Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 61
HINGAÐ til hefur það reynst áhugamönnum um hljóm-
list þrautin þyngri að koma höndum yfir sjaldgæft efni
með hinni áhrifaríku sveit The Beach Boys.
Það er því fagnaðarefni fyrir grúskara í poppfræðum
að fyrirhuguð er útgáfa á hljómplötu sem mun inni-
halda 57 sjaldgæf og óútgefin lög með þessari gæða-
sveit. Tilefnið er að í ár verða liðin fjörutíu ár síðan Wil-
son-bræður og vinir þeirra stungu í samband við
sólbakaðar strendur Kaliforníu.
Platan ber hinn lýsandi en óþjála titil Hawthorne, CA
- Birthplace of a Musical Legacy og kemur út 22. maí.
Öll lögin er búið að endurhljómjafna en þarna verður að
finna lög úr hljóðveri, upptaka af æfingum og samtöl
sem þeir félagar áttu meðan þeir voru að vinna að sinni
fyrstu plötu á heimili þeirra bræðra, Brian, Carl og
Dennis Wilson.
Sjaldgæf
sandkorn
The Beach Boys, 1995.
Plata með óútgefnum Beach Boys-lögum
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 61
Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800
EINA BÍÓIÐ MEÐ
THX DIGITAL Í
ÖLLUM SÖLUM
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. B.i.16 ára.
Vit nr. 223
Frábær tónlist í
flutningi DMX!
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal Vit nr. 231
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 233
Keanu Reeves (Matrix) og Charlize Theron (Cider House Rules,
Men of Honor) í rómantískri gamanmynd um mann sem hélt hann
hefði allt.
Hún þurfti bara mánuð til að breyta lífi
hans að eilífu
102 DALMATÍUHUNDAR
KL. 1.50 og 3.50 ÍSL TAL. VIT NR.213
NÝI STÍLLINN
KL. 2 og 3.50 ÍSL TAL. VIT NR.194
SAVE THE LAST DANCE
KL. 8 og 10.15. VIT NR.216
Nýjasta myndin um Pokemon er
komin til Íslands!
SWEET NOVEMBER
KEANU REEVES CHARLIZE THERON
Snorrabraut 37, sími 551 1384
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 173.
Kvikm
yndir.c
om
HL Mb
l
Strik.i
s
Tvíhöf
ði
SG DV
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220.
Sýnd kl. 5.30 og
10. Mán kl. 10.
Sýnd kl, 8 og 10.30.
Mán kl. 8, 10.30. Íslenskur texti.
Sýnd kl. 3 og 8.
Mán kl.6, 8.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Mán kl. 6, 8, 10.
Miði í Regnbogann gildir sem happadrættismiði fyrir PS2
HK DV
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8, 10.
Raðmorðingi gengur laus
og fórnarlömbin eru
hreinar meyjar.
Aðeins eitt í stöðunni.
Afmeyjast eða drepast!
Tryllingslega sexý.
Scream mætir
American Pie!!
Kraftmikil ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna sem
gerist í sannkölluðum undraheimi byggðum á hinum
víðfræga hlutverkaleik Drekar og dýflissur.
Allir sem kaupa miða á myndina Dungeons and Dragons og taka þátt
í leiknum í Gallerí Regnbogans um helgina eiga möguleika á að vinna
hinn frábæra tölvuleik Three Kingdoms: Fate of the Dragon
FRUMSÝNING
Yfir 20.000 manns!
MALENA
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 6.
SKEMMTISTAÐURINN
Moulin Rouge var um-
deildur, þótti ætíð á jaðri
þess sem siðsamlegt þótti
á sínum tíma. Kvikmyndin
sem ber nafn hans nýtir
sér á ýktan og rómantísk-
an máta það andrúmsloft
sem þar á að hafa ríkt og
hefur nú framkallað sams-
konar viðbrögð. Ekki svo
að skilja að hún storki sið-
ferðiskennd manna heldur
er hún umdeild fyrir aðrar
sakir. Gagnrýnendur
skipa sér algjörlega í tvö
horn. Andmælendur
hennar, eins og gagnrýn-
andi Hollywood Reporter,
segja hana yfirgengilegt
og innantómt sjónarspil
þar sem allt kapp hafi
augljóslega verið lagt á
útlitið en innihaldið
gleymst. Gagnrýnendur
annarra kvikmyndatíma-
rita sem fylgjast grannt
með gangi mála hér í Can-
nes, Screen International
og Variety, eru hinsvegar
jákvæðari í garð hennar
og hæla leikstjóranum
Luhrmann og samstarfs-
fólki hans fyrir stórfenglegt útlit
myndarinnar, hugmyndaauðgi,
næmt auga fyrir smáatriðum og
ótrúlega útsjónarsemi. Leikarahóp-
urinn er og sagður hafa staðið sig
með prýði, Kidman hafi smellpass-
að í hlutverk sitt, sloppið vel frá
söngnum og verið svo aðlaðandi að
hún hafi vakið minningar um gyðjur
liðinna tíma, Dietrich, Garbo og
Monroe, eins og gagnrýnandi Var-
iety kemst að orði. McGregor hlýt-
ur hinsvegar mesta hólið fyrir fá-
dæma einlægni og hreint ótrúlega
söngrödd, sem virðist hafa komið
flestum í opna skjöldu. Nær allir
sem um myndina hafa fjallað setja
hinsvegar spurningarmerki við þátt
poppslagaranna sem gegna veiga-
miklu hlutverki í framvindu mynd-
arinnar, að sökum þeirra sé myndin
á köflum á barmi þess að vera hall-
ærisleg. Einnig velta menn vöngum
yfir því hver markhópur myndar-
innar sé, hvort þessi kostnaðarsama
mynd eigi eftir að slá í gegn, en það
sé undir því komið hvort ungir
áhorfendur falli fyrir henni.
Um opnunarmynd Cannes
Rauða myllan
ennþá umdeild
Reuters
Nicole Kidman og Ewan McGregor
í Moulin Rouge!
Cannes, Frakklandi, 10. maí, 2001. Ég hef séð hljóðfæraleikara á götum
stórborga spila á gítar, hljómborð, harmonikku, trommur, flautur og horn;
meira að segja séð einn draga píanó á eftir sér. En þetta er í fyrsta skipti sem
ég sé heilt trommusett mætt til leiks. Þessi ungi Frakki var búinn að dröslast
með trommusettið út á götu hér í Cannes og trommaði sitt lag fyrir vegfar-
endur. Ekki það að hann hafi verið lélegur trommari, en hann fékk allt klink-
ið mitt bara fyrir það eitt að nenna þessu.
Dagbók ljósmyndara
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Trommað í sólinni