Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 50

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÚN er undarleg umfjöll- un alþingismanna um boxið með rangnefninu hnefa- leikar. Þetta er nefnilega ekki íþrótt, heldur grein af ofbeldi sem skynsamir al- þingismenn höfðu vit á að banna á sínum tíma, enda getur það varla verið sjálf- stæðismál að mega lumbra svo á náunga sínum að það hafi jafnvel í för með sér dauða eins og dæmin sanna. Næg eru axarsköft alþingismanna fyrir þó að það bætist ekki við að leyfa þessa vitleysu. Íþróttamaður. Meðreiðarsveinar og annað gott fólk HVERS konar fólk eru Ís- lendingar eiginlega? Sjálf- stæð þjóð með ríka réttlæt- iskennd sem gerir okkur fært að standa hnarreist undir blaktandi fánum á 17. júní, stolt yfir stöðu okkar í samfélagi þjóðanna, eða til- finningakaldir meðreiðar- sveinar sem standa að- gerðalausir og horfa upp á þennan harmleik sem fram fer í Ísrael um þessar mundir án þess að lyfta litla putta. Meðhöndlun hvíta minnihlutans á blökku- mönnum í Suður-Afríku var til að mynda hreinn sunnudagaskóli samanbor- ið við þessar aðfarir. Það er lögum samkvæmt skylda hvers manns að koma manneskju í neyð til hjálp- ar og þess vegna er það gersamlega óviðunandi að láta sem ekkert sé. Ef ein- hver dugur væri bak við stóru orðin ættu Íslending- ar að mótmæla þessu aug- ljósa harðræði með öllum tiltækum ráðum. Því miður er það ekki nýtt að kirkj- unnar menn láti fara lítið fyrir sér í svona stórpólitík og einbeiti sér að einhverju öðru. Með þessu bréfi þvæ ég hendur mínar af lítil- mannlegri framkomu Ís- lendinga í þessu ljóta máli. Jónatan Karlsson. Til þroskaheftra á Suðurnesjum ÉG vil þakka þeim fyrir hlýjar og góðar móttökur sem ég fékk hjá þeim hinn 8. september sl. Einnig vil ég þakka þeim fyrir bókina og boðskortið sem þeir sendu mér hinn 14. október sl. og jólakortið. Guð blessi ykkur öll. Helga Skaftfeld. Tapað/fundið Dúkka í óskilum SVERTINGJADÚKKA í blárri úlpu og gulum og grænum buxum hefur verið í óskilum í farmiðasölunni á Umferðarmiðstöðinni síðan í haust. Dúkkan gleymdist í rútu frá Sæmundi frá Borgarnesi. Upplýsingar í síma 552-2300. Dýrahald Fallega kettlinga vantar heimili HALLÓ, við erum fjórir vel upp aldir og fallegir tveggja mánaða kettlingar sem erum að leita okkur að góðum framtíðarheimilum. Upplýsingar hjá Hrafnhildi í síma 690-1477 milli kl. 16 og 19 í dag. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Box – hnefa- leikar Morgunblaðið/KristinnHjólað í vorblíðunni. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 undir eins, 4 áhöldin, 7 fálætið, 8 sundfuglinn, 9 spök, 11 þvengur, 13 báru, 14 sterk, 15 nokkuð köld, 17 klettasnasar, 20 gera vitstola, 22 tungl, 23 ótti, 24 víður, 25 heyið. LÓÐRÉTT: 1 daunn, 2 mannsnafn, 3 vitlaus, 4 naut, 5 ílát, 6 konu, 10 hefur í hyggju, 12 grjót, 13 smákorn, 15 býr til, 16 kvendýrum, 18 slægjulandið, 19 und- irnar, 20 tryllir, 21 sárt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gæfulegur, 8 ruddi, 9 tudda, 10 næi, 11 mærin, 13 lúrir, 15 árann, 18 sigur, 21 ætt, 22 mótað, 23 æskir, 24 hamslausa. Lóðrétt: 2 ældir, 3 uxinn, 4 eitil, 5 undur, 6 fróm, 7 saur, 12 inn, 14 úti, 15 álma, 6 aftra, 17 næðis, 18 stæla, 19 gikks, 20 ræra. Víkverji skrifar... VÍKVERJI tekur áformumStöðvar 2 um að færa kvöld- fréttir sínar fram til kl. 18:30 fagn- andi og telur breytinguna hiklaust til batnaðar. Þar með hafa verið slegnar tvær flugur í einu höggi; annars vegar að snúa úr vörn í sókn í áhorfi á fréttatíma stöðvarinnar og hins vegar að koma til móts við þá fjölmörgu sem vilja gjarnan