Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSKÓLINN Barnabær á Blönduósi hélt um helgina upp á 20 ára afmæli sitt í félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni. Dagskrá hátíðarinnar var fjöl- breytt, þulur fluttar og mikið sung- ið og saga skólans rakin í stuttu máli af starfsmönnum leikskólans. Saga leikskóla á Blönduósi hófst reyndar í grunnskóla Blönduóss sumarið 1972 og var leikskólinn ein- ungis starfræktur á sumrin fyrstu árin. Frá árinu 1975 hefur verið starfræktur leikskóli allt árið. Það var svo í maí 1981 að leikskólinn flutti í það húsnæði sem hann er í núna og eru starfandi þrjár deildir. Skólastjóri leikskólans Barna- bæjar er Anna M. Arnardóttir en Sigurlaug Hermannsdóttir var fyrsti leikskólastjóri á Blönduósi og sendi hún samkomunni hlýjar kveðj- ur þar eð hún gat ekki verið við- stödd. Það kom fram í máli Önnu leikskólastjóra að skólinn á sér þann draum að eignast stóra og að- gengilega rennibraut fyrir yngstu börnin og sá draumur er ekki í mikl- um fjarska því Skúli Þórðarson bæj- arstjóri færði leikskólanum hálfa milljón króna að gjöf í tilefni tíma- mótanna. Ljóst er að mörg fyrirtæki og félagasamtök í sýslunni ætla að leggja sitt af mörkum svo þessi draumur geti orðið að veruleika. Haldið upp á 20 ára afmælið Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Börnin sem eiga að byrja í grunnskóla í haust fengu útskriftarhúfur og skjöl. Börnin á Hólabæ fluttu þuluna „Þumalfingur er mamma“. Blönduós Leikskólinn Barna- bær á Blönduósi SÚ hefð hefur komist á í Drangs- nesskóla að taka einn vordag til gróðursetningar. Í ár voru gróður- settar 300 trjáplöntur ofan við Drangsnes. Leikskólinn á Drangsnesi slóst með í för og aðstoðuðu leikskóla- börnin við gróðursetninguna. Tókst sú samvinna með ágætum og voru þau ekki lengi að ljúka verk- inu. Ekki eyðilagði það stemmn- inguna hjá krökkunum að þau máttu hafa með sér nammi í nesti og einhverjir kannski haft meiri áhuga á því en trjáplöntunum, a.m.k. þau yngstu. Síðan var farið í leiki og var mikið gaman hjá leik- skólabörnunum að fá að leika sér við stóru krakkana í skólanum. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Hópur barna sem tók þátt í gróðursetningunni. Gróðursetningardagur hjá Drangsnesskóla Drangsnes STEINUNN Pálsdóttir er umsjón- armaður Skallagrímsgarðs og er þetta áttunda vorið sem hún hreins- ar og snyrtir beðin, fjarlægir rusl og undirbýr garðyrkjustörf sumarsins. Þegar skólanum lýkur fær hún 5–6 unglinga sér til aðstoðar sem hún verkstýrir í sumar. Steinunn segir að sér finnist gam- an að vinna í garðinum en það sé pirrandi þegar verið er að skemma, eins og því miður hefur gerst í Skallagrímsgarði. Búið er að skemma gosbrunn sem var í garð- inum, brjóta öll ljós og eitthvað er um að plöntur séu rifnar upp og trjá- greinar brotnar. Hún myndi vilja að garðurinn væri girtur þannig að skemmdarvargar ættu ekki eins greiða leið inn í hann. Garðurinn kemur gróðurfarslega vel út eftir veturinn, og eru skemmdir af völd- um kals eða veðurs litlar sem engar. Skallagrímsgarður er sannkölluð perla í hjarta Borgarness. Upphafs- maður garðsins var Friðrik Þor- valdsson (1896–1983) en hann af- henti kvenfélagskonum garðinn árið 1938 og sáu þær um ræktun til ársins 1989 undir stjórn Geirlaugar Jóns- dóttur. Frá þeim tíma hefur sveit- arfélagið séð um garðinn. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Steinunn Pálsdóttir við vorverkin. Vorverkin hafin í Skallagrímsgarði Borgarnes SVANDÍS Egilsdóttir, myndlistar- maður og kennari við grunnskóla Mýrdælinga, opnaði sýningu á verk- um sínum í Halldórskaffi í Bryddebúð í Vík. Sýningin stendur frá 25. maí til 30. júní. Á henni eru sýnd 19 olíumálverk og skúlptúrar sem flest hafa verið unnin í vetur og er innblásturinn sótt- ur í hina stórfenglegu náttúru Mýr- dalsins. Nálægð við úthafið, jökulinn, eldstöðina og grasi gróna hamraveggi hefur haft mikil áhrif á myndsköp- unina. Þetta er fyrsta einkasýning Svan- dísar hér á landi, en hún hefur áður haldið einkasýningu og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Dan- mörku og í Bandaríkjunum þar sem hún dvaldi við nám og starfaði við myndlist. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Svandís við myndina Nær í Halldórskaffi. Myndlist- arsýning í Halldórs- kaffi í Vík Fagridalur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.