Morgunblaðið - 13.05.2001, Side 58

Morgunblaðið - 13.05.2001, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stofnfundur Borgarfjarðardeildar verður fimmtudaginn 31. maí á Hótel Borgarnesi kl. 17.00. Kynningarfundur um væntanlegar byggingar Búmanna verður á Hótel Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 27. maí kl. 20.30. Aðalfundur Búmanna hsf. verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík laugardaginn 9. júní nk. kl. 15.00. Aðalfundur Búmanna og aðalfundir deilda Búmanna Eyjafjarðardeild föstudaginn 25. maí kl. 17.00 Alþýðuhúsinu, 4. hæð á Akureyri. Múlaþingsdeild laugardaginn 26. maí kl. 16.00 í Félagsmið- stöðinni Miðvangi á Egilsstöðum. Skaftafellsdeild sunnudaginn 27. maí kl. 14.00 í Ekrunni á Höfn í Hornafirði. Suðurlandsdeild mánudaginn 28. maí nk. kl. 20.30 í Þinghús- kaffi, Breiðumörk 25 í Hveragerði. Suðurnesjadeild þriðjudaginn 29. maí kl. 20.30 í Glaðheimum í Vogum. Hafnarfjarðardeild miðvikudaginn 30. maí kl. 20.00 í Gaflinum í Hafnarfirði. Húsnæðisfélagið Búmenn, Hverfisgötu 105, Reykjavík. Skrifstofa er opin frá kl. 9 til 17. Sími 552 5644. NEW YORK-búinn Joe Saccolenti í efsta sæti Time Mag-azine yfir bestu myndasög- ur síðasta árs fyrir tímamótaverk sitt Safe Area Gorazde og kom í raun mörgum á óvart að hann skyldi ekki vinna Pulitzer-verðlaunin í ár. Bókin segir frá þeim fjórum mánuðum sem Sacco eyddi í smábænum Gorazde í Bosníu á árunum ’95–’96 og fólkinu sem hann kynntist á þeim tíma. Gor- azde var eitt af svokölluðu öryggis- svæðum sem áttu eftir að snúast upp í fullkomna andstæðu sína. Sacco kemur inn eftir að umsátrinu er í reynd lokið en í gegnum viðtöl við íbúana þar sem fólkið fær að segja sorglegar og oft á tíðum ógnvekjandi sögur sínar tekst honum að fá lesand- ann á sitt band og fær mann til að finna til samkenndar með því fólki sem áður var bara tölur á blaði eða andlit á fréttamyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sacco er með frétta- flutning í myndasöguformi því hann hefur áður skrifað bókina Palestine um heimsókn sína til hernumdu svæðanna þar. Varð ástfanginn af Gorazde „Ég fór til Gorazde vegna þess að ég var búinn að vera í Sarajevo í sex mánuði,“ svarar Joe Sacco að- spurður. „Það var nýhafið vopnahlé og bílalestir voru því byrjaðar að fara til Gorazde með reglulegu millibili, mig langaði til að prófa eitthvað nýtt þannig að ég hugsaði með mér: „Ég fer til Gorazde og svipast um í nokkra daga.“ Bara vegna þess að ég gat það. Þegar ég var kominn þangað varð ég alveg ástfanginn af staðnum. Af andrúmsloftinu og hvernig fólkið tók á móti mér af svo mikilli gest- risni. Í Sarajevo eru allir orðnir dauðþreyttir á útlendingum en í Gor- azde var fólkið svo ánægt að sjá nýtt andlit. Þú verður að skilja að þau voru búin að vera umsetin í 3½ ár þannig að það að einhverjir væru byrjaðir að komast inn var mjög in- dælt fyrir íbúana. Fólkið sem komst inn var bæði uppspretta frétta og skemmtunar. Þetta fólk hafði ekki fengið að segja sínar sögur. Það var ánægt að fá að segja sögu bæjarins ólíkt Sarajevo þar sem fólkið var orð- ið hundleitt á að segja hana. Þetta var eitt af þessum skiptum þar sem allt small saman og ég hugsaði: „Þetta ætti ég að gera að aðalsögunni minni. Þetta er staður sem mun enda sem neðanmálsgrein í sögubókum nema ég minnist á hann hér og nú.