Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÉTTARHÁLS 2 - VERSLUNARHÚSNÆÐI Til sölu mjög gott ca 1.300 fm verslunarhús- næði við Réttar- háls nr. 2 við hliðina á Rekstr- arvörum. Hús- næðið hefur mik- ið auglýsingagildi og býður uppá ótal nýtingarmöguleika svo sem verslunarhús, þjónustu, lager eða iðnað. Mikil lofthæð og stórir gluggar. Stórar innkeyrsludyr. Húsnæðið er í mjög góðu ástandi m.a. með góðu loftræstikerfi, vandaðar skrifstofur, kaffistofa með innréttingu o.fl. Stórt malbik- að bílaplan. Áhv. 64 millj. Einkasala. Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. TUNGUHÁLS - LEIGA Til leigu mjög gott nýtt iðnaðar-, lager- eða þjónustuhúsnæði á jarðhæð. Stærð húsnæðisins er um 650 fm og eru á því 6 stórar innkeyrsludyr, 4,4 m háar. Lofthæð er um 7 m og möguleiki á millilofti að hluta. Stór lóð. Húsið hefur mikið auglýsingagildi frá Suðurlandsvegi. Leigist í einu eða tvennu lagi. Til afhendingar strax. Upplýsingar veitir Ásbyrgi fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, sími 568 2444. Falleg 3-4 herbergja íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjórbýli. Rúmgóð og björt stofa. Parket á öllum gólfum nema á baði, þar eru flísar. Guðjón og Valbjörg taka vel á móti ykkur í dag, sunnu-dag, milli kl. 13 og 15. Verið velkomin. OPIÐ HÚS - FREYJUGATA 25 Einbýlishús GRJÓTASEL Ca 400 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Samþykkt 4ra herb. aukaíbúð á jarðhæð. Selst sam- an eða í hvort í sínu lagi. Raðhús GLÓSALIR Glæsilegt 190 fm rað- hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á frábærum útsýnisstað. Selst til- búið að utan og með grófjafnaðri lóð en fokhelt að innan. Verð 13,9 millj. 4 herbergja ÁLFTAMÝRI 4ra herbergja 100 fm á annarri hæð með bílskúr. Verð 13,4 millj. STRANDGATA HAFNARF. 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í tvíbýli. Verð 11,4 millj. Laus. Lyklar á skrifstofu. 3 herbergja ASPARFELL Góð íbúð á 6. hæð í fjölbýli. Frábært verð, 8,9 millj. ÁSTÚN KÓPAV. Glæsileg 3ja herb. íbúð á annarri hæð með sérinng. FLÉTTURIMI Stórglæsileg íbúð á jarðhæð með bílageymslu. Verð 11,9 millj. Laus, lyklar á skrifstofu. SAFAMÝRI Góð 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Verð 9,5 millj. Laus, lyklar á skrifstofu. 2 herbergja FREYJUGATA Nýstandsett 2ja herbergja íbúð í bakhúsi. Atvinnuhúsnæði AKRALIND 1 Ca 140 fm nýtt at- vinnuhúsnæði á jarðhæð með góðum innkeyrsludyrum. Verð 13 millj. AUSTURSTRÆTI - „PÖBB“ 160 fm atvinnuhúsnæði á jarhæð, ásamt veitingarekstri, „pöbb“. Verð 26 millj. með rekstrinum. Hagstætt lán kr. 25 millj. Greiðslubyrði á mán. 240 þús. ÁRMÚLI 315 fm skrifstofuhúsnæði með glæsilegu útsýni. Verð 26 millj. Áhv. 25 millj. til 25 ára. FISKISLÓÐ 255 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Tvennar innkeyrsludyr. Verð 20 millj. HAFNARBRAUT KÓPAV. 150 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum. Til- valið að breyta í tvær íbúðir. Verð 10 millj. Ármúla 20, 2. hæð. Sími 568 3040. Fax 588 3888. Guðmundur Þórðarson hdl., lögg. fasteignasali. Ingimundur Jónsson sölustjóri. Þjónustubýli á Suðurlandi Bitra er í ofanverðum Hraun- gerðishreppi um 12 km fyrir austan Selfoss. Jörðin er um 200,0 ha að stærð, þar af ræktað land u.þ.b. 35,0 ha. Íbúðarhúsið er stórt og vand- að að upprunalegri gerð og stendur á háum ávölum bala vestan við þjóðveg nr. 1, mal- bikað heim í hlað. Í húsinu er og hefur verið rekin ferðaþjónusta og skyldur rekstur undanfarin ár. Engum blandast hugur um sem kemur heim á hlað á þessum bæ að hér eru ótal tækifæri fyrir dugmikið og hugmyndaríkt fólk sem vill eignast sitt kóngsríki í sveit. Til greina kemur að selja einstaka hluta af jörðinni sér. Fjöldi mynda á heimasíðu okkar bakki.com og bitra.is. