Morgunblaðið - 13.05.2001, Side 49

Morgunblaðið - 13.05.2001, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 49 HVAÐ heldurður að maður sé aðtala um þótt einhver hafi ein- hvern tíma sagt eitthvað,“ sagði konan og hló lítil- lega. Ég hugsaði með mér að þeir sem væru að fara til Indlands til þess að kynna sér þar mannræktarstefnu í skólastarfi gætu sennilega allt eins talað við þessa 100 ára konu. Það rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var stelpa í sveit þar sem var margt aldrað fólk þá heyrði ég aldrei frá því illt umtal um neinn. Hins vegar grunaði mann fastlega að eitthvað væri einkenni- legt á bak við stuttar þagnir, and- vörp og orðin: „ já – það er nú það, – blessað fólkið!“ Aldrei fékk maður þó neitt þvílíkt staðfest þótt reynt væri. Aðeins einu sinni brást öldruð kona á bænum stygglega við í um- ræðum. Þá var hún að skoða gamalt Morgunblað þar sem var á baksíðu mynd af fólki með hrífur að raka ný- slegið gras á Arnarhóli. „Þarna er það að hirða töðuna sína fólkið,“ sagði hún og horfði á myndina. „Nei,“ sagði ég dálítið yf- irlætislega. „Ekki aldeilis, þessu heyi er öllu hent.“ „Nú er ég aldeilis hlessa að heyra til þín Guðrún litla, – að fólkið hendi töðunni, nú segir þú ekki satt,“ sagði hún bæði sár og reið. „Jú, þetta er alveg satt,“ sagði ég, þar sem ég sat á dívani með bakið upp við vegg og stoppaði í sokka. „Nei, nú trúi ég þér alls ekki, Guðrún litla,“ sagði hún snúðug og fór fram í eldhús. Þetta var það harkalegasta sem þessi aldraða kona sagði við mig þau ellefu sumur sem við vorum sam- tíða. Hún kvartaði heldur aldrei svo ég muni – nema þegar hún fékk tannpínu. Þá fór hún suður til Reykjavíkur í rútu og ég var látin verða henni samferða. Hún var bíl- veik og ég viðurkenni að þá barmaði hún sér dálítið. Eftir þetta var henni tannheilsa mín og bræðra minna hugleikin. Þegar við vorum eitt sinn sem sem oftar að bursta í okkur tennurnar með Colgate-tannkremi kom hún í gættina og sagði: „Þið ættuð ekki að vera að bursta í ykkur tennurnar, þá fer þessi góða gula húð,“ sagði hún áhyggjusamlega. Þetta hafði gamall húsbóndi hennar, virtur fræðimaður, sagt henni fyrir löngu. Við krakkarnir spýttum út úr okkur hvítfreyðandi tannkreminu og fannst þetta ekki góð speki. Ég veit ekki hvað skal segja um „gulu húðina“ á tönnunum, en hitt veit ég að hugarheimur þessarar öldruðu konu var þess konar að hún hefði sómt sér með prýði sem kenn- ari í indverskum mannræktarskóla. Þegar ég hlustaði á hógvært tal hinnar 100 ára konu sem ég gat um í upphafi þessara hugleiðinga og heyrði hve kurteis hún var, notalega glaðvær og laus við kvartanir og víl, þá gat ég ekki annað en hugsað með mér að kannski hefðum við Íslend- ingar ekki endilega „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Það er kaldhæðnislegt að við skulum þurfa að leita alla leið til Indlands til þess að læra á ný að manngildi sé ekki síðri grundvöllur að farsæld í lífinu en harkalegar menntunarkröfur og peningasjón- armið samtímans – með allri þeirri eigingirni sem því fylgir. Þegar ég hlusta á illmælgi, sjálfs- vorkun, síngirni og hroka, sem á stundum lita tal viðmælenda t.d. í fréttaþáttum, kemur fyrir að ég loka augunum og hverf í huganum inn í litla stofu, heyri fiskiflugurnar suða á sólbökuðu bárujárninu fyrir utan gluggann og títtnefnda aldraða vinkonu mína tauta fyrir munni sér: „Já, – það er nú það, – blessað fólk- ið!“ Þjóðlífsþankar / Þurfum við að fara til Indlands? Blessað fólkið Um daginn heyrði ég brot af viðtali við 100 ára gamla konu. Hún var létt í máli og glaðleg og hafði frá ýmsu að segja. Ég hlustaði á frásögn hennar og fannst hún á einhvern hátt ólík því sem gerist í viðtölum nútímans en gerði mér ekki strax grein fyrir á hvern hátt. Spyrjandi tók greinilega eftir þessu líka og áttaði sig á hvað væri óvenjulegt. „Þú talar vel um alla,“ sagði hann dálítið hissa. „Já, blessaður vertu, ég hef ekki ástæðu til annars,“ sagði kon- an. Spyrjandinn áleit að einhvern tíma hlyti nú einhver að hafa komið illa fram við hana á hundrað ára vegferð. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur INNLENT GRETAR L. Marinósson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyr- irlestur á vegum Rannsóknarstofn- unar KHÍ næstkomandi þriðjudag, 15. maí, kl. 16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M 201 í aðalbyggingu Kenn- araháskóla Íslands við Stakkahlíð og með fjarfundabúnaði í Menntaskól- anum á Ísafirði, Dalvíkurskóla, Verkmenntaskóla Austurlands, Höfðaskóla á Skagaströnd, Rann- sóknarsetrinu Vestmannaeyjum, Hofgarði í Öræfasveit, Grunnskólan- um í Borgarnesi og Háskólanum á Akureyri. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Gretar mun fjalla um rannsókn á einum íslenskum grunnskóla. Rann- sóknin hafði þann tilgang að skoða hvernig skólinn bregst við fjöl- breyttum námsþörfum nemenda sinna og jafnframt að skýra þessi viðbrögð. Í þeim tilgangi fylgdist hann með starfi skólans í rúmlega tvö ár og aflaði gagna frá nemend- um, kennurum, stjórnendum, for- eldrum, skólaskrifstofu og sérfræð- ingum. Rætt um við- brögð grunn- skóla við náms- þörf nemenda Frá Rannsóknar- stofnun KHÍ TAL HF. og Sertilbod.is hafa farið af stað með nýja þjónustu sem gefur viðskiptavinum Tals tækifæri á að fá tilkynningu um tilboð og útsölur send í Tal GSM-síma sinn, beint af Sertilbod.is. Tilboðin eru valin sérstaklega úr tilboðsbanka Sertilbod.is. Á heima- síðu Sertilbod.is, http://www.sertil- bod.is, er hægt að skoða tilboð úr öll- um flokkunum sem eru alls 62 talsins. „Sértilboð.is hafa starfað í um hálft ár og hafa það að markmiði að aðstoða íslenska neytendur við að versla ódýrar með því að safna sam- an og skrá öll tilboð auglýst frá ís- lenskum fyrirtækjum. Neytandinn getur þannig fundið vöru eða þjón- ustu sem hann eða hún hyggst kaupa á ódýrara verði en ella,“ segir í fréttatilkynningu. Þjónustan er ókeypis og fyrirtæki geta líka skráð tilboð ókeypis. Tilboð og útsölur í Tal GSM-símann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.