineld, góðan mat og eftirrétt og þá leið afa vel. Við syst- urnar vorum svo heppnar að fá að hafa afa og ömmu á síðustu jólum, en það gat orðið þrætuepli okkar barna- barnanna hver fengi að hafa þau. Við erum þakklátar fyrir minninguna um jólin, sjötugsafmælið hans í janúar, þar sem hann var svo montinn af kræsingunum hennar ömmu, afmæl- ið hennar Ágústu Óskar, veisluna heima hjá Elmu þegar hún flutti inn í nýju íbúðina sína, ferminguna hjá Ingu Maríu og afmælið þegar Gabrí- el erkiengillinn hans langafa varð eins árs. Hjá okkur verður alltaf kveikt á kerti fyrir afa. Elsku afi Hreinn, jólasveinn, besti afi í heimi. Takk fyrir allt sem þú hef- ur gefið okkur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku amma, Guð gefi þér styrk í sorginni. Elma Jóhanna, Ágústa Ósk, Inga María og Gabríel. Enn á ný er komið að kaflaskilum. Fjölskyldufaðir úr litlu ævintýragötu æskuáranna, Hreinn Melstað Jó- hannsson, hefur kvatt, aðeins sjötug- ur að aldri. Hann var kallaður úr þessum heimi alltof snögglega. Fyr- irvarinn var enginn og höggið því þungt. Enginn tími var til að kveðja né þakka honum það sem hann gaf eiginkonu sinni, dætrum, tengdason- um og fjölskyldunni allri. Hreinn var pabbinn á Smáragötu 2, í húsi þar sem þrjár systur bjuggu með foreldrum sínum og ömmu. Hin- um megin götunnar, í númer þrjú, bjuggu líka þrjár systur með foreldr- um sínum og ömmu. Vinátta milli þessara fjölskyldna var mikil og ekki aðeins voru Inga og Ágústa bestu vinkonur, heldur líka Beta og Anna Magga. Guðný, litla systirin á númer 2 og Anna, stóra systirin á númer 3 gátu þó að minnsta kosti montað sig af að allar væru þær frænkur í gegn- um mömmur sínar. Heimurinn á Smáragötu æskuáranna var fallegur heimur þar sem allir voru vinir. Börnin léku sér á götunni og í görð- um, gerðu bjölluat og þáðu súkkul- aðikökur á heimilum hver annars. Það var við hæfi að í svona ævintýra- götu leyndist ævintýraheimur. Hann var í kjallaranum á Smáragötu 2. Þangað fengum við oft að koma á kvöldin og um helgar og sjá Hrein skapa ódauðleg listaverk með hönd- um sínum. Gullið glóði, steinarnir sindruðu – og það gladdi barnssálina að fá einn slíkan skartgip að gjöf frá vinkonum sínum á stórum stundum. Við systurnar, og mamma okkar, kveðjum mikinn listamann og góðan fjölskylduföður og nágranna með hlýhug og þakklæti fyrir góð og dýr- mæt kynni. og biðjum Guð að sefa sorg Elmu, dætranna þriggja og allra þeirra sem nú eiga um sárt að binda. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (Matthías Jochumsson.) Systurnar á Smáragötu 3, Elísabet, Ingunn og Anna Kristine. Afi var góður og fimur í höndun- um. Afi smíðaði hringa og hálsmen fyrir mig og systur mína Nínu og marga aðra. Það var gott að vera hjá afa og ömmu þegar ég var veik. Við spiluðum og máluðum og afi sýndi mér hvernig gott er að mála tré. Ol- sen-drottningu kallaði afi mig því ég vann hann svo oft í Olsen Olsen. Afi HREINN MELSTAÐ JÓHANNSSON                                       !   "  #   $  !          !    " #"  $%    " #"   " #"  &"  " #" '                                      !!" ! " #$  %&! '! () * +   )! ,)  *#  #$  %&! -)% #$  %&! . ) /$ . ) ) -! #$  ,) $0 - -!) %&! $ #$  ,) "$ 1&/$$ %&! +)+) , +)+)+)2                                                           !              !     " # $%  & !    ' (      %     (  # !    )    (  * ) # +   "       $  ,# !   %  - %    ,# !    ! )%!!     . / !   %    %                                      ! "  #! $ ##  %& '(!$  (!  ')!! # (! "(* ! %   $ ##  ! $ !! %& $ ##  "  #!  +( #! $ ##  %&  %& (! ( ,  - #!                                   !     "  #  $ ## % &           ! "#          $ %&"  "#  && &"' "#  (&) *  "#    + *  "#    , ! - &"'     . &"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.