“.“ En af hverju kaustu að nota myndasöguformið til að tjá söguna? Var það alltaf hugmyndin? „Já, vegna þess að þetta er það sem ég geri. Ég stunda blaða- mennsku í myndasöguformi. Það er ekki eins og ég hafi farið þangað og skyndilega ákveðið að þessi saga væri betur sögð sem myndasaga. Ég tel að myndasagan sé góð leið til að segja þessa sögu vegna þess að í Bandaríkjunum hefur fólk mjög tak- markaðan áhuga á erlendum frétt- um. Myndasögur eru hluti af popp- menningunni og þess vegna virðast þær vekja áhuga fólks sem venjulega myndi ekki lesa um flókið ástand eins og Bosníustríðið. Mér líkar mjög vel við góða blaðamennsku en það er eitthvað við hana sem oft lætur hana fölna. Því að einn daginn ertu að lesa dagblaðið og daginn eftir það ertu búinn að snúa þér að einhverju öðru. En ef þú upphefur blaðamennsku að vissu leyti og gerir hana að list þá geta áhrifin varað lengur. Fólk mun líta á þetta árum seinna, vona ég. Ég tel að myndasögur séu frábær leið til að segja svona sögur því þær taka lesandann og flytja hann á þennan stað. Til dæmis vildi ég sýna lesand- anum hvernig Gorazde leit út. Vegna þess að þegar ég var að lesa um Gor- azde u.þ.b. 1994 þá hafði ég enga hugmynd um það. Þetta var ekki al- vöru staður í mínum huga, bara nafn í dagblaðafrétt. Mín hugmynd er að gera þetta að einhverju meira en bara nafni. Þetta er áþreifanlegur staður. Byggingarnar eru eins og ég teiknaði þær. Ég vil að lesandinn, ef hann skyldi fara einhvern tímann til Gorazde, geti sagt: „Ég kannast við þennan stað! Ég þekki hann!“.“ Ekki bjartsýnn á framtíð Bosníu Telurðu að þú náir þessum áhrif- um betur með teikningu en með ljós- mynd? „Mér finnst ljósmyndin vera mjög gott tæki en ljósmyndari í sömu að- stöðu myndi reyna að segja alla sög- una með einni mynd. Og ég virði það en það sem ég er að reyna að gera er að skapa andrúmsloft með röð af myndum. Ég vil sýna fólk að höggva við og því um líkt. Ég vil að lesandinn sjái þessa hluti í bakgrunninum allan tímann svo að fólki fái þá tilfinningu að þetta sé alltaf í gangi. Ef maður sér ljósmynd af einhverjum að höggva við þá hugsar maður: „Þetta er bara einhver að höggva við.“ Með endurteknum myndum, sem er það sem myndasögur eru; ein mynd á eft- ir annarri, þá prentast það ómeðvitað inn í höfuðið á lesandanum að þetta sé stöðugt í gangi. Þ.e.a.s ef maður sýnir það nógu oft.“ Hver er framtíð Bosníu? „Ég er enginn stjórnmálaspek- ingur eða sérfræðingur í utanrík- isstefnu þannig að ég get ekki séð mjög langt fram í tíman. Ég get sagt að þessa stundina er landið illa hrjáð efnahagslega og ástandið var mjög dapurlegt þegar ég var þarna. Það er mikið um atvinnuleysi og við slíkar aðstæður gætu stjórnmálaleiðtogar sem vilja nýta sér ástandið í eigin þágu náð aftur völdum. Í raun sama og gerðist síðast. Það er alltaf hætta á ferðum á þessu svæði. Það eru svo innilega skrítnir