Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 37

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 37 labbaði út í búð fyrir mig og keypti ís því ég var með hita. Ég sakna hans mjög mikið, afi var besti afi í heimi. Sara Magnea. Afi var góður. Hann var skemmti- legur og hann var oft að spila við mig. Svo var hann með gott hjarta. Mér þykir vænt um afa. Nína Björg. Minningarbrotin um hann afa eru svo mörg. Við áttum svo margar alveg ótelj- andi stundir saman. Svo bauð afi okkur barnabörnun- um alltaf á öll frímurarajólaböllin og það var oftast punkturinn yfir I-ið á jólunum að fara á það ball. Það var alveg æðislega gaman. Það var þannig að þú sagðir alltaf að þú hefðir fengið mig í afmælisgjöf því ég á afmæli 3. janúar og þú áttir afmæli 5. janúar. Svo á ég aldrei eftir að gleyma þeim stundum sem við átt- um saman þegar þú komst að sækja mig á leikskólann, þá átti ég að syngja fyrir þig lögin sem ég lærði þar, og ég söng alla leiðina heim og ég fékk aldrei leið á því að syngja fyr- ir þig. Kristín Ruth. Afi minn fylgdist vel með okkur og vildi endilega að við strákarnir lærð- um golf því það var hans uppáhalds- íþrótt. Mikið var hann ánægður þeg- ar hann lánaði mér gamla golfpokann sinn með nokkrum kylfum og fylgd- ist hann með því hvort ég hefði slegið einhverja bolta. Við vorum alltaf litlu prinsarnir hans eins og hann kallaði okkur. Við munum sakna þín, afi okk- ar. Snæbjörn og Markús Almar. Við munum öll sakna afa svo mikið og viljum kveðja afa okkar með þess- ari vísu sem hann söng oft með okk- ur. Frost er úti fuglinn minn, ég finn, hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt því nú er frosið allt. En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér og biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. (Höf. ók.) Afabörnin. Elsku Hreinn minn, eða „Mr. Clean“ eins og dætur okkar kölluðu þig. – Þegar fjölskylda okkar eða að- eins mamma fór heim til Íslandsbyrj- aði hún alltaf á því að fara í gegnum alla skartgripi og fór með þá til þín. Til baka komu þeir síðan í umslagi með kveðju frá Hreini og enginn kostnaður, „aðeins einn koss á kinn- ina,“ sagði hann. Þegar ég var smá stelpa man ég eftir að þú vannst hjá Árna B. Björnssyni sem var skartgripaversl- un á horni Lækjargötu og Austur- strætis. Hvað mér þótti gaman að koma „aðeins við“ hjá þér bara til að horfa þegar þú varst a vinna með víravirki. Aldrei gat ég skilið hvernig þú gast snúið, búið til kúlur og sett þetta allt saman hvort sem það átti að vera armband eða kóróna. Um þetta leyti varstu líka að breyta kjall- aranum á Smáragötu 2 í íbúð fyrir ykkur Elmu og littlu dóttur ykkar Ágústu. Þú vannst að þessu einn og vorum við Bóbó alveg hissa á því hvað þetta lék þér vel í hendi. Stund- um baðst þú okkur um að skrapa gamalt veggfóður eða mála ofna og gerðum við okkar besta til að forðast þessi verk! Það var alveg sama hvað þú tókst þér í hendur, útkoman var alltaf dásamleg, þú varst svo fjölhæf- ur og mikill listamaður. Síðan fluttuð þið Elma á fyrstu hæð á Smáragötu 2. Anna Magnea og Guðný voru þá komnar í heiminn. Ekki get ég lýst því hvað það var dásamlegt að fylgj- ast með hvernig stelpurnar ykkar þrjár döfnuðu, þær eiga góða eigin- menn, falleg börn og barnabarn. Stoltur varstu líka þegar Guðný dótt- ir ykkar átti strák og síðan Elma „litla“ líka. Stoltur varstu af þeim alla þína ævi og varst þeim öllum mikill styrk- ur. Umhyggja þín fyrir þeim er ólýs- anleg. – Nú bið ég Guð að blessa móðursystur mína og vinkonu, Elmu, dætur ykkar og fjölskyldu og gefa þeim styrk. – Ég og við munum sakna þín mikið. Ágústa, Bob, Þóra og Elizabeth. Mikill listamaður er látinn. Ég hefi átt þess kost að kynnast honum í ein 20 ár og sjá í honum þann snillingsem gat galdrað fram hin ólíkustu form smíða, úr gulli, silfri, beinum, stein- um og tré. Hugmyndasvið hans við smíðarnar var agað, einlægt og skap- andi. Vísaði til hvers verkefnis sem hann fékkst við í það og það skiptið. Hver hlutur átti að segja sína sögu, úr hvaða efni