fylgjast vel með fréttum og hefur sviðið að tvær stærstu stöðvarnar skuli senda út fréttaþætti sína á sama tíma. Í mörgum löndum hafa stöðvar komið sér saman um þessi efni svo ekki þurfi að koma til óþarfa árekstra. Það er ekki svo mikið búið til af ís- lensku efni að það þurfi að sýna það allt á sama tíma. x x x RAUNAR hefur Víkverji á til-finningunni að Stöðvarmenn hafi stigið jafnvel meira heillaspor en þeir hugðu, með þessum breyt- ingum sínum. Hann minnist þess að forsvarsmenn Ríkissjónvarpsins hafi fært fréttatíma sinn frá kl. 20 til 19 fyrir aðeins rúmu ári og sagt ástæðuna vera breytta hagi lands- manna og annað lífsmynstur. Marg- ir fylltust efasemdum, en á daginn hefur komið að þetta var skref í hárrétta átt og fréttastofa Sjón- varpsins hefur í kjölfarið sótt mjög í sig veðrið og náð tíu prósenta for- skoti á keppinautinn í skoðanakönn- unum, eftir að jafnt hafði verið kom- ið á með fréttatímum stöðvanna um árabil. Íslendingar hafa semsé tekið því fagnandi að eiga kvöldin frí fyrir annað en fréttir og þess vegna telur Víkverji að fréttir Stöðvar 2 á nýj- um tíma getið jafnvel skotið RÚV ref fyrir rass. Þegar kemur að frétt- um er stórt atriði að geta verið á undan öðrum – skúbbað eins og það heitir á talmáli fjölmiðlafólks. x x xx BENDA má á að kvikmyndahús-in breyttu sýningartímum sín- um fyrir ári og fórnuðu meira að segja hinu heilaga níu-bíói. Afrakst- urinn hefur orðið meiri bíósókn, ekki síst eldra fólks og þar sem áð- ur var ágæt sókn kl. 21 en verri á síðbúnum sýningum kl. 23 eða það- an af seinna, eru nú vel sóttar sýn- ingar bæði kl. 20 og svo aftur kl. 22. Ekki síst hefur fjölskyldufólk tekið þessu fagnandi þar sem nýir sýn- ingartímar henta betur fyrir barnapíurnar sem komast nú fyrr heim en ella. x x x Á HINN bóginn getur Víkverjiekki annað en lýst miklum vonbrigðum ef satt reynist að Stöð 2 hyggist blása af morgunsjónvarp- ið frá og með 1. júlí nk. Í nokkur ár hefur umsjónarfólki morgunsjónvarpsins, ekki síst þeim Snorra Má Skúlasyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur, tekist að skapa sér sérstöðu með býsna vandaðan og efnisríkan morgunþátt fyrir bæði útvarp og sjónvarp. Erlendis er löng hefð fyrir morgunsjónvarpi og nýtur það mikilla vinsælda og Vík- verji hélt sannast sagna að sífellt fleiri kveiktu á sjónvörpum sínum í morgunsárið og hefðu þáttinn undir morgunverkunum. Víkverji telur að það yrði stórt skref aftur á bak að leggja af morg- unsjónvarpið sem Stöð 2 hefur af framsýni komið á og skapað hefð fyrir hér á landi. Þótt um stund- arsakir ári illa í efnahagslífinu er varla ástæða til svo róttækra að- gerða, eða hvað? Skipin Reykjavíkurhöfn: Sat- urnus kemur og fer í dag. Cidade de Am- arante, Arnomendi P-63 og Lagarfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 14 félagsvist, Handa- vinnusýning: Sýning á munum sem unnir hafa verið í félags- og þjón- ustumiðstöðinni Afla- granda 40 í dag frá kl. 13–17. Tónlist, danssýn- ing, hátíðarkaffi frá kl. 13–17. Allir velkomnir. Vegna handavinnusýn- ingarinnar fellur boccia niður mánudaginn 14. maí. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Munið hálendisferðina þriðjud. 15. maí kl. 11 ATH: Miðasala á loka- hófið er hafin.Uppl. hjá Svanhildi, sími 5868014 e.h. og 5666377 h.s. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10–13 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morg- un kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hárgreiðslustofan opin. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánud. 14. maí: boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10, skyndi- hjálp kl. 14, þriðjudag 15. maí: skyndihjálp kl. 14. Miðvikudag 15. maí spilað í Holtsbúð kl. 13.30. ATH. breyttan dag. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun, mánudag, verða púttæfingar í Bæjarútgerðinni kl. 10– 11:30, tréútskurður í Flensborg kl. 13, félags- vist kl. 13:30. Á þriðju- dag saumur og bridge. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20 Caprí– Tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla fellur niður. Söngvaka kl. 20. Ath. breyttan tíma, óvænt uppákoma. Göngu-Hrólfar koma í heimsókn. Stjórnandi Gróa Salvarsdóttir. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, dans fellur niður. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga, mið- vikudagar kl. 11–16 bænastund, súpa í há- deginu, spilað frá kl. 13– 15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák. Í dag milli kl. 14 og 18 er seinni dagur vorsýn- ingar á skraut- og nytja- hlutum eldri borgara. Hagleikssmiðjur verða í gangi frá kl. 15–16, þar sem unnið verður m.a. að japönskum penna- saum, postulínsmálun, glerskurði og vatnslita- málun. Allir velkomnir, vöfflukaffi. Gullsmári Handa- vinnusýning eldri borg- ara verður í Gullsmára í dag kl. 14–17, sýninging hefst á kórsöng Söng- vina sem er kór aldr- aðra undir stjórn Sig- urðar Bragasonar, leikfimihópur undir stjórn Margrétar Bjarnadóttur sýnir leik- fimidansa, kl. 15. lista- smiðja Guðrúnar Vig- fúsdóttur sýnir þrjár mismunandi aðferðir myndvefnaðar í römm- un og fínni og grófari vefnað í vefstólum, einnig verður sýnd ker- amikmálun. Myndlist- arsýning leikskólabarna frá Arnarsmára opnuð um helgina. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un verður bókasafnið op- ið kl. 12–15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kór- æfing, kl. 12.15 dans- kennsla, framhald, kl. 13.30 danskennsla, byrj- endur. Mánudaginn 21. maí verður farið á hand- verkssýningar að Hvassaleiti og Norð- urbrún. Lagt af stað kl. 13. Allir velkomnir. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára spilar brids í Gullsmára 13 á mánud- og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Kristniboðsfélag karla fundur verður mánu- dagskvöldið 21. maí í Kristniboðssalnum Háa- leitisbraut 58–60 kl. 20. Benedikt Arnkelsson hefur biblíulestur. Allir karlmenn velkomnir. Hana-nú, Kópavogi. Spjallstund verður mánudaginn 14. maí kl. 14 á Bókasafni Kópa- vogs. Rætt verður um sögu Hana-nú og vænt- anlega ferð á Njáluslóðir hinn 29. maí. Allir vel- komnir. Kvenfélag Seljasóknar, haldið verður upp á 20 ára afmæli Kvenfélags- ins. Hefst dagsskráin með messu kl. 14. Af- mæliskaffi. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Grens- ássóknar. Árleg kaffi- sala félagsins verður í Safnaðarheimilinu í dag, frá kl. 15–17. Tekið á móti kökum eftir kl. 10 sunnudag. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 14. maí kl. 20. Gestir fundarins eru konur úr Kirkju- nefnd Akranessóknar. Góð skemmtiatriði. Kvenfélag Hreyfils. Fundur verður þriðju- daginn 15. maí kl. 20. Ath. breyttan fund- ardag. Kvenfélag Grens- ássóknar. Vorfundur félagsins verður í safn- aðarheimilinu mánudag 14. kl. 20. Íslenska bútasaums- félagið. Sýning á búta- saumsteppum félags- manna vikuna 5.–13. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opið kl. 10–19 virka daga og kl. 12–18 um helgar. Í dag er sunnudagur 13. maí, 133. dagur ársins 2001. Mæðradagurinn. Orð dagsins: En afbrotamönnum verður útrýmt öllum samt, framtíð- arvon óguðlegra bregst. (Sálm. 37, 38.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.