leiðtogar í Bosníu og á afganginum af Balkanskaganum og fullt af spilltu fólki. Þetta er fólk sem vill ná í eins mikla peninga og mögulegt er og stinga síðan af. Það er eins með fólkið sem hafði völdin áður og fólkið sem hefur völdin núna, ég er meira að segja ekki viss um leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Þannig að ég veit ekki…ég er ekki mjög bjartsýnn á nána framtíð stað- arins en ef til lengri tíma er litið kann að vera að eitthvað gott komi út úr þessu.“ Réttarhöldin í Haag og Palestína Þú varst við stríðsréttarhöldin í Haag, hvernig var að sjá fólkið ábyrgt fyrir öllum hörmungunum sem þú lýsir í Gorazde? „Ég gerði náttúrlega líka sögu um þegar ég fór og hitti Karadzic leið- toga Bosníu-Serba og það furðulega er að þegar maður sér þetta fólk í þessum aðstæðum er það síðasta sem manni dettur í hug að það sé stríðsglæpamenn. Vegna þess að stofnun eins og réttarsalur er svo sótthreinsandi. Það er eins og að vera á sjúkrahúsi; allt er svo hreint, maður sér engin lík við fætur sér og maður sér ekki manneskjuna í ein- kennisbúningi að öskra skipanir að fólki. Þannig að upp að vissu marki finnur maður ekki fyrir neinu. Það er alveg úr sambandi við raunveru- leikan þegar maður sér einhvern sem er flæktur í svonalöguðu og maður hugsar út í hvað hann hefur gert. Þetta eru svo miklar andstæður. En ég er mjög ánægður með að rétt- arhöldin í Haag skuli vera í gangi.“ Hvað um Palestínu? Telurðu að ástandið þar muni breytast? „Ég var í Hebron í desember síð- astliðinn að gera myndasögu fyrir Time. Jafnvel eftir þennan stutta tíma sýnist mér þetta líta mjög illa út. Ég hafði ekki komið þarna í tæp tíu ár og það sem kom mér dálítið í opna skjöldu var ekki hversu ástand- ið hefði breyst mikið, þótt það hafi vissulega breyst eitthvað heldur frekar hversu margt hefði staðið óbreytt: Vegatálmarnir, eftirlits- stöðvar Ísraelsmanna, ekkert af þessu hafði breyst neitt. Og andúðin á milli araba og ísraelsmanna er vissulega enn til staðar. Hersetan heldur áfram, hún hefur breyst með tímanum en þetta er ennþá herseta. Að sumu leyti er þetta verra, alla vega hvað Palestínumenn varðar, því þeim hefur verið sagt að friðarsátt- málinn hafi farið í gagnið fyrir 7 ár- um síðan en það eina sem þeir sjá eru fleiri nýlendur. Fjöldi landnema á vesturbakkanum í Gaza hefur tvö- faldast síðan Óslóarsáttmálinn var undirritaður. Það er ekki merki um að hlutunum sé að miða áfram í þeirra augum. Og maður sér að í von- leysislegum aðstæðum eins og þess- um gera þeir heilmikið. Palest- ínumenn hafa vissulega framið hryðjuverk en, hvað mig varðar, þá eru Ísraelsmenn að fremja rík- isstyrkt hryðjuverk.“ Myndasagan Safe Area Gorazde eftir Joe Sacco hefur hrist upp í bók- menntaheiminum í Bandaríkjunum. Ragn- ar Egilsson hringdi í höfundinn og spjallaði við hann um bókina. Sacco tók viðtöl við íbúa Gorazde og teiknaði upp það sem þeir höfðu að segja. Svona teiknar Sacco sjálfan sig. Myndasagan Safe Area Gorazde Blaðamaðurinn og myndasöguhöfund- urinn Joe Sacco. Fréttaflutningur með myndasögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.