sem smíðað var. Hreinn Melstað Jóhannsson var yfirlætis- laus og alvörugefinn. Fróður um svo margt að unun var á hann að hlýða. Ekki er lengra síðan en tvær vikur, að hann kenndi okkur, á Minjasafni Frímúrarareglunnar, hvernig greina mætti útskorna hluti úr fílabeini frá öðrum beinum. Svo hefir verið undanfarin ár er þessi hægláti séntilmaður kom reglu- lega til okkar á Minjasafnið, ræddi um hitt og þetta, með ábendingar um hvaðeina sem betur mætti fara, hvernig meðhöndla ætti hina ýmsu hluti og uppruna þeirra. Var það skólastund fyrir þá sem á hlýddu. Margir smíðamunir hans prýða Minjasafnið og minna á hann. Hreinn smíðaði nokkra hluti fyrir mig og fjölskyldu mína, endurnýjaði og lagaði hundrað ára gamalt silfur á upphlut dótturdóttur minnar, auk muna fyrir mig persónulega. Nýlega smíðaði hann og hannaði óvenjulegan og fallegan minjagrip úr jaspis og grásteini sem mér var gefinn í af- mælisgjöf. Hreinn Melstað Jóhanns- son er öllum, sem honum kynntust, ógleymanlegur. Ljúfur og rökfastur, viðræðugóður og jákvæður. Hann fylgdist með þróun tækninnar og var fljótur til að taka tölvuna í notkun í starfi sínu innan Frímúrarareglunn- ar. Minningin um hann mun lengi lifa. Ragnar Borg. Hreinn vinur minn er dáinn og minningin um góðan vin er eftir, skýr og tær. Margir einstaklingar verða á vegi manns í lífinu, en fáir eins og gullsmiðurinn Hreinn Jóhannsson. Við kynntumst fyrir tæpum tuttugu árum og fyrstu kynni okkar voru ákaflega sérstök og það tók langan tíma fyrir okkur að finna rétta tón- inn, en þegar honum var náð varð hann að fallegu og ljúfu lagi. Hann reyndist dóttur minni góður afi og mér einstakur vinur sem ávallt var gaman heim að sækja og alltaf var tími fyrir spjall. Hreinn var vinur vina sinna og ekkert verkefni var honum of stórt eða lítið þegar kom að því að greiða götu samferðafólks síns. Fáa þekki ég sem jafnfúslega leggja fram hjálparhönd líkt og Hreinn gerði. Hann var boðinn og búinn að leggja öðrum lið án skilyrða ef það var mögulega í hans valdi, hve- nær sem var. Hann var mikill lista- maður í gullsmíði og hver gripurinn á fætur öðrum varð til af nákvæmni og vandvirkni. Litla verkstæðið hans á Klapparstígnum var í senn hug- mynda- og listasetur og fundarstað- ur ólíkra einstaklinga af öllum stig- um. Hreinn var frímúrari og átti reglan hug hans allan og lagði hann drjúgan hluta af lífi sínu til starfa í reglunni og vann þar að verkefnum sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, Elmu Nínu, og fjölskyldunni allri mínar samúðarkveðjur og bið Hinn Hæsta að styrkja ykkur í sorginni. Jón Axel Ólafsson. Kæri vinur Hreinn, mig langar til þess á þessum vettvangi að tala til þín örfáum orðum. Ég er þess ekki umkominn að vita hvort þú, frá þeim stað sem þú nú dvelur á, kannt að lesa þessi skrif mín, enda er hugsun mín sett hér á blað mér sjálfum til huggunar og hugarrósemi. Þú ert nú kæri vinur horfinn yfir móðuna miklu. Dvelur nú í heimkynnum Meistar- ans mikla meðal ættingja þinna og ástvina er hurfu héðan á undan þér. Ég trúi því að þrautir þínar og las- leiki séu um garð gengin og að þú lifir lífi þínu þar sem þú ert hress og glað- ur. Að mér sækir tómarúm og sökn- uður, þrátt fyrir vitneskjuna um eilíft líf og vitneskjuna um að ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. Samt sem áður er það nú svo að ef þessi vitneskja snertir mann sjálfan er hún sár og bendir okkur á smæð okkar gagnvart almættinu. Aftur á móti er það huggun harmi gegn að okkur eru gefin fyrirheit um endurfundi. Þú félagi, vinur, þín för enduð er. á framandi ströndu að landi þig ber Við syngjum og gleðjumst hér saman um stund, en seinna við mætumst á annarri grund. Sá líknandi faðir er lífið gaf þér hann leiðir þig áfram um eilífðar veg. En minningin lifir oss mönnunum hjá á meðan að dveljumst við jörðinni á. Þó leiðir hér skilji og lund okkar sár þú læknað það getur og þerrað hvert tár. Þú bæn okkur kenndir við biðjum þig nú að breyta þeim harmi í eilífa trú. (E.B.V.) Kæri vinur. Það er skrýtið að hugsa til