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum Bakka. Sigtúnum 2, 800 Selfossi, sími 482 4000,heimasíða http://www.bakki.com SKÓLASTJÓRNENDUR Engja- skóla, Hildur Hafstað skólastjóri og Guðrún Erla Björgvinsdóttir aðstoð- arskólastjóri, hafa fengið foreldra- verðlaun landssamtakanna Heimilis og skóla. Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla, sagði Hildi og Guðrúnu vera vel að verðlaununum komnar þar sem þær hefðu af miklu frumkvæði unnið að uppbyggingu og þróun foreldrasamstarfs í Engja- skóla en foreldra- og kennarafélag skólans var stofnað strax haustið 1995 þegar skólinn tók til starfa. „Þeirra fyrsta verk þegar fyrsta stjórn félagsins hafði verið kosin var að afhenda henni lykla að skólanum með þessum orðum: „Þetta er ykkar skóli.“ Æ síðan hafa þær stutt, ekki aðeins í orði heldur í verki, hverja þá hugmynd foreldra sem stuðlað getur að öflugri og betri samskiptum for- eldra, nemenda og skóla,“ sagði Jón- ína við verðlaunaafhendinguna. Könnun á vegum Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur hefur einnig sýnt að foreldrar í Engjahverfi eru hvað já- kvæðastir í garð skóla síns af for- eldrum í Reykjavík. Skólinn hefur einnig verið valinn annar af tveimur móðurskólum í foreldrastarfi enda er þar markvisst stuðlað að því að bæta námsárangur nemenda í sam- vinnu við foreldra og auka samvinnu heimila og skóla. Hildur þakkaði þann heiður sem henni og Guðrúnu var sýndur en benti á að foreldrafélag Engjaskóla ætti einnig heiður skilinn því að þar hefði starfað úrvalsfólk frá fyrsta degi. „Fólk sem hefur viljað og alltaf verið tilbúið að koma og hjálpa til ef á hefur þurft að halda. Foreldrar geta haft mikil áhrif á skólastarfið og mik- ilvægast er að skólarnir gefi foreldr- unum raunverulegt tækifæri til þess að ná áhrifum. Það er sannfæring okkar að því meiri þátt sem foreldrar taka í skólastarfinu því líklegra er að skólastarfið verði gott. Við sjáum fyrir okkur öflugt foreldrastarf í landinu því það getur stutt við nem- endur og haft mótandi áhrif á and- ann í skólanum sem og á viðhorf nemenda til náms,“ sagði Hildur. Guðrún tók undir og kvaðst vilja sjá foreldra koma enn frekar inn í skólana til þess að hvetja bekki til að setja sér markmið og aðstoða nem- endur við að ná þeim. „Þannig sam- starf getur haft bein áhrif á starf og stöðu skólanna.“ Foreldraverðlaunin eru veitt með því markmiði að vekja jákvæða at- hygli á grunnskólunum í landinu og því starfi, launuðu sem ólaunuðu, sem nemendur, foreldrar og kenn- arar vinna þar. Verðlaunin eru veitt árlega og var þetta í sjötta sinn sem það er gert. Tilnefningar hljóta þeir sem hafa á eftirtektarverðan hátt unnið góð störf í þágu foreldra og barna á yfirstandandi ári. Sérstak- lega er litið til nýjunga og verkefna sem efla tengsl heimila og skóla og auka virkni foreldra, kennara og nemenda í slíku starfi. Tólf aðilar og skólar voru tilnefnd- ir til verðlaunanna og hlutu viður- kenningu fyrir vel unnin störf. Stjórnendur Engjaskóla hljóta foreldraverðlaun Stuðlað að aukinni sam- vinnu heimila og skóla Morgunblaðið/Jón Svavarsson. F.v. Jónína Bjartmarz, formaður samtaka Heimilis og skóla, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Hildur Hafstað, skólastjóri Engja- skóla, og Guðrún Erla Björgvinsdóttir aðstoðarskólastjóri. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Garðatorg - Gbæ - Lyftuhús Vorum að fá í einkasölu á þessum frábæra stað glæsilega 3ja herb. 101 fm íbúð á 3. hæð í þessu góða fjölb. Vandaðar innréttingar. Stæði í bílskýli. Stutt í alla þjónustu. Ákv. sala. Verð 15,2 millj. 31879 Ásbúðartröð - Hf. - M. bílskúr Nýkomin í einkasölu 133 fm miðhæð í virðulegu steinhúsi, á frábærum útsýnisstað, ásamt 35 fm bílskúr. Eignin er í mjög góðu ástandi, tvöföld stofa, borðstofa, sérinngangur, suðursvalir. Ákveðin sala. Sjá myndir á hraunhamar.is. Verð 14,9 millj. 77023 Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.