þess að hitta þig ekki oftar í húsinu okkar á Skúlagötunni, þar sem þú dvaldir löngum. Aldrei hitti ég þig í vondu skapi, þú hafðir aldrei lært að vola og raunir þínar barstu ekki á torg og yfirleitt léstu hinar björtu hliðar lífsins koma fram í glöðu geði og góðu viðmóti við alla. Ég vil þakka þér allar þær ánægjustundir er við áttum saman, þakka þér vináttu þína og hlýhug í minn garð. Ég sakna þín kæri vinur, og mun minningin um þig fylgja mér um ókomin ár. Þú varst góðviljaður og vingjarn- legur og vildir hvers manns vanda leysa. Þú varst hógvær maður, hæg- ur, traustur og hlýr. Í dag er mér efst í huga söknuður yfir að hafa misst þig og þakklæti – þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þakklæti til þín fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég kveð þig nú kæri vinur og bið algóðan Guð að leiða þig og styðja á þeim ókunnu leiðum er þú hefur nú lagt út á í austrinu eilífa. Ég votta konu þinni og allri fjöl- skyldunni samúð mína. Megi minningin um góðan dreng ylja ykkur, kæra fjölskylda, um ókomin ár, þótt nú um stundir hafi dregið ský fyrir sólu. Blessuð sé minning þín kæri vinur. Aðalsteinn V. Júlíusson. Augu mín hvörfluðu frá orðunum tveim að myndinni af manninum hægra megin í dálknum. Ég var far- inn að þekkja þessa mynd svo vel, hún var meira og minna í huga mín- um þegar tími gafst til kyrrðarstund- ar frá erli augnabliksins. Er látinn. Er látinn. Nei. Það sem augun tjáðu mér vildi heilinn ekki meðtaka. Ég fletti blaðsíðunni við og þar voru fleiri slíkar tilkynningar en þær komu engu róti á hugann. Er látinn. Ég fletti til baka en var litlu nær. Ég skildi það sem stóð þarna svart á hvítu, en ég gat engan veginn skilið það að vinur minn Hreinn væri lát- inn. Það gat bara ekki verið satt. Ég hafði ætlað að hitta hann þegar ég kom í bæinn á mánudeginum, þess- um sama sem birti mér í Morgun- blaðinu að hann væri látinn, en svo hafði ég ákveðið að ná fundi hans frekar á þriðjudeginum þegar tími til samfunda við hann væri meiri því ég þurfti svo margt að ræða við hann. En tíminn var búinn. Það var enginn meiri tími til bróðurlegra samveru- stunda með honum. Hann hafði þjón- að út sinn tíma hér og var farinn til æðri starfa á öðrum vettvangi hins eilífa lífs. Þangað til við hittumst þar, myndi ég verða að láta minningarnar um góðan samferðamann nægja mér. Já, við vorum samferðamenn í leit að ljósi og sannleika en jafnframt finnst mér hann einhvern veginn hafa miklu frekar verið sem ljósberi fyrir mig. Það var ekkert tilviljanakennt við kynningu okkar, það var sem allt hefði verið ákveðið löngu fyrir fram í ákveðnum tilgangi sem ég sé svo vel fyrir mér núna. Við kynntumst fyrst sl. haust og urðum strax vinir við annan fund okkar. Ekkert var eðli- legra. Þetta var mér ný reynsla og af- skaplega ljúf. Það var gaman að sækja hann heim á vinnustofuna og fá m.a. aðeins að skyggnast inn í störf hans fyrir bræður 8. stigs. Hann ljómaði gjarnan þegar hann sagði mér frá viðbrögðum þeirra er þeir sáu hugmyndir sínar fyrst orðnar að veruleika eftir að hann hafði farið þjálfuðum höndum sínum um þær, mótað í málm, útfært og litað. Ég varð þeirrar gleði aðnjótandi sumar- daginn fyrsta, er leið mín lá til þess- arar stigtöku að upplifa persónulega það hið sama er aðrir höfðu upplifað á undan mér. Ég skildi þá enn betur þá gleði sem vinur minn geislaði frá sér er hann lýsti sinni upplifun að svo miklu leyti sem honum var það heim- ilt á grundvelli siðvenjanna. Síðasta samvera okkar á lokafundi stúkunn- ar var sem endurspeglun á vináttu okkar og hugleiðingum um starfið í Reglunni. Störf hans voru hornrétt, gefandi og fögur, hann verður mér fyrirmynd í hinni konunglegu íþrótt sem er við- fangsefni frímúrara. Ég þakka vini mínum hina stuttu en jafnframt ógleymanlegu samfylgd og bið hinn hæsta höfuðsmið að blessa hann á þeim leiðum er hann nú fer um. Fjöl- skyldu hans votta ég einlæga samúð mína vegna missis þeirra. Örn Egilsson, Glitnisbróðir. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.